Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.1995, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson: Dagbók úr sumarferð 1841 júlí, sunnudag. Hélt loks á stað úr Reykjavík um kvöldið; hafði áður farið í alla þá leiðangra um Gull- • bringusýslu sem nauðsyn 'bar til og sumpart hafði verið óskað eftir; JÓNAS HALLGRÍMSSON Úr Huldu- Ijóðum - brot 17. Hggert: „Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley! vér mættum margt muna hvurt öðru’ að segja frá; prýði þér lengi landið það sem lifandi guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. 18. Vissi ég áður voruð þér, vallarstjörnur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér, lék eg að yður marga stund; nú hef eg sjóinn séð um hríð og sílalætin smá og tíð, munurinn raunar enginn er því allt um lífið vitni ber. 19. Faðir og vinur alls sem er! annastu þennan græna reit; blessaðu, faðir! blómin hér, blessaðu þau í hvurri sveit. Vesalings sóley! sérðu mig, sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggarnótt, dreymi þig ljósið, sofðu rótt. 20. Smávinir fagrir, foidarskart, finn eg yður öll í haganum enn; veitt hehr Fróni mikið og margt miskunnar faðir, en blindir menn meta það aldrei eins og ber, unna því lítt sem fagurt er; telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð. “ Þegar ég hafði lokið við að rannsaka Sandgíg, tók ég að svipast um eftir lestinni, en hún var horfin og birtist ekki þótt ég kallaði og riði fram og aftur og klifi upp á hæstu hraunhólanna... Ég leitaði árangurslaust í nær tvo tíma og varð við það dauðþreyttur og eins hesturinn. búið um og sent það til safnanna er þau áttu að fá af söfnun minni um veturinn; jafnframt undirbúið mig svo vel til ferðarinnar sem sú upphæð er mér náðugast hafði hlotnast og nökkur fararefni önnur að auki leyfðu (sjá reikningabókina). Tjaldaði hjá Miðdal klukkan tvö þann 12. Ekkert það til frásagnar í nátt- úrufræðilegum efnum sem ég hef ekki ritað áður í dagbækur mínar. 12. júlí, mánudag. Fór um Seljadal og Mosfellsheiði til Þingvalla. Það varð nú auð- sætt, enn skýrar en í haust eð var, að grágrýt- ið (yngra grágijótið) liggur einmitt á þessum slóðum að blágrýtinu (eldra grágijótinu) sem birtist við mörk Mosfellsdals að sunnan, í bröttum norðurhlíðum lágra fjalla og hallar því til suðurs, aftur eru aflíðandi suðurhlíðar allra þeirra fjalla eður fella grágrýti, þó svo þunnt að á stöku hæðum skýtur móbergið upp kollinum og kemur síðan í ljós að fullu í fjallgarði þeim er skilur Gullbringu- og Ar- nessýslur, verður eftir það enn gleggra og einkennir mjög jarðlögin á suðaustanverðu íslandi. Þetta sést einkum ótvírætt í skorn- ingi eða gili í Seljadal þar sem þunna lagið efst og hluti móbergsins undir því er svo rof- ið, að ekki einungis getur þar að líta harða móbergslagið, óslitið, heldur jafnframt mjög greinilega þá lagskiptingu þessarar bergteg- undar sem er svo algeng í móbergsfjöllunum er næst liggja í suðri og austri (til að mynda Henglinum, Móhálsum o.s.frv.) A allri Mosfellsheiði hvílir grágrýtið efst eins og vænta mátti, þó ber víða á móbergi í norðausturhlíðum heiðarinnar, og þótt und- arlegt þyki, er það einnig svo á þessari leið að grágrýtið kemur greinilegast fram í löng- um, lagskiptum sprunguveggjum, eins og til HRAUN í Öxnadal, fæðingarstaður Jónasar Hallgrímssonar. að mynda í Jórukieif. Austar gnæfír móbergs- fjallið Hengill yfír Mosfellsheiði, mikið um- máis og endar í lágum fjallgarði, Dyrfjöllum; í fjarska sýnast þau vera úr móbergi, en úr því hefur þó ekki verið skorið hvort hraunin nýju sem runnu norðan Hengils niður í Þing- vallasveit syðst og mynda Nesjavallahraun eru ekki meðal annars komin úr fjöllum þess- um. Mér gafst ekki tími til að fara þangað. Grágrýtið hverfur loks undir hið þykka Þing- vallahraun. Á þessum slóðum háttar sem sé til eins og nú verður sagt: Þar eru mörk blágrýtis- myndunarinnar; að blágrýtinu liggur hið þykka móbergs- og þursabergslag sem að miklu leyti ræður ríkjum á sunnan- og suð- austanverðu íslandi. í lægðinni milli beggja þessara myndana gengur grágrýtið fram í þykkum straumum og breiðir úr sér til hvorr- ar hliðar svo langt sem auðið er. Berggrunn- inn, sem þannig varð til úr eldri myndunum, hylja nú víða hraun frá nútíma. 13. júlí, þriðjudag. Um kyrrt á Þingvöllum, að sumu leyti til að átta mig enn betur en áður á umhverfi þessa staðar, sem er hinn virðulegasti og merkilegasti í sögu þjóðarinn- ar, að sumu leyti og vegna hins, að ég þurfti að afla mér traustra heimilda um staðhætti kringum Skjaldbreið, þar eð ég hafði fyrir löngu ásett mér að fara þar um í því skyni að rannsaka jarðmyndun fjallsins eins vel og kostur væri. Vatnshiti í gjánum reyndist enn sem fyrr annað hvort rúmlega 4° Celsíus eða hér um bil 3° til 3‘/4° R.* 14. júlí, miðvikudag. Reið frá Þingvöllum yfir hraunið að Hofmannaflöt; þaðan liggja höfuðfjallvegirnir tveir milli Suðurlands og Norðurlands, kallaðir Eyfirðingavegur og Skagfirðingavegur. Fór þann fyrrnefnda að Biskupsflöt og gegnum Goðaskarð, og síðan áfram norður á bóginn austur með Gatfelli eður Gagnfelli er liggur milli Lágafells og Mjóafells. Þessi fell þrjú svo og Ármannsfell og austurhlíðar Súlna, sem rísa hátt, eru öll úr móbergi, víða fleyguðu mjóum, dökkum gjágijótskömbum er virðast frá grágrýtis- skeiðinu. (Súlur hafa mér fyrr sýnst, séðar úr vestri og norðri, heyra til blágrýtis- eða að minnsta kosti grágrýtismynduninni.) Norður frá Gatfelli er farið til suðausturs, beint á skarðið sem verður milli Skjaldbreiðs og Tindaskaga. Það heitir Klukkuskarð og er nefnt eftir lítilli fjallstrýtu eður hæð við jaðar Skjaldbreiðs. Þarna liggur vegurinn ein- lægt yfir þykkt hraunið sem rann til suðvest- urs frá Skjaldbreið og heitir Þingvallahraun; allt þetta mikla flæmi blasir við augum, héð- an að sjá, og ekkert annað sker sig úr en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.