Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 12
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Erfðarannsóknir á andlitsskörðum Andlitsskörð eru algengust meðfæddra líkamsgalla og þau eru nokkru algengari á íslandi en annarsstaðar í hliðstæðum þjóðfélögum. annsóknir á erfðum skarða era þáttur í erfða- rannsóknum sem stundaðar era víða um lönd til að reyna að komast að því hvem þátt erfð- ir eiga í tilurð meðfæddra sjúkdóma og bæklunar. í fornum heimildum má sjá að andlits- skörð hafa verið þekkt frá alda öðli og oft hefur tilvist þeirra verið tengd ýmis konar hjátrú. Til eru styttur með andlitsskörð á Ítalíu frá forsögulegum tíma og í myndletri frá Egyptalandi og Mesópótamíu má sjá að menn hafa þekkt þessi líkamslýti. í íslendingasögum er ekki neinsstaðar minnst á andlitsskörð þó að útlitssérkenni og bæklanir hafi gefið tilefni til viðurnefna t.d. „bægifótur" og „ormur í auga“ en það segir okkur að menn hafa veitt þeim athygli. I höfuðkúpum úr víkingaaldarfólki sem prófessor Jón Steffensen skoðaði, m.a. með tilliti til arfgengra sérkenna á tanngarði, fann hann ekki nein merki um skörð sem segir ekki endilega að þau hafi ekki verið til en gæti gefið til kynna að vansköpuð böm hafí annað hvort dáið í frumbernsku eða verið borin út. Slíkt þekkist jafnvel enn meðal frumstæðustu þjóða og er í raun náttúruval. Fyrsti einstaklingur með skarð, sem get- ið er um í íslenskum heimildum, er Þorgils skarði Böðvarsson af ætt Sturlunga, en saga hans er hluti af Sturlungu. í „Þorgils sögu skarða“ er því lýst þegar Þorgils sæk- ir um hirðvist hjá Hákoni gamla Noregskon- ungi sem líst pilturinn hermannlegur en finnst skarðið óprýða hann og gengst fyrir því að láta lagfæra það. Sú aðgerð tekst svo vel að „Þorgils var lýtalauss maður eft- ir“ en það þætti okkur sem höfum verið að basla við að gera við skörð um árabil eftir- sóknarverður árangur. Þessi frásögn í Sturlungu, frá 1246, er sú eina sem til er frá þessum tíma um slíka aðgerð. Það er ekki fyrr en kemur fram á 17. öld að franski skurðlæknirinn Ambrosé Paré lýsir aðferð til að gera við skarð í vör. TÍÐNI ANDLITSSKARÐA Margar ritgerðir eru til um tíðni andlits- skarða. Þær eru mismunandi áreiðanlegar því höfundar ganga ekki allir út frá sömu forsendum og frumgögn er mismunandi. Telja verður þó að áreiðanlegustu ritgerðirn- ar komi frá löndum með fullkomnasta heil- brigðisþjónustu, þ.á m. ungbarnaeftirlit. Ein íslensk ritgerð er til um tíðni skarða á Is- landi, eftir Pálma Möller tannlækni, en hún var varin sem doktorsverkefni við læknadeild H.í. árið 1967. Samkvæmt þeirri ritgerð var tíðni skarða nokkuð hærri hér á landi en í öðrum hliðstæðum löndum, eða 2,5 á 1.000 fæðingar. Á þeim tíma var einnig álitið að skörðum færi fjölgandi, bæði hér og annars staðar, en skv. heilbrigðisskýrslum undanfar- inna 20 ára hefur fjöldi þeirra staðið í stað. Orsakir Það var trú manna áður fyrr að vansköpun ætti sér yfirnáttúrlegar orsakir. Nú vita fræðimenn að orsakir meðfæddrar vansköp- unar felast í erfðum og umhverfi. Því leita menn að þessum þáttum til skýringa og hugs- anlega lækninga. Árið 1942 varði danski læknirinn Paul- Fogh Andersen doktorsritgerð um tíðni og erfðir skarða í Danmörku. í þessari ritgerð setti höfundur fram hugmyndir um arfgengi andlitsskarða og komst að þeirri niðurstöðu að mismunandi erfðamynstur gilda um mis- munandi gerðir skarða. Það hefur ekki tekist að afsanna þessa kenningu og ritgerðin er enn undistöðurit um erfðir andlitsskarða. Með tilkomu sameindaerfðafræðinnar fengu vísindamenn í hendur öflugt tæki til að finna gallaðar erfðaeiningar (meingen) sem vitanlega valda sjúkdómum og vansköp- un. Þegar hefur þessi leit borið verulegan árangur. Tækninni fleygir fram og í framtíð- Eftir ÁRNA BJÖRNSSON og ALFREÐ ÁRNASON Landspítalinn MEIRIHÁ TTAR gómsknrð. Skarðið er breitt og nær fram að tanngarðinum. MINNIHÁTTAR gómskarð. Aðeins mjúki gómurinn er klofinn. Hfuti af ællartré þar scm tunguhaft og holur góraur erfist ð X - Htningi (^——□ o aíLLjfoL § jcin.n inii óóóoDa ai ■■■óa&oóó Karl HLUTI af ættartré þar sem tunguhaft og holur gómur erfist á x-litningi. ALSKARÐ vinstra megin. Skarðið nær gegnum vörina, tanngarðinn og góm- inn. inni mun þáttur erfða í margvíslegu ástandi líkamans, eðlilegu sem óeðlilegu, koma æ betur í ljós. HluturÍslands í áðurnefndri rannsókn Pálma Möilers kom fram að gómskörð ein sér meðal karla voru hlutfallslega algengari í íslensku rannsókn- inni en i öðmm hliðstæðum rannsóknum. Við nánari skoðun kom í ljós að þennan mun mátti rekja til einnar ættar úr Eyjafirði þar sem gómskörð voru óvenju tíð meðal karla. Þegar þessi ætt var dregin frá heildarefni- viðnum var kyndreifíng skarðanna eins og í öðrum hliðstæðum rannsóknum. Greinarhöfundar hófu skoðun á þessari ætt fyrir einum og hálfum áratug og fundu að piltarnir með klofna góminn höfðu líka tunguhaft, svo og mæður þeirra þó þær hefðu heilan góm. Af erfðamynstrinu drógu þeir þá ályktun að munngallinn væri tengdur s.k. x-litningi. Karlar hafa einn x-litning en kon- ur tvo. Karlar erfa annan x-litning móður sinnar en konur erfa annan x-litning móður sinnar og x-litning föður. Sé galli í x-litningi karls þá kemur gallinn yfirleitt fram en í konum þurfa báðir x-litningar yfirleitt að vera gallaðir til að gallinn komi fram. Syo virðist þó sem einn gallaður x-litningur í konu af þessari ætt, hvað varðar andlits- skarð, komi fram sem tunguhaft (sjá ættar- tré). Árið 1985 sá prófessor Robert Williamsson frá London ættartréð á erfðafræðingaþingi í Blóðbankanum og bauð fram aðstoð rann- sóknarstofu sinnar til að gera sameindaerfða- fræðirannsóknir á ættinni. Þessum rannsóknum er haldið áfram og hafa birst um þær nokkrar greinar í erfða- fræðitímaritum. Með þeim hefur bresku sam- eindaerfðafræðingunum tekist að staðsetja gölluðu erfðaeindina nokkurn veginn og inn- an seilingar er að finna hana. Það gæti leitt til þess að auðveldara yrði að finna gallaðar erfðaeindir á öðrum litningum sem stýra vexti á sama svæði og munu framhaldsrann- sóknir beinast að því. Lokaorð Greinarhöfundar hafa nú hafíð rannsókn á einstaklingum með skarð í vör og skarð í vör og góm. Rannsóknin er í því fólgin að rekja ættir einstaklinga með þessi skörð og velja síðan 1-2 ættir þar sem þessir gallar eru algengast- ir. Sameindaerfðafræðilegar aðferðir verða síðan notaðar til að leita að erfðaeindagöllum í þeim. Árangur af meðferð skarða hefur, þegar á heildina er litið, ekki batnað svo teijandi sé í meira en tvo áratugi. Flestir sem fæðast með þessi lýti bera einhver merki þeirra ævilangt og því meiri sem upphaflegu lýtin eru meiri. Takist að staðsetja þessa galla á erfða- eind, gæti það auðveldað erfðaráðgjöf og stuðlað þannig að fækkun þeirra án þess að beint sé fiktað við erfðavísana. Rannsóknin er styrkt af Vísindasjóði íslands og Vísindasjóði Landspítalans. Höfundar eru fyrrverandi yfirlæknir á lýtalækn- ingadeild Landspítalans og forstööumaður ónæmisfræðideildar Rannsóknarstofu Háskól- ans í meinafræði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.