Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Qupperneq 2
JÓNAS HALLGRÍMSSON Annes og eyjar (Með mottó: „hann er farinn að laga sig eftir Heineu) - brot - Ólafsvíkur- enni Riðum við fram um flæði fiúðar á milli’ og gráðs, fyrir Ólafsvíkurenni, utan við kjálka láðs. Fjörðurinn bjartur og breiður biikar á aðra hlið, tólf vikur fullar að tölu, tvær álnir hina við. Hvurt á nú heldur að halda í hamarinn svartan inn, ellegar út betur til þín? Eggert, kunningi minn! Hornbjarg Yst á Hornströndum heitir Hornbjarg og Kópatjörn; þeir vita það fyrir vestan, þar verpir hvítur örn. Um sumarnótt, er sveimar sól yfir norðurslóð og þoka sígur um sjóinn, hann situr rauður sem blóð. Og örninn Htur ekki oná hið dimma haf, og horfir í himinljómann - hafskipið sökkur í kaf. Drangey Tíbrá frá Tindastóli titrar um rastir þtjár; margt sér á miðjum firði Mælifellshnjúkur blár. Þar rís Drangey úr djúpi, dunar af fuglasöng bjargið, og báðum megin beljandi hvalaþröng. Einn gengur hrútur í eynni, Illugi Bjargi frá dapur situr daga langa dauðvona bróður hjá. Kolbeinsey Bræðurnir sigldu báðir burtu frá ungri mey, langt burt frá systur sinni, að sækja í Kolbeinsey. Þar er svo dúnað í dúni að djankinn Iiggur þar bara bráðhendis hissa og breiðir út lappirnar. Ömurlegt allt mér þykir útnorður langt í sjá; beinin hvítna þar beggja bræðranna klettinum á. JEG BIÐ AÐ HEILSA! Nú andar suðrið sæla vindum þiðum, á sjónum aliar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fogru iandi Isa, að fósturjarðar minnar strund og hlíðum. Ó! heilsið öllum heima rómi bliðum um hæð og sund í drottins ást og friði; kyssi þið, bárur! í>át á Cskimiði, blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn !júG! fuglinn trúr, sem fer með fjaðra bliki háa vegaleysu i sumardal að kveða kvæðin þín! Ilcilsaðu einkuni, ef að fyrir ber engil, með húfu og rauðan skúf, í peisu; þrústur minn góður! það er stúlkan ruíri. FRUMPRENTUN úr Fjölni 1844. Engill á íslenzk- um búningi Eftir HANNES PÉTURSSON Jónas Hallgrímsson hóf að þýða ljóð eftir Heinrich Heine ekki síðar en snemma árs 1842 (þá til heimilis í Reykjavík), það kemur fram í traustri heimild. í Ejölni árið eftir birtust þijár Heine-þýðingar eftir hann, Álfareiðin, Strandsetan og Næturkyrrð. Tvö þeirra ljóða eru úr alllöng- um flokki sem nefnist á frummáli Neuer Friihling og birtist upphaflega á prenti 1831, en síðar í kvæðasafni sem Heine gaf út 1844. Úr sama flokki þýddi Jónas tvö ljóð til viðbótar, en líklega ekki fyrr en veturinn 1844-45. Alls urðu Heine-þýðing- ar hans tólf (fremur en þrettán, eins og talið er í sumum útgáfum). Eitt þeirra fjögurra ljóða sem Jónas þýddi úr Neuer Friihling er gimsteinn í lýn'skum skáldskap á þýzka tungu. Það er aðeins tvær vísur, sem hrynja áþekkt ferskeytlum. Jónas sneri þeim, eins og sumum öðrum ljóðum, í fijálslegan brag, endarímslausan, eddulegan, og hvarf við það svipmót Hein- es. Þýðingin er hreimþýð líkt og frumkvæð- ið, en sparibúnari að orðfæri. Jónas kvað: Ómur alfagur, ómur vonglaður, vorómur vinhlýr vekur mér sálu. Ljóðið mitt litla, léttur vorgróði! lyftu þér, leiktu þér langt út um sveit. Hljóma þar að húsum, er heiðfópr blómin i breiðri brekku gróa; lítirðu ljósasta laukinn þar, berðu, kært kvæði! kveðju mína. Það er leið umturnun, að Jónas skyldi karlkenna (,,laukur“) rósina sem Heine bað að heilsa; henni átti vorljóðið hans litla að færa kveðju, framar öðrum blómum, ef hún yrði á vegi þess úti í ijarskanum. Sömu vísur þýddi Steingrímur Thor- steinsson (og aðrir enn síðar). Honum fórst það verk vel úr hendi. Þýðingu hans þekk- ir víst hvert mannsbarn á íslandi sem lesið hefur ljóð eða sungið lag: Mér um hug og hjarta nú Hljómar sætir líða. Óma, vorljóð! óma þú Ut um grundir víða. Hljóma þar við hús þú sér Hýrleg blómin skína, Fn'ðri rós, ef fyrir ber, Færðu kveðju mína. Á frummáli hljóða niðurlagslínurnar svo: Wenn du eine Rose schaust, Sag, ich laE sie grúEen. Með öðrum orðum: Lítir þú rós, bið ég að heilsa. Kunni menn að lesa milli lína, skilst að rós merkir hér: fögur stúlka. „Rós- in smá á heiði“ (Heidenröslein í ljóði Goet- hes) er sams konar tákn. Hafi Jónasi tekizt miður en skyldi að yrkja á íslenzku smáljóð Heines, Leise zieht durch mein Gemut, þá víkur öðru við um sonnettuna Ég bið að heilsa! sem birtist I Fjölni 1844. Um þá sonnettu sem lýrískt snilldarverk og stöðu hennar í ijóðagerð íslendinga verður ekki rætt nú, heldur að- eins þann engil sem þar er nefndur og átti framar öllum öðrum að fá kveðju skálds- ins, ef hann skyldi bera fyrir augu þrastar- ins góða í sumardal heima. II Jónas orti sonnettu sína, hina fyrstu á íslenzku svo kunnugt sé, í Sórey á Sjá- landi, fjarri félagsbræðrum slnum í Kaup- mannahöfn, Konráði Gíslasyni og Brynjólfi Péturssyni. Hann sendi þeim ljóðið þaðan til birtingar í Fjölni. Oft hefur verið vitnað í svarbréf Brynjólfs, dagsett 10. apríl 1844: „Mesta gull er hún „kveðjan þín“, góði minn! En mætti ekki hafa „og“ fyrir „þau“ í „þau flykkjast heim að fögru Iandi Isa“. Konráði þykir „engillinn" vera of kýmileg- ur, en orðið „söngvari" líkar okkur ekki,. en kvæðið er - som sagt - mesta gull.“ Jónas tók mark á athugasemdum vina sinna að því leyti, að hann breytti „þau“ í „og“ og „söngvari" I „vorboði“. Við „englin- um“ sem Konráði, aðalritstjóra Fjölnis, þótti „of kýmilegur", hróflaði hann ekki neitt. Mátti þó ætla, að sú ljóðmynd þarfnaðist betrumbótar, fyrst „engillinn“ var broslegur í augum bezta yfirlesarans. Ef til vill tjáði Jónas vinum sínum fljótlega, hver þessi „engill“ var í raun og veru, og Konráð þá hætt að kíma, hefur skilið hve vinur hans fór af nýstárlegum sérleik ferða sinna þarna, eins og raunar stundum endranær. Að minnsta kosti lét hann orðið óáreitt eftir þetta, svo menn viti. Vissulega er ljóðmyndin skrýtin fljótt á litið: Engill á íslenzkum búningi, peysuföt- um! Ekki einu sinni haft svo mikið við að skrýða hann skautbúningi. En lesendur hafa nú vanizt henni fyrir löngu og skynja ekki glöggt, hvernig hún horfði við Konráði Gíslasyni, alný úr penna skáldsins. Og þeir hafa meira en vanizt henni: Þessi mynd er nú einn af helgum dómum íslenzkrar ljóða- gerðar. Ýmsir hafa lagzt undir feld og síðan sagt, hver stúlkan hans Jónasar væri - engill hans. Einkum hafa verið nefndar til Þóra Gunnarsdóttir og Kristjana Knudsen, stúlkur sem hann hreifst af ungur heima á íslandi; báðar giftar frúr þegar ljóðið var ort. Sumir hafa minnt á ógefna prestsdóttur í Mývatnssveit, Hólmfríði Jónsdóttur I Reykjahlíð; Jónas kynntist henni sumarið 1839, þegar hann fór rannsóknarferð um Norðurland og hafði um skamman tíma aðsetur á heimili hennar. Þessar uppástung- ur, og enn fleiri, benda til þess, að mikið sé undir því komið að áþreifanleg mann- eskja fengi hina sérstöku kveðju Jónasar Hallgrímssonar, þegar hann hafði áður beð- ið að heilsa öllu heima, landi og lýð. Það skal viðurkennt, að tíminn sem rétt röð klukkustunda, tikk-takk í halarófu, var að gufa upp í hugsun Jónasar þegar hann orti Ég bið að heilsa; ýmislegt sem liðið var setur hann þá í ævarandi nútíð í skáldskap sínum. Og hann ferðast þar ennfremur um staði á íslandi eins og hann þekki þá af eigin raun, þótt hann hafi þá aldrei líkamsaugum litið. Hann gerist herra yfir stundum sínum og ferðum. Þess vegna mætti hugsa sér, að engillinn á íslenzka búningnum hafi verið tiltekin stúlka sem Jónas elskaði ungur og stóð kyrr fyrir hugarsjónum hans, hvað svo sem fyrir henni lá síðar. Einnig ályktar sjálfsagt margur, að eng- ill ljóðsins sé blátt áfram fríð og saklaus heimastúlka í sveit á ættjörðinni, ímynd þess sem er hreint og fallegt í fari þjóðarinn- ar og því beri að færa henni kveðju, einkan- lega. Á þann hátt skildi ég um tíma ,orð skáldsins, en sannfærðist um það með sjálf- um mér fyrir mörgum árum, að hin „sólfagra mey“ Hulduljóða og engillinn í Ég bið að heilsa væri ein og sama persónan í hugmyndaheimi Jónasar Hallgrímssonar. Sonnettan varð mér þá í einni svipan sem ný, bæði dýpri og fegurri en áður. Jónas eignaði sér enga stúlku vorið 1844 aðra en Huldu, hinar voru liðnar hjá. Og í ljóði sem hann orti í Kaupmannahöfn í marz-apríl 1845, um það bil mánuði fyrir andlátið, kveðst hann vilja deyja á íslandi: Heimrof mig fínni hjá Huldu minni. Hulda, hún var stúlkan hans. Einhverjir munu nú, að líkindum, kalla eftir frekari rökum. Þau tengjast Hulduljóð- um og bíða- annars tíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.