Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 5
sæti þar sem betri borgarar mættu. Á Hót-
el Reykjavík voru þeir sem alls ekki voru
templarar, þeir voru flestir í Gúttó, og í
húsi K.F.U.M. var blandaður hópur, þó eink-
um yngra fólk. Almenningur hélt sig vita-
skuld fjarri en skemmti sér engu að síður
hið besta á Melavellinum með söng og dansi.
II
Lögin um Háskóla íslands höfðu verið sam-
þykkt á þinginu 1909 og staðfest af kónginum
en tekið var fram að ekkert yrði úr fram-
kvæmdum fyrr en fjármunum væri ráðstafað
til skólans á fjárlögum. Á þinginu 1911 var
skólinn settur á fjárlög 1912-1913, Alþingi
kom þá saman annað hvert ár og því voru
fjárlög sett fyrir tvö ár í senn, en til þess að
hægt væri að stofna hann á aldarafmæli Jóns
Sigurðssonar árið 1911 var lítiiræði veitt til
hans á fjáraukalögum. Þótt meirihluti alþingis-
manna á þinginu 1911 væri samþykkur stofn-
un Háskóla íslands og væri ákveðinn í að
nota 17. júní til þess þá var sérstaklega tekið
fram að ekki skyldi borga háskólakennurum
laun fyrr en um haustið. Þetta atriði segir
töluvert um afstöðu þings, bæði þá og síðar,
og lýsir vel þeim nánasarhætti sem oft ein-
kennir gerðir yfirvalda í sambandi við menn-
ingar- og menntamál.
Þegar Alþingi var lokið var komið að ráð-
herra, Kristjáni Jónssyni, að setja menn i
embætti háskólakennara en beðið var með
að skipa þá fram á haust. Kennarar embættis-
mannaskólanna, Prestaskólans, Læknaskól-
ans og Lagaskólans, voru sjálfkjömir til þess-
ara starfa en öðru máli gegndi um kennara
í heimspekideild. Fyrir valinu urðu dr. Björn
M. Olsen sem prófessor í íslenskum fræðum,
sem í eina tíð var rektor menntaskólans,
Ágúst H. Bjamason sem prófessor i heim-
spekilegum forspjallsvísindum, en hann var
kennari í menntaskólanum og varð doktor frá
Kaupmannahöfn síðar á árinu, og Hannes
Þorsteinsson sem dósent í sögu Íslands, al-
þingismaður Árnesinga og fyrram ritstjóri
og eigandi Þjóðólfs. Aðrir kennarar vora Jón
Helgason, Haraldur Níelsson og Eiríkur Bri-
em í guðfræði, Guðmundur Bjömsson og
Guðmundur Magnússon i læknadeild, auk
aukakennara sem verið höfðu í læknaskólan-
um, og lögfræðingarnir Láras H. Bjarnason
(bróðir Ágústar), Einar Arnórsson og Jón
Kristjánsson (sonur ráðherra).
Um haustið voru allir þessir menn skipaðir
í stöður sínar nema Guðmundur Bjömsson,
Eiríkur Briem og Hannes Þorsteinsson. Guð-
mundur var landlæknir, og sem slíkur for-
stöðumaður læknaskólans, en hann vildi held-
ur gegna því embætti áfram og þess vegna
var nýr prófessor fenginn í hans stað. Höfð
vora Guðmundarskipti og kom Hannesson í
stað Björnsson. Eiríkur Briem lét af störfum
að eigin ósk en hann var orðinn 67 ára gam-
all og hafði kennt við Prestaskólann í þijá
áratugi. í hans stað kom Sigurður P. Síverts-
en prestur á Hofi í Vopnafirði. Um Hannes
Þorsteinsson gegndi allt öðru máli. Hann vildi
ólmur halda starfinu en fékk ekki og í stað
hans var Jón J. Aðils skipaður í stöðuna.
Hannes Þorsteinsson var fæddur á Brú í
Biskupstungum árið 1860. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Lærða skólanum árið 1886 og
embættisprófi frá Prestaskólanum tveimur
árum síðar. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir varð
ekkert úr prestsskap hjá Hannesi og taldi
hann meginástæðuna vera andstöðu Magnús-
ar Stephensens landshöfðingja en Hannes
hafði bent á nokkrar villur í lögfræðingatali
sem Magnús hafði gert. Næstu ár vann Hann-
es við kennslu og ritstörf, m.a. lauk hann við
Guðfræðingatalið sem síðar kom út á vegum
Sögufélagsins, en síðla árs 1891 kaupir hann
elsta og frægasta blað landsins, Þjóðólf, og
er ritstjóri þess næstu 18 árin. Þjóðólfur var
ásamt ísafold áhrifamesta blað landsins og
Hannes því mjög viðriðin stjórnmál auk þess
sem hann var þingmaður Árnesinga frá alda-
mótum til þess að hann var felldur 1911.
Hannes var svo ósáttur við endalok þing-
mennsku sinnar og þeim „öfugsnáðahætti"
Ámesinga að hafna honum að hann steig
aldrei fæti sínum inn fyrir dyr Alþingishúss-
ins meðan þingfundir stóðu yfir það sem eft-
ir var ævinnar, eða í tæpan aldarfjórðung.
Æviminningar Hannesar Þorsteinssonar,
ritaðar af honum sjálfum, komu út snemma
á sjöunda áratugnum ög þar segir hann m.a.
frá dósentsstarfinu. Hannes segist ekki hafa
beðið ,um stöðuna eða minnst á hana að fyrra
bragði heldur hafi ráðherra haft allt frum-
kvæði í þessu máli og talið hann sjálfkjörinn.
„Tók ég því auðvitað með þökkum og datt
síst í hug, að ég mundi verða svo prettaður,
sem raun varð á.“ Um sumarið undirbjó Hann-
es sig fyrir starfið enda taldi hann víst að
hann yrði skipaður í stöðuna og rannsakaði
ýmsar heimildir. Helstu niðurstöður þeirra
rannsókna birtust í Skírni árið 1912 „Nokkr-
ar athuganir um íslenzkar bókmenntir á 12.
og 13. öld“ en vöktu litla athygli og enn
minni hrifningu, að því er Hannes segir. í
september kom skellurinn þegar Jón Aðils
var skipaður í stöðu Hannesar
JÓN J. Aðils, alþingismaður, sögu-
prófessor og nýtekinn við embætti
rektors Háskóla íslands þegar
hann lézt 1920.
HANNES Þorsteinsson, alþingis-
maður, þjóðskjalavörður og ritstjóri
Þjóðólfs. „Sumardósentinn“ sóttist
eftir kennslustöðu við Háskólann og
þáði ekki stöðuna þegar hún bauðst
honum eftir fráfall Jóns J. Aðils.
„Varð ég allmjög hvumsa við þessa veit-
ingu, og þótti öllum, sem á þetta minntust,
að ráðherrann hefði beitt mig undarlegum
rangindum, því ekkert hafði ég til saka unn-
ið, og ekki hafði ég sýnt mig óhæfan til
kennslu, með því að hún var ekki byijuð í
háskólanum. Hafði ég ekkert heyrt um þessi
sinnaskipti ráðherra, fyrr en veitingin var
auglýst, og kom þetta því eins og þruma úr
heiðríkju. En síðar frétti ég, að Jón sonur
ráðherrans, er þá var prófessor í lögum við
háskólann, hefði í raun réttri veitt Jóni Mýr-
hýsingi (foreldrar Jón bjuggu um tíma í Mýr-
arhúsum á Seltjarnarnesi) embættið, með því
að hann hafi spanað karl föður sinn að hrinda
mér frá því, en skipa nafna sinn í staðinn.
Mun sú tilgáta rétt, því naumast hefur Krist-
ján tekið það upp hjá sjálfum sér, án mikils
undirróðurs utan að, hvort sem Jón dósent
hefur átt þar mikinn þátt í eða ekki, því það
get ég ekkert fullyrt um. En sennilegt þykir
mér, að hann hafí fengið nafna sinn (Jón
Kristjánsson) til liðveizlu, og að þeir báðir
hafi átt þátt í þessari ráðabreytni ráðherra,
en Jón Kristjánsson þó frekar, en Jón þennan
þekkti ég aðeins í sjón og hafði aldrei talað
orð við hann, svo að ég muni... Hann (þ.e.
Jón Aðils) var ágætur ræðumaður „fyrir fólk-
ið“ þótt efnið væri ekki ávallt svo veigamikið
sem meðferð þess var snyrtileg og áheyrileg.
Hann hafði því ýmis skilyrði til að geta gegnt
dósentsembætti þessu allviðunanlega, svo frá
því sjónarhorni var það ekkert hneykslanlegt,
að hann var skipaður í þessa stöðu.“
III
Sárindi Hannesar eru skiljanleg en til að
bæta hoiium upp dósentsstöðuna að einhveiju
leyti fékk hann stöðu á Þjóðskjalasafni og
varð síðar (1924) þjóðskjalavörður og gegndi
því embætti til æviloka 1935. En hvað ætli
hafi ráðið því að Hannes var ekki skipaður
dósent? Nú er hvergi hægt að finna neinar
fullgildar röksemdir og vafalítið hafa ýmis
atriði haft þar áhrif, en lítum aðeins nánar
á málið.
Hannes hafði próf frá Prestaskólanum og
hafði mikla reynslu úr stjórnmálum og dægur-
þrasi, og hann má hiklaust telja einn af
áhrifamestu mönnunum í íslenskum stjóm
málum á fyrsta tug aldarinnar. Fræðastörf
hans vora hins vegar ekki mikil að vöxtum,
Guðfæðingatal hans var komið út og var það
eina sem taldist til fræðilegra verka. Þegar
hann seldi Þjóðólf árið 1909 var það m.a.
gert tii þeSs að leggja stund á rannsóknir en
Hannes hafði verið einn helsti talsnmaður
stofnunar Háskóla íslands og þangað stefndi
hugur hans. Rétt er einnig að minna á að
Jarþrúður kona Hannesar var dóttir Jóns
Péturssonar dómstjóra og þaðan lágu víða
iræðir til auðs og valda. Vonbrigði hans hljóta
iví að hafa verið mikil þegar hann hefur
launalaust í tvö ár undirbúið sig fyrir vænta-
legt starf við háskólann en verið síðan hafn-
að. Á þessum árum voru allar embættisveit-
ingar að prestsembættum undanskildum í
höndum ráðherra og það orð fór af að per-
sónuleg tengsl og klíkuskapur væra alls ráð-
andi. Þetta þarf ekki að koma á óvárt enda
er það eitt af hlutverkum lýðræðiskjörinna
valdsmanna að koma fólki með svipuð pólitísk
viðhorf til áhrif í þjóðfélaginu. Við þetta er
ekkert að athuga svo lengi sem menn upp-
fylla ákveðnar hæfniskröfur en á síðustu áram
hafa eínstaka sérfræðingar talið best að láta
hlutlægar og fræðilegar kröfur einar ráða
ferðinni,- eins og eitthvað slíkt sé til!
Jón J. Aðils var um flest ólíkur Hannesi.
Hann hafði numið sagnfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla en ekki lokið prófi. Jón naut
styrks frá Alþingi á áranum 1901-1911 til
sagnfræðirannsókna og skyldi hann jafnframt
halda fyrirlestra fyrir almenning um íslands-
sögu. Fyrirlestrar Jóns vora rómaðir enda
voru þeir bæði skemmtilegir og vel fluttir en
eitthvað hefur mönnum þótt skorta á áreiðan-
leika og fræðilega nákvæmni. Alþýðufyrir-
lestrar Jóns komu út í þremur bókum, ís-
lenskt þjóðerni, Gullöld íslendinga og Da-
grenning og hafa líklega haft meiri áhrif á
söguskoðun almennings og fræðimanna á
fyrrihluta aldarínnar en margt annað. Auk
þessa hafði Jón skrifað fjölda greina og
smærri rita bæði á íslensku og dönsku en
frægasta rit hans Einokunarverslun Dana á
íslandi 1602-1787 kom út árið 1917. Jón var
að mestu laus við flokkspólitíska afskiptasemi
fyrir 1911 (hafði stutt uppkastið 1908 og
kolfallið í Gullbringu- og Kjósarsýslu, fékk
einungis 79 atkvæði en Björn Kristjánsson
kaupmaður 530) en hafði töluverð óbein áhrif
með fyrirlestram um sögu þjóðarinnar og
hvernig hann tengdi atburði fortíðarinnar við
samtímann.
Þegar reynt er að meta feril þeirra Hannes-
ar og Jóns fram að stofnun Háskóla íslands
og fræðilega hæfileika þeirra til að taka að
sér dósentsembætti í sögu þá verður niður-
staðan sú að Jón J. Aðils hafi verið hæfari
til starfans. Þetta er rökstutt með því að
hann hafði meiri menntun, þótt hann hefði
ekki lokið prófí, ritaskrá hans af fræðilegum
verkum var meiri að vöxtum ög hann hafði
meiri reynslu sem sagnfræðingur m.a. með
miðlun sögulegs fróðleiks fyrir almenning.
Líklegt má telja að setning Hannesar í emb-
ættið um sumarið hafi að miklu leyti verið
af pólitískum ástæðum og ekki kæmi á óvart
þó hún hefði einnig blandast í málin um haust-
ið þegar honum var hafnað.
IV
Þegar Jón Aðils tók við dósentsembættinu
hætti hann að mestu öllum flumbrugangi og
fljótaskrift (eins og eftirmaður hans í embætt-
inu lýsti ritum hans sem ætluð voru almenn-
ingi) enda skrifaði hann ekki mikið eftir það,
þótt höfuðrit hans um einokunarverslunina
hafi komið út 1917 þá mun það að miklu
hafa verið tilbúið fyrir 1911. Jóns naut ekki
lengi við í háskólanum en hann lést 25 júlí
1920 og í minningarorðum um hann sagði
Magnús Jónsson dósent m.a.:
„Háskólakennsla Jóns var aðallega fólgin
í fyrirlestrum, er hann flutti um sögu Is-
lands. Fór hann mjög hægt yfír sögu, varði
miklum tíma til undirstöðunnar og fór með
mestu nákvæmni í hvað eina. Mun hann ekki
hafa verið kominn lengra aftur en undir miðja
13. öld er hann fjell frá.“
Hannesi Þorsteinssyni var öðruvísi farið
því þegar hann hætti öllu stjórnmálastússi
þá gat hann farið að sinna fræðunum af al-
vöru. Hannes annaðist útgáfu fjölda rita, t.d.
á Byskupasögum Jóns Halldórssonar í Hítard-
al og íslenskum annálum sem Bókmenntafé-
lagið gaf út, auk þess sem hann skrifaði
margár greinar í tímarit. Viðamesta verk
Hannesar hefur þó aldrei verið prentað en
það er Ævisögur lærðra manna íslenzkra sem
er alls 66 bindi í eiginhandar handriti á Þjóð-
skjalasafni. Þær eru Stofninn í ritverki Páls
Eggerts Olasonar, Islenzkar æviskrár, en
Páll var eins og kunnugt er laginn við að
nýta sér rannsóknir annarra.
Þegar Jón Aðils lést bauð heimspekideildin
Hannesi stöðuna, sem þá var orðið prófessors
embætti, en hann hafnaði boðinu og taldi sig
of gamlan og auk þess vildi hann sinna áfram
rannsóknum sínum. Með þessu boði taldi
Hannes að háskólinn hefði að fullu bætt fyr
ir „misréttið" 1911 og þegar hann var kosinn
Dr. phil. honorius causa á Þorláksmessu 1925
sættist sumardósentinn loksins við Háskóla
íslands.
Höiundur er sagnfræðingur.
ÁGÚSTÍNA
JÓNSDÓTTIR
Kross
Værí ég sonurínn
bærí ég burt
krossinn
úr hjarta þínu
lýsti upp myrkrið
í húsi þínu
yxi sem rós
í garði þínum
en ég er einungis
blóðugur nagli
í hendi Guðs
Stundin
komin
Gifsstytta af munki
á hillu í kaffihúsi
mynd af
fölinum baráttumanni
í salnum þjónn er skynjar hvorki
hugsun munksins er hann
kastar kuflinum
rýnandi í silfurbakkann né
manninn sem gengur áræðinn
úr ramma sínum
nú gengur dómur yfir
Stakt tré
Að baki fjalla og handan við höf
stendur stakt tré
illa rætt og vanhirt
stundum er ég þetta tré
enginn þekkir
krókótta slóðina til mín nema þú
og þegar þú kemur verður tréð
laufgrænt
og safaríkt
Höfundur er kennari og Ijóðskáld. Ljóðin
eru úr nýrri Ijóðabók hennar, sem heitir
Snjóbirta og Fjölvaútgáfan gefur út.
KRJSTINN GISLI
MAGNÚSSON
Veiðivon
Snerting
í logninu
ókyrrði vatnsflötinn
Loksins tók hann:
Bleikja eða urríði
(skiftir ekki máli)
Margra punda þyngsli
síga djúpt og máttvana
að borðstokknum
Tek háfinn skjálfandi hendi
tilbúinn í slaginn
með stæl
Og enn og aftur
allt í plati -
gerði mér
þungur þarinn
Höfundur er Ijóðskáld og prentari.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26.ÁGÚST1995 5