Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 6
' : . .\ PUERTO Vallarta á Kyrrahafsströndinni. Hér er gert út á ferðamenn, enda býðst allur sá lúxus sem hægt er að fínna á slíkum stöðum. STÓRKOSTLEGAR minjar um átrúnað, verktækni og Hst indánaþjóða eru víðsvegar um landið. ^^^ SSS*1*"Þi* fjk" "i [ 1 - i .1«, |\Wf ^^^, :1oS IslfcJU Svvw l úlfíW > :'- ¦, " '"'f.JU li^L "íi |H| 'Wmt^ ¦ g ^^Nál - m> ^MmmmW lAmW'^" ^rÁ ... VERKAMENN á akri í Jalisco-héraði skera kaktusa, en úrþvi er unnið Tequila, sem erþekktasta vín frá Mexíkó, viðlika að styrk og brennivín. í ERLI dagsins í borginni Guadalajara. Flestir nútíma Mexíkóbúar eru lágir íloftinu, enþrekvaxnir og dó'kkiryfirlitum með töluverðan indíánasvip. Land sem hefur allt en þjóðin berst í bökkum H í Mexíkó er mannlíf og menning sem hefur orðið til við að indíánar blönduðust spánverjum og á sér enga hliðstæðu. Þar eru ótrúlegar fornaldarminjar, stærsta borg heimsins og heillandi náttúra. Eftir GISLA SIGURÐSSON ugsum okkur víðáttumikið og fagurt land, tuttugu sinnum stærra en ísland. Loftslagið er hlýtt og gott og náttúran gjöful: Þar á meðal eru olíulindir, fjölmargir málmar, feng- sæl fískimið, hverir og vatnsafl og gróðurfar með því fjólskrúðugasta sem ger- ist í heiminum. Þvílíkt land - er það ekki paradís á jörðu og er það yfírhöfuð til? Ójú, allt þetta á við Mexíkó og þá er margt ótalið. Þar á meðal er merkileg menningarsaga sem nær þrjár árþúsundir aftur í tímann. AUt þetta dugar samt ekki til þess að þarna verði sú paradís á jörðu sem ætla mætti - nema þá fyrir alltof lítinn hluta þeirra 88 milljóna sem landið byggja. Segja má að þarna sé skólabókardæmi um það, að gott og gjöfult land dugar ekki til þess að skapa almenna velsæld ef stjórnarf- arið er gallað. Þar og einvörðungu þar er skýringin á því að Mexíkó er ekki efnahags- legt stórveldi eins og hinn ríki og voldugi nágranni í norðri, heidur í röðum þriðja heims- og þróunarríkja. Ekki nóg með það; eftir tímaskeið framfara og bata hefur samdráttur og nánast kreppa hellst yfir Mexíkó þegar flest önnur lönd virðast á leið til aukinnar hagsældar. Þegar ég var þar á ferðinni á fyrriparti marzmánaðar, hafði gengi pesóans fallið um 50% frá því síðastliðið haust. Lágvaxnar og tötrum klæddar indíána- konur með smábörn, nánast sólþurrkaðar og skorpnar, sem sitja með útréttar betli- hendur á gangstéttum og við dyr kirkna og safna, segja alveg nóg um lífskjör þessa fólks. Lífsbaráttan er grimm; börn og gaml- ar konur skjótast út í bílaþvöguna á umferð- arljósum og strjúka af rúðunum í von um nokkra pesóa. Allt aðra sögu segja svo ramm- gerðar girðingar utan um glæsivillur efna- fólksins og 3-4 ameriskar drossíur á hlaðinu. Mexíkó er land mikilla auðæfa, en um leið yfirgengilegrar fátæktar. Við segjum stund- um að Island sé land andstæðna. Það má til sanns vegar færa með náttúruna í huga. En þegar farið er um Mexíkó verða okkar and- stæður smáar. Þegar gengið er um miðhluta höfuðborg- arinnar, Mexíco City eða næststærstu borg- arinnar, Guadalajara, þá blasir það við sem við heimfærum aðeins uppá auðug lönd og langþróuð: Mikilfenglegar hallir, stórkostleg torg, verzlanasamsteypur, lúxushótel og stræti með stórborgarumferð. Maður horfír á þetta og spyr: Hvernig í ósköpunum stendur svo á öllum þessum vandræðum? FERÐAMANNALANDIÐ MEXÍKÓ í þjóðarbúskap Mexíkóbúa er olían þýðing- armest, en í öðru sæti er aliskonar verksmiðju- rekstur, sem að verulegu leyti er í er- lendri eigu og kominn til landsins til að nýta sér ódýrt vinnuafl. í þriðja sæti er ferðaþjónustan. Til Mexíkó koma á ári hverju 7 miljónir ferða- manna; þar af eru 2,8 milljónir sem skreppa yfir landamærin frá Banda- ríkjunum og staldra aðeins við einn dag. Það eru þó 4,2 milljónir sem dvelja lengur og ferðast meira og minna um landið; langflestir frá Kanada og Banda ríkjunum. Af því leiðir að mikinn viðbúnað þarf að hafa til að hýsa slíkan fjölda og sjá honum fyrir allri þjónustu. Pramboð á hótelum er mikið og gott; alþjóðlegir hótelhringir sem búnir eru að koma sér fyrir um víða veröld nema ekki á íslandi, eiga sín útibú á öllum ferðamannastöðum í Mexíkó. Þar blasa við nöfn eins og Sheraton, Continental Plaza og Hyatt. Tilgangur erlendra ferðamanna með Mexí- kóferð skildist mér að væri þríþættur. í fyrsta lagi kemur þangað verulegur fjöldi með það eitt fyrir augum að flatmaga á baðströndum og njóta þess að borða hinn bragðsterka mexíkóska mat, hlusta á mexíkóska tónlist og yfirhöfuð að eiga náðuga daga í sumar- eða vetrarleyfinu. I Mexíkó er völ um heims- kunna baðstrandabæi svo sem Acapulco, Ixtapa og Puerto Vallarta á Kyrrahafsströnd- inni, eða í Cancun á Yucatanskaga. Ein ís- lenzk ferðaskrifstofa sendir þangað farþega á sumri hverju, en sú skoðun heyrðist meðal ferðamálafrömuða þar vestra að sá sem ein- ungis kynnist hótelunum á rifínu í Cancun, hafi harla litla hugmynd um Mexíkó. Okkar menn hafa þó bætt úr því með ferðum til Maya-pýramídanna á Yucatanskaga. I annan stað ferðast þeir til Mexíkó, sem hafa listræn, menningarleg og sagnfræðileg áhugamál. Þeir hafa sannarlega nóg við tímann að gera, enda þótt þeir dvelji í nokkrar vikur og hafi sig alla við. Mest er að sjá í og í nágrenni við Mexico City. Landið er svo stórt, að fæstir reyna að sjá bæði hof og helgi- staði Maya-indíánanna á Yucatan- skaga og svo það sem hægt er að sjá í námunda við Mexíco City; sólar- og tunglpýramídana í hinni yfirgefnu borg, Teotihuacan, - svo og musterið sem upp hefur verið grafið í miðborginni. Þar við bætist Mannfræði- eða þjóðminjasafnið í Mexico City, sem er talið eitt hið merkasta sinnar tegundar í heiminum, enda eru mexí-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.