Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 3
HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON
ITglMW
@ @ IIH] 0 ® S B 0 [E H1III ® ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik.
íkonar
eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur frá Akureyri
verða sýndir á aðventunni í Hallgrímskirkju.
Þetta er kristin listhefð sem er harla ókunn
hér, en Kristín hefur ein landsmanna lært íkona-
gerð. Hún býr í Flórens og starfar þar líka að
sinni frjálsu myndlist. Blaðamaður Lesbókar
hitti Kristínu að máli á Akureyri í sumar.
Jökull
Jakobsson var mikilvirkur leikritahöfundur og
leikrit hans nutu almennra vinsælda þegar
Leikfélag Reykjavíkur flutti þau í Iðnó. Um
skeið hefur verið hljótt um Jökul, en nú eru
leikrit hans komin út í bók og af því tilefni lít-
ur Árni Ibsen leikhúsfræðingur á verk Jökuls
úr þeirri fjarlægð sem orðin er.
Anna
okkar allra er unglingsstúlka í dæmisögu Helgu
Siguijónsdóttur menntaskólakennara. Hún er
komin í þennan fína fjölbrautaskóla þar sem
aðeins er 80% mætingaskylda og þegar mæting-
ar og námsárangur síga á ógæfuhliðina, segir
skólasálfræðingurinn, að hún sé að læra fýrir
sjálfa sig og sjálf segir Anna við áhyggjufulla
foreldrana, að þetta sé sitt mál.
Gamall draumur
um tækifæri
Þú beiðst þess lengi, vinur,
að tóm þér gæfist til
og tækifæri á þráðu óskasviði
að vinna þér til frægðar
og verða metinn hátt,
en varpa fyrir róða skyldum þínum.
Þú vilt en reynir ekki
að svala þinni þrá.
Og því er von að lítið áfram miði.
Þú gætir raunar farið
og fengið vissu um það,
hvort fjarri sanni slíkur draumur væri.
En telur hægast vera
að sýkna sjálfan þig
og saka okkur hin um brostnar vonir.
Þér buðust góðir kostir,
en bezta ráð þitt varð
að bíða eftir nýju tækifæri.
Og þú ert raunar hygginn
að hætta engu til
við hæfnispróf á bröttum frægðarvegi.
Því ef þú skyldir falla,
það lýðum yrði ljóst.
Svo ljós þitt undir mæliker þú setur.
- Það leynist bak við drauminn
sú dulda ósk og von,
að draumurinn þinn gamli rætist eigi.
Heiðrekur Guðmundsson, 1910-1988, varfrá Sandi í Aðaldal en átti lengst
af heima á Akureyri. Hann orti í hefðbundnum stíl; kvæði hans eru um
lífsbaráttuna og tengjast oft æskuslóðum hans í S.-Þingeyjarsýslu.
Afstæði
lýðræðisins
Lýðræði í einu landi, sem
kennir sig við slíkt stjórn-
arfar, getur þótt skyldara
einræði, herforingjastjórn
eða ofstjóm, í rótgrónu
lýðræðisríki. Þetta þekkja
þeir sem ferðast hafa víða
um lönd og komið til landa,
sem kalla sig „Democracy"
eða lýðræðisríki. Þessa varð ég áþreifanlega
vör, í sumarfríi mínu í Portúgal, nú í haust,
en lýðræðið þar er ekki nema 20 ára gam-
alt, eins og kunnugt er. Því var komið á árið
1974, þegar herforingjastjómin hrökklaðist
frá völdum í „Blómabyltingunni" sem svo er
nefnd. Rabb mitt þessu sinni verður um þessa
upplifun mína á afstæði lýðræðishugtaksins,
því margt það, sem við íslendingar lítum á,
sem sjálfsagða fylgifiska lýðræðisins, þekkja
Portúgalir enn einungis af afspum, en ekki
eigin raun.
Auðvitað er það svo í Algarve, syðst í Port-
úgal, sem byggt hefur mjög ört upp ferðaþjón-
ustu sína síðustu 10 til 15 árin, að ferðamað-
urinn sem slíkur, verður ekki áþreifanlega
var við, að viðteknir stjómarhættir lýðræðis-
ríkja séu ekki í heiðri hafðir. Miklu fremur
kom þetta mér svo fyrir sjónir, þegar ég fór
að rýna og reyna að fylgjast með álengdar,
að það væru Portúgalir sjálfir, sem mættu
sæta eftirliti, skrifræði og beinlínis ógnvekj-
andi framkomu, einkum af hálfu lögreglu,
sem virðist ærið fjölmenn á helstu ferða-
mannastöðum.
Lögreglan hefur þann háttinn á, að tveir
og tveir lögregluþjónar gánga saman um
götur bæja og borga, vopnaðir skammbyssum
og kylfum. Þeir eru þungir á brún og líta
mikið í kringum sig. Ekki áreita þeir ferða-
menn svo ég viti til. Athygli þeirra virðist
einkum beinast að þeim sem reyna að þjón-
usta ferðamennina með list sinni á götum
úti. Þannig sá ég iðulega að tónlistarmenn
sem voru með líflegar uppákomur á torgum
og göngugötum, voru flæmdir á brott af lög-
reglu, sem hafði í hótunum vi3 þá, áður en
þeir hrökkluðust undan. Myndlistarmenn sem
buðu ferðamönnum upp á andlitsteikningar á
götum og torgum, mega einnig sæta stöðugu
eftirliti, áreitni af hálfu lögreglu og verða að
sitja undir hótunum lögreglu, m.a. um líkams-
meiðingar, án þess að geta nokkuð aðhafst.
Einn daginn var ég, ásamt Sunnu dóttur
minni, stödd á aðaltorgi Albufeira, sem bein-
línis iðar af mannlífi. Veitingastaðir eru hvar-
vetna, verslanir fjölmargar og nánast með
metra millibili hafa listamenn hverskonar
komið sér upp aðstöðu að morgni, sem þeir
fjarlægja aftur að kveldi, en bjóða yfir daginn
upp á þjónustu sína, gegn gjaldi.
Sunna hugðist einmitt heimsækja einn slík-
an, þennan dag, en það var hárlistamaður,
sem vefur þessa líka listilegu lokka í hár,
með litskrúðugu bandi, gegn vægu gjaldi.
Slíkt tekur allnokkurn tíma og enn lengri
þegar hárið er sítt og lokkarnir eiga að vera
tveir, eins og var í þessu tilviki.
Því hreiðraði ég um mig á bekk á torginu,
undir tré í skugga, til þess að forðast brenn-
andi sólina í 35 gráðu hitanum. Þannig gat
ég í rólegheitunum virt fyrir mér tvo ógnvekj-
andi lögreglumenn, sem nálguðust andlits-
teiknara, í næsta nágrenni við hárlistamann-
inn.
Þeir hófu að spyija hann spjörunum úr og
lyktaði fyrstu lotu viðræðnanna á þann veg,
að listamaðurinn teygði sig undir trönur sínar
og dró fram skjalatösku. Upp úr henni tók
hann skjal og afhenti lögreglunni, sem skoð-
aði skjalið grannt. Önnur lota samræðna hófst
við svo búið og nú teygði listamaðurinn sig
í rassvasann og kom aftur með seðlaveski sem
hann dró einhvers konar persónuskilríki upp
úr. Aftur skoðuðu lögreglumennimir fenginn
grannt og í þriðju lotu fóru þeir fram á frek-
ari gögn og fengu enn persónuskilríki, sem
einnig voru löðuð fram úr seðlaveskinu.
Með skjalið og skilríkin í höndum hófst svo
lokaþáttur samskipta lögreglumannanna við
listamanninn, þar sem þeir otuðu að honum
fingrum, bentu á skjalið, bentu aftur á hann
og nánast grýttu svo eigum hans í hann á
ný og hurfu á braut, en hann stóð eftir, eitt-
hvað svo átakanlega dapur á svip. •
Eg gekk til hans og sagði honum deili á
mér og spurði hann hvort hann vildi vera svo
vænn að segja mér hvað hefði gengið á, á
milli hans og lögreglunnar. Hann hélt það
nú, og sagði mér á ágætri ensku (hann kvaðst
vera mýndlistarmenntaður frá Kanada), að
hann yrði fyrir stöðugum ofsóknum, af hálfu
þeirra sem hann nefndi herlögreglu. Hann
sagði lögregluna í Albufeira ekki vera venju-
lega lögreglu, heldur herlögreglu, og kvaðst
enga skýringu hafa á því, að sá háttur væri
hafður á löggæslu þar, en ekki annars staðar.
Ungi maðurinn sagði að lögreglan kæmi
tvisvar til þrisvar í viku til sín, spyrði um það
sama, þ.e. hvort hann hefði leyfi frá borgaryf-
irvöldum Albufeira, til þess að stunda list
sína á götum úti og taka gjald fyrir. Iðulega
kæmu sömu lögreglumennimir aftur og aftur
og ef illa lægi á þeim, ættu þeir það til að
koma allt upp í þrisvar á dag í sömu erinda-
gjörðum. Hann sýndi mér skjalið, sem er leyf-
isbréf á nafni hans, í þá veru að hann megi
stunda list sína á götum og torgum í Albu-
feira frá 1. maí 1994 til 30. september 1994
og taka gjald fyrir.
Hann segir lögregluna vita mætavel af leyf-
inu, en hún noti alltaf sömu aðferðir, krefjist
fyrst skjalsins, síðan nafnskírteinis og síðan
ökuskírteinis, til þess að hann geti sannað
að hann sé sá, sem skjalið er stílað á. „Þetta
eru nákvæmlega sömu aðferðir og beitt var,
þegar hér var enn herforingjastjórn. Það hef-
ur hann faðir minn margsagt mér,“ segir lista-
maðurinn og bætir við að með þessu telji lög-
reglan sig geta viðhaldið aga í þjóðfélaginu
og hræðslu í garð stjórnvalda.
Hann segir mér, að lögreglumennirnir hafi
að þessu sinni kvatt sig með þeim orðum,
að þeir skuli persónulega sjá til þess að hann
fái leyfisbréfið ekki endumýjað, eftir að það
rennur út í septemberlok. Þeir hafi klykkt
út með því að segja, að ef þeir einhvern tíma
taki hann við iðju sína á almannafæri, eftir
það, þá muni þeir bijóta á honum báðar hend-
ur. Hann horfir dapur á mig um stund og
spyr svo: „Er hægt að hóta manni, sem á
allt undir höndum sínum, einhveiju verra?
Og ég sem er borinn og barnfæddur hér í
Albufeira!"
Þegar hér var komið sögu, var ég orðin
svo undrandi og hneyksluð, að ég spurði lista-
manninn: „Hvemig má þetta vera í landi, sem
hefur kennt stjórnarfar sitt við lýðræði und-
anfarin 20 ár?“
Hann brosti dauflega og svaraði: „Það er
til lýðræði og lýðræði. Við búum bara við
portúgalskt lýðræði og hér í Albufeira, þar
sem löggæslan er öll í höndum herlögreglunn-
ar, er lýðræðið einfaldlega ekki meira í raun
en þetta. En eins og þú hefur tekið eftir, þá
snýr þetta ekki að ykkur ferðamönnunum,
heldur einvörðungu að okkur heimamönnum.
Lögreglan nýtur þess einfaldlega að sýna vald
sitt.“
AGNES BRAGADÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 1994 3