Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Side 8
NÚTÍMA vegur og beitiland þar sem áður var barist: Þar sem skemst var milli skógarins til vinstri og árinnar und- ir hlíðinni, höfðu menn Aðalsteins konungs tjaldað. Ljósm.:Greinarhöf. Orrustan á Vinheiði EGILL Skallagrímsson er sá íslendingur, sem um má segja, að hafi öðlast líf eftir dauðann, ei- líft líf. Það mun hafa verið kona sem varð- veitti þessa þjóðsögu, „enda var það mesta gaman Egils að ræða við hana,“ en kona þesi Orðin Vinheiði, Vinskógur og Viná eru fyrir mig vísnamál skálds sem hafa sína séríslensku merkingu í orði eins og gróðurvin. Hugmynd Egils tengist Brunanburh þeirra ensku á skemmtilegan hátt. ! ! I I I hét Þórdís Þórólfsdóttir. Það var faðir henn- ar sem drepinn var á Vinheiði. Margir fræðimenn hafa fjallað um sögu Egils, innlendir sem erlendir, og sýnist sitt hveijum, sumir hlæja en aðrir gráta. Sagan hefur að mestu verið brotin til mergjar sem lík væri. Einn þáttur hefur þó orðið útundan sem þó var Agli hvað eftirminnilegastur, Orrustan á Vinheiði. Það er skoðun mín að þessi frægðarför þeirra bræðra og stórorr- usta með Englakonungi sé kveikjan að sjálfri sögunni um Egil og ætt hans, sem bæði byijar og endar á silfri Egils. Einn er þó galli á gjöf Njarðar að enginn veit hvar Orrustustaðurinn á Vinheiði fór fram, ekki einu sinni þeir ensku. Skoskur fræðimaður ehfur viljað staðsetja bardagann norðvestur af Lockerbie í suðvestur Skot- landi, en það fínnst mér harla ólíklegt eins og staðan var. Sigurður Nordal telur staðinn sunnar og vestar í formála að útgáfu Egils- sögu frá 1933. Eg ætla nú í gamni og alvöru að fara inn í sjálfa söguna og færa líkur fyrir því að nú sé orrustustaðurinn líklega fundinn. Við förum inn í söguna árið 937 þegar Aðal- steinn konungur Engla hafði nýlega tekið við völdum. Norðimbraland náði á þessum tíma norður til fjarðarins „First of Forth“, en Skotland er þar vestur og norður. Þar í suður og vestar var Bretland á vestur- strönd, næst írlandi, sem skiptist í Cumbria og Wales. Eftir GUÐBRAND JÓNSSON Landvarnarmenn Engla- KONUNGS Þeir bræður Þórölfur og Egill gerast nú málaliðar Aðalsteins konungs Engla, „land- vamarmenn hans“, og eru sagðir vera um 300 og þá líklega á þremur skipum, og síðan segir sagan: „Norðimbraland er kallað fimmt- ungur Englands, og er það norðast, næst Skotlandi fyrir austan: það höfðu haft að fornu Danakonungar: Jórvík er þar höfuðstað- ur, það ríki átti Aðalsteinn og hafði sett yfir jarla tvo: hét annar Álfgeir, en annar Goðrek- ur: þeir sátu þar til landvarnar, bæði fyrir ágangi Skota og Dana eða Norðmanna er mjög heijuðu á landið,". Hér ætla ég að þeir bræður séu strandvamarmenn á þremur skip= um undan austurströnd Engiands. Síðan seg- ir sagan: „Fyrir Bretlandi (Cumbria, Wales) réðu bræður tveir, Hringur og Aðils, og voru skattgildir undir Aðalstein konung, og fylgdi það, þá er þeir voru í her með konungi, að þeir og þeirra lið skyldi vera í bijósti í fylk- ingu fyrir merkjum konungs:" Síðan gerist það að Ólafur Skotakonungur gerir árás á Norðimbraland og leggur það að mestu undir sig. Goðrekur jarl er felldur en Álfgeir jarl flýði undan með mestallt sitt lið og þá væntanlega suður fyrir Jórvík. Þeir bræður Egill og Þórólfur koma ekki við sögu sem landvarnarmenn á þessu stigi sem styður tilgátu mína um að þeir hafi verið strandvam- armenn en það breytist um leið og Bretar sviku Aðalstein konung og ganga í lið með Skotakonungi. Hér er víglínan frá Wales í vestri yfír til árinnar Humber í austri. Til að bæta gráu ofan í svart ganga Dublinar-víking- ar í lið með Ólafí Skotakonungi, og sam- kvæmt enskum heimildum koma þeir til orr- ustunnar á um 700 skipum upp írlandshaf, það er því harla ólíklegt að þeir bræður séu á þvælingi á þeim slóðum eins og vígstaðan var. Þórólfsþáttur Og Egils Sagan segir: „Skotar eru jafnan lausir í fylkingu, hlaupa þeir jafnan til og frá og koma í ýmsum stöðum fram: verða þeir of skeinusamir, ef menn varast eigi, en em laus- ir á velli, ef við þeim er horft." Hér er sagan að lýsa skæruhernaði, nokkuð sem Rómveijar reyndu að forðast í baráttu sinni við ger- manska þjóðflokka og síðar á Bretlandi. Þetta vissi Aðalsteinn konungur og olli þetta miklu um val og skilmála í orrustunni. Konungur vildi draga Skota inn á fyrirfram ákveðinn vígvöll og valdi aðstæður í samræmi við vandamálið og hentaði þetta víkingum vel. Sagan segir: „Ólafur Rauði hét konungur á Skotlandi: Hann var skoskur að föðurkyni, en danskur að móðurkyni og kominn af ætt Ragnars loðbrókar." Olafur Skotakonungur var því hálfur víkingur og sem slíkur hlýtur hann að hafa borið virðingu fyrir stöðu vík- inga í stríðsrekstri eins og hún var um þetta Ieyti. Hann vissi að 300 þeirra voru komnir á heiðina í liði Aðalsteins konungs ásamt Álfgeiri Norðimbrajarli sem sagan segir allro- skinn mann. Þegar Ólafur Skotakonungur samþykkir að jarlamir bresku Hringur og Aðils, fari um nóttina yfir á Vinheiði til árása á víkingana og lið þeirra, þá má ætla að konungur hafí viljað gera tilraun til að ryðja þeim úr vegi utan sammniga við Aðalstein Englakonung, en þeir bresku ekki kunnað að hræðast styrk- leika víkingaliðsins og þær aðstæður sem fyrir hendi voru, enda fóru leikar þannig að þeir víkingabræður af íslandi unnu sigur þarna á heiðinni fyrri daginn, Jarlinn breski Hringur var drepinn en jarlinn Aðils flýði til skógarins að hætti skæruliða, sömuleiðis flýði Álfgeir jarl af Norðimbralandi og eftir urðu vikingamir frá Islandi. Daginn eftir er Skotakonungur mættur á heiðina fyrir norðan höslumar en Englakon- ungur við höslurnar fyrir sunnan. Sagan seg- ir: „Gengu menn þá í fylkingar, svá sem konungur hafði skipað, og vom sett upp merki: stóð konungs fylking á víðlendið til árinnar, en Þórólfs fylking fór hið efra með skóginum". Egill var í bijósti fylkingar fyrir framan Aðalstein konung upp með ánni en Þórólfur gekk fram fyrir fylkingu gegn Ólafí Skota- konungi upp með skóginum. Sagan segir: „Þórólfur gekk svo fram, að fáir vom menn hans fyrir honum, en þá er varði minnst, þá hlaupa þar úr skóginum Aðils jarl og sveit sú, er honum fylgdi, bmgðu þegar mörgum kesjum senn á Þórólfi, og féll hann þar við skóginn." og svo síðar: „Æpðu Skotar þá sig- urróp, er þeir höfðu felldan höfðingjann. En er Egill heyrði óp þat og sá, að merki Þór- ólfs fór á hæl, þá þóttist hann vita, að Þórólf- ur myndi eigi sjálfur fylgja. Síðan hleypur hann þangað fram í milli fylkinganna." V í G V ÖLLURINN Staða Aðalsteins Englakonungs var hér orðin allslæm eftir að bresku jarlarnir sviku málstaðinn og er svo að sjá að samið sé vopna- hlé svo menn Aðalsteins fái ráðið ráðum sín- um. Sú staða kemur upp að Englakonungur býður þeim bræðmm frá íslandi að taka yfír stöðu jarlanna bresku Hrings og Aðils og það undarlega gerist að þeir bræður fallast á að yfirgefa skip sín með öllu sínu liði og leggja land undir fót og er þetta lengsta för víkingal- iðs inn í England. Það var Aðalsteinn Englakongur sem bauð Ólafi Skotakonungi upp á eina úrslitaormstu og valdi staðinn á Vinheiði við Vinskógi. Ólaf- ur Skotakonungur hefur verið í meira lagi öruggur með sig og sitt lið er hann féllst á eina úrslitaormstu enda átti hann von á lið- styrk frá Írlandsvíkingum. Sagan segir: „Síð- an gera þeir sendimann til Ólafs konungs og fínna það til erinda, að Aðalsteinn konungur vill hasla honum völl og bjóða ormstusað á Vinheiði við Vinuskóg, og hann vill að þeir heiji eigi á land hans, en sá þeirra ráði ríki á Englandi, er sigur fær í orrustu, lagði til viku stef um fund þeirra, ensá bíður annars viku, er fyrr kemur.“ Ólafur Skotakonungur dregur nú her sinn til baka og virðist fara nyrst á Norðimbra- land, fyrst á Vinheiði og síðan til borgar er stóð fyrir norðan heiðina. Sagan segir: „Borg ein stóð fyrir norðan heiðina: settist Olafur konungur þar í borgina og hafði þar mestan hluta liðs síns, því að þar var út í frá hémð stór,“ og svo „En hann sendi menn sína upp á heiðina, þar sem orrustustaðurinn var ákveðinn: skyldu þeir taka þar tjaldstaði og búast þar um, áður herinn kæmi: en er menn komu í þann stað, er völlur var haslaður, þá voru þar settar upp heslistengur allt til um- merkja, þar er sá staður var, er orrustan skyldi vera. Þurfti þann stað að vanda, að hann væri sléttur, er miklum her skyldi fylgja, var þar ok svo, er orrustustaðurinn skyldi vera, að þar var heiður slétt, en annan veg frá fell á ein, en á annan veg frá var skógur mikill. En þar er skemsmt var milli skógarins og árinnar, (ok var það mjög löng leið), þar höfðu tjaldað menn Aðalsteins konungs: stóðu tjöld þeirra allt milli skógarins og árinnar," og svo „Ólafs konungs menn tjölduðu fyrir norðan höslumar, ok var þangað allt nokkuð afhallt". Menn Aðalsteins Englakonungs eru síðan með málþóf með tilboðum um, „Skilling silf- urs af plógi hveijum", allt gert til að vinna tíma. Sagan segir „þeir beiddu griða einn dag til heimreiðar, en annan til umráða, en inn þriðja til apturferðar". Þetta endurtók sig tvisvar og við þetta unnust í allt sex dagar til viðbótar vikustefí og vikunni sem annar átti að bíða hins. Sag- an segir „Ríða þá sendimenn allir saman ok hitta Aðalstein konung í börg þeirri, er var næst heiðinni fyrir sunnan." Orð Og Athafnir Sagan um Egil Skallagrímsson varðveitir einhveija bestu heimildina um úrslitaorr- ustuna á milli Skota og Englendinga um alls- heijaryfírráð og var þetta svipuð barátta og 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.