Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 5
skothríðin hæfist þennan ágústmorgun sum- arið 1941 eins og áður sagði, ég man ekki lengur nákvæmlega daginn en kl. 11.00 fyr- ir hádegi yrði byijað. Klukkan 8.00 þennan morgun var ég vakinn þeirra erinda að smala þeim kindum sem kynnu að vera norðan áðurnefndrar girðingar og setja þær suður fyrir. Gísli bróðir sagði mér að hraða för minni því að hættulegt væri og hávaðasamt að véra á svæðinu þegar sprengjuregnið hæfist. Ég var tæplega 12 ára þegar þetta gerðist. Óðinn var bieikur klárhestur, sprett- harður og léttur, vanur brúkun eins og allir hestar voru þá yfir sumartímann. Ég fékk hann og svo var auðvitað hundurinn Hító, hvítur að lit, með í för. Þessi tími sem mér var ætlaður til verksins var frekar naumur en átti þó að duga með því þó að fara hratt yfir og gerðum við félagarnir það svo sannar- lega. Fyrst fór ég meðfram vatninu töluverð- an spöl, síðan þvert yfir hæðirnar nyrst nið- ur að Laxá og aftur upp í hæðirnar á eftir fáeinum kindum. Hundurinn gelti samkvæmt skipunum og ég öskraði eftir mætti og Óð- inn þaut áfram léttur á sér því farþeginn hefur sennilega verið lítið yfir 30 kg. Sunn- an við Ytri-Smalahól sneri ég undan hallan- um og ætlaði að Laxá til að komast fram- hjá keldum sem þar voru. En þá dundu ósköpin yfir, fyrsta fallbyssukúlan sprakk í hæðinni fyrir ofan mig, ekki nema 300 m frá mér og klukkan ekki nema 9.00, þ.e. tveim klukkustundum fyrr en áætlað var. Næstu mínútum er erfitt að iýsa. Hundurinn varð hræddur, ég ennþá hræddari og Óðinn bókstaflega trylltist og nú hófst án umhugs- unar ógurlegur flótti því kúlurnar beinlínis streymdu á hæðimar, en heldur ijær en sú fyrsta. Ég hélt mér dauðahaldi í faxið og reyndi að stýra hestinum að Laxánni því fólkið var við heyskap á svokölluðum Flæð- um og þangað vildi ég komast sem allra fyrst og það tókst mér á óskiljanlega stuttum tíma. Oðinn tók á rás með mig sem leið lá niður að Laxá við Nautafljót, norður með Mánafossi, yfir ána í Holtsland til þess að krækja framhjá rafveituskurðinum, síðan rakleiðis aftur yfir ána og alla leið norður að Sauðaneskvörn þar sem fólk var við engjaslátt. En það er af Hító að segja að hann kom heim daginn eftir og var þá með stórt sár á annari síðunni sem enginn veit hvernig til var komið. Líklega hefur hann fengið sprengjubrot í síðuna. Til að skýra út áhrifin af hverri fallbyssu- kúlu þegar hún Ienti til jarðar ætla ég að segja frá gerð kúlunnar. Hún var ca. 25-30 sm löng og ca. 10 sm í þvermál. Fremsti hluti hennar var úr einhvers konar kopar- blöndu, oddmyndaður og fram úr oddinum kom hnappur, sem átti að rekast inn, þegar kúlan snerti jörðina og koma sprengingunni af stað, því að aðalhluti kúlunnar .var holur innan, fullur sprengiefnis sem tætti svo hólk- inn sundur sem var úr ca. 1 sm þykku stáli. Við þetta mynduðust gígar, sumir lh m á dýpt og 2 m í þvermál. Sumar kúlur sprungu ekki þegar þær komu til jarðar og hafa þær vafalaust verið mjög hættulegar. Eina ósprungna kúlu fann ég á sprengju- svæðinu. Hún lá utan í þúfu og ákaflega sakleysisleg. Eftir nákvæma skoðun sá ég að hún hlyti að vera hættulaus. Mig langaði til að koma með hana heim og hafa fyrir „valtara" ef einhver vildi leika sér á slíkum vettvangi. Fyrst ætlaði ég að bera hana framan á maganum en hún var of þung svo ég fór úr peysunni, vafði henni utan um sprengjukúluna og bar hana svo á bakinu með mörgum hvíldum heim. Eftir töluvert langan tíma ákváðum við tveir bræður að fullreyna hvort kúlan væri óvirk. Annar okkar tók hana í fangið, svo gengum við fram á barm súrheysgryfju og í hana létum við kúluna detta, auðvitað til- búnir að hlaupa ef hún springi. Hún reynd- ist óvirk. Þess vegna get ég skrifað þessa frásögn. Aftur skal nú vikið að deginum sem ég lenti í skothríðinni. Þegar leið lengra fram á daginn komu hermenn á nokkrum bílum. Þeir skildu þá eftir við veginn og gengu eða hlupu að „skot- markinu“, þ.e. að enda símans sem fyrr var frá sagt. Hófst nú furðuleg „orusta" við blikkdunka og reyksprengjur, skotið úr riffl- um og beitt byssustingjum. Þessú fylgdu háværar fyrirskipanir, hróp og köll og svo var síminn notaður og sennilega pantaðir fleiri fallbyssukúlur til aðstoðar við „bardag- ann“. Það var afskaplega ógeðfellt að vera heima og heyra í byssunum og kúlunum sem þutu yfir bæinn og mörkuðu hvítar rendur í himinhvolfið. Fyrst heyrðist skotið með þungum dynk, svo kom þetta skerandi ýlfur og rákir í loft- ið þegar kúlan þaut yfir og að síðustu spreng- ingin þegar hún lenti og jarðvegur og sprengjubrot þeyttust hátt í loft upp. Hér voru á ferðinni hrein blindskot því að ekki sáu skotmennirnir áfangastað kúlnanna en útreikningar stórskotaliðsins voru vægast sagt ótrúlega ónákvæmir. Var það Guðs mildi að þeir drápu ekki sína eigin menn. Einhvern tímann á útmánuðum veturinn eftir voru sams konar æfingar, sama stað- setning á fallbyssunum og sama skotlína skotmark. Þá urðu eðlilega minni jarð- skemmdir, allt frosið. Farskóli var þá og einmitt í Sauðanesi. Var lítið hugsað um menntun meðan á skothríðinni stóð heldur stóðu flestir úti við og störðu upp í loftið og á skotmarkið og hlustuðu á drunumar. Löngu síðar fréttist að æfingarnar hefðu verið liður í undirbúningi fyrir innrásina í Normandí þar sem frægir innrásarprammar voru notaðir með skriðdreka og fleiri þung vopn innanborðs þar með taldar stórar fall- byssur sem hægt var að nota til þess að skjóta á mikilvæga staði þó handan sjónlínu væru inni á meginlandinu. Yfirmenn setuliðs- ins spurðu ekki hvort þeim væri heimilt að vera með æfingar hér eða þar, það mátti teljast gott ef þeir létu vita hvað til stæði og við það sat. Heimamenn höfðu enga möguleika á því að breyta neinu þar um. Mér er enn í fersku minni þegar ég var sendur ríðandi til Blönduóss einhverra erinda og var á leið frá kaupfélaginu þegar ég var kominn að fótboltavellinum þar sem nú er KH og Félagsheimilið. Sá ég hóp hermanna á vellinum. Ég fór að horfa á hvað þeir hefðust að. Á einum þeirra voru bundnir sandpokar, annar framan á bringuna, hinn aftan á herð- arnar. Síðan var hann látinn hlaupa þangað til hann hnaut við eða datt, þá kom annar og barði hann jafnóðum með einhveiju bar- efli eða svipu til að hann stæði upp og hlypi aftur af stað. Þetta var endurtekið í sífellu, það var enn verið að betja hann þegar ég fór. Ég leitaði skýringa hjá fullorðnum á þessu og var mér tjáð að hermönnum væri trúlega hegnt svona fyrir eitthvert brot á heraga. Lýkur þar frásögn Hauks Pálssonar. DÁTINN OG LIÐSFORINGJARNIR Á þorranum 1941 geisaði á Norður-Atl- antshafi mikið óveður. í Öldinni okkar er getið um mikið rok á höfuðborgarsvæðinu, þar sem miklar skemmdir urðu á mannvirkj- um hersins, skiljanlegt er að braggadraslið var ekki gert fyrir óveður á Islandi. Reykvík- ingar eldri muna enn þegar trétexplötumar flugu eins og spil út í buskann. Þegar ég var í Þýskalandi við nám um 1960 lá ég nokkrar vikur á sjúkrahúsi. Dag einn var miðaldra maður lagður í rúm við hliðina á fleti mínu. Við tókum tal saman, eins og gengur. Hann sagðist hafa verið í þýska sjóhernum á stríðsárunum við strend- ur Noregs. Ég spurði hann þá að því hvort hann myndi eftir stórviðri sem geisað hefði veturinn 1941. Hann sagðist muna vel eftir því. Veðurofsinn hefði verið slíkur að Eng- lendingar og Þjóðveijar hefðu ekki haft tök eða áhuga á að skjóta hvorir á aðra í óveðr- inu. Hefðu báðir aðilar misst mörg skip í sjávarháska en hvorugir viðurkennt slíkt, því að skömm væri að missa stríðsfley í óveðri á stríðstímum. Sögumaður minn sagð- ist hafa séð breskt herskip skammt frá sínu skipi sigla á miklum krafti inn í stórbáru og koma aldrei upp úr sjónum aftur. Þetta óveður geisaði af mikilli hörku í fimm sólar- hringa, með norðaustan fannkomu og miklu frosti og norðan stórhríð. Vatnsaflsvirkjun var og er í landi Sauða- ness. Vatn er leitt í nokkur hundruð metra löngum skurði að inntaksmannvirkjum. Síð- an er vatnið leitt í rörum í rafstöðina en síðan rennur vatnið í skurði áleiðis í Laxá á Ásum. í óveðrinu fylltist aðfallsskurðurinn fljót- lega af snjó svo að rafveitan hætti að fram- leiða rafmagn. Menn sátu við kertaljós, út- varpslausir og í kulda, því að Blöndósingar notuðu gjarnan rafmagn til upphitunar. Setuliðið notaði rafmagnið til ljósa, svo orkuskorturinn kom ekki síður illa við það. Nú, öll él birta upp um síðir og þessi stór- hríð gekk yfir eins og önnur. Sól skein í heiði og úti var 10-15 gráðu frost. Nú þurfti að moka snjónum upp úr skurðinum til að rafveitan kæmist aftur í gang. Vélar til þess- ara athafna voru ekki til fyrir norðan í þá tíð, svo að öllum verkamönnum á Blönduósi var stefnt upp í Sauðanes til að moka snjó- inn úr skurðinum sem var geysimikið verk. Setuliðið ákvað að senda harðsnúið lið til að hjálpa til við moksturinn og komu nokkr- ir herflokkar marserandi með skóflu við öxl til að moka snjónum upp úr mannvirkjum, sem þeir höfðu verið að æfa sig að skjóta yfir sumarið áður. Með dátunum komu auðvitað offisérar sem skipuðu fyrir og gerðu ekki neitt. Pétur túlkur kom með nokkra heim á bæ til móð- ur minnar og falaðist eftir húsnæði til að- stöðu fyrir liðsforingjana. Hún vísaði þeim á herbergi í gamla bænum, sem nefnt var suðurhúsið og var inn af miðbaðstofunni, þar sem gömul og fornfáleg eldavél stóð og var nú í brúki í rafmagnsleysinu. Þama í gamla suðurhúsinu var nú allt í einu kominn breskur offiseraklúbbur þar sem einkennis- búnir gentlemen ræddu málin yfir tebolla og reyktu sígarettur ótæpilega af gerðinni May Blossom, Player’s Navy Cut eða Com- mandor. Dyrnar vom opnar og við Haukur kíktum inn á þessa merkilegu karla og þótti fram- andi ilmurinn af sígarettureyknum góður, en heima í Sauðanesi reykti enginn. Meðan óbreyttu dátarnir paufuðust til að moka snjóinn í hörkufrosti, sátu foringjamir inni í hlýjunni og höfðu það gott. En svona voru aðstæðurnar í hinum konunglega her hans hátignar. En skyndilega gerðist nokkuð sem kom róti á þetta rólega ástand. Komið var heim á bæinn með ungan breskan dáta sem hafði dottið í krapið í skurðinum og var biautur upp að mitti. í frostinu var hann allur freð- inn orðinn og skalf og nötraði af kulda. Móðir mín, Sesselja, tók vel á móti piltin- um, dreif hann inn í miðbaðstofuna þar sem eldavélin vel heit stóð. Hurðin inn í offa- klúbbinn í suðurhúsinu var opin þar sem tedrykkjan og reykingarnar stóðu sem hæst. Við bræðurnir hjálpuðumst að við að draga blautu brækurnar af Tjallanum, mamma hellti í hann kaffi og síðan var hann keyrður í svellþykkt föðurland. Skyndilega kom Pét- ur túlkur fram úr reykhúsinu heldur vand- ræðalegur og segir að liðsforingjamir vilji ekki hafa það að þessi óbreytti dáti sé hér í sömu húsakynnum og þeir. Slíkt gangi bara hreint ekki samkvæmt aldagamalli hefð í breska hernum. Móðir mín brást hin versta við, gengur að Pétri, bendir á liðsforingjana og segir þá best að þeir hundskist út í frostið. Hún seg- ir að pilturinn sé gestur sinn, honum sé kalt og þarfnist aðhlynningar, auk þess sé þetta sitt hús og sitt ríki og hún sé þar einráð. Pétur snýr sér þá aftur að offiserunum og segir þeim væntanlega alla málavöxtu. Upphófust nú miklar umræður og sáttaum- leitanir. Greinilega þótti liðsforingjunum það hið versta mál að hrekjast úr hlýjunni og teinu út í fimbulkuldann, en mamma lét sig ekki. Dátinn skyldi blíva. Eins og síðar í þroskastríðinu náðist sam- komulag með þessum frænd- og vinaþjóðum. Menn urðu ásáttir um að loka dyrunum milli suðurhúss og miðbaðstofu og ekki opna nema þurfa þætti meðan óbreytti dátinn ornaði sér í íslenska föðurlandinu og breska herforingjaráðið lauk úr tebollunum og klár- aði Commandorinn. Ég hef alltaf litið á sig- ur móður minnar yfir breska heimsveldinu sömu augum og ósigur ítalska loftflotans í smásögu Halldórs Laxness. ÁRÁS á FLUGVÉLAR Stundum heyrðum við í flugvélum. Sumar flugu hátt og hurfu fljótt. En Bretarnir höfðu ógurlegan viðbúnað þegar flugvéladynur heyrðist. Þeir þustu ofan í skotgrafir sem þeir voru búnir að grafa í melana kringum braggana og mönnuðu vélbyssurnar og fall- byssurnar úti á Homi fyrir ofan bryggjuna og suður í Draugagili. Einu sinni varð þeim hroðalega á í mess- unni, en ég var að hluta áhorfandi að at- viki, sem nú skal frá greina. Síðla sumars, líklega 1941, var ég fyrir norðan Sauðanes að ná í beljurnar. Veður var drungalegt, lágskýjað en lygnt. Skyndilega sá ég þijár eins hreyfíls flugvélar koma að austan og fljúga inn í þokubakka sem lá yfír strönd- inni inn af Blönduósi og huldi aúk þess þorp- ið. Þá heyrist skyndilega áköf skothríð. Ég hugsa ekki meira um þetta en fer heim með kýrnar. En daginn eftir frétti ég framhaldið. Bret- amir höfðu haldið að þarna fæm Þjóðveijar og skutu á flugvélamar um leið og þær komu fljúgandi niður úr þokubakkanum til lendingar á sjónum. Hér vora ekki Þjóðveij- ar á ferð heldur norskar Northrop sjóflugvél- ar, líklega á ferð frá Akureyri. Tveir Norð- menn særðust illa í árásinni og var þetta hið versta mál fyrir Bretana. En brátt leið að því að herinn fór. Banda- ríkin tóku við hersetu landsins og sendu nokkra hermenn til Blönduóss. Síðast var aðeins einn eftir og hafði jeppa til umráða, sem mönnum þótti hið forvitnilegasta farar- tæki. Og svo fór hann líka. Nú voru braggarnir rifnir og seldir og nú standa fín einbýlishús og malbikaðar götur þar sem Tjallinn óð aurinn í skóvarp. Hið eina sem eftir stendur eru leiði varla tvítugra drengja í kirkjugarðinum sem báru hér beinin fjarri föðurtúni, smápeð í tilgangs- lausu stórtafli stríðsins. Höfundur er tannlæknir í Reykjavík. KRISTJÁN J. GUNNARSSON Við opnun málverka- sýningar Það er ekkert að þessu rauðvíni eitthvað að mér á mig og þessa hvítkölkuðu veggi sækir yfirþyrmandi lystarleysi listarleysi listarlystarleysi. Eftirmæli Frá engu til einskis og ekkert á milli annað en ævi þín. Höfundur- er fyrrverandi fraeðslustjóri. HELGI SEUAN Hugsaðá hausti Hrímgrájörð með hélu á stráum hnípin er náttúran öll. Hemingur yfir hylnum bláum, höfgi um fölan völl. Ómar tregans hjá eyrum líða angurvært fuglsins kvak. Vekur í hjarta vá og kvíða vetrarins hófatak. Haust með söknuð sumars í hlænum sölnandi grös og blóm. Þyngjast brimhljóð frá sollnum sænum sáran greini ég óm. Þó lít ég töfra lyngs og skógar litanna helgidóm. Húmsins mildi huganum fróar hrífur burt auðn og tóm. Árstíð hver ber yndi á veginn allt þó taki sín gjöld. Þó er alltaf sem tindri treginn er tekur myrkrið völd. Sezt að hjartanu gamall geigur við grimma vetrarhríð. Sumarsins fegurðarblómi feigur fennir um grund og hlíð. Fram skal horft þó í fangið standi fínna áranna straum. Fjársjóð gæfunnar færa að landi fanga hvern gullinn draum. Láta vonimar vængjum blaka víkja burt skuggafjöld. Haustsins fegurð í faðminn taka flýja þess rökkurtjöld. Höfundur er fyrrverandi alþingsmaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. NÓVEMBER 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.