Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 7
Er hinn nýlega „uppgötvaði" Wilhelm Morgner snjallastur þýzku expressjónist-
anna frá fyrsta og öðrum tugi aldarinnar? Af einhverjum ástæðum varð hann
utanveltu.
„100 meistaraverk myndlistarsögunn-
ar“, forsíðan nýrrar bókar sem út er
komin hér. Ekki ein einasta koma þyk-
ir verðug og aðeins einn Norðurlanda-
maður.
Sú hollenska Judith Leyster málaði
„Káta félaga“ 1630 og löngu síðar var
myndin seld sem „eitt af allra beztu
verkum Frans Hals“.
Forsíða bókar Germaine Greer með
sjálfsmynd Angelicu Kaufmann. Bókin
er um konur sem stóðu körlunum jafn-
fætis á sinni tíð, en hafa máðst út úr
myndlistarsögunni.
“, grafíkmynd eftir
Otto Pankok, einn af„glöt-
uðu kynslóðinni“, 1932.
unz það rétta kom í ljós um höfundinn;
þá féll verð myndarinnar niður úr öllu valdi
og þótti hið versta mál. Enginn gladdist
yfir því, segir Germaine Greer í bókinni,
að uppgötvaður hafði verið málari sem var
að minnsta kosti í þessari mynd jafn góður
og hinn frægi meistari. Hún segir ennfrem-
ur, að Judith Leyster hafi ekki verið um-
töluð fyrir snilld sína á meðan hún lifði,
en öllu fremur fyrir það að hún hafi hugsan-
lega verið viðhald Rembrandts og að sjálfs-
mynd Rembrandts að skála við Saskiu
konu sína, sé eftir Judith Leyster, enda
hafi hún gert í því að sýna í myndinni
hvað Saskia hafí verið samanbitin og af-
brýðissöm. En allt eru það getgátur.
í blaðagrein er of langt mál að telja upp
allar þær konur úr bók Germaine Greer,
sem lé tu eftir sig meistaraverk á fyrri
öldum án þess að fá þá viðurkenningu sem
þær áttu skilið. Á forsíðu bókarinnar er
sjálfsmynd Angelicu Kaufmann, sem var
ein þessara kvenna. Hún var ensk 18. ald-
ar kona og það var eins um hana og Jud-
ith Leyster, að meira var talað um ástarlíf
hennar en myndlistarsnilld. Hún átti að
eiga töluvert vingott við málarann Sir Jos-
hua Reynolds, og hún varð jafnvel vinkona
Göthes þegar hún bjó í Róm, þá gift málar-
anum Antonio Zucchi. Það skiptir þó
minnstu máli núna, heldur hitt að Angeiica
Kaufmann lét eftir sig meistaraverk, nokk-
ur portrett þar á meðal, sem eru svo góð
að landi hennar og samtímamálari, Thomas
Gainsborough, hefði mátt vel við una.
„Styrkur hennar“, segir Germaine Greer,
„liggur í litnum. Þar stóð hún jafnfætis
hverjum sem var af samtímamönnum sín-
um“.
Ég ætla að freistast til að nefna enn
eina gleymda listakonu úr bók Germaine
Greer. Hún hét Artemisia Gentileschi, ít-
ölsk 17. aldar kona og kannski fremst allra
þeirra sem taldar hefa verið, og þá fyrir
óhemju kraftmikla túlkun. Þekktustu verk
hennar eru ekki máluð eftir mótífum; hún
var það sem ég kalla „innhverfur" málari,
sótti í eigin hugarheim og málaði atburði
úr Biblíunni og þá ekki síst Gamla testa-
mentinu.
Margir málarar þessa tíma spreyttu sig
Artemisia Gentileshi: Judith afhausar Holofemes. Artemisia var afburða málari
en í þykkum doðröntum um myndlistarsögv er hún ekki til.
Elisabetta Sirani: Madonna og barn.
Þessi 17. aldar listakona á Ítalíu þykir
hafa gert þessu myndefni einstæð skil.
Portret eftir Þjóðveijann Otto Nagel,
einn af „glötuðu kynslóðinni“, 1934.
á sögunni úr apókrýfu bókunum um gyð-
ingakonuna Judith og hinn harðsnúna her-
foringja Holofernes, sem heimsótti hana
og hugðist sænga hjá henni. Judith byrlaði
honum aftur á móti svefnlyf og skar síðan
af honum hausinn. Þetta er ekki ljúft og
ekki tiltakanlega kvenlegt viðfangsefni,
allra síst á 17. öldinni. Tvö málverk, sem
Artemisia lét eftir sig um þennan atburð,
eru ekki aðeins sterkustu verk hennar,
heldur kannski magnaðasta Holofernes-
araftaka sem nokkur hefur málað. Maður
skynjar í verkinu samúðina með Judith;
boðskapur málarans er: Hann átti þetta
skilið, bölvaður.
Artemisia var fædd í Róm 1593, dóttir
málarans Gentileschi. Skýringin á ofsanum
í mynd hennar um Judith og Holofernes
liggur kannski í því, að 15 ára gamalli var
henni nauðgað af heimilisvini, frægum töff-
ara og hjartaknúsara í Róm, og vegna rétt-
arhalda á eftir kemur nafn Artemisiu fyrst
fyrir opinberlega. En 1616 settist hún að
í Flórens. Hún var í góðu áliti sem málari
og fékk verkefni m.a. í Napoli og Pisa, en
dó samt í fátækt 1653.
í listatímaritum hefur stundum mátt sjá,
að verið er að „uppgötva“ listamenn aftan
úr fortíðinni. Ekki er það sízt þýzka tíma-
ritið Art- das Kunstmagazin, sem verið
hefur iðið við að grafa uppi gleymda, þýzka
listamenn. Stundum eru þeir þannig, sem
óbættir hafa legið hjá garði, að maður
spyr sjálfan sig: Er þetta aðallega heppni
hveijir komast í bækur og verða hluti sög-
unnar?
Þýzki expressjónisminn var í blóma þeg-
ar fyrri heimsstyijöldin hófst 1914. Nokkr-
ir efnilegustu framúrstefnumálarar Þjóð-
verja höfðu þá skipað sér undir merki ex-
pressjónismans, en voru á þeim aldri að
þeir voru kallaðir í herinn og sendir um-
svifalaust á vígvöllinn. Sumir þeirra féllu
strax á fýrstu vikunum.
Einn hinna ólánssömu hét Wilhelm
Morgner; hann féll 26 ára gamall árið
1917. Ókunnur hefur hann verið þar til
haldin var yfírlitssýning á verkum hans í
Miinchen 1991. Þá kom í ljós - og var
enda rækilega tíundað í fyrrnefndu tíma-
riti- að Morgner hafði verið frábær lista-
maður og expressjónisti; engu síður en
hinir sem komust í bækur og hafa verið
þar alla tíð síðan, svo sem Karl Schmidt-
Rottluff, August Macke, Emil Nolde, Franz
Marc og Ernst Ludwig Kirchner.
í framhaldi af því er ekki úr vegi að
geta þess að 1980 kom út í Vín og Dusseld-
orf bók um þýzkan expressjónisma árabils-
ins 1925-1975 eftir Rainer Zimmermann.
Hún ber yfírskriftina „Die Kunst der Versc-
hollenen Generation “(List glötuðu kynslóð-
arinnar). Þetta er afar fróðleg bók og víð-
tæk; hún sýnir að það hefur verið breið
fylking sem skipaði sér undir merki þýzka
expressjónismans, sem Hitler dæmdi
H
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. NÓVEMBER 1994 7