Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Qupperneq 3
LESBÓE
® ® 0 @] 0 ® 1] (t) 0 ® m □ g g-
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Forsídan
Myndin er af veggspjaldi frá árinu 1919 vegna
fyrstu alvöru kvikmyndarinnar sem hér var
tekin: Sögu Borgarættarinnar.
ísland
- land kvikmyndanna, er heiti á grein eftir
Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing og er
hún í greinaflokki í tilefni þess að öld er liðin
frá upphaftkvikmynda. Hér ijalar Eggert um
þá miklu möguleika sem menn þóttust sjá á
íslandi í þessu sambandi og tökur á Sögu Borg-
arættarinnar og Höddu Pöddu.
Byggingar
eiga að vera lífrænt ferli og þær eiga að geta
tekið breytingum eftir því sem þarfir manna
breytast, segir arkitektinn Bart Prince í sam-
tali við Einar Asgeir Þorsteinsson hönnuð, sem
hitti hann að máli í Albuequerque í Nýju Mex-
íkó, þar sem hann starfar og hefur vakið at-
hygli, ekki sízt fyrir mjög frumleg einbýlishús.
JÓN HELGASON
Til
lækjarins
Á fjallsins hljóðu eyðilöndum átt
þú upptök þín við grænan dýjablett,
þar sýgur grasið sól og jarðarmátt,
þar syngur heiðló milt við barð og klett.
í hyljum þínum speglast gijótið grett,
hið gráa ský og heiðið fagurblátt,
unz haust og vetur hefta glaðan sprett
og hneppa þig í kaldan fjötur brátt.
Þitt spor mun eigi að sumri síður létt,
þitt sönglag eigi að vori miður kátt,
en ævi manns var eigi fyrirsett
að öðlast nýjan styrk á slíkan hátt.
Því hrukkan verður aldrei aftur slétt,
og aldrei dökknar framar hárið grátt.
Jón Helgason prófessor, 1899-1986, var frá Rauðsgili f Borgarfirði en átti lengst
af heima í Kaupmannahöfn, þar sem hann var forstöðumaður Árnasafns og síðar
Arnamagnæanske Institut. Fyrsta og eina Ijóðabók hans, Úr landsuðri, kom út 1939.
Konur
sem þora
Kunningjakona mín hefur
fylgst vel með öllu stóru
og smáu í mannlífinu í
meira en hálfa öld.
Henni er ekkert óvið-
komandi og hún hefur
skoðun á hveiju máli.
Við vorum að máta
hatta hjá Báru á Hverfisgötunni. Hún hafði
sett upp rauðan barðastóran hatt, brosti fram-
an í spegilmynd sína og sagði: Þessi er ótrú-
legur, svona hatta geta fáar konur borið nema
við. Reyndar veit ég um eina konu sem hefði
getað notað þennan hatt strax í æsku. Hún
var frænka mannsins míns sáluga. Skömmu
síðar sátum við við hornborðið okkar á Borg-
inni. Hún með rauða hattinn og ég með minn
svarta, og svo kom sagan.
Eg hitti hana einu sinni. Hún var þá í
æsku ellinnar eins og við núna. Hún var
smávaxin, þéttvaxin með grásprengdan
drengjakoll. Hendur hennar voru þykkar og
hlýjar. Nefið var hátt og eilítið bogið og gul-
brún augun leiftruðu eins og þau hefðu séð
og skilið allan heiminn og haft gaman af.
Röddin var hljómmikil og djúp eins og í karl-
manni en undarlega seiðandi.
Hún var fædd á íslandi rétt eftir aldamót-
in. Foreldrar hennar voru bæði hámenntuð á
þess tíma mælikvarða. Mamma hennar var
þýskur gyðingur, en pabbinn íslenskur. Fólk-
inu hans fannst hjúskapurinn fjarstæða enda
girndarráð. Slíkt tíðkaðist ekki í þeirri fjöl-
skyldu. Þýsku frúnni féll ekki lífið í Reykja-
vík sem vonlegt var og flutti aftur heim með
dóttur þeirra hjóna unga. Þar óx hún úr grasi
og gekk í skóla. Henni var það helst til traf-
ala að hún var jafnvíg á allar greinar og
undarlega fögur. Þeim samdi illa mæðgum
og kenndi móðirin það íslendingsðli dóttur
sinnar. Hún giftist snemma, í trássi við vilja
móður sinnar, ungverskum auðkýfingi, veikt-
ist af berklum og fór eins og svo margir efnað-
ir Evrópubúar til Sviss sér til heilsubótar. Á
meðan gerði eiginmaður hennar sér dælt við
bestu vinkonu hennar og réttlætti það með
því að vinkona okkar gæti ekki alið honum
barn.
Hún hristi fljótlega af sér berklana og
hélt til Frakklands. Þar eignaðist hún dóttur
með ungverskum listamanni svona rétt til að
sanna að hún væri engin óbyija. Þær mæðg-
ur bjuggu um hríð í Marseille en fluttu svo
til Parísar, þar sem vinkona okkar gerðist
módel og lærði fegrunarlist af Helenu Rubin-
stein. Hún málaði myndir í frístundum, milli
þess sem hún snyrti eiginkonur og dætur
franskra heldrimanna eða sat fyrir hjá ungum
listmálurum. Tengdamóðir mín á tvær mynda
hennar og portrett málað af ungverskum
listamanni. í París kynntist hún ungu málur-
unum. Hún bjó um tíma með forsprakka hóps-
ins DeLauney. Listamennirnir hittust í húsi
hans á sunnudögum og þá bar hún fram
ógleymanleg salöt og vín og ræddi lífíð og
listina. Árið 1930 sýndu vinir hennar ab-
strakt list á sýningu í París sem þeir kölluðu
.Hringurinn og ferhyrningurinn" og þar með
var-enn eitt blað brotið í listasögunni. Vin-
kona okkar átti sjálf tvær myndir á þessari
sýningu. Kveikjan að annarri þeirra var rauð-
ur fiskur í hnöttóttu fiskabúri. Þetta vita fáir
enda er hennar hvergi getið í listasögunni.
Hún flutti frá vini sínum nokkru eftir sýn-
inguna frægu. Amor hafði eitthvað með það
að gera en hún leigði sér iitla íbúð með dótt-
ur sinni í París. Nasisminn vofði nú yfir Evr-
ópu og þar með sú hugmynd að norræn menn-
ing og uppruni væru eftirsóknarverð. Vinkona
okkar hafði alltaf verið stolt af uppruna sínum
en í stað þess að gangast hir.ni nýju stefnu
á vald, tók hún að stúdera Talmúd og tók
gyðingatrú.
Þær mæðgur fluttust til Islands um 1934
eða 1935. Þær fluttu fyrst heim til föður
hennar og síðari konu hans í borgaralegt
hús. Hún tók að framleiða snyrtivörur og
sauð þar dýrindis krem úr sviðalöppum í stór-
um þvottapotti. Fljótlega stofnaði hún snyrti-
stofu í Reykjavík í félagi við unga hárgreiðslu-
konu. Reykvískar frúr og dætur þeirra fengu
andlitsböð, sársaukalausa hárplokkun með
fínu frönsku tæki og onduleringu hjá þeim
stöllum, og vinnukonur bæjarins komu líka í
snyrtingu fyrir böllin að loknum ströngum
vinnudegi. Það var oft unnið fram til klukkan
ellefu á kvöldin um helgar og jól.
Þær þóttu sérkennilegar mæðgurnar. Dótt-
irin unga dundaði sér við að teikna milli þess
að hún heimsótti fólkið í húsi afa síns eða
talaði við vegfarendur. ,Mamma mín fór út
í skóg til að búa mig til,“ tilkynnti hún hópi
af ungum Kvennaskólapíum sem hún tók
tali á Tjarnarbrúnni. Vinkona okkar vann
eins og hestur og brá sér i læknisfræði við
Háskóla íslands til þess að læra meira í efna-
fræði. Hún átti frábæra hatta og föt beint
frá París og nóttina átti hún sjálf. Hún var
ekki sérlega gefin fyrir samkvæmi reykvísku
yfírstéttarinnar, en á síðkvöldum ræddi hún
oft langt fram á nótt við vini. Árni Þórarins-
son kom stundum og það gerði líka Halldór
Guðjónsson og fleiri fastagestir úr Unuhúsi.
Hún gæddi gestum á hrásteiktu kjöti og týtu-
berjum, og setti súkkulaðisósu út á skyrið.
Hún ræktaði kryddjurtir í gluggakistu og
grænmeti innan um rabarbarana í kálgarðin-
um. Lausmál þvottakona, sem sá um þrif og
þvotta hjá vinkonu okkar varð eftirsótt af
frúnum í bænum. Þær leituðu frétta af lökum
og lifnaði vinkonu okkar. Ungir menn vöruðu
unnustur sínar við því að kynnast henni of
náið. Lífið í Reykjavík þrengdi að. Því var
það að kvöld eitt bauðst hún til að giftast
manni sem hún hafði aldrei séð. Hún var
stödd í veislu hjá þýsk-íslenskum hjónum.
Frúin las upp bréf frá fjarskyldum frænda,
sem þurfti að komast frá Þýskalandi þar sem
hann var gyðingur. Þetta varð úr og héldu
þær mæðgur með manninum til Argentínu,
þar sem hjónabandinu lauk jafn snögglega
og til þess hafði verið stofnað.
Nú var að duga eða drepast fyrir allslausa
einstæða móður. Henni tókst að ná saman
hópi kvenna í Buenos Aires sem höfðu áhuga
á því að stofna heilsuræktarstöð. Ein þessara
kvenna hét Eva Peron. Árin liðu. Dóttirin óx
úr grasi og gerðist listmálari. Þær mæðgur
höfðu mikið samneyti. Eitt sinn eftir eitt tíðra
útgöngubanna i borginni bað móðirin dóttur
sína að' hressa upp á númeraplötu bílskijóðs-
ins svo lögregla og her sæju að þar færi fólk
með friði. Að því búnu ók hún erinda sinna.
Mikil spenna var í miðborginni og stöku
byssuskot glumdi við. Samt veittu lögregla
og .hermenn henni brosandi brautargengi.
Þegar hún steig út úr bílnum sá hún að núm-
eraplöturnar voru fagurlega skreyttar mynd-
um af íslenskum blómum; baldursbrám, blá-
klukkum, sóleyjum og geldingahnöppum.
Enn átti vinkona okkar sér þá þrá að halda
tengslum við gamlar slóðir. Peninga átti hún
enga. Þeir hurfu jafnskjótt og hún aflaði
þeirra því alltaf hitti hún einhvern sem þurfti
meira á þeim að halda en hún. Hún gerðist
því aðstoðarmaður forríkrar kántessu sem
dvaldi í Evrópu á sumrum en hafði vetursetu
í Argentínu. Þannig liðu nokkur ár og gerð-
ist kántessan æ tilætlunai-samari eftir því sem
lífsþorsti hennar og heilsa gengu til þurrðar.
Það síðasta sem vitað er um vinkonu okkar
er það að hún varð aftur sjálfrar sín í Buen-
os Aires. Þar ók hún um á gömlum jeppa
með franska alpahúfu, oft ein síns liðs en
stundum í fylgd jesúítaprests. Þau endur-
hæfðu götubörn og fatlaða krakka í kofa-
skriflum fátækrahverfanna. Ég veit ekki hve-
nær hún' lést né hvar hún er grafin.
Við tæmdum kaffibollana okkar og ég
horfði hugsi á eftir ungri fjaðurmagnaðri
stúlku með undarlegt pottlok á höfði beijast
á móti nepjunni við Austuivöll í áttina að
þinghúsinu. Ætli hún gæti borið hvaða hatt
sem er?
DÓRA S. BJARNASSON
lektorvið Kennaraháskóla íslands
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. MAÍ 1995 3