Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 6
Kristín Gunnlaugsdóttir frá Akureyri vakti fyrst
athygli svo um munaði þegar hún sýndi verk
sín í Listhúsinu Nýhöfn fyrir fjórum árum.
Verk hennar höfðu augljósa vísun aftur í ald-
ir, en voru samt með einhverjum hætti tíma-
Kristín Gunnlaugsdóttir
opnar á morgun sýningu
á íkonum í Hallgríms-
kirkju. Þá fornu listgrein
lærði hún á Ítalíu þar sem
hún býr og starfar og um
hana og aðra frjálsa
myndsköpun sína ræðir
hún í samtalinu.
laus; full af dulúð og magnaðri fegurð sem
sjaldgæft er að sjá í nútímalist. Allt fór það
framhjá Listasafni Islands, en Reykjavíkur-
borg eignaðist úrvalsverk, sem heitir „Rauð-
ur draumut'" og síðan hefur borgarstjórinn
í Reykjavík haft það fyrir augunum á skrif-
stofu sinni í Ráðhúsinu.
Nú er Kristín á ferðinni til að lífga uppá
skammdegið með íkonasýningu á aðvent-
unni, sem Listvinafélag Hallgrímskirkju
stendur að og verður opnuð í kirkjunni á
morgun. Þar verða 34 íkonar í hinum hefð-
bundna stfl, sem íslendingar almennt eru
harla ófróðir um. íkon þýðir ímynd Guðs.
Þessi listgrein er trúarleg og guðfræðileg.
Bæði liturinn og hvert atriði hefur sína
merkingu. María Guðsmóðir virðist hafa yfir-
burðastöðu sem myndefni og verða 10 Mar-
íumyndir á þessari íkonasýningu Kristínar.
En auk Maríu kemur Kristur að sjálfsögðu
við sögu, Jóhannes skírari, erkienglarnir
Mikael og Gabríel, sagnaminni svo sem um
heilagan Georg og drekann. Helgir menn
eru þar einnig, þar á meðal verndardýrlingur
íslendinga, Þorlákur helgi Þórhallsson. Við
komum nánar að íkonafræðinni síðar.
Kristín Gunnlaugsdóttir er fædd á Akur-
eyri 1963; dóttir Gun Kristinsson frá Svíþjóð
og Gunnlaugs P. Kristinssonar. Um telpuna
Kristínu mátti segja eins og flesta góða lista-
menn, að krókurinn beygðist snemma. Hún
fór að heyja sér kunnáttu í myndlist á nám-
skeiðum 12 ára og hélt því áfram þar til
.hún hafði lokið stúdentsprófi. Á þeim tíma
varð til sú bjargfasta sannfæring, að hún
MYNDVERK sem Kristín var að vinna að í sumar og hefur til að bera þá
tímalausu dulúð, sem hún kveðst sækjast eftir.
KRISTÍN vinnur við stóran íkon: Heilagan Georg, í foreldrahúsum á Akureyri
í sumar. Bakgrunnurinn er lagður með blaðgulli, svo og ramminn, en það
útheimtir gífurlega nákvæmni og þolinmæði.
ætlaði að leggja fyrir sig myndlist. - Það
var alveg átakalaus ákvörðun, segir Kristín;
ekkert annað kom til greina. í framhaldi af
því tók við „alvöru“ myndlistarnám, fyrst
vetrarlangt á Akureyri og síðan þrír vetur
í málunardeild Myndlista- og handíðaskóla
íslands í Reykjavík. Hún hafði hug á fram-
haldsnámi einhversstaðar í Norður-Evrópu,
en fékk neitun þar sem hún sótti um og
hver veit nema einmitt það hafi verið happ
þegar til lengri tíma er litið. En hvað tók
þá við?
-Ég hafði gefið sjálfri mér það loforð, segir
Kristín, að einhvemtíma á lífsleiðinni ætlaði
ég dvelja um tíma í klaustri. Mér fannst ég
yrði að komast í þetta trúarlega, lokaða
umhverfi til þess að átta mig á sjálfri mér.
En það var ekki af beinni trúarþörf og ég
er ekki þaþólsk. En í þessu augnamiði sneri
ég mér til kaþólsku kirkjunnar á íslandi og
fyrir milligöngu hennar komst ég í samband
við höfuðstöðvar Fransiskusarsystra í Róm.
Það er skemmst frá því að segja, að hjá
þeim dvaldi ég í heilt ár. Sú dvöl varð eins
gefandi og ég hafði gert mér vonir um - og
raunar miklu meira en það. Þokunni létti,
sem verið hafði á huganum; ég átti samt
alls ekki við nein andleg vandamál eða vanl-
íðan að stríða. Sú mikla trúarþörf sem ég
hafði fyrir, varð mér sjálfri ljósari. En mín
trú er utan við flesta hefðbundna farvegi.
Ég gæti til að mynda vel hugsað mér að
dvelja um tíma í Búddaklaustri. Það er þetta
sammannlega í trúariðkun sem nær til mín
og ekki bara formið í trúarbrögðunum.
í klaustrinu Francescane Missionarie di
Maria voru 200 nunnur og fimm þeirra unnu
við það alla daga að mála ýmisskonar helgi-
myndir. Ein þeirra, Patricia Pearce af banda-
riskum uppruna, vann eingöngu við að mála
íkona og hafði lært það í Israel, Frakklandi
og á Ítalíu. Hún kenndi mér að mála íkona
í níu mánuði og þar fyrir utan fórum við
reglulega saman í býsönsku kirkjuna í Róm,
sem byggir helgihald sitt á siðum rétttrúnað-
arkirkjunnar þótt kaþólsk sé. Þarna sá mað-
ur hvernig íkonar eru notaðir í litúrgíunni
og í þessari kirkju voru fyrstu íkonarnir
mínir blessaðir, - en þá má ekki selja þá á
eftir.
Systir Patricia var dásamleg manneskja,
og við urðum góðar vinkonur; áttum þar að
auki sama afmælisdag. Kynni mín af henni
voru ómetanleg. Hún lézt fyrir aldur fram
1992 og ég tileinka sýninguna í Hallgríms-
kirkju minningu þessarar vinkonu minnar
með virðingu og þakklæti.-
Kristín telur að undirbúningurinn úr
Myndlista- og handíðaskólanum hafi reynst
vel. Hún ætlaði sér aldrei að staðnæmast
við það eitt að mála íkona; hafði hug á fram-
haldsnámi í málun og þá einnig að læra að
mála freskur. Hún valdi Akademíuna í þeirri
fomfrægu listaborg Flórens og þá ekki sízt,
segir hún, til að vera í návist við ítölsku
málarana frá því fyrir Endurreisn; menn
eins og Giotto, Piero della Francesca, Fra
Angelico, Botticelli og Siena-málarana, sem
voru nokkrir. Þetta er 14. öldin.
Ég á það sameiginlegt með Kristínu að
hafa hrifízt meira af þessu tímabili en flestu
öðru úr myndlistarsögunni. Þar heyrum við
KRISTÍN Gunnlaugsdóttir með íkon
af algengri stærð. Hér er allt gert
eftir hefðbundinni forskrift og
myndefnið, María guðsmóðir með
Jesúbarnið, er afar vinsælt og sér-
staklega sækjast konur eftir því.
þó frekar til undantekningum, býst ég við,
og fyrir málara eins og Kristínu, sem ætlar
sér að lifa á listinni, þarf kjark til þess að
velja sér leið sem telst vera utan við helztu
farvegi tízkunnar. Með öðrum orðum: Að
synda á móti straumi.
-Ég velti því ekki fyrir mér hvort ég sé
að synda á móti straumi, segir Kristín. En
í Akademíunni í Flórens var ekki einn ein-
asti nemandi sem vann á þessum nótum.
Prófessorinn minn sagði: „Ég hef ekki mik-
inn áhuga á því sem þú ert að gera, en þú
vinnur vel og ég ætla að láta þig í friði“.
Svo gaf ég honum íslenzkan hákarl, sem
honum líkaði vel, enda er maðurinn frá Sikil-
ey. En svona var þetta, ítalirnir í hópi nem-
enda skildu manna sízt að gömul, ítölsk
myndlist gæti verið hrífandi; þeir voru hissa,
en höfðu ekkert á móti því,-
Eitt er að hrífast og verða fyrir áhrifum,
annað að vinna úr því. Engum kemur til
hugar að fara að mála upp ítalska 14. aldar
málara. En hvernig á þá að nýta sér þennan
arf; koma honum heim og saman við nútíma-
lega myndlist?
-Ég var í sex ár í stanzlausum pælingum
á hugmyndaheimi þessara 600 ára gömlu
málara, segir Kristín. -Nú fínnst mér vera
kominn tími til að tengja þessi áhrif við
nútimann og ég hef verið að leita leiða til
þess. Þetta hefur verið tími aðfanga; ég hef
verið að safna í sarpinn og nú er ég tilbúin
til úrvinnslu.
Meðal þess sem ég geri til þess að skapa
tengingu, er að ég nota gull og mála á tré.
Þá nota ég þessa gömlu tækni: Egg-tempera
á tré, sem krefst nákvæmra vinnubragða.
En þetta eru tæknileg atriði. Síðan er sjálft
T ímalaus
dulúð