Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 7
vegna þess að páfanum líkaði við það, held- ur ætti páfanum að líka við það sem væri gott. Avant garde, framúrstefnan, var frelsun- arhreyfing sem spratt upp úr pólitískum suðupotti nítjándu aldar, þar sem alls kyns róttæk hugmyndafræði og draumórakenndar hugsýnir spruttu fram. Framúrstefnan varð samnefnari yfir alla þá mannlegu viðleitni, pólitíska eða listræna, sem vildi hreinsa burt gamla skipulagið til að geta byggt upp betra mannlíf til framtíðar. Hún átti sér langa forsögu í upplýsingastefnu átjándu aldar, miskunnarlausri gagnrýni og endurskoðun á allri þekkingu og gildismati í nafni skynsemi og skipulags. Manni fínnst kannski erfitt að spyrða saman listræna framúrstefnu og skynsemishyggju, því margt af því sem gert hefur verið í hennar nafni virðist fáránlegt og óskiljanlegt, en þær öfgar eru smáræði miðað við það sem gert hefur verið í nafni skynsemi og skipulags á sviði pólitíkur og efnahagsmála á liðinni öld. Framúrstefnunni hefur ávallt fylgt mór- alskur undirtónn; andastaða við ríkjandi valdakerfi sem heftir framfarir og framrás sögunnar; trú á móralska yfirburði einstæð- ingsins og utangarðsmannsins sem hafnar allri aðild að spilltu og stöðnuðu skipulagi, hvort sem það er pólitískt, siðferðilegt eða listrænt. Viðkvæði framúrstefnumannsins mætti orða svo, til aðgreiningar frá viðhorfi endurreisnarinnar, að ef páfanum líkar það, þá getur það ekki verið gott. Sjónarspil Hetjudýrkunar Ef við ætluðum okkur að stilla listamannin- um upp gagnvart ríkjandi skipulagi, eins og að listamenn ættu í stöðugum eijum og bar- áttu fyrir frelsi sínu við uppáþrengjandi yfír- vald, væri vægast sagt verið að gefa ranga mynd af ástandi mála. Raunin er sú að sam- tími okkar er með óstýriláta uppreisnarseggi á heilanum. Imynd einstaklingsfrelsisins er sá sem lætur settar reglur lönd og leið, skeyt- ir engu um hættur sem steðja að eða andúð sem hann verður fyrir, ávinnur sér aðdáun og vinsældir, rakar til sín fé, og verð.ur heims- meistari. Hver kannast ekki við endalausar útgáfur af goðsögninni um andhetjuna sem er einskis metinn og fer sínu fram í trássi s við alla án þess að nokkur hafi trú á honum. Áður en yfir lýkur hefur hann náttúrlega sýnt hvers hann er megnugur, sigrast á öllum erfiðleikum, reddað málunum á síðustu stundu og sannað að hann er engum líkur, ómissandi og óviðjafnanlegur. Teiknimyndahetjur er ekki aðeins að finna í kvikmyndahúsum, _þeir ganga einnig ljósum logum í listaiífinu. Ágætt dæmi um andhetju listalífsins er Bretinn Damien Hirst. Hann var varla stiginn úr skóla, fyrir sex árum síðan, er honum skaut upp á stjörnuhimininn eins og rakettu. Hirst er ungur og óskammfeilinn, kaldhæðinn og ruddalegur, m.ö.o. ómótstæði- legur. Hann er jafn mikið happ fyrir sýningar- salina og Tom Cruise var fyrir kvikmyndaver- DAMIEN Hirst: Viðskila við hjörðina. Lamb í formalíni. 1994. Munurinn á framúrstefnunni og öðrum hreyfingum í átt til listræns sjálfræðis og frelsis er sá að sambandinu milli „frelsis undan“ og „frelsis til“er snúið við; skilyrðis- laust sjálfræði einstaklingsins er notað sem átylla til að beina spjótum sínum gegn öllu því sem stendur í veginum; í nafni frelsis og réttlætiskenndar er öllu fómandi. Það var því óhjákvæmilegt að eitt helsta skot- mark framúrstefnunnar yrði listin sjálf . Dadaistar fyrri heimstytjaldar hafa verið fyrirmynd hins róttæka framúrstefnulista- manns á þessari öld. Hinn dadaíski andi hefur lifað áfram t.d. í skandölum súrrealist- anna, absúrdisma Flúxus-hreyfingarinnar og gjömingalist sjöunda áratugarins. Dada- istamir höfðu engan áhuga á hugsjónum eða háleitum markmiðum. Þvert á móti, Dada- list var það sem kallað hefur verið and-list. „Dadaistinn lítur á það sem nauðsyn að vera á móti list, því hann sér í gegnum sviksemi hennar sem siðferðilegan öryggisventil," skrifaði Richard Hulsenbeck árið 1920, um það bil sem hópurinn var að leysast upp vegna innbyrðis ósamkomulags. Alla tíð síð- an hefur það þótt eitt helsta kennimark hins róttæka framúrstefnumanns að vera á móti allri list, sérstaklega þeirri sem þykist vera framsækin og uppbyggileg. Þversögn fram- úrstefnunnar hefur ávallt verið sú að sér- hver tilraun til að brjóta niður reglu og skipu- lag hefur jafnframt grafið undan tilraunum til að leggja grundvöll að nýrri uppbyggingu. Nú er framúrstefnan varla svipur hjá sjón, og hætt að skjóta mönnum skelk í bringu. Orðið er helst nötað sem hrósyrði um hvern þann sem er boðberi þess sem verður „heit- ast“ í sýningarsölum næstkomandi misseris. Herkænska framúrstefnunnar hefur verið svo rækilega kortlögð að það er nánast hægt að ganga inn í hlutverkið og notfæra sér hana til framdráttar í baráttunni um athygli og viðurkenningu. Enginn talar leng- ur um að kúpla sig út úr kerfinu, segja sig úr lögum við menninguna. Það er í mesta lagi talað um að gagnrýna það innan frá, eða nota herbrögð hennar til að leggja góð- um málstað lið, svo sem umhverfisvernd eða frelsisbaráttu minnihlutahópa. in. Hann er efni í stjömu, fréttnæmur viðburð- ur hvert sem hann fer og hvað sem hann gerir. Það hlýtur að enda með því að það verði gerð um hann kvikmynd. Það sem virkilega beindi kastljósinu að hon- um voru nokkur verk þar sem hann notaði hræ dýra sem uppistöðu í verkinu. Á Feneyjarbí- ennalnum fyrir tveimur áram vakti hann um- tal fyrir einstaklega ósmekklegt verk þar sem hann sneiddi kú og kálf eftir endilöngu og kom helmingunum fyrir i kerjum fylltum af formal- íni. Verkinu gaf hann titilinn „Mother and Child Divided," sem er illþýðanlegt vegna þess að í orðunum er fólginn dæmigerður breskur orðaleikur, sem byggist á tvíræðni orðsins „divided," sem gæti bæði þýtt helminguð og aðskilin. I öðru verki er lamb innsiglað í glers- kríni fýlltu af grænleitum vökva, undir heitinu „Viðskila við hjörðina". (Sjá mynd) Smekkleys- an og hæðnin var ekki lengi að hafa áhrif og hann komst strax á milli tannanna á gulu pressunni í Bretlandi. En þá var boltinn líka farinn að rúlla og sýningartilboðin streymdu inn. Þetta var of öfgafullt og ögrandi til að það væri hægt að láta það framhjá sér fara. Viðtökumar sem verk Hirsts hafa fengið era kannski dæmi um skeytingarleysið sem Baudrillard talar um. Einhver stillir upp dýrs- hræi sem listaverki í sýningarsal og menn yppa öxlum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Menn láta ekki slá sig svona auðveldlega út af laginu; ekkert listrænt uppátæki er svo fár- ánlegt að það sé ekki hægt að finna túlkun á þvi sem gerir það ósköp eðlilegt, og ef slík túlkun er til þá 'má jafnframt búast við þvi að það sé einhver sem trúir á þá túlkun. Tóm- lætið gagnvart listrænum öfgum og óskiljan- legri margbreytni er ekki tilkomið af því að list í dag sé eitthvað ómerkilegri eða lélegri en áður (hvemig ætti líka að gera slíkan saman- burð?), heldur er það til marks um eðlilega aðlögun að lífsháttum í síðkapítalískum lýðræð- isríkjum. Menn yemda sitt eigið einstaklings- frelsi óbeint með því að passa upp á frelsi annarra.Gagnkvæmt samkomulag ríkir: þú skiptir þér ekki af mér og ég skipti mér ekki af þér. Höfundur er heimspekingur MIMMO MORINA Hiera Thor Vilhjálmsson þýddi. Djúpsiglt ákall hafsins vatns án aldurs sem okkur batt saman á vindsins valdi endalaust starfa sólspeglar þar sem líkamanum er hafnað og launhelgar Heljar ríkja I frá þessum sólríka glugga frá þessu hafi sem dekkir há frá þessum mjólkurlita himni frá þessu ástfangna hjarta frá þessum vefandi stjörnum frá þessu ætíð og alltaf II - ÁSTIN MÍN - hvaða ástríðu getur meiri hverja þrá jafn ósvalandi utan væri aftur að komast á lognsævi úr stormfári sem september espar og öldurnar ýfir hún ber smyrsl á vind sem hjaðnar ei getur sælla en ylinn af líkama þínum - ÁSTIN - sóley III bók lokar ferskri málningu hafsins lygna eða með öldum ekkert sker bíður báru ellegar nýrrar landtöku á eyjum aðskilnaðar allt hvílir í djúpi veru sinnar en maðurinn ímyndar sér að hann sé tómið eitthvað er logandi strönd sem aldrei næst án þess að æskja þess erum við í örvænting okkar ALLT IV ó hve fjarri seglið sem þenur sig í hjarta þínu fíkjutéð lengir biðina og útlína múranna fálmar að óendanlegum sjóndeildarhring á þessari ey engin vídd er sannari þinni setningar snjallar djúpristar sem vindurinn endurvekur í seglinu V það er engin heimþrá sem mætti loka dyrum gleymsku eyjan hefur sín útmörk og þar sem land endar þar er haf þú ert samrunninn því einsog drangur eða regnskúr í hrókskák við himin ertu hróp öldunnar og einsemd VI klukka glymur og hjartað man en af þessum steinum gjósa harmljóð skírð frá dýpstu þrá í launum villt önd frá löndum þar sem farfuglar koma AFRÍKA VII vatnstær og hvikull er himinn enginn ber með sér þvílíkan ugg sem særinn í slíkri einsemd skýin sigla seglum að duldum sjóndeildarhring - 90o austur að meginlandi - stefnan sem bátarnir fylgja í suðvestri - AFRÍKA - sú dansmær færist um nokkra millimetra nær hvert ár að kremja þig eyja upp við gömlu hálfuna heims Mimmo Morina er sikileyskt Ijóðskáld, búsettur í Lúxemburg. Hann sinnir jafnframt skáldskap sínum ýmsum störfum í tengslum við Evr- ópuþingið í Brussel. Hann er afkastamikið Ijóðskáld og Ijóð hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Morina er umsvifamikill forseti Alþjóðasambands skálda, Organisation mondial des poets. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26.ÁGÚST1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.