Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 9
var tilvistarsinni og hélt fram hugmyndum Sartres og annarra tilvistarheimspekinga um frelsi og ábyrgð hvers einstaklings á eigin lífi. „Maðurinn er dæmdur til frelsis og við þvi er ekkert að gera,“ sagði hann við námsráðgjafann. „Það er á þína ábyrgð ef Anna fær að halda áfram. Námsráðgjaf- inn fór með sigur af hólmi, en íhlutun hans varð Önnu skammgóður vermir. Hún stóð ekki við loforðið og skrópaði sig út úr áfanganum eigi að síður. „Já, vissi ég ekki,“ sagði stærðfræðikennarnn. „Anna á eftir að læra á frelsið." Nú varð námsráðgjafinn verulega hugsi. Átti hann að láta foreldrana vita hvernig komið var? Nei, það mátti hann ekki, stúlk- an var orðin sextán ára og sjálfráða. Þegar hér er komið sögu, og eftir marg- ar andvökunætur námsráðgjafans, hefur Anna ítrekað reynt að ná sér á skrið í náminu, en það gengur ekki. Hún hefur dregist það mikið aftur úr að hún nær engri fótfestu. Þegar skyndipróf eru mæt- ir Anna ekki, best að fresta því sem lengst að horfast í augu við eigin vanmátt. En tíminn líður og óðar en varir standa próf- in fyrir dyrum, uppgjörið mikla í lok annar- innar. Foreldrarnir vita að eitthvað er að. Þeir þekkja ekki hana Önnu sína fyrir sama barn og áður. Hún sem var alltaf svo já- kvæð og samvinnufús, nú er hún breytt. „Svei mér þá, hún er orðin eins og um- skiptingur," segir faðirinn eitt kvöldið er þau ræddu málið. Hann er mikill öðlingur og þau hjón bæði og þetta er frumraun þeirra í uppeldi unglings. Þau höfðu eign- ast Önnu sáraung, aðeins nítján ára göm- ul, en hún var samt meira en velkomin í. heiminn. Hún var sannkallað óskabarn og foreldrarnir höfðu vandað sig við uppeldið, meðal annars sótt fyrirlestra um uppeldis- mál og verið á námskeiðum hjá sálfræðing- um og hjúkrunarfólki. Þau voru því allvel heima í ýmsum kenningum í uppeldis- og sálarfræði, einkumn kenningum Freuds, sem þau dáðu og í húmanískri sálfræði, kenndri við Carl Rogers. Anna fékk því fijálslegt uppeldi, sem kallað var. Síðar fóru þau að kynna sér kenningar atferlissinna. Það var þegar Anna var ell- efu ára. Nýráðinn skólasálfræðingur i skól- anum hennar var eindreginn atferlissinni og brýndi fyrir kennurum og foreldrum hversu atferlismótun væri mikilvæg. Börn- in yrðu að taka afleiðingum gerða sinna. Ef þau slægju slöku við námið myndi það koma niður á þeim sjálfum og þau læra af reynslunni. Ekki að jagast í þeim og nöldra. „Já, en getur það ekki orðið nokk- uð dýfkeypt ef þau sinna því ekki,“ vog- aði eitthvert foreldrið sér að spyija. Og það stóð ekki á svari: „Börnin eru að læra fyrir sjálf sig, ekki fyrir ykkur eða kennar- ana. Áuk þess eiga börnin helst ekki að þurfa að læra heima, þau eiga ekki að vinna lengri vinnudag en þið foreldrarnir." Þessi sálfræðingur var hallur undir kenn- ingar Ivans Illich og Johns Holt um það hvað skólinn sem stofnun væri skaðlegur, enda afsprengi borgaralegrar siðfræði. Sjálfur hafði hann kynnt sér erlendar rann- sóknir þar sem kom fram að ef til vill Starfsmenn hins opinbera, embætt- ismenn og umboðsmenn ríkis- valdsins, öðru nafni opinberir starfsmenn, er íjölmennur hópur. Þeir vinna margvíslegustu störf og flokk- ast á stofnanir, sem ætlað er að sinna margvíslegri þjónustustarfsemi. Stofnan- imar eru ætlaðar til þess að þjóna þegnum þjóðfélagsins og eru staðsettar ýmist í héruðum, sveitum eða þéttbýli. Sumar þessara stofnana hafa hlutverki að gegna sem tekur til alls landsins. Staðsetning þeirra hefur oftast verið við Faxaflóa, þar sem þéttbýli er mest. Ymsar þessara stofnana væru betur staðsettar annars staðar, nær starfsvett- vangi. Um margar aðrar gildir það, að með stórbættri þjónustu Pósts og síma gætu þessar stofnanir gegnt þjónustu- starfsemi sinni hvar sem væri á landinu. Miðsækni stofnana er nú orðið til traf- ala í þjónustuhlutverkum. Svo dæmi séu nefnd ætti t.d. Byggðastofnun skilyrðis- laust að vera staðsett úti í hinum dreifðu skipti heimanám engu máli fyrir náms- árangur í grunnskóla. En foreldrarnir voru ekki alveg með á nótunum og enn spurði einhver: „En ef krakkarnir falla, hvað þá með ábyrgðina?“ „FALLA,“ sagði sálfræð- ingurinn alvarlegur í bragði, það fellur enginn lengur í skyldunámi. Grunnskóla- lögin eru mannúðleg fræðslulög“. Og skólastjórinn tók undir og áréttaði að nú væri af sem áður var þegar skólinn felldi unglinga. Nú væri grunnskólinn sjálfstæð- ur og þyrfti ekki að standa neinum skil á störfum sínum. Landsprófið hræðilega væri ekki lengur yfirvofandi og jafnvel ekki heldur samræmdu prófin. „Við í grunnskólanum erum frjáls og óháð,“ end- aði hann ræðu sína og allir foreldrarnir kinkuðu kolli til samþykkis. En það var samt eitthvað að. Myndin var ekki heil. Og foreldrarnir sneru heim af fundinum með nagandi efa í hjarta. VAR SKÓLANUM EKKI TREYSTANDI FYRIR BARNINU? HVAÐ NÚ EF HÚN ANNA OKKAR FÆRI AÐ SLÁ SLÖKU VIÐ NÁMIÐ? VAR SÁLFRÆÐINGUR- INN EKKI ANNARS ÓSKAPLEGA LÆRÐUR MAÐUR? HANN VAR VÍST DOKTOR. VISSI HANN EKKI ÁREIÐ- ANLEGA HVAÐ HANN VAR AÐ SEGJA? Því miður reyndist ótti foreldranna ekki ástæðulaus. Anna fór að slá slöku við námið fermingarárið sitt. Foreldrarnir fóru að ráðum sálfræðingsins og rexuðu ekki í henni. Hún las næstum ekkert fyrir sam- ræmdu prófin og rétt skreið með lágmarks- einkunnir. En það var víst í lagi, eða svo sagði skólastjórinn þegar Anna kvaddi gamla grunnskólann sinn. „Úr því að þú ert með fimm í einkunn eiga þér að standa allar dyr opnar og jafnvel þó að einkunnirn- ar þínar væru lægri. Þú átt lagalegan rétt á skólavist í framhaldsskóla, hann er nefni- lega opinn öllum, án tillits til einkunna." Nú skulum við fara hratt yfir sögu. Þremur vikum fyrir próf kom Ánna heim úr skólanum og sagðist vera hætt. Foreldr- arnir voru sem þrumu lostnir. Hvers vegna? Hvað hafði komið fyrir? „Ekkert, þetta er bara svo ómögulegur skóli. Ég ætla í NN-skóla eftir áramót eða taka mér frí og byija aftur næsta haust. Allir segja að NN-skólinn sé miklu betri, miklu fijálsari. Og svo er félagslífið heldur ekk- ert sérstakt í þessum skóla.“ Anna hætti í skólanum. Hún fór í NN- skóla næsta haust. Þar fór á sömu leið. Þrátt fyrir góðan ástening hafði Anna ekki þann þroska sem þurfti til að geta notfært sér.frelsið sjálfri sér til góðs. Hún fyrirgerði rétti sínum til framhaldsnáms í hveijum skólanum á fætur öðrum, varð „flækingur“, á sífelldum flótta sem enginn virtist geta stöðvað. Foreldrarnir voru ráð- þrota. Þeir gátu enga hjálp fengið. KERF- INU KOM ÞETTA EKKI VIÐ. KERFIÐ YAR EKKI ÁBYRGT. KERFIÐ YPPTI ÖXLUM. Námsvandamál Önnu voru einkamál fjöldyldunnar og smám saman urðu þau að heimilisvandamáli. Streita jókst á heimilinu, námsvandinn var feimn- ismál af því að unglingum á að ganga vel byggðum. Stofnanir sem sinna náttúru- vernd sömuleiðis, hvað þá stofnanir sem hafa það hlutverk að skipuleggja veiðiskap og sinna ráðgjöf um tófu og minkaveiðar. Þær stofnanir ætti að staðsetja sem næst þeim kvikindum, sem villidýra- og ijnein- dýradeild stofnunarinnar hlýtur ,að eiga að halda í skefjum. Svo mætti lengi telja. Nú virðist vera stefnt að því að dreifa þjónustustofnunum ríkisvaldsins út um land og er það gert meðal annars til þess að auðvelda þjónustuna og jafnframt festa byggðina. Þetta eru atvinnuskapandi stofnanir og staðsetning þeirra í dreifbýli og bæjum og þorpum á landsbyggðinni myndi stuðla að auknum umsvifum á hveiju svæði. Þegar minnst er á flutning stofnana frá höfuðstað lýðveldisins eru viðbrögð starfs- kraftanna neikvæð. Það er vissulega skilj- anlegt, en þessir ágætu starfskraftar virð- ast ekki átta sig á að ríkisreknar þjónustu- stofnanir eru ekki einkaeign starfskraft- anna, þær eru ætlaðar öllum landsmönnum í skólanum. Annars er eitthvað að foreldr- unum. Þannig er almenningsálitið og skól- inn gefur því undir fótinn. Hvers vegna fór svona fyrir Önnu? Var KERFINU eða kennurunum um að kenna eða bara henni sjálfri? Var námið ef til vill ekki einkamál hennar eftir allt saman? Það mætti líka spyija hvort einhveijir aðr- ir en Anna sjálf hefðu breytt rangt. For- eldrarnir, kennararnir, námsráðgjafinn, sálfræðingurinn, sérkennarinn, skólaskrif- stofan, fræðsluskrifstofan, sérkennslufull- trúinn, skólameistarinn, löggjafinn, menntamálaráðuneyti? Nei, enginn þess- ara aðila gerði rangt. Kannski má segja að þeir hafi breytt OF RÉTT. Löggjafinn setti góð og fijálslynd lög. Menntamála- ráðuneyti gaf út framfarasinnaða námskrá og gaf tóninn fyrir mannúðlegum skóla 9g kurteislegri framkomu við nemendur. í kennaramenntun og námsráðgjöf var kynnt það besta og nýjasta í uppeldis- og kennslufræðum. Fræðsluskrifstofurnar lögðu skólunum til hámenntaða sálfræð- inga, kennararnir vönduðu sig við kennsl- una, báru umhyggju fyrir nemendum sín- um og höfðu gott samband við foreldra. Og foreldrar voru að sjálfsögðu vaknir og sofnir í umhyggju sinni fyrir barninu sínu. Veslings Anna var sem sagt ofurseld yfirþyrmandi réttlæti skólans og kerfis- ins. Eins og ég hef lýst hefur íslenski fram- haldsskólinn (og skólakerfið í heild) inn- byggðar fallgryfjur, sem næsta víst er að ungmenni, sem fæst hafa öðlast þann þroska sem of mikið frelsi skólans býður upp á, detta í. Þetta vita ú raun allir. Menntamálaráðuneyti, skólameistarar, námsráðgjafar, sálfræðingar og þeir sem mennta kennara. Samt er ekkert gert. „Það má ekki skerða frelsi nemendanna,“ segir skólameistarinn á árlegum sam- starfsfundi þeirra. „Já, það ylli svo mikilli óánægju ef þessu yrði breytt,“ bætir ann- ar við. Og þar með er málið afgreitt. Það má ekki skerða frelsi ungmennanna. Frelsi sem í reynd er frelsi til að fara sér að voða. Þetta er frelsi fyrir óþroskaða ungl- inga — en sem jafnframt hindrar frelsi foreldra og annarra sem bera raunverulega umhyggju -fyrir þeim og vilja styðja þau á raunhæfan hátt og koma þeim til manns. Hér þarf að taka til hendinni og endur- skoða margt, nú þegar farið verður að huga að skóla á nýrri öld. 21. öldin á að verða öld mannhyggju og mennsku, þar sem skólamenn, hver einn og einasti, láta sig raunverulega varða nemendur sína eins og væru þeir þeirra eigin börn. I þeim skóla verður frelsið meðhöndlað með gát og þar verða allir ábyrgir. Hofundur er menntaskólakennari í Kópavogi. Greinin er byggð á erindi sem höfundurinn hélt á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla fs- lands í nóv. 1992. og hlíta pólitísku valdi á hveijum tíma. Starfskraftamir eru þjónar almennings í landinu, og hafa ekkert um það að segja hvar stofnunin er staðsett. Þeim ber að hlýða yfirvöldunum, sem eru til þess kjör- in að haga sem hagkvæmast rekstri ríkise- igna og þjónustufyrirtækja. Stofnanirnar eru ekki stofnanir starfskraftanna. Pólitískir lausingjar og lýðskrumarar taka að góla og jarma þegar minnst er á flutning ríkisstofnana á hagkvæmari staði og tala um að brotin séu mannréttindi á starfskröftunum með flutningi. Viðbrögð pólitískra braskara eru að venju óheil og lyginni mörkuð. Það sem verra er er það að raus þessara einstaklinga'hefur áhrif, einkum meðal skilítilla einstaklinga innan starfsmannaskarans, sem eiga erfitt með að skilja þær skyldur sem starfskröftum ríkisvaldsins er skylt að hlíta sem opinber- um þjónum almennings í landinu. SlGLAUGUR BRYNLEIFSSON JERILYN ELISE MIRIPOL Brot Ragnar Ingi Aðal- steinsson þýddi. Kappsamur hefur hann komið upp safni af vitneskju, - brotum af óljósum minningum málflækjuleikjum og voþnum og verjum úr orðskrúði. Komið upp safni af nákvæmnisatriðum. Orð hans sem geyma þér gildrur og snörur, - þau kalla fram hömlur sem takmarka þig - þinna hugsana óbrotna hljóðláta straum. Og þú átt ekki andsvör né varnir. Fæðing Við ákveðum að yfirgefa legið - þessa luktu, röku, umliggjandi einangrun. Við erum nærð af henni, södd og bíðum eftir slagnum, út í Ijóssins sára lost. Frá þögn í hávær áreitin, - frá hlýju skauti út í þessi ósköp, - - fædd í skorti. Jerilyn Elise Miripol er Ijóðskáld og rithöf- undur. Hún lauk BA-prófi í enskum bók- menntum frá Northeastern lllionis Uni- versity árið 1974. Eftir það hefur hún lengst af unnið með fólki sem hefur átt við andlega erfiðleika að stríða. Miripol hefur látið fólk tjá sig skriflega og leið- beint því við að koma hugmyndum sínum á blað og að sðgn hefur þessi skrifræna, tjáning gefið afar góöa raun. Hún lætur þá sem meðferð hennar sækja yrkja Ijóð eða skrifa smásögur eða ritgerðir og smátt og smátt dragast fram í dagsljósið hlutir sem áður voru faldir og fólk þarf að losa sig við. Miripol hefur bæði unnið fyr- ir sjúkrahús og eins haldið námskeið á vegum framhaldsskólanna. ANNA LEÓSDÓTTIR I nafni guðsföður Af sama vendi komum ég og þær tyrknesku rósirnar tvær, þær glöddu okkur hinar með fegurð og þokka við undruðumst augun svo fögur og skær. Systur með kolsvarta lokka. Nú vantar í vöndinn rósirnar tvær ástlausar dveljast án kærleiks, án vonar. Við vitum það öll að annast þarf þær í nafni guðs föður og sonar. Höfundur er kaupmaður og myndlistarkona. Á víð og dreif Starfskraftar og ríkisstofnanir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.