Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 12
 W 0 w w w 0 R A N N s K N 1 R 1 H A S K L A -t I S L A N D S Vélgreinir Eftir GRÍM V. LÁRUSSON og MAGNÚS ÞÓR JÓNSSON Iþessari grein verður sagt frá sveiflurannsóknum sem gerðar hafa verið á hraðabreytingum í sveifarásum brunavéla. Hraða- breytingum eða homhraðasveifl- um hefur oftast verið lítill gaumur gefinn því þær valda yfirleitt ekki vandamálum í rekstri brennslu- véla. Stafar það af því að framleiðendur hanna vélamar með tilliti til slíks titrings. Aftur á móti getur verið fróðlegt að skoða þær nánar því þær geta verið lykillinn að heilsufarsgrein- ingu sjálfrar vélarinnar. HRAÐABREYTINGARÍ SVEIF- ARÁSUM BRENNSLUVÉLA í hugum okkar flestra snýst sveifarás bíl- vélar og annarra brennsluvéla t.d skipsvéla á föstum hraða svo lengi sem engar ytri álags- breytingar eiga sér stað. Svo er þó ekki raun- in. Sveifarás brennsluvélar breytir hraða sín- um stöðugt innan hvers vinnuhrings. Hann hefur tilhneigingu til að gefa eftir, láta undan snúningsvæginu sem hann flytur. Við það myndast titringur sem hér er kallaður hraða- kvika ássins. A myndum 1 og 2 er sveifarás brennsluvélar líkt við sveiflukerfí sem saman- stendur af fjöðrum, mössum þar á milli og dempurum. Allt er þetta tengt saman í eina seríu. Hraðakvika Ejórgengisvél hefur fjóra fasa innan vinnu- hringsins þ.e. sog-, þjapp-, afl- og útblástur- slag. I hvetjum vinnufasa verður hver sveif fyrir snúningsátaki sem er einkermandi fyrir fasann sjálfan. Átakið á viðkomandi sveif kem- ur frá gaskraftinum sem virkar á stimpilinn, massa viðkomandi stimpils og stimpilstangar svo og massa sveifar og sveiftappans sjálfs. Að lokum virka sveifamar hver á aðra því þær eru jú fastar á sama sveifarásnum. Færist nú flör í leikinn því nú er kerfið orðið allverulega flókið og verður því flóknara sem vélin hefur fleiri strokka. Núningsviðnám í legum og slíf- um hefur líka áhrif á snúningsátakið á sveif- ina, en það dempar það og gerir dæmið enn flóknara. Öll þessi mikla flóra af kröftum vind- ur síðan upp á sveifarásinn og myndar titring eða hraðakviku sem virkar homrétt á snúning sveifarássins eins og mynd 3 sýnir. Við skulum reyna að átta okkur betur á hraðakvikunni. í fyrsta lagi endurtekur hraða- kvikan sig reglulega og háttbundið, vinnu- hring eftir vinnuhring. Tilraunir sýna að hraðakvikan er háð eftirfarandi þáttum: byggingu, snúningshraða, snúningshraða- breytingu, álagi og innra ástandi vélarinnar að ógleymdu sjálfu snúningshomi sveifaráss- ins sem hann myndar við vinnuhringinn. Ef fyrrgreindir þættir em mældir samtímis geta slíkar upplýsingar verið mjög verðmætar og nýst vel í fyrirbyggjandi viðhaldi á brunavél- um. Sérhvert atriði sem hefur áhrif á snún- ingsátakið gefur sitt mynstur eða fíngrafar í hraðakvikuna. Til að gefa sér dæmi má nefna að leki frá útblástursventli í strokk veldur minna snúningsvægi á viðkomandi sveif og á sveifarásinn í heild og gefur því annað hraðakvikumynstur en ef enginn leki væri. Bilun í stangarlegu skapar hlutfallslega háa tíðni samanborið við tilfellið hér á undan og gefur því annað mynstur í hraðakvikuna en það. Hversu vel einstakar hraðakvikutíðn- ir breiðast út eftir endilöngum sveifarásnum og til hraðanemans á enda ássins fer eftir dýnamískum eiginleikum ássins. Tilraunir sýna að vél sem er í fullkomnu lagi hefur ólíkt mynstur, þegar breytingar verða í hraða, hröðun og álagi. VÉLGREINIR Tækið sem notað er við hraðakvikumæling- ar hefur fengið nafnið vélgreinir. í fyrstu átti vélgreinirinn að vera tæki til hjálpar vél- stjórum svo þeir gætu sjálfir ályktað hvort einhver fyrirboði væri á bilun í aðalvél skips. Það sýndi sig að hraðakvikumynstrið er það flókið að varla er ætlandi mannsauganu að læra inn á það nema í undantekningartilvik- um. Tölvukeyrður vélgreinir er aftur á móti raunhæfur kostur. Með þekkingarkerfi er hægt að rannsaka hraðahvikuna nákvæmlega og segja til um hvenær ákveðinn hlutur eða atriði muni hugsanlega bila í vélinni og þann- ig varað við hættuástandi í tæka tíð. Mynd 4 sýnir okkur siaða hraðakviku vél- ar. Við sjáum strax að erfitt muni vera að lesa nokkrar upplýsingar beint út úr slíkri kúrfu. Til að greina og skilja hraðakvikuna verðum við að taka í notkun reiknifléttu sem greiðir úr hraðakvikunni. Leysa má upp hraðakvikuna og finna tíðniróf hennar. Þetta tíðniróf endurspeglar það sem gerist inni í vélinni, sjá myndir 5 og 6. Tilraunir sýna að venjulega er grunntíðni hraðakvikunnar, þ.e. sterkasti tíðniþátturinn, jöfn sveifafjölda vél- arinnar, þannig hefur t.d. 4 strokka línuvél grunntíðnina 4. Þetta er meginreglan en verð- ur flóknara ef sveifarásinn er ekki einsleitur frá sveif til sveifar og ef dempunarliðir eru á honum miðjum eða á enda hans og er þá ekki kasthjólið talið með í þeirri upptalningu. Varast ber að draga jafnaðarmerki á milli ákveðinna bilana eða atriða í brennsluvél og einstakra tíðniþátta í tíðnirófi hennar. Sér- hver tíðniþáttur stafar iðulega frá fleiru en Aflslag Mynd 1 Myndin sýnir einfalt sveifaráskerfi fyrir 4-ra strokka brunavél. Hraðanemi Mynd 2. Hér hefur vélinni á mynd 1 verið líkt við sveiflukerfi sem samanstendur af dempurum (viftuspaðar), massatregðum (lítil kasthjól)og fjöðrum. Lengst til vinstri er hraðaneminn en lengst til hægri er stóra kasthjólið (skrúfan talin með kasthjólinu). Skiúfa Hraðanemi Dcmpari Massatregða Fjöður V n^ n \ ^JLSUU- ^JLfiJL^- einu atriði í vélinni. Þetta undirstrika mæling- ar og fræðin almennt. Líkja má eftir brennsluvél með líkani sem hefur þijár höfuðvíddir, en þær eru: staða eldsneytisgjafar (þ.e staða magnstillistangar í gangráði), snúningshraði og snúningshraða- breyting. I hveiju hniti þessa þrívíða fyrirbær- is er safn kraftvektora með ákveðna stefnu og styrk. Sérhver kraftvektor er í raun einn tíðniþáttur í tíðnirófi vélarinnar, samanber myndir 5 og 6. Stefna hvers kraftvektors seg- ir okkur undir hvaða homi viðkomandi tíðni- þáttur kemur inn á sveifarásinn miðað við snúningshom sveifarássins innan vinnuhrings- ins, þar sem hann er mældur. Þetta vektors- svið mætti kalla ástandssvið vélarinnar. Líkan- ið fæðist síðan smátt og smátt við stöðugar raunmælingar á hraðakvikunni og verður að lokum fullmótað eftir ákveðinn tíma. Þetta tímabil getum við kallað innstillingartímabil líkansins. Af þessu tímabili liðnu liggur fyrir í mælitækinu kortlagning á vélinni sem gefur til kynna að hún sé í lagi. Eftir það skilur mælitækið allt mynstur sem ekki passar við þetta ástand sem óskilgreint og skoðar það sem bilun. Þessar bilanir verður síðan að kort- leggja og skilgreina. Nefna má tvær aðferðir í þessu sambandi. í fyrsta lagi, kenna mæli- tækinu einfaldlega hvernig bilanir líta út sem mynstur í hraðakvikunni með því leggja inn bilanir í brunavélina og gera mælingu og segja mælitækinu að þetta þýði tiltekna bilun. Nú þekkir mælitækið þessa bilun þegar hún kem- ur upp undir öllum hugsanlegum keyrslufor- sendum. Á þennan hátt er búin til bilanaskrá sem hægt er að bera saman við raunmæling- ar hveiju sinni. Þannig getur tækið síðan varað okkur við bilunum og tilgreint hvaða bilun er um að ræða með fyrirvara áður en hún er orðin alvarleg. Þetta er að vísu aðferð sem er óhentug í vissum tilfellum því einstak- ar bilanir getum við ekki lagt inn í vélina án þess að eiga á hættu að eyðileggja hana. í öðru lagi væri hægt að notast við annarskon- ar reiknilíkan. Það gæti hermt eftir vélinni og framkallað gervibilanir og þannig aukið við bilanaskrána sem fyrir er í tölvunni. Á þennan hátt má byggja grunn í tölvukeyrt þekkingarkerfi sem vakir yfir brunavél í skipi nótt sem nýtan dag og lætur vita þegar eitt- hvað óæskilegt er í uppsiglingu. Lokaorð Vélaverkfræðiskor Háskóla íslands hefur nýlega gert rannsóknaráætlun fyrir vélgrein- inn. Nær áætlunin yfir eitt ár. Hún felur í sér að ljúka þeim rannsóknum sem þarf til að fá svör við hversu nákvæmlega er hægt að sjúkdómsgreina og skrá sjúkdómssögu brennsluvélar með þessari aðferð sem lýst hefur verið hér í greininni. Náðst hefur sam- vinna á milli Háskóla íslands og DNG raf- eindaiðnaðar hf. á Akureyri um verklega þætti rannsóknanna. Höfundarnir: Grímur er sérfræðingur í hraða- kvikurannsóknum en Magnús Þór hefur með höndum verkefnisstjórn og er dósent við Véla- verkfræðiskor Háskóla íslands. Mynd 3. Hraðakvika Caterpillarvélar gerð: dh311, 4ra strokka, 57 hp. Línuritið sýnir snúningshraða (1/mín) sem fall af snúningshorninu, en það nær yfír 4 hringi eða 2 vinnuhringi. Meðalhraði er 1076 sn/mín og álag 12 kW. Vélin er keyrð undir eðlileg- um aðstæðum. Mynd 4. Síað hraðakvikugraf, sama vél og áður. Hér sjáum við að fjórði tíðniþátturinn er sterkastur. Stórt skarð er í einu útslaginu, ástæðan hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega...Kannski bilun? Mynd 5. Síað tíðniróf hraðakviku sömu vélar og á mynd 3. Súluritið sýnir útslög krafta sem fall af tíðnum, tíðnir frá 4 til 16 rad. pr. vinnuhring. Hlutfallslegur samanburður. Hér er tíðniþáttur 4 sterkastur (4 strokkar). Hann er hafður rauður hér á súluritinu. Mynd 6. Síað vektorrit. Myndin sýnir sömu vél og á mynd 1. Sérhver vektor eða kraft- ur táknar ákveðna tíðni í hraðakvikunni. Hér má sjá undir hvaða horni kraftarnir koma inn á sveifarásinn. Hlutfallslegur samanburður. Fjórði tíðniþátturinn hefur lengst- an vektor. Hann er rauður og vísar niður til hægri á grafinu. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.