Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 8
„Þetta er mitt mál“ Skólinn hefur vaxið frá heimilunum en virðist nú svífa í bæði hugmynda- fræðilegu og siðfræðilegu tómarúmi. Hér er um að ræða tæknilegt kerfi, frjálslegt og gott á yfírborðinu en í reynd ábyrgðarlaust og allt að því siðlaust. g býst við að flestir sem hafa alið upp unglinga eða kennt þeim hafí fengið þetta svar þegar spurt er hvemig námið gangi. Mörgum ung- mennum fínnast spurningar af þessu tagi næsta hvimleiðar. Þeim finnst hinir fullorðnu vera óþarflega íhlutunarsamir og séu menn orðnir 16 ára þarf ekki framar vitnanna við. Maður er vissulega orðinn sjálfráða. Loksins er hinu eftirsóknarverða frelsi náð, frelsi og sjálfstæði fullorðinna, þar á meðal frelsi frá þreytandi boðum og bönnum sem maður hefur mátt sætta sig við svo lengi. „Ég á mig sjálf — og þá er það mitt mál hvað ég geri við líf mitt.“ En fljótlega kemst unga fólkið að raun um að málið er ekki alveg svona einfalt. Frelsið getur verið erfitt viðureignar og jafn- vel haft dökkar hliðar. Fyrstu alvarlegu átökin við nýfengið frelsi hefst þegar skyldu- námi lýkur. Þá þarf að taka ákvörðun um næsta skref. Á ég að fara í skóla eða fara að vinna? Ef ég vel skólann, hvaða skóla á ég þá að fara í? Hvaða langar mig að verða? Hvað þarf ég að læra til að komast í drauma- starfíð? o.s.frv. Þetta er erfitt. Ungi piltur- inn og unga stúlkan spyija mömmu og pabba. Þau eru ekki endilega vel lesin í uppeldisfræðum en nútímaforeldrar hafa fengið þau skilaboð víða að, að þau eigi að vera hlutlaus. Um að gera að hafa ekki áhrif á val ungmennisins. „Þú ræður því sjálf, elskan," segja þau. „Þetta er þitt mál, þú lærir fyrir sjálfa þig en ekki okk- ur.“ Og ungmennið gengur fyrir fleiri fullorðna. Hvað segir námsráðgjafinn? Hann segir það sama um leið og hann heldur stuttan fyrirlestur um framhaldsskólakerfíð á íslandi. „En hvað fínnst þér,“ spyr ungl- ingurinn, sem er orðinn miður sín yfír þessari yfírþyrm- amndi óhlutdrægni sem í raun er orðin að ópersónu- leika í anda nytjastefnu 20. aldar (Kristján Kristjánsson: 92). „Það má ég ekki segja þér, ljúflingur, mitt starf er aðeins að veita upplýsingar, ekki að segja þér hvað mér fínnst eða hvað þú átt að velja," segir námsráðgjaf- inn elskulega. „Þetta er þitt mál.“ Svo velur ungmennið okkar — hún Anna — skólann. Þetta er stór ijöl- brauta- skóli, stofnaður á tímum frelsis og jafnréttis í hringiðu hippa- tímans og að sjálfsögðu sniðinn að þörfum allra nem- enda svo að þroski þeirra megi vaxa í réttu hlutfalli við námsárin í skólan- um. Þama er um margt að velja, einar fímmtán brautir og enn fleiri námsgreinar, auk þess sem nemendur geta ráðið náms- hraðanum að miklu leyti sjálfir. Anna er himinlifandi og foreidrarnir einnig. Auðvitað vildu þeir að Anna færi í skóla. Hún Anna þeirra, sem á svo auðvelt með að læra þó að einkunnir hennar á samræmdu prófunum Eftir HELGU SIGURJÓNSDÓTTUR bæru það raunar ekki með sér. Framtíðin blasti við, björt og fögur, þessir nýju skólar voru víst miklu betri en skólarnir í gamla daga, hugsuðu foreldramir með sér og gáfu Önnu vænan pening fyrir nýja skóladótinu. Hugsa sér, hún Anna bara komin í mennta- skóla — eða sama sem. Fjölbrautaskólarnir vom víst alveg eins góðir og menntaskólarn- ir. Sama námsefnið og hvaðeina. 0g amma og afi voru stolt eins og hanar á haug. Við skulum fylgjast með Önnu um sinn og sjá hvemig henni vegnar. „Þetta er æðislegur skóli“ sagði hún eftir fyrsta dag- inn. „Allir vinimir mættir og ofsagaman." Allt svo fijálst. „Maður þarf ekki einu sinni að mæta í alla tímana, aðeins 80% mæt- ing.“ Já, þetta var nú skóli í lagi. Eitthvað annað en grunnskólinn. Auðvitað átti þetta að vera svona. Maður er jú að læra fyrir sjálfan sig og þess vegna ætti mæting helst að vera alveg fijáls. „Ekki skyldumæting, spurði mamma efíns. „Ertu viss?“ Já, Anna var aldeilis viss í sinni sök og sýndi mömmu hvað stóð í námsvísinum. Skyldumæting, stóð þar að vísu, en samt má nota 20% af tímanum til eigin þarfa. „Þið skiljið þetta ekki, þetta er allt öðruvísi en í gamla daga.“ Þetta er stór skóli þar sem vinna margir kennarar. Þeir eru náttúrlega allir ókunnug- ir, en Önnu finnst bara gaman að hitta nýtt fólk. Hún er ekkert feimin og er óhrædd að spytja um hvaðeina. Samt renna á hana tvær grimur að kvöldi fyrsta kennsludags. Það verður víst ansi mikið að læra í þessum nýja skóla og kannski erfítt að ráða við allar nýju námsgreinarnar. Eða þá kennslubækurnar, sumar þeirra eru svo stórar að þær rúmast varla í nýju skólatösk- unni hennar. Sjálfsagt Þarf HÚN aðfánýjatösku í JÓLAGJÖF Fyrsta vikan er samt ágæt og Anna mætir í allar kennslustundir. Flestir kenn- aranna eru ósköp vingjarnlegir, sumir jafn- vel kumpánlegir og til í að spjalla um daginn og veginn ef í það fer. Kennslan er samt góð, en mikið að læra heima. En ætli það komi að sök þó að heimanámið sé látið sitja á hakanum af og til? Nei, sjálfsagt ekki, að minnsta kosti er sjaldn- ast verið að rexa í nemendum þó að þeir komi ólesnir í tíma. Auðvitað, hvers vegna ættu kennararnir að hafa áhyggjur af heimanámi? Er maður ekki að læra fyrir sjálfan sig en ekki þá? Og Anna hættir smám saman að læra lexíunar sínar heima og mæting verður stopul, einkum í erfið- ustu námsgreinunum. (Hún ætlar að sjál- sögðu að nota allan „kvótann" sinn). Ef hún er spurð heima hvernig gangi svarar hún alltaf á sama veg: „Æ, látiði ekki svona, þetta er mitt mál.“ Og foreldrarnir þagna, þora ekkert að segja en vona að allt fari vel. Þetta er víst allt öðruvísi en í gamla daga, hugsa þau með sér. Þá þurfti alltaf að læra heima, en þessar nýju kennsluaðferðir eru víst svo góðar, sjálf- sagt er það þess vegna sem Anna þarf ekki að læra mikið heima. Svo voru líka einhveijir að tala um að nemendur ættu ekki að vinna nema átta stunda vinnudag. Líklega voru kennararnir að hugsa um velferð þeirra með því að gæta sín á að íþyngja þeim ekki með of mikilli vinnu. Já, það má nú segja að breytingin er mik- il frá því var í gamla daga. Samt nagar efínn mömmu og pabba. Var ekki verið að tala um mikið fall á fyrsta ári í fram- haldsskóla? Gat verið að hún Anna væri í fallhættu? Efí foreldranna var ekki ástæðulaus, því að í raun og veru var skólinn ekki svo ýkja frábrugðinn því sem var í gamla daga. Eðli náms breytist ekki, hvað sem líður nýjum straumum og stefnum í kennslu- fræðum og óðar en varir er Anna lent í slæmum vítahring. Hún lærir sjaldan heima, þess vegna er hún utangátta í tím- um, það er óþægilegt og hún fer að mæta illa. Við það missir hún fótfestuna og kemst ekki í takt við bekkinn. Staðan er að verða vonlaus þegar komið er fram yfir miðja önn. Sumir kennaranna reyna að leiðbeina henni og benda henni á að mæta betur og læra heima. Það fínnst henni óþarfa afskiptasemi (samviskan er slæm, kennarinn snertir auman blett í sálinni) og kvartar við námsráðgjafann eftir orðasennu við þýskukennarann. „Hann var alveg kolvitlaus, sagði mér að lesa upphátt og skammaði mig af því að ég var ekki með bókina. Hann skipaði mér að læra heima, annars fengi ég ekki að handa áfram í áfanganum," segir Anna, sármóðguð. Við skulum láta liggja milli hluta hvað námsráðgjafínn segir og gerir, en að nokkrum vikum liðnum hefur Anna skróp- að sig út úr dönsku og stærðfræði og er illa á vegi stödd í öllum hinum námsgrein- unum. Sumir kennaranna eru áhyggjufull- ir hennar vegna, en hún er aðeins ein af mörgum sem er eins ástatt um. Árlega hættir og týnist í kerfinu fullur fjórðungur nemenda á fyrstu önn og þykir engim tíð- indum sæta. „Þetta er alltaf svona,“ segir skólameistarinn á kennarafundi og ypptir öxlum. „Þessir nemendur hafa ekkert að gera í framhaldsnám,“ bætir einn elsti og reyndasti kennarinn við. „Þeir eiga að vera einhvers staðar annars staðar.“ Einhver kennarinn hafði samt minnst á hana við námsráðgjafann, sem var nýút- skrifaður úr námi í námsráðgjöf við Há- skóla íslands. Hann var grunnskólakenn- ari sem þekkti lítið til í framhaldsskólanum og var ekki of viss í sinni sök varðandi frelsi og sjálfstæði unglinga. Hann hafði lært nýju kennslu- og uppeldisfræðina í Kennaraháskólanum, þar sem mikil áhersla var lögð á frelsi nemenda. Hann var mannúðarmaður fram í fíngurgóma, hafði andstyggð á valdboði og vildi nem- endum vel. Anna leitaði til hans þegar hún var dottin út úr stærðfræðinni. Gæti hann ekki talað við kennarann, þetta voru bara tveir tímar sem hún hafði farið yfír mörk- in. Áttu þeir að verða henni að fótakefli? Hún skyldi víst bæta sig og mæta í hvern einasta tíma ef henni yrði bjargað fyrir horn í þetta sinn. Jú, námsráðgjafinn sagð- ist skyldu tala máli hennar við kennarann. Og námsráðgjafínn fór að hugsa af al- efli. Var þetta framhaldsskólakerfi ekki allt of stíft og ómannúðlegt fyrir veslings unglingana? Þeir voru í svo mikilli upp- lausn á þessum árum, kynþroskinn og ástin að trufla þá stanslaust og foreldrarn- ir sjálfsagt svona og svona. Eða þá öll geðræu vandamálin sem hijáðu þjóðina, unga jafnt sem aldna. Hann hafði lært um það í náminu í námsráðgjöfinni. Heill „kúrs“ um persónuleg og geðræn vanda- mál unglinga. Sennilega var Anna í svo miklu andlegu ójafnvægi að hún gat ekki einbeitt sér að náminu. Hann mundi líka vel eftir því sem hann las í uppeldisfræð- inni um jafnaldrahópinn í bókinni Skóli - nám - samfélag eftir Wolfgang Edel- stein. Unglingunum leið svo illa í hópi fullorðinna og svo sem í þessu þjóðfélag- skerfí yfirleitt. Þurfti ekki fyrst að breyta því, skapa aðstæður fyrir réttlátt þjóðfélag og þá kæmi hitt af sjálfu sér? Að vísu rámaði hann í að Wolfgang hefði einnig minnst á of mikið frelsi og agaleysi í barna- uppeldi á íslandi — en hvað um það? Vesl- ings Anna. Hann skyldi víst gera fyrir hana það sem hann gæti. Hann mundi líka það sem einn kennar- inn í uppeldisfræðinni hafði sagt. (Eða var það sálfræði, hann mundi það ekki svo gjörla) „Það skiptir ekki máli hvað lært er í skólunum, í rauninni ætti bara að kenna samskipti." Og annar hafði sagt — reynd- ar var það víst sérkennari: „Það er mál til komið að kennarar í framhaldsskólunum fari að kenna nemendum en ekki náms- greinar; þeir verða að fara að laga sig að nemendum." Hann mundi þetta vel og fletti meira að segja upp í gömlu glósunum sínum til að fullvissa sig um að rétt væri munað. Já, hvers vegna skyldi skólinn ekki laga sig að Önnu en hún ekki að honum? Var það ekki skylda hans að stuðla að því og standa með Onnu í þessu máli? Með þessa þanka í farteskinu fékk náms- ráðgjafinn því til leiðar komið að Anna fékk enn eitt tækifæri í stærðfræðinni, kennarnum til sárrar skapraunar. Hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.