Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Page 4
List og heimspeki 4 C<*x r 3L • Siöpruöi ferningurinn að er oft talað um að viðfangsefni listamanna sé listin sjálf, og til að skilja það sem lista- menn eru að gera þá þurfi að skilja listina. En hvað þýðir þetta eiginlega? Hvað er verið að fara fram á og hvers vegna ætti nokkur Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvers vegna aðferð sundurgreiningar og einföldunar hefur átt jafn sterk ítök meðal myndlistarmanna og raun ber vitni. Aftur og aftur, alla þess öld, hafa þeir komið að sömu frumatriðunum: lóðréttum og láréttum línum, svörtum og hvítum grátónaskalanum, einlituðum flötum, einföldustu formum. Eftir GUNNARJ. ÁRNASON að hafa áhuga á „listinni sem slíkri“? Þegar við förum til læknis þá viljum við ná fyrri heilsu; þegar við förum til lögfræðings þá viljum við ná fram rétti okkar; það er ekki áhugi á læknislist eða lögfræði sem rekur okkur til þeirra. Ættum við ekki sömuleiðis að hafa áhuga á listinni vegna þess sem hún kemur til leiðar, frekar en hvernig hún gerir það? Nú er svo komið að þegar talað er um að listaverk hafí heimspekilegt inntak þá er yfír- leitt ekki átt við að það hafí að geyma heim- spekilegan boðskap, heldur að listin sé sín eigin heimspeki; á svipaðan hátt og heim- speki felst í því að mannleg hugsun kanni möguleika sína, takmarkanir og ystu mörk, þá hafa myndlistarmenn kannað möguleika, takmarkanir og ystu mörk listarinnar. Þessi undarlega þráhyggja um listina og eðli hennar á sér nokkuð langa sögu. Hugur- inn reikar aftur til eins af fyrstu atburðunum sem marka upphaf nútímalistar, þegar franski málarinn Edouard Manet sýndi málverk sitt Olympia á opinberri Salon-sýningu í París árið 1863. Málverkið sýnir nakta konu á legu- bekk, til fóta er svartur köttur og bak við hana er hörundsdökk þjónustumær sem held- ur á blómvendi. Allir gagnrýnendur voru ein- róma sammála um, að konan á myndinni væri ljót og kötturinn skrípamynd, að mál- verkið væri illa málað og siðlaust. Nú í dag er erfítt að átta sig á því hvers vegna hún vakti svo hörð viðbrögð, en það má geta þess til að hún hafi farið í taugamar á hinum smekkvísu veijendum listrænna gilda og þótt auðvelt skotmark því hún sýndi kvenlíkama sem skorti göfugt yfirbragð; hún sýndi gleði- konu án þess að það mætti merkja nokkurn siðferðilegan boðskap; og hún uppfyllti ekki til hins ýtrasta þær listrænu kröfur sem voru gerðar til handverks og stíls. Manet virtist hafa gert í því að mála einungis miðlungi vel. En hér urðu líka ákveðin vatnaskil í af- stöðu manna til listar og starfs litamannsins. Deilan snerist ekki um smekksatriði heldur grundvallarviðhorf. Hvað er myndlistarmann- inurn mest um vert að sækjast eftir í sinni list? Ég rifja þennan atburð upp hér, ekki vegna Manets, því hans þáttur og myndarinnar er vel þekktur, heldur vegna franska rithöfund- arins Emile Zola, sem var sá eini sem tók upp hanskann fyrir Manet og gaf út bækl- ing, þar sem hann varði myndina af alkunnum Imi Knoebel: Grnce Kelly, 1991. Josef Albers: Hylling ferningsins, 1961. ákafa og hyllti listmálarann. Nú er deilt um það hvort Zoia hafí skilið Manet rétt og það er til sú munnmælasaga að Manet hafí sjálf- ur látið þau orð falla að Zola hefði misskilið sig (reyndar eru menn enn að deila um hvern- ig túlka eigi myndir Manets). En það er ekki aðalatriðið, því að í bæklingi Zolas beitir hann athyglisverðri málsvörn sem ber vott um furðumikla framsýni hans og var fyrir- boði þess sem koma skyidi. Til að skilja Manet verðum við að gleyma þúsund hlutum, segir Zola. Hann er hvorki að sækjast eftir ídealískri fegurð, né segja sögu. Manet hefur ekki áhuga á að tjá sinn huga eða lýsa skáldlegri hugmynd, hann er hvorki söngvari né heimspekingur. Til að skilja Manet verðum við að átta okkur á því að hann er fyrst og fremst málari, segir Zola, hann veit hvemig á að mála og það nægir honum. Zola sér í honum analýtískan málara, sem fæst aðallega við birtu og litgildi vissra flata. Og í Olympíu sérstaklega er Manet að stilla saman andstæðum birtutónum bjartra og dökkra flata, eins og strengi á hljóðfæri. Öll vandamál hafa verið endurskoðuð, segir Zola, málaralistin hefur fundið sér traustan grundvöll með nákvæmri athugun staðreynda á myndfletinum. Viðhorfí Manets til málaralistarinnar, eins og því er lýst af Zola, á sér merkilega hlið- stæðu í hugmyndum franska heimspekingsins René Descartes um vísindalega aðferð sem hann setti fram í bókinni „Orðræða um að- ferð“ snemma á sautjándu öld, og markaði upphaf nýaldar í heimspeki og vísindum. Við- fangsefni vísindamannsins og heimspekings- ins er að fínna þekkingu óbrigðulan grund- völl. Til' þess að fínna slíkan grundvöl! yrði að taka allt sem menn þættust vita til gagn- gerrar skoðunar og greina í sundur í einföld- ustu þætti. Og það er ekki fyrr en komið er að atriði sem er svo einfalt og sjálfsljóst að það er ekki hægt að efast um að fundinn er grundvöllur til að hefja síðan uppbyggingar- starf á ný og reisa trausta byggingu á óhagg- anlegum grunni. Svo gæti virst sem Zola sé að heimfæra sambærilega aðferð upp á starf myndlistar- mannsins; Manet hafí greint í sundurþá frum- þætti sem málaralistin væri reist á og ein- beitt sér að þeim þáttum í uppbyggingu mynd- arinnar, sem skiptu mestu máli fyrir gildi hennar sem málverks. Ur hinni margbrotnu samsetningu ólíkra þátta hafði Manet sértek- ið einn tiltekinn þátt, þ.e. samspil litatóna, og allt annað laut tilgangi þessa samspils. Blökkukonan og svarti kötturinn voru í mynd- inni af þeirri ástæðu einni að myndin þurfti dökka fleti á þessum stöðum. Manet hafði afmarkað svið málaralistarinnar með því að greina aðalatriði frá aukaatriði, og gera aðal- atriðið að ráðandi þætti í uppbyggingu mynd- arinnar. Zola var ekki svo framsýnn að hann sæi fyrir tilkomu abstraktlistarinnar, en fræjun- um hafði verið sáð. Aðferð sundurgreiningar og einföldunar bar þó ekki ávöxt fyrr en röskri hálfri öld síðar, þegar hinn óbrigðuli grund- völlur myndlistar birtist í líki ferningsins. Það má líta á málverk rússneska konstrúktívistans Kassimirs Malevichs, Svartur ferningur á hvítum grunni, frá 1915, sem táknræna tíma- mótamynd. Héðan í frá átti myndlistin að vera laus úr viðjum eftirlíkingar og frásagn- ar; það var búið að finná hina einföldustu frumþætti sem afmörkuðu svið myndlistar: línu, form, og liti. Fernengurinn Sem HUGSJÓN Það var þó annar maður sem útfærði heim- speki ferningsins á afdrifaríkari hátt en Malevich, en það var arkitektinn Walter Grop- ius. Sem skólastjóri Bauhaus-skólans lagði hann grunninn að nýrri menntastefnu í mynd- list, handverki og hönnun á árunum eftir fyrri heimstyrjöld. Gropius leit svo á að List, með stóru L-i, væri helsta böl listamanna, handverksfólks, hönnuða og arkitekta. Það þyrfti að fínna starfi þessa fólks nýjan grund- völl sem væri ekki undir harðstjórn listrænna hefða. „Femingurinn", sem samnefnari yfír einföldustu frumþætti, býr yfir ýmsum kost- um. Hann er einfaldur og ósamsettur. Hann líkist engu nema sjálfum sér. Hann hefur enga táknræna merkingu. Hann tilheyrir engri hefð og á sér enga sögu, og því getur enginn eignað sér hann, hvorki einstaklingur né stétt manna. Frumformin og frumlitirnir eru óhagganlegar staðreyndir sem eru fyrst og fremst sjónræn hugtök, óbundin af gildis- mati eða smekk. Fyrir Gropius hafði ferningurinn tvo afger- andi kosti sem svöruðu kröfum nýrra tíma. Hann var fullkomlega lýðræðislegur og al- mennur, það var ekki nokkur leið að einhveij- ir gætu gert tilkall til ferningsins sem hluta af sinni menningararfleifð - menningu nýrrar aldar var ekki hægt að reisa á undirstöðu sem tilheyrði einum þjóðfélagshópi frekar en öðr- um. I öðru lagi, þá hafði ferningurinn ná- kvæmlega sama gildi hvort sem var í málara- list, skúlptúr eða arkitektúr. Það væri hægt að ganga út frá sömu prinsípum í öllu starfi sem laut að byggingu, hönnun eða myndsköp- un, og því myndi ríkja fullkomið samræmi milli allra verka, arkitekta, myndlistarmanna, hönnuða og handverksmanna. Gropius gerði sér vonir um að það væri hægt að samhæfa starf myndlistarrnannsins við nútímafram- leiðsluhætti og tæknivæðingu. Ferningurinn yrði stökkpallurinn inn í framtíðina. En Gropiusi skjátlaðist. Það leið ekki á löngu áður en það var viðurkennt innan Bau- haus skólans að myndlistariðkun og tækniv- ædd framleiðsla væru í eðli sínu ólík og það þýddi ekki að reyna að jafna því saman á grundvelli sameiginlegrar formfræði og lita- fræði. Samt sem áður hefur þessari hugmynd verið tekið næstum sem sjálfsögðum hlut í menntastofnunum víða um heim. Hugmyndin um sameiginlegan grundvöll allra lista byggð- an á einföldum prinsípum frumþátta var ósk- hyggja ein, á sama hátt og tilraunir til að sameina öll vísindi á grundvelli rökfræðinnar reyndust tálsýn. Sömuleiðis reyndist það tálsýn að feming- urinn myndi ryðja brautina í átt til jafnræðis í menningarmálum. Abstraktlistin var aldrei það sameiningarafl sem menn gerðu sér í upphafi vonir um. En þrátt fyrir þessi von- brigði sneru myndlistarmenn ekki baki við ferningnum. FAGURFRÆÐI Afneitunarinnar Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvers vegna aðferð sundurgreiningar og einföldunar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.