Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 1
O R G U N
Stofnuö 1925
L A Ð S
29. tbl. 26. ágúst 1995 — 70. árg.
GLÆSILEGUR farkostur - og hraðskreiður. Hérsiglir GAIA á siglingu við íslandsstendur í september 1991.
Gaia, nákvæm eftirgerð víkingaskips, haustið 1991. ijósm.: sigurgeir Jónassou.
Sigling á
víkingaskipum
Uppruna sinn sem sjálfstæðrar þjóðar eiga ís-
lendingar ekki síst að þakka þeim aðdáanlegu
norsku skipum sem landnámsmenn höfðu til
umráða. En í margar aldir hafa menn vanmet-
ið þessi skip og neitað að trúa því að þau
Ástæða er til að leita
skýringa á því hvers
vegna menn hafa átt erfitt
með að trúa því hvað hin
fornu víkingaskip voru
hraðskreið.
Eftir
PÁL BERGÞÓRSSON
hafi verið jafn sjóhæf og hraðskreið og
heimildir skýra frá. Það er því meira en
tímabært að taka til meðferðar þær röngu
hugmyndir sem hafa verið svo að segja
alls ráðandi í sagnfræðiritum um þessi
skip. Ekki síst er til þess ástæða nú vegna
þess að nú^er verið að smíða fyrsta víkinga-
skipið á íslandi, glæsilega, vandaða og
nákvæma eftirmynd Gauksstaðaskipsins
sem grafið var upp í Noregi árið 1880.
HVAð ER DÆGRIð LANGT?
Hvernig spyrðu, mun ýmsum verða að
orði þegar þeir sjá þessa fyrirsögn um leið
og þeir svara: Auðvitað er dægur hálfur
sólarhringur. En flestir sagnfræðingar sem
um víkingaskipin hafa fjallað hafa þó hald-
ið því fram að dægur sé sólarhringur, 24
klukkustundir. Þegar fornsögurnar herma
að milli Staðar í Noregi og Austfjarða, um
545 sjómílna leið, sé 7 dægra sigling, má
sjá með einfaldri deilingu að meðalhraðinn
hefur verið um 6,5 sjómílur á klukku-
stund, 6,5 hnútar. En menn hafa því gert
sér lítið fyrir og sagt: Þó að allar aðrar
heimildir segi dægur vera 12 tíma, þá
getur það bara ekki verið meiningin í þessu
tilfelli. Það hlýtur að vera átt við sólar-
hring. Við verðum að deila með tveimur í
hraðann til þess að hægt sé að trúa.
Lítum nú nánar á þetta. Benda má á
fullkomnar skilgreiningar á orðinu dægur
á ellefu stöðum í fornu máli, nokkru fleiri
en þær sem er að finna í orðabók Fritzn-
ers yfir fornmálið. Þetta eru fimm dæmi
úr Alfræði íslenskri, þrjú úr Konungs-
skuggsjá, eitt úr Snorra-Eddu, eitt úr
Heimskringlu og eitt úr Heiðarvígasögu,
og í þeim öllum er greinilegt að dægur er
hálfur sólarhringur. í einu dæminu úr Al-
fræðinni eru reyndar nokkuð augljós pen-
naglöp, þar sem tunglmánuður er talinn
59 og hálft dægur, en síðar í málsgrein-
inni 59 dægur, en það misræmi breytii'
ekki merkingu orðsins. Að réttu nútíma
tali er tunglmánuður 59,06 dægur svo að
þar hefur höfundur Alfræðinnar farið furðu
nærri lagi. Og niðurstaða hans er skýr: /
degi dægur tvö, í dægri stundir tólf. Sama
skýring er í orðabókum Cleasbys, Sigfús-
ar, Árna og Ásgeirs, dægur er 12 stundir.
En orðabók Cleasbys heldur fram að sigl-
ingalýsingar Landnámu verði að skoða sem
undantekningu, því að þar virðist dægur
merkja dag, þ.e. sólarhring. Á bak við það
liggur sú skoðun að skipin hafi ekki getað
verið hraðskreiðari en þetta. Að vísu er
það rétt að eitt dægur getur stundum
kallast dagur, en þá er átt við hinn bjarta
helming sólarhringsins, til dæmis þegar
ferðast er á landi og hvílst á nóttunni. Það
kemur fyrir í frásögninni af Haka og Hekju
í Eiríkssögu og það felst líka í orðinu Tví-
dægra sem fékk nafn sitt af því að Barði
Guðmundarson fór yfir heiðina á tveimur
dögum í herferð sinni suður í Hvítársíðu,
en hélt kyrru fyrir um nóttina á milli. En
hvað sem þessu líður verður ekki annað
séð en dægur merki alltaf hálfan sólar-
hring í fornu máli.
En hvaðan kemur þá þessi túlkun Cleas-
bys (Guðbrands Vigfússonar) á orðinu
dægur? Gustav Storm orðaði það svo árið
1880 að C.C. Rafn og fleiri hefðu í Gron-
lands Historiske Mindesmærker (um 1838)
fundið út þennan skilning til þess að bjarga
trúverðugleika fornsagnanna, en sjálfur
var Storm ósammála þeirri túlkun og vitn-
aði þá í fornar heimildir um merkingu orðs-
ins dægur. Og hér verður reynt að sanna
að sú björgun hafi verið óþörf.
HVAð VARDÆGUR-
SIGLING LöNG?
Það voru knerrir sem voru að öllum lík-
indum mest hafðir í siglingum milli Nor-
egs, íslands, Grænlands og Vínlands. Um
siglingahraða þeirra eru til ýmsar heimild-
ir frá ritunartíma fornbókmennta. Eðlilegt
sýnist að taka mest mark á heimildum um
þá siglingaleið á opnu hafi sem hefur vafa-
laust verið fjölförnust á þessum tíma, milli
Islands og Noregs. Samkvæmt þeim heim-
ildum var 7 dægra sigling frá Stað í Nor-