Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 5
ÚR DÓMÍNÓ. Þessi og allar hinar myndirnar eru úr uppfærslum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Talið frá vinstri: Þóra Borg, Ragnheiður Steindórsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Jón Laxdal og Helga Bachmann. sögn — eða eru í þann veginn að hverfa á vit bjartrar framtíðar. Það er ýmist spurn- ing um að hafa hér um bil höndlað hamingj- una en misst af henni, eða fara og leita hennar þótt undir niðri sé áleitinn grunur um að hamingjan verði ekki höndluð, því hún sé annars staðar. Kannski hún sé á einhveijum af þessum stöðum sem bera svo framandleg nöfn að þeir geta naumast verið raunverulegir: Bagdad, Timbúktú, Tonga, Bonga. Það úir og grúir af svona nöfnum í leikritum Jökuls, en engin leið liggur til margra þessara staða, alténd engin sjóleið. Persónurnar i Sjóleiðinni til Bagdad eru flestar þessu firringarmarki brenndar. Gamli maðurinn héfur dagað uppi, ham- ingja hans var fólgin í silfurpeningi sem ÞORSTEINN Ö. Stephensen í Pókók. var tekinn af honum barni með því loforði að hann fengi hann aftur þegar hann fermdist. Hann bíður enn eftir peningnum. Eldri hjónin í leikritinu áttu sínar sælu stundir í eina tíð, a.m.k. að sögn eiginkon- unnar, en þær liðu fljótt og eftir sitja von- brigði og söknuður; eftirsjá að hafa ekki gengið aðra braut, þar sem hamingjan hlaut að vera vís. Persónurnar í „Sjóleið- inni“ eru ennfremur forvitnilegar í ljósi persónanna í Hart í bak, næsta leikriti á undan. Gamli maðurinn í „Sjóleiðinni" er þannig hliðstæða Jónatans strandkapteins. Báðir eru fulltrúar gamla tímans og báðir eru þar fastir við einstök atvik sem í hug- um þeirra jafnast á við ek. Paradísar- ÚR SJÓLEIÐINNi til Bagdad. Frá vinstri: Brynjólfur Jóhannesson, Inga Þórðardóttir og Guðrún Asmundsdóttir. HELGI Skúlason í Sjóleiðinni til Bagdad. missi. Halldór, sjómaðurinn hryggbrotni í „Sjóleiðinni", svarar á sama hátt til Láka, unga mannsins í Ilart í bak, en báðir hverfa úr landi í leikslok til þess að hefja óræða leit að einhveiju öðru sem ef til vill gæti fært þeim hamingju. Hliðstæðurnar eru ót- almargar og forvitnilegar. SAMFÉLAG - SlÐFERÐI - SVARTSÝNI Jökli var gjarnan legið á hálsi fyrir að vera ekki samfélagslega sinnaður, ekki nægilega pólitískur í leikritum sínum, en slíkt var höfuðsynd á sjöunda áratug aldarinnar og langt fram eftir þeim áttunda, eða nær allan leik- skáldsferil hans. Hinni pólitísku kröfu tímans fylgdi krafa um að íjúfa blekkingu leikhússins og bijótast út úr raunsæisramman- um. Mér býður reyndar í grun að Jökull hafí liðið önn fyrir þessa kröfu um pólitíska afstöðu. Hon- um var það eiginlegt að segja sögu og lýsa fólki, hann hafði afar næmt eyra fyrir hljómfalli hversdagsins og orðfæri mann- lífsins, en engu er líkara en að efasemdir um eigið erindi og að- ferðir hafi gert honum erfitt fyrir. í Keitalogi (1973) má til dæm- is sjá tilraun til þess að bijótast út úr ram- manum. Þetta leikrit er einkar látlaust og einlægt, og þó að það hafi nokkra sérstöðu á meðal leikrita skáldsins að því er varðar form og efnistök þá er meginstefið eftir sem áður samskipti einstaklings og um- hverfis, draumurinn um að komast út úr )essu ófullnægjandi samfélagi, þessum heimi meðalmennskunnar. I þessu verki má sjá merkilegt stílbrot þegar aðalpersón- urnar Lára og Kalli horfa á áhorfendur og tala um þá eins og eitthvað framandi og fjandsamlegt og eru í senn að horfa í speg- il og á samfélagið. Þessi formtilraun virð- ist nú nokkuð áreynslukennd, en er þó dæmi um ákveðna aðferð sem var í háveg- um höfð í hinu „pólitískt meðvitaða" leik- húsi kringum 1970. Það er að auki athygl- isvert að höfundur, sem allajafna vann hratt og örugglega — afköstin ein nægja til vitnis um það — skuli hafa verið áratug að semja leikrit á borð við Son skóarans og dóttur bakarans (1978), þar sem hann nálgast það að skrifa leikrit kringum póli- tísk tákn. Það er vitaskuld ekki unnt að horfa fram- hjá því að öil leikrit Jökuls lýsa samskiptum einstaklinga og samfélags; og lýsa því jafn- framt hvernig samskiptin taka lit af tíðar- andanum og hvemig tíðarandinn litast af )essum sömu samskiptum. Eitt meginstef- ið í íslenskri leikritun sjöunda áratugarins er ádeila á efnishyggju, stef sem stundum gat orðið svo fyrirferðarmikið að það íþyngdi skáldskapnum og gerði framvind- una luralega og ósannfærandi. Jökull pred- ikar aldrei en bregður upp svipmyndum og lýsir fólki, sem þarf með góðu eða illu að búa við alræði efnishyggjunnar. Oft em leikrit hans sniðin beint upp úr umræðu tímans, einkum eftir að hún fór að snúast fremur um lífsstíl en heimsyfírráð, kvenna- baráttu fremur en Víetnam. Þetta á við um tvö afbragðsgóð útvarpsleikrit, Nafn- laust leikrit (1971) og Kaldaborðið (1974), þar sem einstaklingar af „palísanderkyn- slóðinnni" reyna að fóta sig í nýjum hlut- verkum. Það að hjón hafi sitt hvort starfið utan heimilisins er þessu fólki algerlega ný reynsla. Eiginkonan er ekki lengur í sínu hefðbundna hlutverki inni á heimilinu. Gagnvart þeirri staðreynd stendur eigin- maðurinn ráðþrota og ef til vill fyrst og fremst vegna þess, að hún inniber að hann hefur líka tapað sínu hefðbundna hlutverki sem veiðimaður og skaffari, verndari og sáðberi. Ef hjónabandið á ekki að rakna í sundur verða hjónin að skilgreina forsend- ur þess upp á nýtt, en til þess hafa þau engar forsendur, eins og ráða má af Kalda borðinu. Þegar á ferilinn líður er sem svartsýni verði ríkjandi í huga leikskáldsins ásamt alvarlegum efasemdum um eigið ágæti, en þessar ásóknir nýtast einnig til dramatí- skra átaka. Herbergi 213 (1973) er þannig makalaus sjálfsparódía sem á sér fáa ef nokkra líka í leikbókmenntum heimsins. í því verki vogar hann sér að fleyga Dóm- ínó, heilsteyptasta leikritið sitt, með háði og spotti. Háðið á allt og alla heldur áfram í Klukkustrengjum og þessi kaldranalegi strengur nær hámarks þenslu í lokaverkinu í öruggri borg (1980), sem einhver kallaði „danse macabre". í seinustu verkum hans er dregin upp afar dökk mynd af viðleitni mannanna til þess að bæta heiminn og jafnvel breyta honum. Sá sem fór út í heim þeirra erinda er kominn aftur „heim í heiðardalinn“ og svo er að skilja að heimurinn hafi versnað fyrir tilverknað hans og þokast lengra út á nöfína. Jói sonur skóarans snýr heim frá heimsósóma, en „heiðardalurinn“ er ekki lengur sú saklausa paradís sem hann var í augum barns. Þar er spilling hugarfarsins slík að beinlínis er kallað á heimsendi. Sagan um dansinn kringum gullkálfinn endurtekur sig. Því verður með engum rétti haldið fram að þessi svartsýni sé eitthvað sérstök að því er Jökul varðar; hún tilheyrði einfald- lega tímanum. Hrollurinn af kalda stríðinu fór ekki af mönnum fyrr en langt var liðið á níunda áratuginn. Nær allan áttunda áratuginn og framan af þeim níunda voru heimsslit á næsta leiti. Raunsætt fólk ræddi blákalt um hvernig það mundi bregðast við í upphafi kjarnorkustríðs. Þeir raunsæjustu töluðu um sjálfsvíg. Næmt skáld á borð við Jökul Jakobsson fer ekki með svarta- gallsraus að tilefnislausu. Leikrit hans eru vitnisburður um tímann; leikskáldinu hefur tekist að fanga tilfinningu síns tíma í orð og leikform. Höfundur er leikhúsfræðingur og leikritahöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26.NÓVEMBER 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.