Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Page 6
EINBÝLISHÚS úr steini og ýmsum öðrum efnum. í samtalinu segir Bart Prince: „Ég hef áhuga á arkitektúr sem lífrænni tjáningu, ekki lífrænu formi, lífrænni tjáningu þar sem blandast saman í heilsteypta mynd líf viðskiptavin- anna, landfræðilegar og veðurfarslegar staðreyndir og önnur staðtengd mál eins og: Hvaða byggingarefni eru til hér?“ sem lífrænni tjáningu, ekki lífrænu formi, lífrænni tjáningu, þar sem blandast saman í heilsteypta mynd líf viðskiptavinanna, land- fræðilegar og veðurfarslegar staðreyndir og önnur staðtengd mál eins og: Hvaða bygging- arefni eru til hér? Og ekki síst hve miklir peningar eru til. Því húsin mín eru bæði fyr- ir ofan og neðan markaðsverð. Mínar bygg- ingar vaxa innanfrá, en ekki vegna þess að ég pressa fyrirframgefið form utan um bygg- ingarmálið í heild. Ég álít arkitektúr vera lífrænan feril og því líka lífræna niðurstöðu. Auðvitað er rétt að taka vara við orðinu líf- rænn, því að í sambandi við arkítektúr skynja flestir að meint sé lífrænt útlit: Eins og blóm, fluga o.s.frv. eða þá að aðrir hugsa um Frank Loyd Wright og stílinn hans eða þá sérstakt verk eftir hann. Þetta er ekki það sem ég á við: Ég er að tala um ferilinn að markmiðinu og að niðurstaðan eða byggingin hafi mögu- leika á frekari vexti seinna eins og lífrænir hlutir jú hafa. Form bygginga, sem gerðar eru á þennan máta geta verið margs konar, allt eftir því hvernig viðskiptavinurinn og aðstæður eru. Húsið sem ég var að koma frá er gott dæmi um þetta. Það var í raun mjög undarlegt að þetta ágæta fólk skyldi leita til mín. Það er meira „meginstefnufólk" að öllu leyti, en var greinilega að leita einhvers utan við það. Og ég get með iífræna vinnu- férlinu mínu eins komið til móts við það og aðra.“ EÞÁ: Ég hef tekið eftir því að þú notar aldrei sama form í húsunum þínum. Er það vegna mismunandi viðskiptavina? Hafa þeir áhrif á þig að þessu leyti? Bart Prince: „Já og nei. Þeir stinga ekki uppá neinu og vita í rauninni aldrei hver útkoman verður. En áhrifin eru frá tilvistar- umhverfi þeirra auk lóðarinnar. Sumir arki- tektar segja: Ég vil endilega fá tækifæri til að nota hugmynd sem ég fékk. Þeir sitja um að smella henni utanum eitthvað hentugt til- felli. Ef til vill er það í lagi stundum en lan- goftast er það ekki svo. Við köllumþetta formúlubyggingar hér: Byggingin ogútfærsl- an er ávallt eins hvort sem um er að ræða bílskúr eða kirkju. Og varðandi efnisval segja menn oft: Ég ætla að nota stál næst. Alveg sama hvort það er til á staðnum, hagkvæmt eða skynsamlegt: Mér er alveg sama þó að það sé ekki til! Ég vil það. Þetta er rugl í mínum augum. Þarna í boðinu í Aspen hjá Barbie og George sagði fólk: Hvaðan kemur þetta hús? Völdu þau það? Mitt svar var: Hvað mein- arðu með kom frá? Nú, sögðu þau: Er þetta það sem þau vildu? Nei, þau vildu eitthvað hús en vissu ekki hvaða hús né hvers konar. Til þess þurftu þau mína aðstoð. Ég er ekki að hlusta á fólk og gera svo byggingu út frá því, heldur bý ég til hús, sem ég álít að muni auðvelda íbúunum þann lífsstíl, sem þeir hafa kosið sér. í stað þess að kaupa til- búið hús, sem jú flestir þurfa að gera, þá vil ég gera byggingar, sem er ávallt að koma íbúunum jákvætt á óvart. Auka lífsgleði þeirra. Fá þeim eitthvað í hendurnar, sem þeir vissu ekki einu sinni að hægt væri að fá. Ég gef ekki mikið fyrir hús, sem þú skil- ur á “nóinu,, og síðan ekki söguna meir, hvað snertir upplifun hússins. Arkitektúr, sem er einhvers virði á að halda áfram að vekja forvitni þína er tímar líða. Þú átt að sjá hluti, sem þú tókst ekki eftir fyrr. Og í ljós á að koma tilfinning hjá eigandanum að það er meira í húsinu inni- haldslega, en þeir vissu í upphafi. Já, jafnvel hlutir sem voru ekki einu sinni ræddir. Viðmælandi minn í boðinu nýlega sagði: Þetta er allt gott og blessað, en sögðu þau þér að hafa þetta svona? Og ég svaraði: Nei, þau vissu ekkert um það, hvað kæmi í ljós í fullbúnu húsinu. Þó þau hefðu séð öll hin húsin mín. Annað sem margir spyrja mig um er skal- inn: Geturðu byggt skýjakljúf í New York með þinni aðferð? Er hann ekki of stór fyrir hana? Jú, auðvitað virkar það eins. Ég hef bara ekki enn staðið frammi fyrir slíku verk- efni. En ef þú heldur að slíkt hús verði svip- að hinum húsunum mínum, þá ábyrgist ég að svo verður ekki! Þetta fólk hefur ekki skilið enn að það er vinnuaðferðin sem gerir húsin mín svona ekki stærð húsanna né ein- hver fyrirframgefinn formaskali. Ég leyfi byggingunni að verða eins og hún vill verða. “ ÉÞÁ: Skil ég þig rétt með einföldum orðum sagt, að útlit bygginganna þinna komi bara smám saman í ljós í vinnuferlinu, en séu ekki aðalatriðið eins og hjá flestum arkitekt- um? Bart Prince: „Ég er arkitektinn, svo auðvit- að stjórna ég því hvernig þetta þróast allt saman. Hjá mér er burðarvirkið samofið bæði forminu og efni hússins. Þú veist það vel að hjá flestum arkitektum er útlitið jafn- vel hengt utan á húsin eftir á. Er ekki sagt að Post Modern-arkitektur sé það sem dett- ur af byggingunni í jarðskjálfta? Það gæti þá einhver annar arkitekt komið og hengt sinn „arkitektúr" utan á bygginguna! Notkun mín á orðinu lífrænn hefur með það að gera, hvernig húsið er hannað, hvern- ig það vex og hvernig byggingarhlutarnir eru samofnir hver öðrum. Og burðarvirkinu Arkitektur á að vera lífrænt ferli IDAG sér maður í arkitektúr annars vegar meginstefn- una: Eins konar Status Quo, sem byggir á hefðinni og hins vegar lítil blóm hér og þar sem gætu orðið að einhverju stærra. Ég álít þig eitt af þessum blóm- um. Hvað er það, sem gefur þér kraftinn í verk þín? Ert þú hugsjónamaður? Bart Prince: „Það er erfitt að skýra það. En ég reyni ávallt að gera það, þegar mér er boðið að tala í arkitektaskólum. Og svar mitt verður að vera að það sé auðveldara að gera það en skýra það! Tökum arkitekta- blöðin í dag. Þau eru full af ritmáli, listfræði- legum vangaveltum, sem ekkert er á bak við. Ég er mjög þreyttur á þeim. Fremur vildi ég sjá byggingar í þeim, sem ekki þyrftu skýringar við. Mér er sama hvort „þær tengj- ast alheiminum" eða „hvort þú skynjar sögu Grikkja" þegar þú nálgast þær. Þetta er þýðingarlaust hjal í mín eyru: Arkitektúr ætti að nægja frásögn forms og rýmis, ef hann á annað borð er þá einhvers virði. Við eigum ekki að byggja bara til þess að byggja. Og það er ekki nóg að leggja þig allan fram, ef þar er ekkert, engin þýðing á bak við húsið. Þetta tel ég fyrst og fremst einkenni nútímans: Post Modernismans eða annarra tískusveiflna. Það er engu Iíkara en húsin séu fagbrandarar: Gerð fyrir kolleg- ana! Og viðskiptavinurinn er þá fórnarlamb- ið. Og hver sem útkoman annars kann að verða þá tengist hún á engan hátt lífi hans né starfsemi." Við sitjum á vinnustofu Barts Prince, einn sólríkan vetrardag. Umhverfíð er ögrandi og „lífrænt". Viðmælandi minn er í góðu skapi og hlær oft þegar hann lýsir áliti sínu á arki- tektaumhverfi nútímans. Göllum þess og kostum. Hann er nýkominn frá víglsu eins stærsta húss síns í Áspen, Colorado, þar sem 200 boðsgestir frá „Hollywood og nágrenni" komu til að sýna sig og sjá aðra. Við gefum Bart aftur orðið: Bart Prince: „Ég hef áhuga á arkitektúr, „Ég leyfi byggingunni að verða eins og hún vill verða,“ segir arkitektinn Bart Prince sem býr í Albaquerque í Nýju-Mexíkó og er þekktur fyrir byltingarkenndar hugmyndir um byggingarlist. Eftir EINAR ÞORSTEIN ÁSGEIRSSON EINAR Þorsteinn Asgeirsson - til hægri - ræðir við Bart Prince á heimili arkitektsins í Albuequerque. EINS og blóm sem sprettur uppúr eyðimörkinni í Nýju Mexíkó: Einbýlishús sem Bart Prince hefur teiknað og má telja að sé dæmigert fyrir þann stíl sem hann er orðinn frægur fyrir. Ljósmyndir: Einar Þorsteinn Ásgeirsson. EINBÝLISHÚS eftir Bart Prince úr efni sem fellur vel að umhverfinu í Nýju Mexíkó. Höfundur þess segir í samtalinu: „Hús er aldrei fulgert. Aðrir vilja meina að ekki megi hreyfa við húsum eftir fyrstu byggingu. Þeir gera húsið að dauðum hlut en ekki lifandi eind.“ er vissulega ekki bætt við verkið_ eftir á.“ EÞÁ: Hvað um viðbyggingar? Ég tók eftir því að þú ert að byggja við þitt eigið hús hér. Er það skoðun þín að hús sé aldrei full- gert? Bart Prince: „Já, aldrei fullgert. Hvort sem við tölum um góðan arkitektúr eða góð lista- verk. Aðrir vilja meina að ekki megi hreyfa við húsum eftir fyrstu byggingu. Þeir gera húsið að dauðum hlut en ekki lifandi eind. Hús fyrir lifandi fólk verður að vera lifandi eind og því að geta vaxið. Mér finnst þetta safnaviðhorf til húsa, þó svo að um svokall- aða dauða hluti sé að ræða, ekki nauðsyn- legt og miklu nær kerfishugsun en lífrænni, manneskjulegri hugsun. Auðvitað á arkitektúr ekki að líta ófull- gerður út, en hann á einnig að geta vaxið, þegar þörfin fyrir það kemur fram. Og þegar viðbyggingunni er lokið á enginn að geta ímyndað sér hvernig húsið var áður. Það er spaugilegt, að fólkið sem rís fyrst upp á aftur- fæturna þegar eitt af mínum húsum rís í venjulegu hverfi, er það sama og vill ekki láta breyta því sama húsi eftir aðeins fímm ár.. . Fyrst segir það: Þetta er alls ekki hægt. Síðan koma blaðamennirnir og tala um að hverfið allt sé að falla í verði. Hvað er eiginlega að gerast í borginni okkar? Ættum við ekki að stöðva þennan mann? Og eftir að það hefur svo staðið smá tíma þá er það allt í einu eftirtektarvert augna- konfekt og má alls ekki breytast. Nákvæm- lega þetta gerðist hér þegar mitt hús reis og er aftur að gerast nú. En viðbyggingin mín er nú samþykkt af öllum og fólki finnst hún góð viðbót! EÞÁ: Er það hluti af þessu ferli að húsið eigi að vaxa? Bart Prince: „Það vex með breyttum þörf- um þínum. Já. Eftir tíu ára dvöl mína í þessu húsi á ég nú mörg fleiri líkön, tíu sinnum fleiri bækur o.s.frv. Ég þurfti því að stækka. Það er ekkert vit í að búa í of stóru húsi en jafnmikil ástæða til að bæta við þegar þörfin er fyrir hendi. Þetta fellur alveg við hug- mynd mína um lífrænt hús: Aðlögunarhæf eining." EÞÁ: Hvað finnst þér um þá hugmynd að hús hafi áhrif á fólk? Bart Prince: „Jú, viðskiptavinir mínir segja mér ýmislegt um þetta. Ég tel að bygging geti vakið með þér blundandi tilfinningar, hæfileika eða annað svipað. Stundum læra þeir af öðru fólki, sem þeir kynnast t.d. í gegnum húsin sín. Fólk spyr það út frá hús- inu og það getur vakið til umhugsunar um eitthvað, sem ekki hvarflaði að þeim fyrr. Það er athyglisvert hve mikið af fólki stoppar til að tala við fólk sem býr í „öðru- vísi“ húsum. Þetta er hluti af áhrifunum á fólk. Smám saman fara utanaðkomandi að hafa sérstakt viðhorf til fólks, sem býr í þannig húsum. Fólki finnst það vera sér- stakt. Og fólk er sérstakt: Allt fólk. Hver og einn út af fyrir sig. Ég man eftir arkitekt, sem sá teikningarn- ar af einu húsi mínu. Hann spurði mig: Hvernig nærðu þér í svona viðskiptavini? Eg fæ aldrei svona tækifæri. Þegar við fórum að ræða þetta kom í ljós að hann hafði teikn- að síðasta hús sama manns! Hann sagði við mig: Nei, það er útilokað. Hann hefði aldrei samþykkt þetta. Ég þekki hann. - Þetta er ekki spurningin um að samþykkja heldur að vinna með fólki og sýna því hvað er mögu- legt að gera. Mér finnst arkitektar oft telja viðskiptavininn eins konar óvin. Einhvern sem þarf að aðlaga eigin þörfum. Að stéttin þurfi að draga lokur fyrir augu þeirra. Þvert á móti eru viðskiptavinirnir hluti af lífræna dæminu. Þeir eru ekki „eitthvað" sem þarf að flytja inn í bygginguna seinna. Sum- EITT af mörgum einbýlishúsum sem Bart Prince hefur teiknað. „Menntun mín í arkitektúr hefur verið leit að fegurð“, segir hann. LÍNURNAR eru sjaldnast beinar í húsum Bart Prince og hér er að hluta utanhússklæðning sem líkist láréttu bárujárni. Prince: „ Varðandi efnisval segja menn oft: Ég ætla að nota stál næst. Alveg sama hvort það er til á staðnum, hagkvæmt eða skynsamlegt. Þetta er rugl í mínum augum. “ ir vilja reyndar alls ekki að viðskiptavinurinn þurfi neitt að vera að flytja inn.“ EÞÁ: Þetta minnir á sögurnar um Ne- utra... Bart Prince: „Hann er gott dæmi. Ég ræddi nýlega við mann sem bjó lengi í húsi sem Neutra hannaði í Los Angeles. Hann sagði mér frá því að Neutra kom oft og bað hann um að loka bílskúrshurðinni. - Síðan leið tíminn og Neutra dó en eigandinn bætti girðingu við húsið. Þá komu ekkja Neutra og sonur við til þess að finna að því sama. Þeirra sjónarmið var þetta: Ef þú lokar ekki PRINCE hefurað sjálfsögðu teiknað eigin íbúðarhús í Albuaquerque. Myndin sýnir hluta af stofunni. bílskúrshurðinni, kann að fara svo að einhver taki mynd af þessu og næsta sem gerist er að myndin er komin í dagblað, þannig að ímynd hússins með opna bílskúrshurð er orð- in eilíf. - Mín skoðun á þessu er að geti húsið ekki staðið undir opinni bílskúrshurð, þá er eitthvað mikið að. Þetta var þá fremur slöpp hönnun. Og allt þetta ferli er meira en hjákátlegt." EÞÁ: En hvar byijar þetta? Eru það arki- tektaskólarnir? Ég velti því oft fyrir mér, hvernig manni tókst að komast í gegnum skólana án þess að smitast af þessum elíter- isma? Ég sé að þú hefur sloppið í gegn ... Bart Prince: „Áður en ég fór í skólann hafði ég þessa tilfinningu að ég viidi gera hús en öðruvísi hús en ég sá umhverfis mig. Ég get ekki skýrt það frekar. Við höfðum enga arkitekta í fjölskyldunni, né þekkti ég neina. - Ég varð mjög var við það í skóla að reynt væri að „koma vitinu fyrir mig“. Verkefni mín í skóla voru talin óvenjuleg, en ég vann tvöfalt meira en allir svo ég komst upp með það fyrir rest. Hið sorglega er að það var ekki vegna reynslu minnar í háskól- anum heldur þrátt fyrir hana, að ég gat haldið áfram að vinna á minn hátt. Háskól- arnir hvetja þig ekki til sköpunar, þeir reyna fremur að troða þér í sína uppskrift. Ég þekki dæmi um fólk sem gerði góða hluti í skóla en seinna gerði ekkert meira eftirtekt- arvert. Bruce Guff sagði mér frá einu slíku eftirminnilegu tilfelli. Auðvitað segja skólarn- ir að þetta sé ekki rétt, en þú sérð það gerast. Það eru bæði góðir og slæmir hlutir í skól- anum. Líka annað sem ekki er fjallað um eins og t.d. arkitektúr Austurlanda. Það er greinilega ekki arkitektúr, þar sem arkitekt- arnir voru ekki evrópskir! Gaudi fær stundum að fljóta með sem undantekning frá regl- unni. Ég man hvað mér létti þegar ég var laus við skólann. Eins og ég væri nýkominn af stríðssvæði og gæti nú athugað hve mikið væri eftir af mér sjálfum. Og mér finnst enn að hugsun mín fyrir skólaveruna hafi verið hreinni en hún er nú hvað varðar form, rými: Arkítektúr." E.Þ.Á: Er hægt að breyta þessu? Bart Prince: „Ég tel það. Þegar mér er boðið að tala í arkitektaskólum, þá er ávallt einn í skólaráðinu sem er uppreisnarmaður. Hann ásamt nemendunum bauð mér auðvit- að. Þeir kennarar sem eru búnir að vera lengst við skólann mæta ekki til að fræðast. Raunar telja sumir þeirra mig vera hættuleg- an nemendunum! Aliir háskólar virðast svona samansettir. En nemendurnir eru tilbúnir og ákafir og til í að reyna ef þeir eru hvattir. En til þess að breyta þessu þarf að breyta fyrirkomuiaginu við að ráða kennara, sem sagt nýtt fólk úr starfinu sjálfu og minnka skriffinnskuna. Það eru mörg önnur vandamál í arkitekta- skólunum í dag. Ég nefni tvö: Lagalegi þátt- urinn og kynferðisleg áreitni. Þetta eru að verða tvö stjórntæki sem gerir skapandi starfsemi innan skólanna ómögulega. Nú kæra nemendur kennara sína af minnsta til- efni til skólanefnda, t.d. ef þeim líkar ekki einkunnin sín. Þá eru tínd til mál eins og skoðanir um trúarbrögð eða annað sem ekki kemur arkitektúr við. Nú og svo þessi alda af kynferðislegri áreitni, sem unnt er að misbeita nema menn hreinlega gangi með segulband í gangi á sér eða hafi ávallt vitni með sér. Skólarnir eru að verða eins og fyrirtæki, og nemendurnir eins og viðskiptavinir sem ávallt hafa rétt fyrir sér! En gæðin eru líka að hraðminnka. Til mín hafa komið full- menntaðir aðilar, sem ekki gátu hannað neitt. Og vissu i raun ekki um hvað arkitektúr snerist. Ef til vill er best að læra fagið hjá einkaaðila á stofu sem er að fást við margvís- leg verkefni. Við þurfum að kenna stúdentun- um að læra að treysta á sjálfa sig. Ekki álíta nemendur einhves konar geymslur fyrir upp- lýsingar: Þegar geymslan er full þá er nám- inu lokið! Við verðum að skoða nemendann í því Ijósi, að hann sé einstaklingur með hæfileika sem er ólíkur öllum öðrum. Það þarf að hjálpa honum til að ná blóma, og um leið leiðbeina til að finna upplýsingarnar af tæknihliðinni, sem þörf er á. Þetta er svipað og ég lýsti áðan með líf- ræna hönnunarferlið: Við þurfum að byija innanfrá og vinna út. Höfundur er hönnuður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. MAÍ1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.