Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 9
Átökin um fisksöluna II MYND frá útgerðarbæ á Nýfundnalandi í byrjun skammdegis. Fimbulkuldi og fiskibátur frosinn fastur í höfninni. Mynd: Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Fordæmið frá Nýfundnalandi Eftir ÓLAF HANNIBALSSON Ekki er laust við að útlendingar líti okkur öfundaraugum fyrir það, að verða fyrstir til þess að læra af reynslunni, bindast samtökum, þegar mest á reyndi, fyrstir til þess að koma fisksölunni í almennt fijálst kerfí.“ Þannig er að orði komist í skýrslu stjórnar SÍF vorið 1933. Svo mikið er víst að aðrar þjóð- ir fylgdu í kjölfarið. Fyrir eina þeirra var það þó of seint. Á Nýfundnalandi var lýst yfir ríkisgjaldþroti 1934, landið missti sjálf- stæði sitt og rann inn í kanadíska sambands- ríkið 16 árum síðar. Skipulagsleysi fisksöl- unnar hefur löngum verið um kennt sem einni meginorsökinni til þess að svona fór. Og oft er í ræðu og riti á Nýfundnalandi vitnað til íslands sem lýsandi fordæmis um að þjóð, sem á allt sitt undir fiskveiðum, geti þó tryggt sjálfstæði sitt með hagan- legri skipan þessara mála. Aðdragandi Ríkisgjaldþrots I bókinni „The Decay of Trade“, saga saltfiskverslunar á Nýfundnalandi 1935-65, leiðir höfundurinn, David Alexander, rök að því að samtaka- og skipulagsleysið í saltfiskútflutningnum, sem var uppistaðan í efnahagslífí þarlandsmanna, hafa átt stór- an þátt í því að landið missti sjálfstæði sitt 1933-34 við ríkisgjaldþrot, var stjórnað næstu 16 árin af konunglegri stjórnarnefnd á vegum breska heimsveldisins og kaus síð- an að gerast aðili að kanadíska sambands- ríkinu 1949. Höfundurinn bendir á að lega Nýfundna- lands miðsvæðis á einhveijum auðugustu fiskimiðum jarðkringlunnar hafi verið það sem laðaði fólk til landnáms þar og allt fram á þessa öld hafi fiskveiðarnar verið eina tekjulindin sem verulega þýðingu hafði fyr- ir landsmenn. En þegar höfundurinn skrifar bók sína árið 1976 var svo komið, að helstu einkennin á hagkerfí landsins voru: „gífur- legt atvinnuleysi, lágar launatekjur, lamandi áhrif fjárframlaga frá „meginlandinu" (Kanada), örbirgð í hrörnandi fískiþorpum á landsbyggðinni, og sú fáránlega stað- reynd, að erlendum flotum úr fjarlægum löndum tókst að nýta stærri hluta fiskveiðia- uðlindarinnar en fiskimönnunum, sem hefðu átt að njóta yfirburða staðsetningar sinnar á næsta leiti við miðin.“ En þótt efnahagsvandræði Nýfundna- lands eigi sér djúpar sögulegar rætur telur Alexander vafasamt að Nýfundnaland hafi verið nokkru verr statt en önnur héruð Norður-Ameríku, fyrr en þá seint á síðustu öld, eða þegar kom fram á þessa. Álexander bendir á, að framan af 20. öldinni hafi Nýfundnaland hægt og sígandi dregist aftur úr norskum og íslenskum keppinautum bæði í heildarframleiðslu og framleiðni. Síðan segir hann: „Á því leikur enginn vafi að fátæktin var meginástæðan fyrir pólitísku hruni Nýfundnalands á fjórða áratugnum — þegar það glataði stöðu sinni sem heimastjórnarland innan breska heims- veldisins og varð, í staðinn fyrir fulltrúa- stofnanir ábyrgar fyrir eigin þegnum, að lúta breskri stjómarnefnd. Með gersamlega ónógum persónutekjum, sem voru meginein- kenni hagkerfisins, hafði skattagrundvöllur- inn dregist svo saman að hann gat ekki lengur staðið undir stofnunum fullvalda rík- is, lágmarki félagslegrar þjónustu og vöxt- um af gífurlegri og ósveigjanlegri þjóðar- skuld, sem að mestu var við útlönd. En hvers vegna var landið svo fátækt? Svarið við því hlýtur að vera að finna innan fiskiðn- aðarins því hann var hvort tveggja í senn meginuppspretta launaðrar atvinnu og út- flutningstekna." SUNDRUNGIN í Fiskiðnaðinum Alexander vitnar síðan til konunglegu rannsóknarnefndarinnar, sem kennd var við Amulree lávarð og skilaði hrikalegri skýrslu um hag landsins 1933. Alexander finnst nefndin að vísu ekki ávallt hafa gætt fyllstu sanngimi í röksemdafærslu sinni, en niður- staða hennar var, að landið hafi sóað dýr- mætum auðlindum gegnum árin, tekið óhóf- leg lán til áhættusamra framkvæmda, stjómkerfið verið gagnsýrt af pólitískri spill- ingu og bitlingasukki og opinber þjónusta verið í senn hægvirk og vanhæf. Þessar ásakanir voru þó hreinasti bamaleikur hjá þeim kjaftshöggum sem hefðarlið kaupsýsl- unnar, „fiskræðið" (the „fishocracy") í Wat- er Street í höfuðborginni St. Johns fékk í skýrslunni, fyrir að hafa brugðist því hlut- verki sínu að skipuleggja með samvinnu þjóðlegan fiskiðnað sem væri alþjóðlega samkeppnishæfur á sviði tækni, verkunar og markaðssetningar: „Allt og sumt sem fiskiðnaðurinn gat sýnt í byijun árs 1933 sem árangur af margra ára óheftri einstaklingshyggju var þetta: (1) Missi forystuhlutverks á mörkuð- unum fyrir fullverkaðan fisk og örbirgð fisk- veiðanna í Labrador í kjölfarið, (2) alvarlega hnignun fískveiðanna á Bönkunum, (3) aft- urför í verkun í strandveiðunum, eins og líka bæði i veiðunum á Bönkunum og í Labrador, (4) algera örbirgð stórra hópa þjóðfélagsins, annars vegar af völdum út- tektarkerfísins (credit system), hins vegar vegna hins lága verðlags mörg ár í röð, (5) algera niðurníðslu skipa, veiðarfæra og hvers konar útbúnaðar, (6) algeran skort á skipulagi og tilraunum til samvinnu ..., (7) framhald á innbyrðis öfund og afbrýði með- al útflytjenda, sem gengið hefði í þær öfgar að fella verðið á erlendum mörkuðum og þess vegna svipt fískimennina fullri umbun fyrir vinnu sína, og (8) skort hæfra skipa heima fyrir til flutninga á saltfiskinum á markað, sem leitt hefði til almennra leigu- flutninga með skandínavískum skipum." Ríkisforsjá ísland og Nýfundnaland voru einu löndin við Norður-Atlantshaf, sem voru því marki brennd að eiga nær allt sitt undir fiskveið- um, fískverkun og fiskverslun; þar voru engir aðrir atvinnuvegir, að heitið gæti, sem gætu styrkt fiskveiðar og vinnslu til að fleyta þeim yfir nokkur erfiðleikaár. Það er því ómaksins vert að að bera saman í gróf- um dráttum mismunandi úrræði þessara tveggja þjóða við kreppunni miklu. Amulree- nefndin krafðist gagngerðra kerfisbreytinga í stjórn landsins og í fiskiðnaðinum. Hvorki væri hægt að treysta helstu stjórnmálaöflum landsins fyrir hinu fyrra né frjálsu framtaki fyrir hinu síðara, þar eð hvort tveggja væri rotið að innsta kjarna. Nefndin lagði til að stofnað yrði ráðuneyti náttúruauðlinda sem hefði fulla stjórn á öllum málum varðandi veiðar og vinnslu. Saltfisknefnd á vegum ráðuneytisins átti að vera ábyrg fyrir að koma röð og reglu á útflutningsverslunina. Senda þyrfti markaðsfulltrúa til Evrópu- landa og viðskiptalandanna vestanhafs. Nýfundnalandi skyldi skipt upp í fiskveiði- héruð, sem hvert hefði sinn stjórnarfulltrúa, sem sæi um eftirlit og túlkaði stefnu stjórn- valda fyrir heimamönnum. Afnema yrði út- tektarkerfíð, þar sem fiskimenn tóku út rekstrarvörur sínar hjá fisksölum gegn greiðslu síðar i fiski og útgerðarmenn skyldu hvattir til myndunar samvinnufélaga. Fram- leiðslan þyrfti að aukast, svo og tekjur út- gerðar og sjómanna og þar sem lítils „var að vænta af frjálsu framtaki undir núver- andi kringumstæðum fellur það í hlut stjórn- valda bæði að benda á leiðir út úr vandanum og taka frumkvæði að því að koma fiskiðn- aðinum á rétta braut“. I framhaldi af þessu var væntanlegum ráðherra náttúruauðlinda ráðlagt að þvinga e:#ihvers konar samvinnu- skipulagi upp á fiskiðnaðinn. I kjölfar skýrslu Amulree-nefndarinnar var heimastjórnin afnumin 1934 og landið sett undir stjórnarnefnd nokkurra breskra embættismanna. Margvísleg löggjöf var sett næstu ár í anda tillagna Amulree-nefnd- arinnar. Með lögunum um stofnun Fiski- málaráðs Nýfundnalands var komið á í land- inu stjórnarstofnun með víðtækara valdi yfir yfír fiskiðnaðinum en nokkurs staðar annars staðar var að finna í N-Ameríku, eða í Evrópu. Það tók þó 12 ár að sameina alla saltfiskútflytjendur í eitt útflutningsfyr- irtæki og á meðan misstu Nýfundnalending- ar af þýðingarmiklum tækifærum.á mörkuð- unum og urðu seinir til að koma sér upp hraðfrystiiðnaði. Keppinautarnir VIÐBRAGÐSFL JÓTARI Færeyingar sameinuðust um eitt sölufyr- irtæki 1936 og veittu því ríkisverndaða ein- okun. Árið 1932 skyldaði norska stjómin alla útflytjendur til að ganga í Klipfísk- sambandið. Sama ár tók einkaframtakið á íslandi höndum saman um stofnun SÍF og á næstu árum stuðlaði ríkisvaldið eindregið að því að það fengi einkarétt til útflutn- ings. Með stofnun Fiskimálanefndar í upp- hafi árs 1935 má segja að framleiðsla, verk- un og markaðssetning sjávarafurða hafi lagalega verið komin í umsjá eins opinbers aðila. Það var hins vegar einkaframtakið hér á landi, sem átti upptökin að samtökum útflytjenda og framtíðarskipulagið mótaðist í hatrömum átökum við ríkjandi stjómar- flokka, sem að lokum sættust á málamiðlun um málið í maí 1935. Island og Nýfundnaland voru einu sjálf- stæðu ríkin við norðanvert Atlantshaf sem áttu nálega allt sitt undir útflutningi sjávar- afurða, og gátu því ekki leyst vanda fiskiðn- aðarins með því að skattleggja aðrar at- vinnugreinar í þágu fískiðnaðarins. Ná- kvæmur samanburður á mismunandi við- brögðum þessara tveggja ríkja við áhrifum Kreppunnar miklu, mun eflaust leiða ýmis- legt fróðlegt í Ijós. En yfirborðslegur saman- burður, byggður á mjög ófullnægjandi gögn- um að vísu, gefur eindregnar vísbendingar í þá átt, að það hafi ekki síst verið það form sem íslenskir framleiðendur fundu á sölu afurða sinna, sem skýrir mismunandi örlög þessara ríkja. Þannig gætu þeir menn, sem hér á íslandi hafa í 60 ár legið undir ámæli fyrir tilburði til einokunar og óhóf- legrar auðsöfnunar í skjóli hennar, í raun hafa bjargað sjálfstæði Islands, án þess þó að hafa ætlað sér annað en að sjá eigin hagsmunum sem best borgið. VlÐBRÖGÐ VlÐ UMHEIMINUM Hinu má ekki gleyma að allt voru þetta líka öðrum þræði viðbrögð við því skipu- lagi, sem viðskiptalöndin við Miðjarðarhaf voru að koma á innflutningsverslun sína. Þar var innflytjendum öllum þrýst með vald- boði í samsteypur („cartel"), sem fengu einkaleyfi á innflutningi í samræmi við kvóta sem settir voru af stjómvöldum. Til grund- vallar þeim var lagt, hvað keypt var af fram- leiðsluvörum innflutningslandanna í staðinn og þar stóðu íslendingar hvað verst að vígi af samkeppnisþjóðunum, vegna þeirra tak- mörkuðu möguleika, sem voru á innflutn- ingi frá þessum löndum. Portúgalar riðu á vaðið með stofnun GREMIO 1934, síðan kom Spánn_ í kjölfarið og loks Ítalía og Grikkland. Áður hafði breska heimsveldið, sem verið hafði meginstoð fríverslunar um meira en aldar skeið, ákveðið á ráðstefn- unni í Ottawa 1932 að loka að sér og ger- ast lokaður viðskiptaheimur. Var þá fokið í flest skjól. Þeir, sem haldið hefðu fast við hugsjónina um frjálsa samkeppni og frí- verslun undir slíkum kringumstæðum, hefðu einungis orðið auðveld bráð þeirra ríkis- vernduðu viðskiptarisa sem þeir urðu að eiga skipti við. Svarið hlaut að verða sam- tök, sem gætu skipt við þá á jafnréttisgrund- velli. Islendingar voru fljótari en flestir keppinautanna að bregðast við þessum nýju aðstæðum. Og þar fór einkaframtakið á undan ríkisvaldinu með frjálsum samtökum sínum, sem kannski líka skýrir að einhveiju leyti, hve þessi sölusamtök Islendinga hafa verið lífseigari, en þau sem mynduð voru með opinberum þvingunum í samkeppnis- löndum okkar. Höfundur er blaðamaður LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. NÓVEMBER 1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.