Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 10
GLÆSILEGAR byggingar í gömlum, evrópskum stíl í miðborg Ottawa. QUEBEC er „vandræðabarnið“ í kana- díska samfélaginu. Myndin er úr mið- borginni. KANADA er víða paradís náttúrufeg- uðar, ekki sízt vestur í Klettafjöllum, þaðan sem myndin er. Þar eru enn ósnortin flæmi með villtri náttúru. Yerður hægt að halda 0 Kanada saman? Astríðsárunum voru fplmargir Kanadamenn staðsettir á Bretlandseyjum og margir ungir menn kynntust stúlkum þar í landi og þær fluttust til Kanada gifttar kanadískum her- mönnum. Ein slík hjón settust að í Vancouver- Á evrópskan mælikvarða er Kanada fremur heimsálfa en venjulegt þjóðland, enda erþað stærra en öll Evrópa. Yfirvöld héldu öllum í skefjum á meðan Kanada var nýlenda Breta, en nú eru alvarlegir brestir í þessari ríkisheild. Eftir INGÞÓR INDRIÐASON borg á vesturströnd Kanada. Árin liðu og yngri systir konunnar ákvað að koma í heim- sókn til systur sinnar í Vancouver. Móðir hennar skrifaði dóttur sinni í Vancouver bréf og bað hana að taka á móti systur sinni við skipshlið í Halifax á austurströndinni og tilt- ók hún daginn sem skipið var væntanlegt þangað. Sagan segir að dóttirin í Vancouver hafi strax sent símskeyti til foreldra sinna heim á Englandi. Símskeytið var orðað eitthvað á þessa leið: „Þið skuluð taka á móti henni, þið eigið styttra að fara!“ Skyldfólkið á Englandi hafði enga hugmynd um stærð Kanada og að það væri lengri leið frá Vancouver til Halifax heldur en frá strönd Englands til Halifax. Á evrópskan mælikvaðra er Kanada fremur heimsálfa heldur en venjulegt þjóðland. Kanada er svo stórt land að það er erfitt fyrir Kanadamenn sjálfa að átta sig á stærð landsins, hvað þá fyrir þá sem búa í Evrópu. Kanada er 9.860.631 ferkílómetri að stærð, stærra land heldur en Bandaríkin, stærra en öll Evrópa og um eitt hundrað sinnum stærra en ísland. St. Johns, höfuborg Nýfundnalands, sem er austasta fylki Kanada, er nær Reykjavík heldur en Winnipeg, sem er þó í miðju landi. Álíka langt er frá Winnipeg, höfuðborg Man- itobafylkis til Ottawa, höfuðborgar Kanada, eins og frá Reykjavík til London á Englandi. Vegalengdin yfir þvert Kanada frá austri til vesturs er álíka og vegalengdin frá Reykjvík til Damaskus á Sýrlandi og nyrstu eyjar Kanada eru álíka norðarlega og nyrsti oddi Grænlands og syðsti oddi Kanada er álíka sunnarlega og Rómaborg. Winnipeg er á 50. gráðu, eða aðeins norðar en Lúxemborg. Náttúruauðævi Kanada eru svimandi: ferskt vatn, skógar, vatnsorka, jarðgas, olía, kalíum, úraníum, gull, nikkel, kopar og fjöl- margir aðrir málmar. Sléttur Vestur-Kanada teljast með mestu kornræktarsvæðum verald- arinnar. En Iandið er stijálbyggt, íbúamir um 27 milljónir og þorri þeirra býr innan 200 km frá landamærum Bandaríkjanna. Meira en helmingur landsmanna býr á tiltölulega litlu svæði syðst í Ontario- og Quebecfylki, eða frá Toronto til Montreal. Ekki er nóg með að Kanada sé víðlent, heldur býr hér fólk alls staðar að úr veröld- inni, auk frumbyggja landsins sem við al- mennt nefnum indíána og eskimóa. Indíánam- ir eru í raun og veru fjölmargar þjóðir, sem tala mörg og mismunandi tungumál og áttu sér mjög svo mismunandi menningu þegar hvítir menn komu fyrst til Norður-Ameríku. Indíánar á Kyrrahafsströnd bjuggu í þoi-pum og lifðu mikið á fiskveiðum, en Indíánar á sléttunum reikuðu um slétturnar og lifðu mikið til af hjörðum vísunda. Indíánarnir sem byggðu Kanada þegar hvítir menn fóm fyrst að setjast hér að töluðu tólf megin tungumál og fjölmargar mállýskur. Enda þótt nú búi fólk nær alls staðar að úr veröldinni í Kanada, þá em samt nær tveir þriðju íbúa landsins annað hvort af frönsku eða bresku bergi brotnir. Fólk sem rekur ættir sínar til Bretlandseyja býr að heita má um allt land, en fólk af frönsku bergi er að miklum meiri hluta búsett í Quebecfylki, eða réttar sagt í syðri hluta þess fylkis. Af þess- ari ójöfnu skiptingu hafa hlotist mikil vand- ræði og vaxandi. Innflytjendur hafa að mikl- um meiri hluta sest að í þeim níu fylkjum þar sem enskan er ríkjandi, en franska er svo ríkjandi mál Quebec. í Ouebec em yfir fimm milljónir fólks sem fínnur til þess að vera sérstök frönskumælandi þjóð. í hinum níu fylkjunum býr fólk sem komið er alls staðar að úr heiminum og notar ensku sem sameigin- legt tungumál. Innflytjendur blandast smátt og smátt inn í þjóðfélagið en láta yfirleitt lít- ið bera á sérkennum sínum og þjóðemiskennd er takmörkuð. Á meðan Kanada var nýlenda Breta héldu yfirvöldin öllum smáhópum í skefjum. Bretar réðu ríkjum en urðu þó að veita Frökkunum viss hlunnindi og hafa þá með í ráðum. Frum- byggjar landsins og innflytjendur voru dreifð- ir út um allt þetta stóra og sttjálbyggða land og höfðu mjög takmörkuð áhrif á stjómun landsins. En nú er Kanada orðið sjálfstætt ríki og innflytjendur sem eru hvorki af ensku né frönsku bergi eru nú nær þriðjungur þjóðar- innar og fjölgar jafnt og þétt. Frumbyggjun- um fjölgar örar en öllum öðrum og hafa uppi stöðugt háværari raddir á stjórnmálasviðinu. íbúunum fjölgar mest í tveim vestustu fylkj- unum, British Columbia og Alberta, þannig að það er að verða örðugt fyrir enska og franska að halda öllum völdum í landinu. Mikil spenna hefur myndast í kanadískum stjómmálum og kemur sú spenna meðal ann- ars fram í háværam röddum í Quebec um sjálfstæði. Ontario- og Quebecfylki eru vön að stjóma Kanada vegna þess að þau ráða yfir meiri- hluta á sambandsþynginu í Ottawa. Quebec hefur notað sér þessa aðstöðu óspart og svo INÚÍTAR búast til veiða norður við Hudsonflóa. Það er langur vegur þaðan í glæs- isverzlanirnar í Calgary, Toronto eða Quebec. EATON - mikilfengleg verzlunar- kringla í Toronto. ÞAÐ ER eru ekki bara vestur-íslend- ingar sem reyna að halda tryggð við þjóðerni og uppruna. í Kanada - eink- um á vesturströndinni - er fjölmennur, kínverskur minnihluti, sem heldur í sína siði. Myndin er frá nýárshátíð kín- verskra Kanadamanna. mjög að það hefur skapað mikla andúð í garð fylkisins, sérstaklega í fjóram vestustu fylkjunum, Manitoba, Saskatchewan, Alberta og British Columbia. Óvinsældir Quebec eru orðnar slíkar, að vel gæti farið svo að Ont- ario verði að taka upp samstarf við átta smærri fylkin í stað Quebec. Ef þetta gerðist þá yrði landinu stjórnað af meirihlutanum, sem er enskumælandi en Quebec yrði í minni- hluta. Þetta sjá margir í Quebec og þess vegna börðust þeir mjög hart fyrir sérréttindum og neitunarvaldi þegar gera átti breytingar á stjórnarskránni nýlega. Sú tilraun fór út um þúfur, þegar tillögur stjómmálamanna voru felldar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór um þetta mál nýlega. Kanadísk stjómmál era mjög flókin og erfitt er að stjóma svona stóru og fjölbreyttu landi. Hagsmunir fylkjanna togast á, hags- munir hinna ýmsu þjóðarbrota rekast á og erfitt er að gera svo öllum líki. Stjómarskrármálið hefur nú verið Iagt á hilluna vegna þess að það olli svo mikilli sundrung og stjómmálamenn vora svo upp- teknir af því máli að þeir vanræktu efna- hags- og atvinnumál þjóðarinnar, sem nú eru orðin erfið úrlausnar. í kosningunum í haust sem leið gjörbreytt- ist hið stjómmálalega landslag í Kanada. Nú komu skýrt fram brotalínur þar sem tveir nýir flokkar náðu talsverðri fótfestu með því að styðja hagsmuni ákveðins landshluta. Bloc Québécois flokkurinn fékk 54 sæti á þingi, öll í Quebec, og Reform flokkurinn náði 52 sæt- um, nær öllum í Alberta og British Columb- ia. Þótt báðir þessir flokkar höfði frekar til þeirra sem era til hægri í stjómmálum, þá er hér um fráhvarf að ræða frá venjulegum flokkadráttum því að annar flokkurinn er „franskur" og hinn „enskur", annar vinnur fyrir hagsmuni frönskumælandi íbúa Quebec en hinn vinnur fyrir hagsmuni enskumælandi íbúa utan Quebec, einkum þeirra í Vestur- Kanada. Af ofansögðu má sjá að ekki er ólíklegt að Kanada eigi eftir að koma við sögu í heimsfréttum á næstu árum. Höfundur er prestur í Winnipeg. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.