Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Page 2
„Var þá kallað“ Mynd: Þorfinnur Skúlason. Eftir ÁRMANN JAKOBSSON Vangavelta um sögu, angist og skáldskap fyrr og nú. 1. Bernskuminning EINU sinni var mér sagt að á þeirri tíð er ég var i barnaskóla hafi nem- endur setið fleiri en 5.000 skólastundir frá sex ára aldri til þrettán ára. En nú eru mannlegu minni takmörk sett og því miður er ég búinn að gleyma flestöllu af því sem fram fór í þeim tímum. Þó er einn sem ég man enn eins og gerst hafi í gær og það er þegar kennarinn sagði okkur söguna af Oddi Einarssyni og Herluf Daa. Ég man ekki svo gjörla hvort okkur var sagt um hvað deilur þeirra Odds og Herlufs snerust, aðeins það að Oddur var Islending- ur og biskup en Herluf Daa var útlendingur og höfuðsmaður og nafnið hljómaði illa. Það sem ég man greinilega var sagan af því hvernig biskup sendi Ama, son smn, til að reka erindi sín í útlöndum og Arni fékk hagstæðan úrskurð hjá konungi en með klækjum tókst höfuðsrnanni að kaupa alla farmenn til að neita Árna um far. Á sein- ustu stundu tókst Árna hins vegar að finna gamlan sjómann í lítilli bátkænu, ég man ekki hvort kennarinn sagði okkur frá aldri roannsins og smæð kænunnar, eða hvort ímyndunaraíí mitt lagði það til, en Árni komst tii íslands á seinustu stundu, útveg- aði sér hraðskreiðan hest og reið yfir hálft, ef ekki allt, landið á Þingvöll þar sem mála- ferli stóðu yfir. Þá urðu sviðskipti hjá kenn- aranum. Nú veik sögu til Þingvalla þar sem höfuðsmaður hafði tögl og hagldir en hædd- ist að Oddi sem vantaði son sinn og úr- skurð konungs. Þá verður Oddi reikað fram á barm Almannagjár og skimar út í bláinn, inn með Fögrubrekku minnir mig, og ég man líka skýrt að Oddur var dapur. Og þá kom sviðsetningin sem ég man best af öllu: Skyndilega sér Oddur rykmökk í fjarska sem kemur nær og nær og síðan sér hann að þetta er maður á hesti og ef þetta hefði verið bíómynd hefði myndavélin nú beinst að Árna þar sem hann kemur ríðandi í „slómósjón" og hreyfist hægt upp og niður með gangi hestsins og rykið þyrlast í kring- um hann. Og í stuttu máli: Árni kom á sein- ustu stundu, þeir feðgar unnu málið en Herluf Daa, útlendingurinn með asnalega nafnið, beið hæðilegan ósigur. Og allir lifðu vel og lengi. 2. JÓNAS FRÁ HRIFLU Ég hef það fyrir satt að þessi saga sé nokkurn veginn eins og sú frásögn af Oddi og Herluf Daa sem var að vísro ekki í kennslubókinni sem við lærðum en aftur á móti í þeirri sem kennarinn hafði nær örugg- lega sjálf lært, íslands sögu Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, kennslubók sem ég frétti seinna að hafi verið kennd í islenskum barnaskólum í hátt á sjöunda áratug og hefur hlotið virðingarheitið „vekjandi saga“ hjá fróðum mönnum um sögukennslu (Sjá: Gunnar Karlsson. Markmið Sögukennslu. Söguleg athugun og hugleiðingar um fram- tíðarstefnu. Saga (20) 1982,173-222). Sag- an sem ég man má þó með réttu heita verk allra þriggja, þessarar bókar sem kennarinn las, kennarans sem söguna sagði og barns- ins, mín, sem hlustaði og bjó til mynd af atburðunum í huga sér. Löngu seinna las ég að þessi saga væri trúlega uppspuni frá rótum, í besta falli stílfærð mynd og einfeldingsleg úr hófi, Oddur hefði verið iðinn við að hygla frænd- um og sölsa undir sig eigur annarra en Herluf Daa að mörgu leyti ágætt yfirvald, röggsamur og einungis að reyna að hamla aðeins gegn ofríki Odds og hans frænda. Að auki hef ég fyrir satt að engar heimild- ir séu til um að Herluf Daa hafi hindrað Árna í að fá far til íslands eða að Árni hafi komið til þings á seinustu stundu. En í sjálfu sér gerði það ekki til, ánægjan yfir að uppgötva skáldskapinn var ekki síðri en gleðin yfir sögunni á sínum tíma. 3. A Gnitaheiði Og víkur þá sögunni til kvæðis sem ég heyrði fyrst eða las löngu síðar, heitir „Var þá kallað" og er úr ljóðabókinni Á Gnita- heiði eftir Snorra Hjartarson. Kvæðið er á þessa leið: Dómhringinn sitja ármenn erlends valds, enn ráðast mikil forlög smárrar þjóðar, vorsól úr skýi vitjar kletts og tjalds, á völlinn þyrpast sveitir kvíðahljóðar. Eitt nafn er kallað, flögrar fugl í leit .og felur ljósan væng í dökku bergi og vekur dvergmál djúp og löng og heit: hvað dvelur för hans? ennþá sést hann hvergi. Aftur er kallað, aftur sami kliður ögrandi spurnar: verður hann of seinn hinn langa veg, senn lýkur hinzta fresti. Við horfum austur hraun og bláar skriður, horfum sem fyir en sjáum ekki neinn sólbitinn mann á sveittum mjóum hesti. Það þarf ekki að lesa kvæðið oft til að skilja tilvísunina, hér er á ferðinni vísun í söguna sem ég rakti hér að framan en þar með er ekki öll sagan sögð. Þetta kvæði Snorra er hiklaust ein af perlum íslenskrar ljóðlistar og kemur margt til. í kvæðinu er tíminn upphafinn, tími Árna og okkar renna saman í heild. Kyrrð þeirra sem þyrptust á þingið er rofin af kalli sem vekur dvergmál milli gjánna. Jafnvel veðrið er þversagna- kennt eins og íslenskt veður eitt getur ver- ið, sól en þó skýjað og þvert á litaskyn okk- ur fær ljóst hulist í dökku. Kvæðið fjallar um bið, dómararnir eru mættir, forlögin eiga að ráðast, fresturinn er sá hinsti en einn aðila vantar á svæðið, nákvæmlega eins og í sögunni hér að framan. En hin ögrandi spurn fær ekkert svar, við sem horfum aust- ur sjáum engan, það kemur enginn maður á sveittum, mjóum hesti að bjarga okkur. Sagan og náttúran mynda umgjörðina, spurningarinnar er spurt, angistin og þver- sagnirnar eru fyrir hendi en svarið vantar. 4. Nútímamaðurinn Fær Ekkert Svar Þeir sem eru fróðir um ártöl vita að ljóða- bókin Á Gnitaheiði kom út árið 1952, þeir sem eru fróðir um sögu vita einnig að á þeim tíma stóð mikill styrr á landinu um aðild að Atlantshafsbandalaginu og banda- rískan her á íslandi. Til þess vísar kvæðið jafnaugljóslega og sögunnar um Árna, Odd og Herluf Daa. En þá er ekki öll sagan sögð. Vandamálið sem kvæðið hnitast um er tilvistarlegs eðlis, það íjallar um þrá nútímamannsins eftir lausnum og ögrandi spurningar sem fá ekki svar. Eins og í sög- unni góðu er skimað austur en munurinn er sá að það kemur enginn Árni, það kemur enginn að bjarga „okkur“, þjóðinni eða mannssálinni eða hverjum þeim sem snúa má kvæðinu upp á. I einu kvæði hefur því Snorra Hjartar- syni tekist að láta náttúru og sögu Islands mynda umgjörð um tilvistarvanda hins vest- ræna manns á 20. öld með notkun lítillar sögu sem allir Islendingar þekkja, aldir upp á Islands sögu Jónasar frá Hriflu. Fortíð og nútíð, tími og staður, dómari og þeir sem dæmdir skulu, kyrrð og hávaði, ljóst og dökkt, ró og óþreyja, allar þessar andstæð- ur eru upphafnar í einni mynd og einni spurningu sem fær ekkert svar. Það er það sem vantar sem verður að kjarna kvæðis- ins, sólbitinn maður á sveittum hesti. 5. HlNN PÓSTMÓDERNÍSKI VANDI Kvæði eins og „Var þá kallað“ eru ekki ort nú. Kvæðið væri hreinlega óhugsandi nú. Ekki aðeins vegna þess að mig grunar að fáir hafi heyrt söguna um þá feðga því að kennarinn minn var blessunarlega íhalds- söm og viðbúið að þeir sem hafa heyrt hana hafi gleymt henni í stað hinna af þessum 5.000 kennslustundum sem ég hef gleymt. Ekki aðeins vegna þess að skáld sem koma fram nú yrkja ekki Ijóð um sögulega við- burði. Nei, önnur meginástæðan er sú að stjórnmáladeilur eru ekki lengur uppspretta stórbrotins skáldskapar á íslandi. Jafnvel hörðustu andstæðingar Atlantshafsbanda- lagsins verða að viðurkenna að það gerði íslenskri ljóðagerð mikið gagn en um ESB hef ég ekki heyrt eitt kvæði sem kemst í hálfkvisti við kvæði Snorra. Skáldum og listamönnum virðist standa á sama um stjórnmál, þau yrkja um annað, þau sem hægt er að segja að yrki um eitthvað. Hin meginástæðan er jafnvel enn ömur- legri. Það sem heillar mig og eflaust flest- alla sem hafa hrifist af kvæðinu „Var þá kallað" er angistin sem býr í því. Þar er spurt en ekkert svar fæst, kvæðið snýst um hina módernísku spurn sem ekkert svar fæst við. Þessi angist er að hverfa úr íslensk- um skáldskap. Það sem virðist njóta mestr- ar hylli eru orðaleikir og fyndni og útúrsnún- ingur úr öðrum skáldskap eða jafnvel hrein- lega óhugnaður og subbuskapur. Það eru engin svör en heldur engar spurningar. Skáldskapur nútímans er kallaður „póstmódernískur" sem þýðir að hann er ekki undir neinni stefnu, heldur eftir-stefnu. Það er heldur nöturlegt hlutskipti að vera ekkert sjálfur, að vera skilgreindur út frá því sem kom á undán. Jafnvel þeir sem eru varla komnir á full- orðinsár muna eftir angistinni sem fólst í því að alast upp undir skugga atóm- sprengju. Að henni er ekki eftirsjá. Nú virð- ist aftur á móti bjartsýnin ráða ríkjum, tími spurninganna og efans er liðinn. Sá efi hlýt- ur hins vegar að sækja á hvort sú bjartsýni eigi rétt á sér. Er hættan liðin hjá eða höf- um við einfaldlega gerst sinnulaus um hana? Þó að slíku sinnuleysi kunni að fylgja ákveð- in vellíðan, hefur það lítinn þroska í för með sér og víst er að það var ekki sinnu- leysi sem skapaði kvæði á borð við „Var þá kallað" eftir Snorra Hjartarson. Höfundur stundar íslenzkunám við Háskóla íslands. Yeðmáli tekið Mér hefur verið bent á það að fyrir nokkrum vikum hafi Gísli Sigurðsson blaðamaður skrifað ágæta grein í Lesbókina um ritið Hnykkinn 1999 eftir indverskan verk- fræðing og sjáanda að nafni Narendra, sem Vasa-Útgáfan gaf út í þýðingu Oddnýjar Sv. Björgvins. Bóírin fjallar reyndar um allskyns al- heimsvandamál eins og eyðingu skóga, eitrun andrúmslofts, súrt regn, losun úr- gangsefna sem eitra höf og hauður, ózo- neyðingu, gróðurhúsaáhrif, hitnandi veð- urfar, sem leiðir til loftslagsöfga, skræln- andi þurrks, fárviðra og hækkandi yfir- borðs sjávar. Svo er ekki hvað síst lýst öngþveiti kjarnorkuiðnaðarins sem er að verða mesta martröð mannkynsins. Er hér að finna allsherjaryfirlit yfir þessa marg- földu vá. Ég vil fyrst koma þessu á fram- færi, af því að í Lesbókargreininni er ekki vikið að þessum þáttum, heldur aðeins fjallað um hina hliðina á bókinni, yfirlit yfir merkilegustu spádóma sem þekktir eru um endalok heimsins. Þessu lýsir Gísli vel í grein sinni, svo sem að margt bendi til yfirvofandi náttúru- hamfara. Þar má nefna hugsanlegan árekstur loftsteins, en menn urðu nýlega varir við það fyrirbæri á plánetunni Júpit- er. Hefði sá steinn lent á jörðinni, hefði hann gjöreytt öllu mannlífi. Nú ræða vís- indamenn það í alvöru, að mannkynið þurfi að sameinast að einu átaki um að koma sér upp öruggri vörn gegn loftsteinum. í sambandi við þetta er líka vikið að einni mjög raunverulegri hættu, pólskipt- um, sem stafa m.a. af því að ísinn bráðn- ar nú hratt af norðurhvelinu, meðan hann hrúgast upp í gífurlegu magni á Suður- skautslandinu. Þetta veldur slíku ójafn- vægi að því er spáð, að einskonar heims- endir verði 9/9 árið 1999 með pólskiptum. Þó munu nokkrir komast af í þeim hamför- um, en með öllu óvíst að þeir fengju lifað lengi af, eftir pólskiptin. Eftir að Gísli hefur lýst þessu öllu af mestu prýði og grandvarleik, bregður hann hinsvegar á það ráð að spyija „vísinda- mann“ einn, hvort þetta gæti átt sér stað? Sá heitir Ari Trausti Guðmundsson, bróðir Errós hins heimsfræga. Hann lýsir því yfir með óviðurkvæmilegum vísindahroka, að þetta geti ekki átt sér stað. Síðast er hann svo forhertur að hann segir: „Sá heimsendir verður ekki, ég skal veðja við þig flösku af 12 ára viskíi að heimurinn stendur þann 10. september eins og áður.“ Sem útgefandi „Hnykksins" hjá Vasaút- gáfunni stertdur mér víst næst að taka þessari áskorun. Ég vil hér með lýsa því yfir að ég veðja við Ara Trausta Guð- mundsson heilli flösku af Whisky, að heim- urinn mun farast í pólveltu hinn 9. septem- ber. En hitt kann ég ekki við, þegar svo mikið er í húfi að veðja aðeins 12 ára whisky, sem fæst hér í hverri útsölu Ríkis- ins á slikkverði. Metur Ari Trausti alla jörðina og allt mannkynið svo lítils virði? Eigi væri dýr einn limur á Hafliða ef allt mannkynið er ekki metið nema á svo sem 5 þúsund króna bokku. Ég vil sýna jörð- inni meiri virðingu en það og veðja því á móti ósviknu 16 ára Lagavulin-whisky, sem er a.m.k. fjórum sinnum dýrara, enda er það ósvikinn metall sem fæst ekki hér á landi, en nýlega áskotnaðist mér af til- viljun slíkur dýrgripur. Verst er að ég er hræddur um að ég freistist til að fá mér smásopa, síðasta fullið, að kvöldi 8. september, áður en skapadómurinn skellur yfir. Það væri synd að eyða þeirri ánægju á síðasta snúningn- um og láta flöskuna fara til einskis. ÞORSTEINN THORARENSEN Vasa-Útgáfunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.