Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 2
Ljósm.: Tómas Tómasson. ÖRÆFAJÖKULL - útsýni af Skaftafellsheiði. Tilsýndar er ekki auðvelt að átta sig á þvíhver hnjúkurinn er hæstur. landið gg hlaða vörður. Árið 1813 fóru mælingar fram í Skaftafellssýslum og reyndist þar víða örðugt við að eiga, enda eru fjöllin brött og illgeng. Með jökulbreið- umar á aðra höndina en marflata sanda á hina var erfitt að finna góða mælinga- punkta.c Eitt erfiðasta verkefnið var að mæla fyrir Öræfajökul en til að leysa það taldi Frisak best að ganga á efsta hnúkinn á fjallinu þaðan sem fá mátti beina sjónlínu austur frá Þverártindsegg og Fellsfjalli í Suðursveit, yfír á Lómagnúp vestan við. Ef það gengi ekki upp hafði hann varaáætl- un sem var nokkuð seinlegri að vinna því þá varð að mæla á þrjú af undirfjöllum jökulsins. Um gönguna, sem farin var 19. júlí 1813, má lesa í Landfræðisögu íslands eftir Þorvald Thoroddsen, en það rit grein- ir fyrst íslenskra bóka frá henni. Þorvaldur segir gönguna hafa verið hina mestu glæfraför: Ótal jökulsprungur urðu á vegi þeirra, og lá snjór yfir mörgum þeirra, svo þar var hin mesta mannhætta yfir að fara; þeim tókst þó með varúð að fikra sig áfram með broddstöfum, en jökulgangan stóð yfir í 13 klukkustundir; örðugast var að komast upp á efsta hnúkinn (Hvannadala- hnúk), þar urðu þeir að höggva 86 þrep í ísinn til þess að komast upp.7 í síðari ritum má lesa svipaða sögu en það skiptir vísast minnstu máli, heldur það að upphafsheimildimar eru skýrslur land- mælingamanna til Rentukammersins danska. Þar segir Frisak orðrétt um 19. júlí 1813: Fulgte han mig den farlige Vei op pa Toppen af Hnappafellsjökull. Over de store og ned í Afgrunden dype Revner í Jokulis- en laae endnu overdækket með Snee fra sidste Vinter. Denne Snee tever ligesaa vel nedenfra som ovenfra og kan derfor være mæget tynd uden at man kan opdage det; træder man nu paa en saadan tynd Skorpe der ligger over en dyp Revner da styrter man ned í Afgrunden. Det eneste man kan gjöre er at see sig vel for og föle sig for med en Staf som man til den ráde har í Haanden. For at komme op paa den hoy- este steile Top afJökulen maatte vi hugge 86 trin í Jökulisen. Paa denne Tur var vi borte í 13 Timmer og gik næsten idelig í ald den Tid.8 Greinilegt er að hér er komin heimild Þorvaldar. Síðan hafa fleiri fylgt í kjölfarið og þá stuðst við aðra hvora heimildina. Þorvaldur hefur þó skotið inn Hvannadals- hnúk í sviga enda talið það víst þar sem Frisak talar um toppinn á jöklinum. Hvergi er samt í upphafsheimildinni getið um heiti „efsta“ hnúksins né upphafsstað göngunn- ar. En er þá víst að Frisak hafi farið á Hvannadalshnúk? Hafa þarf í huga að viðhorf manna til fjalla vom fyrr á öldum ólík því sem nú er og lífið snerist um annað en til dæmis hvort tiltekið fjall væri öðm hærra. Um tíma var Hnappur talinn hæstur en hann ber hæst við loft, séð frá Fagurhólsmýri. Sveinn Pálsson sagði að Hvannadalshnúkur og Hnappur væru hæstu hnúkarnir á jöklin- um en greindi þó ekki á áberandi hátt á milli þeirra. Annað dæmi um hve fast það var í mönnum að Hnappur væri hæstur er ferð tveggja Breta um Öræfín sumarið 1861. Þegar þeir C.W. Shepherd og E.Th. Hol- land riðu yfir Skeiðarársand blasti Öræfa- jökull við. í lýsingu á hnúkunum í brún ísfylltrar öskjunnar segir Holland: Hin nyrsta þessara hæða, hulin hjarni ogkölluð Hvannadalshnúkur, virtist næstum eins há og Knappurinn sjálfur.9 Holland og Shep- herd gerðu síðan árangurslausa tilraun til að komast á Hnappinn. Hefðu félagarnir komist upp hefðu þeir séð að Hvannadals- hnúkur er mun hærri. Að því komust þeir sem gengu á Hvannadalshnúk árið 1891, Breti að nafni Frederic W.W. Howell og Svínfellingarnir Páll Jónsson og Þorlákur Þorláksson. Gengu þeir bæði á Hnapp og Hvannadalshnúk. Howell hafði einungis upplýsingar um göngu Sveins og ferð Hol- lands og Shepherds en um för Frisaks og Jóns 78 ámm fyrr vissi hann ekki. Howell áleit í fyrstu að Hnappur væri hæstur og það var ekki fyrr en hann stóð á toppi hans að hann sá að Hvannadalshnúkur er töluvert hærri og hélt því þangað.10 How- ell taldi sig alla tíð hafa verið fyrstan á Hvannadalshnúk. Þar sem óvíst var hver hnúkanna væri raunverulega hæstur, á öndverðri 19. öld, gat Frisak alveg eins hafa gengið á Hnapp og nefnt hann toppinn á jöklinum. Því er svarað í dagbókum hans sem greinarhöf- undur fékk sendar fyrir nokkm frá Nor- egi; þeim hluta sem greinir frá göngunni á Öræfajökul hinn 19. júlí 1813. Fyrst vekur athygli í frásögninni að Frisak hafði til fylgdar tvo menn. Annan þeirra, Jón Árnason, nefnir hann aldrei beint heldur kallar hann bóndann. Hinn hét Magnús og er sennilegt að það hafi verið Magnus Petersen, Norðmaður sem kom til starfa við mælingarnar árið 1812. í dagbók sinni segir Frisak frá því hvað- an var farið og hvert. Lagt var upp frá Staðarfjalli í Oræfasveit og gengið upp undir Hnapp. Vom sprangur fyrir sem fara þurfti yfir með mikilli gát. Til að komast á Hnappinn, sem Frisak segir keilulaga, þurfti að höggva 86 þrep og skiptust þeir á við það verk. Þar uppi var útsýni ekki gott vegna þoku. Til vesturs sá á jökulhæð sem aftur á móti takmarkaði útsýni svo ekki sást til Lómagnúps. Af Hnappi gengu þeir á jökulhæðina. Voru sprungur utan í henni og höggva þurfti spor, en þaðan sást ekki á Þverártindsegg og Fellsfjall svo hún var líka ónothæf. Héldu þeir við svo búið niður af jöklinum.11 Samkvæmt dagbókinni er ömggt að Frisak hefur ekki höggvið 86 þrep í Hvannadalshnúk, eins og Þorvaldur og aðrir hafa talið, heldur á Hnapp. í skýrslum til Rentukammersins nefndi Frisak hann efsta hnúkinn á jöklinum. En hver var þessi jökulhæð sem hann gekk síðan á; var hún Rótarfjallshnúkur eða Hvannadals- hnúkur? Út frá frásögninni má leiða líkur að því hvor hnúkanna sé líklegri til að vera jökulhæðin. Frá Hnappi er rétt um 1 km sjónlína á Rótarfjallshnúk í vesturátt en 41/2 km leið í NNV er að Hvannadals- hnúk. Rótarfjallshnúkur er aðeins dálítið hærri en jökulsléttan, því gæti jökulhæðin vel átt við þar. Miðað við aðra hnúka á öskjubarminum er Hvannadalshnúk betur líkt við fjall en jökulhæð því hann er bratt- ur og rís um 250 m yfir sléttuna. Frisak var 13 tíma á göngu sem er ekki raunhæf- ur tími til að komast á báða tindana. Færð- in á jöklinum var þung og mikið um sprung- ur. Jafnvel vel þjálfaðir fjallgöngumenn ættu illt með að slá það út — hvað þá land- mælingamenn sem einnig þurftu að huga að mælingum og vom lítt vanir jökla- göngum. Frisak var umhugað að finna góðan mælingapunkt á jöklinum og með vissum formerkjum gat .hvaða hnúkur sem er á jökulbrúninni þjónað þvf hlutverki. Hann varð að sjá til fyrri mælingastaða, þar með talin Þverártindsegg og Ingólfshöfði, og næsta punkts vestan við, sem var Lómagn- úpur. I ljós kom að Hnappur nýttist ekki. Því athugaði Frisak næstu hæð en þar sá hann ekki Þverártindsegg. Af Hvannadals- hnúk sést Þverártindsegg vel en hún sést ekki frá Rótarfjallshnúk því Sveinstindar skyggja á. Þaðan er hins vegar útsýni óhindrað til vesturs. Af þessu er ljóst að erfitt er að heimfæra lýsingu Frisaks á Hvannadalshnúk. Hins vegar fellur hún vel að Rótarfjallshnúk. Af því að bæði Hnapp- ur og hæðin reyndust ónothæfar var ekki mælt á jöklinum. Þess í stað var mælt á þrjú undirfjalla Öræfajökuls, Staðarfjall, Stórhöfða og Hofsfjall. Hvorki í dagbók sinni né skýrslum land- mælingamanna gefur Hans Frisak í skyn að hann hafí gengið á Hvannadalshnúk, það gerist ekki fyrr en í seinni tíma skrif- um annarra manna. Hann var fyrst og fremst mælingamaður og ekki í öðmm erindagjörðum. Aldrei getur hann um hvaða hnúkur er hæstur, kannski fremur vegna þess að það hafi ekki skipt megin- máli í huga hans, en að hann hafi ekki vitað hver þeirra það var. Á korti strand- mælingamanna er Hvannadalshnúkur þó sýndur hærri en Hnappur. Þar er Hvanna- dalshnúkur einn tinda á miðjum hryggnum en allt fram yfir síðustu aldamót töldu menn Öræfajökul hrygglaga. Enginn sem gengið hefði sléttuna milli Hnapps og Hvannadalshnúks myndi lýsa Öræfajökli á þann veg. Tel ég því líklegast að Þorvaldur Thoroddsen hafi í raun slysast til að ætla Frisak og Jóni heiðurinn af fyrstu upp- göngu á Hvannadalshnúk vegna þess að Frisak nefnir hæsta toppinn á Öræfajökii. Það er ekki í fyrsta sinn sem slíkur mis- skilningur kemur upp eins og sannaðist með ferð Sveins. Eftir stendur hins vegar eins og Howell hélt ætíð fram, — að hann var í raun og vera fyrstur til að ganga á hæsta tind íslands. Höfundur er fjallaleiðsögumaöur og vinnur að bók um Öræfajökul. SÖREN ULRIK THOMSEN Tafla um veðurhæð — tileinkað Jess Örnsbro Örn Ólafsson þýddi Reykur liðast beint upp. Kolsvart naut veltur útaf á enginu. Hafið spegilslétt. Reyk leggur eilítið í vindátt, fjármagnsflutningur í verulegum mæli verður að ís, veð- urvitar bærast ekki. Smábárur sem líkjast fiskroði en freyða ekki, minningar fléttast sarnan við gleymsku, hrífandi kvöld. Vind- blær finnst á andliti, laufblöð bærast, ævilöng vinátta hefst vegna asnalegs misskilnings, létt flögg bærast, veðurvitar sýna vindátt. Smábylgjur myndast en brotna ekki, elskendur allt frá bamæsku lúberja hvert annað á meðan rökkrið kemur. Blöð og smágreinar bærast sífellt, létt flögg og veifur breiða úr sér, vís- indamenn á Verkfræðiháskólan- um reikna nákvæmlega út Ijós- næmi Matthíasar Jochumssonar. Öflugar smábárur hvítna í topp- unum, freyða glerkennt, lyktin af refum og greifingjum fyllir fjármálastofnanir og kirkjur, ryk, lausamjöll og bréf tekst á loft, vörugeymslustjórar og vélkunn- áttumenn syngja hverjirfyrir aðra háum, skærum röddum, kvistir og smágreinar bærast. Víða hvítnar í bárum, rosknir þjóðfé- lagsþegnar svífa örlítið yfirjörðu, lítil lauftré taka að sveigjast, á tjörnum og vötnum hvítna smá- bárur í toppi, rís. Meðalstórar langar bylgjur, stórar greinar sveigjast, doppóttir kjólar lyftast hátt, það hvín í símalínum. Stórar öldur, allar með freyðandi földum, stór tré svigna, 5 endalausar þáttaraðir í sjónvarpi renna sam- an og ná hámarki í þætti um krabbamein, frá fallandi öldum myndast löðurgárar undan vindi. Kvistir oggreinar brotna af trjám, erfitt aðganga móti vindi, allháar og alllangar öldur, mikið magn af táknsæjum Ijóðum er sent í efnalaug og kemur aftur sem þreytulegt lífsviðhorf, smátt í sniðum, öldufaldarnir verða að löðri sem berst í gárum í vindátt. Tijábolir svigna mjög, stórar greinar brotna af trjám, eilífri tryggð er heitið og við það stað- ið, háar öldur, þéttir löðurgárar, öldufaldar taka að falla, öll orð ríma hvert við annað, tré rifna upp með rótum, mjög háar öldur, sjór er næstum alhvítur, fólk verð- ur að halda sér til að fjúka ekki um koll, margar konur íhuga að fara í kalda lagningu, mjög stórar holskeflur, snjór er í hvítaroki, miklar skemmdir á mannvirkjum. Loftið þrungið sjávarlöðri. Aths.: Orðið „ vörugeymslustjórar“ gæti vísað til hins kunn a Rindal vörugeymslustjóra sem í Danmörku varð frægur fyrir að heíja hreyfingu gegn afstraktmálverkum á 6. áratugnum. Vél- kunnáttumenn er þýðing á „motorsagkyndig og sagkyndig er notað um ýmiskonar kunnáttu- fólk. En fyrri hlutinn hljómar eins og „mot- orsav“, vélsög. Þýðandinn er bókmenntafræðingur og starfar í Kaupmannahöfn. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.