Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 3
ANNA AHKMATOVA USBOK g@®[öi@lliri@|ö][sio]i[|] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Rógurinn Geir Kristjánsson þýddi. Kýrhaus listarinnar er oft skrýtinn eins og fram kemur í grein Gísla Sigurðssonar um einstaklinga og hópa sem urðu úti í kuldanum. Konur eru tæplega taldar með í þessari sagnaritun þótt hægt sé að benda á af- burða listamenn úr röðum kvenna, Norðurlandamenn yfirleitt alls ekki nema Munch og síðari heimsstyrj- öldin hefur verið látin bitna á heilli kynslóð af þýzk- um málurum. Stríðið Sauðanes er skammt frá Blönduósi og þar var Ríkarður Pálsson að alast upp á stríðsárunum. Hann rifjar það upp þegar stríðið kom að Sauða- nesi og offiserar komu í bæinn og vildu helzt ekki vera þar með óbreyttum hermanni, en al- varan blasti við þegar skotæfingar hófust og sprengikúlur tættu upp jörðina þar sem dreng- urinn var á ferð á hestbaki. 1894 Fyrir réttum 100 árum beitti Valtýr Guðmundsson sér fyrir því á Alþingi að fram var lagt frumvarp um gufuskip og jámbrautalangingar, sem hefðu getað markað tímamót í samgöngum. Vestur-íslend- ingur ætlaði að útvega helming stofnfjárins, 50 þús- und, en ríkissjóður átti að leggja aðra eins upphæð á ári til 1925 og járnbrautin átti að ná austur að Þjórsá. Jón Þ. Þór sagnfræðingur skrifar um málið. Ogrógurinn varð minn fylginautur allstaðar. Laumulegt fótatak hans heyrði éggegnum svefninn, jafnvel í dauðri borg undir miskunnarlausum himni, þarsem égráfaði um íleit aðmat og húsaskjóii. Ogendurskin hans brennur í augum allra, stundum einsog svikráð, stundum einsogsaklaus ótti. En éghræðist hann ekki. Og við hverri nýrri árás hans á ég hæfilegt og hörkulegt svar. En daginn sem ekki verður umflúinn sé égnú þegar fyrir mér, ídögun munuþá vinir mínir koma, trufla meðgráti sínum minn allra sætasta svefn ogleggja litla helgimynd ofan á kólnað brjóst mitt. Án þess að nokkur beri kennsl á hann, mun hann þá ganga inn. Og munnur hans sem þyrstir í blóð mitt mun ekki þreytast á þvíað telja upp lognar svívirðingar og blanda rödd sinni saman við bænir sálumessunnar. Og enginn kemst hjá þvíað heyra skammarlegt raus hans, svo nágranni þorir ekki að líta framan í nágranna sinn, svo líkamiminn mun verða skilinn eftir íhræðilegu tómarúmi, svo sál mín fær að brenna ísíðasta skiptið afjarðnesku vanmætti, svífandi um í rökkri dagrenningarinnar, og altekin undarlegri meðaumkun meðþessarijörð sem hún hefurþó loksinsyfirgefið. (1940) Anna Akhmatova, 1889-1966, var sovéskt skáld. B B Hve glöð er vor Glaður og reifur skyli gumna hverr uns síns bíður bana. etta spakmæli var meitlað í stuðla á víkingaöld löngu áður en hugtök eins og velferð, neyzlu- þjóðfélag og sálarfræði urðu til. Eigi að síður virðist það vera í góðu gildi og enn er það talin dyggð að bera harm sinn í hljóði og láta engan bilbug á sér finna fremur en hetjur íslendingasagna sem í hæsta lagi þrútnuðu eða svitnuðu þegar örlögin léku þær grátt. En við megum eiginlega varla þrútna og svitna því að samfélag okkar gerir meiri kröfur til útlits og hreinlætis en heimur Hávamála. Heimur okkar á að vera hreinn og fallegur. Við eigum líka öll að vera ógurlega hress og blása á vandamál, sár og sorgir. Þessi krafa kemur fram í ótal myndum, í fjölmiðlum, kvikmyndum og máli manna. Hún virðist hafa tekið sér bólstað í þjóðarsálinni, vera arfur úr forn- eskju og hafa fengið byr undir vængi eftir að við skriðum út úr lágreistum torfbæjum og gátum rétt ærlega úr okkur. Krafan um gleði og áhyggjuleysi nær ekki síst til unga fólksins. Þeim sem eldri eru virðist tamt að klifa á dásemdum æsk- unnar og bera tækifærin sem ungt fólk hefur nú á tímum saman við þá fátæklegu framtíðarsýn sem blasti við þeim sjálfum í eina tíð. Útvarpsstöðvarnar brýna í sí- bylju fyrir unglingum að skemmta sér nú vel og að allir eigi að vera hressir og hvar- vetna blaktir ímynd fallegrar, glaðværrar æsku í sjónvarpsauglýsingum, blöðum og tímaritum. En er þessi mynd raunsönn? Mér er nær að halda að svo sé ekki. Unglingsárin hafa alltaf verið mikið umbrotaskeið í lífi ein- staklings og gildir þá einu hvort hann býr í frumstæðu bændasamfélagi eða vestrænu neysluþjóðfélagi. Hver og einn þarf að finna sinn farveg í lífinu - finna sitt sjálf og sú leit getur verið býsna torveld, jafnvel þótt allar ytri aðstæður séu hinar ákjósanleg- ustu. Og hvað skyldi unglingur, sem á í sálarstríði, halda um sjálfan sig, þegar all- ir í kringum hann krefjast þess að hann sé glaður og reifur og hristi af sér slenið? Hann býr ef til vili við góðar ytri aðstæður og hefur ekki yfir neinu sérstöku að kvarta. Samt líður honum illa og hann getur ekki skilið hvað veldur því. Eðlileg viðbrögð hans eru þau að hann hljóti að vera af- brigðilegur eða eitthvað þaðan af verra. Alkunna er að margur unglingur býr við slæman efnahag, erfiðar heimilisaðstæður og hefur lélega sjálfmynd. Að sjálfsögðu getur hann með engu móti samsamað sig ímyndinni um hinn glæsilega, síbrosandi spjátrung sem samfélagið krefst. Hann finnur eðlilega til vanmáttar og viðbrögðin eru þau að hann snýst til varnar. Varnar- hættirnir geta hins vegar verið hættulegir sjálfum honum og öðrum. - Við gerum miskunnarlausar kröfur hvert til annars og sá sem fellur ekki inn í hópinn er oftast lagður í einelti, sagði ung stúlka sem ég ræddi nýlega við um þessi mál. Nú er einelti ekki nýtt fyrirbæri þótt ekki hafí verið til sérstakt nafn yfir það til skamms tíma. Hins vegar hafa kenn- arar, sálfræðingar og aðrir sem starfa með börnum og unglingum talið sig sjá stöðugt meiri illkvittni í samskiptum þeirra. Al- gengt er að margir dagfarsprúðir krakkar leggist á einn með stríðni, áreitni og meið- ingum. Aðferðirnar sem þeir beita eru aðr- ar og verri en áður þekktust og þeir virð- ast fá óeðlilega nautn út úr því að niður- lægja félaga sína. Margar unglingar kvarta undan því að „vinir“ þeirra rjúfi trúnað við þá til að bæta eigin vígstöð í hörðum heimi. Þeir sem þannig leika félaga sína hafa greinilega mikla þörf fyrir að upphefja sjálfa sig og sú þörf stafar sjálfsagt af einhvers konar vanlíðan. Þá vaknar sú spurning hvort samfélagið stuðli ekki að almennri vanlíðan meðal unglinga með því að gera til þeirra meiri kröfur en þeir geta risið undir. í mörgum tilvikum eiga þeir að svala metnaði foreldra sinna sem fengu ekki sömu tækifæri til náms og framtíðar- starfa en jafnframt blasir við þeim stöðugt harðnandi samkeppni og ótrygg framtíðar- sýn. Við viðurkennum ekki áhyggjur þeirra, lokum augum fyrir sálarstríði þeirra og tökum undir hinn hjáróma söng um að þau hafi allar forsendur til að vera glöð og hress. Og þegar einstaklingurinn rekur sig hvarvetna á veggi og hlýtur ekki viðurkenn- ingu á eigin tilfinningum og veikleika get- ur vaknað með honum tortímingarhvöt þannig að hann snýst ekki einungis gegn öðrum heldur einnig gegn sjálfum sér og þá er oft fátt til bjargar. í heimi Hávamála gat andstæðingurinn birst í næstu andrá og þar giltu að vissu leyti lögmál frumskógarins. Sá hæfasti komst lífs af! Þess vegna skipti miklu að sýna æðruleysi og yfirvegun og hvers kon- ar veikleikamerki gat borið dauðann með sér. En nú hygg ég að dæmið líti öðruvísi út. Við vinnum sjálfum okkur og öðrum tjón með því að misvirða tilfinningar og sorgir. Dulið mein hverfur ekki heldur gref- ur um sig. Það getur borið dauðann í sér eins og dæmin sanna. Vissulega ber okkur að meta þá gleði sem lífið færir okkur. En hún verður líka sannari og einlægari ef við kunnum jafn- framt að virða sorgina. GUÐRÚN EGILSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. NÓVEMBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.