Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 4
Horfttil J ökuls TÍMAMÓT - ANDSTÆÐUR - PARADÍSARMISSIR Jökull Jakobsson er leikskáld tímamóta, í margvísleg- um skilningi. Hann er í fararbroddi þeirra höf- unda sem endurreisa íslenska leikritun um og eft- ir 1960, þó að hann sé minna framúrstefnuskáld en flestir jafnaldrar hans í greininni. Þroskaferill JÖKULL Jakobsson. Öll leikrit Jökuls Jakobssonar hafa nú verið gefin út í bók. Af því tilefni hefur Lesbók fengið leikhúsfræðing til að leggja mat á leikrit Jökuls, sem hann segir öll lýsa samskiptum einstaklinga og samfélags; lýsa því jafnframt hvernig samskiptin taka lit af tíðarandanum og hvernig tíðarandinn litast af þessum sömu samskipum. Eftir ÁRNAIBSEN hans sem leikskálds er til vitnis um breytt- ar áherslur í leikritun okkar, en í fyrstu leikritum hans, allt frá Pókók (1961) gegn- um Hait í bak (1962) og Sjóleiðina til Bagdad (1965) til Sumarsins ’37 (1968), má greina þróun frá hinni gamalgrónu, og rómantísku alþýðuleikritun bændamenn- ingarinnar, sem byggir að verulegu leyti á sagnahefð og stórkarlalegri persónusköpun í anda Skugga-Sveins, til „borgaralegrar" leikritunar. Leikrit hans vitna um samfélag sem er statt á tímamótum þar sem það er í þann veginn að segja skilið við bernskuna — sem í friðsæld sinni virtist tímalaus — og kom- ast á eirðarlaust og tímanlegt gelgjuskeið. Þetta er samfélagið sem hefur tapað áttum og er ofurselt lífsgæðakapphlaupi. Missir bernskunnar er paradísarmissir en lífs- gæðakapphlaupið er réttlætt sem leit að einhverskonar lífsgæðaparadís. Á sjöunda áratugnum — og í leikritum Jökuls frá þeim tíma — virðist efnishyggja eftirstríðs- áranna í þann veginn að hafa sigur á göml- um gildum. Undir niðri eru gjaman átök milli hins gamalgróna annars vegar og hins nýja og aðkeypta hins vegar. Seinni heimsstyrjöldin hreif þjóðina útí iðu efnishyggju og lífsgæðakapphlaups. Bændasamfélagið hafði tjóðrað fólk í átt- haga, hver og einn hafði áður haft ákveðið og óumbreytanlegt hlutverk. Stríðsgróðinn kollvarpaði þessu samfélagi endanlega. Bæði einstaklingar og heilu þjóðfélagshóp- arnir flosnuðu upp frá fyrri lífsmáta og komust á flakk um samfélagið; synirnir yfirgáfu iandskikann en tóku með sér þá hugsun sem hann hafði innprentað þeim. Það losnaði um stéttahömlur og margir gátu fíkrað sig upp á við í samfélaginu, einkum þó sk. athafnamenn, sem í krafti skjótfenginna peninga gátu farið að stýra samfélaginu án þess að hafa til þess for- sendur þar sem þá skorti siðferðisgrun- dvöll til þess. Skemmtanir, afþreying, tækninýjungar, aukinn frítími sem engum datt í hug að nýta til annars en vinna aukavinnu. Margir voru í tvöfaldri vinnu og sumir í þrefaldri. Aukið frelsi til hugsun- ar og athafna, en fyrst og fremst frelsi til að ráða hlutverki sínu sjálfur. Mörgum láðist þó að axla jafnframt ábyrgð á hlut- verki sínu og í sumum tilfellum var það ógjörningur þar sem hlutverkin voru orðin svo tnörg; allt of margir lifðu í raun tvö- földu lífí og margir lentu þess vegna beggja vegna borðs þar sem tekist var á um hags- muni einstaklinga og heildar. Breytingar urðu mjög örar, það komst los á siðferði á öllum sviðum, óreiða varð megineinkenni efnahagsmála, jafnt hins opinbera sem ein- staklinga, enda enginn tími fyrir skikkan- legt bókhald og það virtist að auki óþarft því peningaflóðið virtist endalaust og jafn- vel fara vaxandi. Höfuðborgir. óx allt of hratt og óskipulega líkt og unglingur á gelgjuskeiði en sveitirnar tæmdust, paradís var rúin öllu. Gömui gildi urðu úrelt og jafnvel hjákátleg í hraða atburðarásarinnar en nýtt, siðferðislegt gildismat var hvergi sjáanlegt í glýjunni af gróðanum. Efnis- hyggja varð allsráðandi. Veltan varð of- boðsleg og andlegt innihaldleysið óx til jafns við hana. í ÖRUGGRI borg. Helga Bachmann og Þorsteinn Gunnarsson. Persónurnar í leikritum Jökuls hafa margar mótast af samfélagi sem var ná- tengt frumþörfunum og hinum hefðbundnu atvinnuvegum þjóðarinnar, en þurfa — oft gegn betri vitund — að arta sig í samfé- lagi sem í síauknum mæli lagar sig að aðfengnu gildismati, sem er fylgifiskur skyndigróða, aukins innflutnings til allra þarfa, bæði raunverulegra og áunninna, og lífs í borg sem vex allt of ört. Eftirminni- legustu persónur Jökuls eru staddar í ein- hvers konar Iimbói eftir missi Paradísar og halda áfram að lifa í friðsæld draums eða endurminningar. Þetta á til dæmis við um Jónatan strandkaptein í Hart í bak og Lovísu í Dómínói, en aðrar og yngri persón- ur hverfa á vit nýrrar reynslu, nýrra ævin- týra eða annars konar samfélags. Af þessu leiðir togstreita og eru sumar persónurnar nálægt því að farast í henni. Það á til dæmis við um Eirík, yngri eiginmanninn í Sjóleiðinni til Bagdad, sem er tæpast líkleg- ur til annars en að drekka sig í hel, og Láru í Kertalogi, sem er skákað útúr samfélag- inu og komið fyrir á geðveikrahæli. Jökull er ennfremur leikskáld tímamóta í þeim skilningi að hann lýsir gjarnan per- sónum sem staddar eru á tímamótum eða krossgötum í lífi sínu; ef ekki raunveruleg- um tímamótum þá tímamótum sem löngu eru liðin en hugurinn dvelur sífellt við. Sjálfur var Jökull mótaður af tvennum tím- um og átti að auki bernsku í tveimur lönd- um. Hann var sex ára þegar seinni heims- styrjöldin skall á, en var að komast á ungl- ingsár þegar styrjöldinni lauk. Bernskan að baki en óeirð unglingsáranna framund- an. Það er fleira en tvennir tímar sem mæt- ast í og með leikritum Jökuls, því honum er tamt að byggja dramatíska spennu með því að tefla saman andstæðum og jafnvel mótsögnum. Þannig er til dæmis togstreit- an milli draums og veruleika einn megin- þátturinn t flestum leikritum hans. Orð og athafnir — eða athafnaleysi — eru andstæð- ur sem þráfaldlega skjóta upp kollinum. Togstreitan í í seinni verkum Jökuls er þannig togstreita hins hálfvegis „upplýsta" nútímamanns, sem hefur — í orði kveðnu — vilja til að bæta heiminn, en er haldinn grun um að öll viðleitni í þá átt væri ef til vill ekki aðeins tilgangslítil, heldur há- skaleg. í heimi leikrita hans eftir 1970 virðist allt liggja ljóst fyrir, vandi samfé- ' lagsins — og lífheimsins líka — hefur verið rækilega skilgreindur, málefnin eru komin á hreint — endanlega. Sú vitund lamar athafnaþörfina. Leikskáldið lýsir þessari togstreitu en tekur ekki augljósa afstöðu til hennar, nema þar sem hann beitir háði — og af þeim sökum þótti hann skorta pólitískt erindi. Umfjöllunarefni leikrita hans — togstreitan sjálf og togstreita höf- undar gagnvart þeirri togstreitu — var því andskoti hans þegar kom að umfjöllun gagnrýnenda um leikritin. ÁHRIFAVALDAR -HLIÐSTÆÐUR í leikritum Jökuls Jakobssonar eru merkjanleg áhrif frá svonefndri „absúrd- leikritun“, sem var höfð í hávegum um og upp úr 1960 og átti raunar þátt í að leysa íslenska leikritun úr læðingi á ný á þeim tíma. Meginstef „absúrd-skólans“ í leikrit- un var spunnið útfrá þeirri lífssýn að mað- urinn yæri utanveltu við heiminn og heim- urinn væri jafnvel andsnúinn honum. Ef nefna ætti einn höfund af hinum svonefnda „absúrd-skóla“ kemur Harold Pinter öðrum fremur í hugann. Áhrif hans verða merkjanleg þegar Jökull snýr sér frá þeirri alþýðu sem hann fjallar um í Hart í bak og Sjóleiðinni til Bagdad og fer að fjalla um borgarastéttina og meintan innihaldsr- ýran lífsmáta hennar. Hafi Jökull áður lit- ið á Anton Tsékof, Tennessee Williams og jafnvel Eugene O’Neill sem fyrirmyndir sínar þá gátu þeir ekki orðið honum að gagni við að fjalla um íslenska borgara- stétt eftir stríð, firrta gildismati og öllum fyrri dyggðum. Aðferðin sem hann beitir í Sumrinu ’37 og Dómínó, þar sem persón- ur hans eru farnar að tala hver um aðra þvera án þess að tala saman eða yfirleitt hlusta hver á aðra. Hver einstaklingur rek- ur sig eftir þráðum sinna prívathugleiðinga án þess að hirða um að deila þeim með öðrum. Dómínó á að auki eitthvað skylt með þeim leikritum Pinters þar sem hann leikur sér með þá hugmynd að persónurnar leiki hlutverk og jafnvel að þær skipti um hlutverk, eins og t.a.m. í The Lover (Elsk- huginn). Jökull gengur enn lengra í þessum leik í Herbergi 213. Þótt Jökull virðist við fyrstu sýn standa allfjarri „absúrd-skólanum“, eins og sú teg- und leikritunar hefur jafnan verið skilin hér á landi, er eitt meginviðfangsefni hans samskipti manns og framandi heims og á hann það hugðarefni sameiginlegt með „absúrdistunum". Þessi framandleiki var þegar orðinn að stefi hjá Jökli með Hart í bak og er j)ví snar þáttur í skáldskap hans öllum. I leikritum hans kann þetta að eiga við um sveitamann sem er nýflutt- ur á mölina, sjómann sem er kominn í land fyrir fullt og fast, athafnamann sem á sér stærri drauma en rúm er fyrir í samfélag- inu, einstakling í röngu hjónabandi, íslensk- an menntamann sem er kominn heim eftir áralanga dvöl í útlöndum o.s.fiv. Það er jafnvel ekki nóg með að umhverfið sé þeim framandlegt, heldur er tíminn þeim oftar en ekki andsnúinn. Þessar persónur hafa ýmist lifað sínar bestu stundir — að eigin \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.