Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1995, Qupperneq 11
Útskrift Örsaga tvo og þijá eða tel hliðar fernings eða geri eitthvað ennþá einfaldara, ef hægt er að ímynda sér það? En kannski Guð hafi ekki viljað að mér skjátlaðist á þennan hátt, því sagt er að hann sé algóður. Ég mun því ekki gera ráð fyrir að Guð, sem er algóður og uppspretta sannleikans, blekki mig, heldur að einhver ákaflega vold- ugur og slægvitur illur andi neyti allrar orku til að gabba mig. Ég mun hugsa mér að himinn, loft, jörð, litir, lögun hluta, hljóð og allir ytri hlutir séu einungis villandi draumsýnir sem andjnn hefur fundið upp til að blekkja mig. Ég mun líta svo á að ég hafi engar hendur, augu, hold, blóð né skilningarvit en ímyndi mér bara að ég hafi þetta allt. Ég mun halda mér fast við þessa hugleiðingu og gera allt sem í mínu valdi stendur til að fallast ekki á neinar rangar skoðanir, jafnvel þótt mér sé um megn að komast að neinum sannindum, svo að þessi illi andi geti alls ekki ekki villt mér sýn hversu voldugur og slægvitur sem hann kann að vera.2 Endi er bundinn á þessar efasemdir með hinni frægu röksemdafærslu Descartes til hans eigin tilveru. Hversu mjög sem illi andinn kann að blekkja hann getur hann aldrei villt svo um fyrir honum að hann hpgsi að hann sé til ef hann er það ekki.3 ’Ég hugsa, þess vegna er ég til,’ segir Desc- artes og heldur síðan áfram í því sem eftir er af hugleiðingunni til að svara spurning- unni ’Hvað er ég, þessi ég sem ég veit að er til?’ Verk Descartes gerðu hann frægan um alla Evrópu. Hann var í bréfasambandi og átti í ritdeilum við flesta lærdómsmenn síns tíma. Sumir vina hans fóru að leggja stund á skoðanir hans í háskólum: og ritið Lög- mál heimspekinimr var hugsað sem kennslu- bók. Aðrir prófessorar réðust heiftarlega á kenningar hans er þeir sáu hinu aristótel- íska kerfi sínu ógnað. Jafnvel í hinu tiltölu- lega fijálslynda HQllandi fann Descartes fyrir gusti trúarofsókna. En hann skorti ekki volduga vini og var því aldrei í alvarlegri hættu. Elísabet prins- essa af Pfalz, frænka Karls I. konungs í Englandi, hreifst af verkum hans og skrif- aði honum mörg bréf. Hún var fullfær um að standa fyrir sínu í röksemdafærslu, og af bréfasambandi þeirra varð til síðasta verk Descartes sem hann lauk við, Hræring- ar sálarinnar. Þegar það kom út var það þó ekki tileinkað Elísabetu heldur annarri konunglegri frú sem hafði fengið áhuga á heimspeki, Kristínu Svíadrottningu. Gegn betri vitund féllst hann á að þiggja stöðu sem hirðheimspekingur Kristínar drottning- ar sem sendi aðmírál með herskip til að flytja hann frá Hollandi til Stokkhólms'. Descartes hafði feikilega mikla trú á hæfileika sína og enn meiri trú á aðferðina sem hann hafði fundið. Hann hugði að ef hann lifði nokkur ár enn, og ef hann fengi nægilegt fé til að gera tilraunir, þá gæti hann leyst öll helstu vandamál lífeðlisfræði og þar með uppgötvað lækningu við öllum sjúkdómum. Kannski vissi hann aldrei hversu fjarstæðukennd þessi von var: því snöggur endi var bundinn á líf hans er hann tók þá óviturlegu ákvörðun að þiggja stöðu við sænsku hirðina. Kristín drottning heimt- aði kennslutíma í heimspeki klukkan fimm á morgnana. Með þessu lagi fékk Descartes fljótt að kenna á hörku sænsks vetrar og dó árið 1650 úr einum þeirra sjúkdóma sem hann hafði til einskis vonað að lækning væri til við innan seilingar aðferða hans. Það var eitthvað undarlega og kaldhæðnis- lega viðeigandi við grafskriftina sem hann hafði valið sér að einkunnarorðum. Dauðinn skaðar engan nema þann sem enn skortir sjálfsþekkingu þótt allur heimurinn þekki hann of vel.4 (Gunnar Ragnarsson þýddi.) Höfundur þessarar greinar, Anthony Kenny, «r mikilvirkur og mikilsvirtur enskur heimspek- ingur sem hefur skrifað bókina Descartes: A Study of His Philosophy (1968) og Wittgen- stein (1973). Hann er hálærður í heimspeki miðalda og liggur mikið eftir hann á þeim vett- vangi. Greinin var upphaflega erindi flutt í Breska útvarpið (1978) og er prentuö í ritgerða- safninu The Heritage of Wisdom eftir Kenny (1987). (Þýð.) ‘Úr þýðingv Magnúsar G. Jónssonar á Orðræðu um að- ferð sem kom út í lærdómsritaflokki Hins íslenska bók- menntafélags 1991, með inngangi og skýringum eftir Þorstein Gylfason. _ . , 'Eftir enskri þýðingu Johns Cottinghams í The Philosophic- a/ Wrítings of Descartes, Volume II. Cambridge Univers- ity Press, 1984. - Descartes skrifaði Hugleiðingarnar á latínu og voru þær þýddar á frönsku meðan hann lifði. Þýðing Cottinghams er gerð eftir latneska textanum. ’Descartes segir (! Z. hugl.): '... ég er líka án efa til ef hann er að blekkja mig; og blekki hann mig eins mikið og hann getur, hann mun aldrei koma því til leiðar að ég sé ekkert á meðan ég hugsa að ég sé eitthvað’. (Þýð). ‘Latneski textinn er svona: Illi mors gravis incubat/ /Qui, notus nimis omnibus /Ignotus moritur sibi. eftir SIGRÍÐI HALLGRÍMSDÓTTUR að var þurr strekkings- vindur þegar hún steig út úr strætisvagninum nálægt Háskólabíói. Hún sá margt fólk sem dreif að. Hún óttaðist að verða of sein. Hún sem hafði haldið að hún væri snemma á ferð. Hún vildi ekki lenda í troðningi. Það átti að útskrifa nokkur hundruð ungmenni úr Háskólanum. Yngsti sonur hennar var í þeim hópi. Hann hafði sagt við hana um morguninn að hann myndi fara með kær- ustunni á staðinn, ríkismannsdóttur, sem átti bíl og var líka að útskrifast. „Þú tek- ur þér leigubíl mamma,“ hafði hann sagt, en auðvitað datt henni ekki í hug að fara að eyða í slíkt. Svo hún ákvað að fara snemma af stað með strætisvagninum. Ég býst ekki við að hitta þig á eftir hafði sonur hennar sagt, ég fer í boð hjá kær- ustunni, svo förum við í bústað á Þingvöll- um og verðum þar í nótt. Hún flýtti sér eins og hún gat upp að dyrunum, sem betur fer komst hún fljót- lega inn í anddyrið. Hún fann daufan verk fyrir bijóstinu eftir hlaupin í vindin- um. Hún reyndi að þoka sér upp með veggnum í átt til dyranna að salnum, hægt og rólega svo lítið bæri á. Hún óttað- ist að hafa ekki þrek til að lenda í mestu ösinni. Sem betur fór varð talsverð bið á að dyrnar að salnum væru opnaðar svo að hún var komin upp með þeim hópi sem var næst dyrunum, en hélt sig við vegginn vinstra megin. Hún sá prúðbúið fólkið líta til sín hæðnislegu augnaráði. Hún var þó í bláu kápunni sinni sem ein systir hennar hafði gefið henni notaða áf sér fyrir nokkru. Hún kreisti handfangið á veskinu sínu og reyndi að bera höfuðið hátt og horfa beint fram. Hún átti þó líka barn sem var að útskrifast. Loks var farið að reyna að opna stóru dyrnar innan frá. Mikill þrýstingur myndaðist svo dyraverðinum gekk illa að opna, en tókst það að lokum. Hún óttað- ist að troðast undir. „Eruð þið með miða?“ hrópaði dyravörðurinn. Örfáir réttu fram miða, hinir ruddust framhjá á meðan. Hún barst með straumnum en náði ekki að afhenda miðann sem sonur hennar hafði afhent henni um morguninn svo hún hætti að hugsa um það en flýtti sér sem mest hún mátti til að ná í sæti. Sem betur fór fékk hún sæti framarlega í salnum, inni á miðjum bekk. Hún var ólýsanlega fegin. Hún fann að verkurinn fyrir brjóstinu hafið aukist en hann myndi líða frá fyrst hún hafði fengið sæti og gat hvílt sig. Hún fylgdist með fólkinu streyma inn í salinn og beijast um sætin. Að lokum voru öll.sæti full, en fólk hélt áfram að koma inn í salinn og tók sér stöðu hvar sem hægt var, svo þétt að sumir sem höfðu sæti sáu alls ekki neitt frá sér. Loks kom dyravörðurinn og hrópaði að athöfnin yrði sýnd í sjónvarpi í næsta sal. Hann vísaði mörgu fólki út úr salnum en sumir streittust á móti og reyndu að komast í önnur stæði. Ein kona hrópaði um leið og dyravörðurinn ýtti henni út, „en má ég ekki koma inn í salinn þegar barnið mitt útskrifast?“ Hún fékk ekkert svar. Stórum hópi var ýtt fram fyrir dyrn- ar og þeim var lokað. Loks var hátíðin sett. Svo var leikin tónlist. Það var gott að hvílast og hlusta á mjúku tónana. Það kom yfir hana værð, bara að verkurinn væri nú ekki að angra hana. Hún hugsaði um son sinn sem var hennar yngsta barn. Hvað hún hafði verið fegin að hann hafði náð þessum áfanga. Hann hafði fæðst þegar hin börnin voru orðin stálpuð og var aðeins tveggja ára þegar maðurinn hennar lést í vinnuslysi. Þá tóku við erfið ár, eilíft strit og barátta við að ná endum saman. Öll fóru þá börn- in í nám og voru nú dreifð víða, ýmist í framhaldsnámi erlendis eða í vinnu úti á landi. Þau voru því bara tvö í heimili, hún og yngsti sonurinn og brátt færi hann líka útí heim að læra meira. Það vildu allir læra meira nú til dags. Henni fannst aug- un vilja lokast undir lágværri tónlistinni en allt í einu var henni lokið. Maður gekk fram á sviðið og sagði hárri röddu, „nú verður lýst kjöri heiðursdoktora". Hann byrjaði að lesa æviferil nokkurra karl- manna og tíundaði afrek þeirra sem voru ýmisleg. Þeir voru leiddir uppá sviðið einn af öðrum. Sumir voru með hækjur. Tveir þurftu hjólastól, þeir tinuðu höfðinu og virtust varla fylgjast með því sem var að gerast. Loks hófst hin eiginlega útskrift. Hver deildarstjóri gekk fram og útskrifaði sína nemendur og allir tóku í höndina á rekt- ornum. Hún var stolt þegar sonur hennar gekk fram. Hann var indæll drengur, hugsaði hún og var glöð. Athöfnin tók óratíma. Loftið var orðið heitt og þungt og hún átti orðið erfitt um andardrátt. Hún sá nokkrar konur sem ekki höfðu sæti taka af sér háhæluðu skóna. Nokkr- ar settust í tröppurnar þó prúðbúnar væru. Loksins var útskriftinni lokið. Fólkinu létti og ætlaði að fara að rísa úr sætum. Þá var kynnt að Háskólakórinn myndi syngja nokkur lög. Dauft andvarp barst frá saln- um. Nokkrir laumuðu sér út en flestir sátu kyrrir. Mussuklæddur maður hljóp fram sviðið og hneigði sig, Kórinn raðaði . sér upp og sá mussuklæddi byijaði að stjórna. Gaudeamus igutur ... Móðir mín í kví kví, kvíddu ekki því því ... Allt í einu heyrðist hrópað. Er læknir í salnum? Þögn sló á kórinn en 40 læknar og 90 hjúkrunarkonur risu upp á sviðinu þar sem þau höfðu haft sæti bak við kór- inn. Þau hikuðu, enginn vissi hver hafði hrópað en þó var einhver hreyfing í einum bekknum framarlega og þar var rétt upp hönd. Nú hvarf allt hik. Læknar og hjúkrunarkonur byijuðu að hlaupa niður tröppurnar af sviðinu. Sumir kræfustu læknarnir bókstaflega stukku fram af miðju sviðinu og gripu svo eins og eina hjúkku sem naut þess að henda sér í fang- ið á þeim um leið. Þau byijuðu að troðast á milli sætaraðanna, hvert um sig ákveðin í að þarna skyldi þeirra fyrsta verk með nýja skírteininu verða unnið. Það myndað- ist mikil ringulreið og lá við að sumir træð- ust undir. Það var byijað að hrópa, opnið dyrnar og loks var það gert og gestirnir í salnum reyndu að komast út. Sjúklingurinn fannst ekki öllum til mik- illa vonbrigða. Hafði einhver verið að gera at? Smátt og smátt leystist samkoman upp enda hafði hún dregist á langinn. Ekki varð meira úr söng og kórinn hvarf af sviðinu og salurinn tæmdist. Fólk var fegið að komast út undir bert loft úr þess- ari hitasvækju. Salnum var lokað og fólk- ið týndist burt. Það var komið framyfir auglýstan bíósýningartíma og hópur ungl- inga hafði safnast við aðaldyrnar. Dyra- vörðurinn hafði engan tima til að fara yfir salinn og hleypti unglingunum inn. Þau ruddust í aftari sætin. Vinsæl kvik- mynd var að hefjast. Ljósin voru slökkt. Eitt par kom hlaupandi. Þeim var hleypt inn í myrkrið. Þau fálmuðu sig að sætum framarlega í salnum. Þau vildu vera útaf fyrir sig. Skyndilega kvað við skerandi óp í stúlku. Hvað var að gerast? Dyravörðurinn kom hlaupandi og kveikti ljósin. Þessi dagur ætlaði ekki að vera endasleppur, hugsaði hann. Stúlkan sem hafði komið síðust inn stóð upp á stól og æpti, piltur- inn hélt utan um hana. Hún benti niður á gólfið. Dyravörðurinn leit niður á milli sætaraðanna og sá bláklæddan handlegg og hönd sem var kreppt utan um hand- fang á slitnu svörtu veski og aðgöngum- iða að útskrift. Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. ARI GISLI BRAGASON ÆF A jr mm m Osymlegi maðurinn Alltaf á ferðinni ósýnilegi maðurinn ekki lítill ekki stór en oft bak við hurð laumast þetta talandi um allt eða ekkert en helst bara slæmu hlutina þetta sem allir vilja heyra ósýnilegi maðurinn á það til að hlæja dátt djöfullegum hlátri en bara þegar einhver missir svokallaðar eignir sinar sýnilega fólkinu bregður því enginn er maðurinn þó stundum sýnilegur þessi annars ósýnilega manntegund. Hvað vantar Öttaslegin stöðvist þið við biðskyldur vonarinnar og skellið takmörkunum á borðið Þrælar þjónustuverka og fáið ekki skynjað lögmál trúarinnar finnið aðeins sömu vonbrigðin aftur og aftur ást feiga í fæðingu trúarleit feig fóstur boðskapur — frelsun og fyrirheit góð kæfð í mekki amsturs og kífs um daglegt brauð daglegt brauð sem er amstrið og kífið og takmarkanirnar Höfundur er rithöfundur og verslunarmað ur í Reykjavík. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók hans sem heitir „Hvítur himinn úr glugga". SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Nemandinn Einn í mínum hugarheimi, húki ég og ekkert gengur. Illir andar eru á sveimi. Er ég kannske vondur drengur? Ættin mín var aldrei stórra efna, eða vitið mikið. Hreykti sér því aldrei eins og haninn, upp á efsta prikið. Lát mig vera, leyf mér skoða, lífið út frá eigin kvarða. Ekki kenna, ekki troðá í mig því, sem ei mig varðar. Ég er sæll í eigin heimi, engum tær um hef ég troðið. Ég má læra eftir mínu'm óskum, er í lögum boðið. Höfundur er skólastjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. MAÍ1995 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.