Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 9
föruneyti lent í hafvillum: „Ganga þá land-
nyrðingar, ok rekr þá suðr allt í haf, þar til
er þeir verða varir við Suðreyjar ok bera
kennsl á að þeir eru komnir að eyjum þeim
er Hirtir heita ...“ var ritað þar. Ekki er
farið fleiri orðum um staðinn en talið er að
Hirtir sé norræn útgáfa fornírska nafnsins
Hirta, þótt ekki sé útilokað að málum sé
öfugt farið, írska nafnið sé afbökun á því
norræna. Sjálfsagt er að geta þess hér að
flest örnefni á St. Kildu eru norræn, sbr.
nöfn eyjanna Borgarey og Sauðey. Hið sama
gildir um örnefni á gjörvöllum Suðureyjum.
Þar námu norrænir menn land á svipuðum
tíma og ísland byggðist og nefndu landslag-
ið á tungu sinni. Þótt gelíska leysti norræna
tungu af hólmi á Suðureyjum síðarmeir
finnast menjar um norrænt landnám þó enn
í örnefnum þar. Svo er einnig á St. Kildu
og er því líklegt að norrænir menn hafi einn-
ig sest þar að, þótt fáum sögum fari af
þeim á eynni. Því til styrktar er einnig að
ýmis einkenni á því gelíska máli sem síð-
ustu eyjabúar töluðu þóttu bera vott um
norræn áhrif.
Eftir hafvillu Guðmundar biskups og föru-
neytis hans er fátt ritaðra vitnisburða um
St. Kildu, en árið 1697 kom út bókin A
Late Voyage to St Kilda eftir Suðureying
nokkurn, Martin Martin að nafni, sem lýsti
dvöl sinni á eynni og gerði ítarlega grein
fýrir lifnaðarháttum þar og kynnti hana í
raun fyrir umheiminum. Bókin er merkasta
heimild sem til er um hið gamla samfélag
sem var við lýði á eynni meðan hún var enn
ósnortin af áhrifum umheimsins. Þama var
eyjan líka í fyrsta sinn nefnd því nafni sem
æ síðar hefur verið notað um hana — St.
Kilda.
Nafngiftin St. Kilda er í raun bastarður
og til komin vegna misskilnings. Skamm-
stöfunin St. (sancti) bendir til þess að eyjan
heiti eftir einhveijum dýrlingi, þá líklega
heilögum Kilda. Sá dýrlingur hefur hins
vegar aldrei verið til svo vitað sé. Líklegast
er að hollenskir kortagerðarmenn hafi af-
bakað örnefni á eynni, sem að öllum líkind-
um er af norrænum uppruna. Þannig er að
ein ástæðan fyrir þvi að byggð þótti vænleg
á hinni afskekktu eyju var að þar var fersk-
vatn að finna. Ein aðaluppsprettan kallast
á gelísku Tobair Childa (tobair: lind). Seinni
Iiður nafnsins er haldin vera afbökun nor-
ræna orðsins kelda. Þessi uppspretta hefur
þjónað þyrstum sjófarendum auk eyjabúa
og frá henni, og norrænu heiti hennar,
gæti nafnið hafa komist inn á kortin, í gegn-
um hollenská sæfara.
Lífsbarátta á
Veraldarmörkum
Síðustu 500 árin sem St. Kilda var í byggð
var hún í eigu ættar á Isle of Skye — Skíði
á norrænu — á Suðureyjum, MacLeod að
nafni. Höfuð ættarinnar hveiju sinn réð síð-
an umboðsmann eða „faktor" sem hafði öll
mál eyjabúa með höndum. Hann innheimti
skatt af þeim í fríðu, þ.e. fuglaafurðir og
ullarvarning — peningar sáust ekki á St.
Kildu fyrr en á 19. öld — og lét þeim í té
ýmsan varning í staðinn sem þá vanhagaði
um, svo sem salt, sykur, te, viskí, tóbak o.fl.
En hvað rak fólk til að búa þarna á þess-
um afskekkta stað? Því réð að St. Kilda var
forðabúr matar, því þar er að finna mestu
sjófuglabyggð á Bretlandseyjum og dýralíf
á eynni er að mörgu leyti sérstætt. Á Stac
An Leac, geysistórum gróðurlausum drangi,
skammt frá Boreray, telja sumir vera mestu
súlubyggð heims, þótt íslendingar haldi því
fram að hana sé að finna í Eldey. Fýla- og
lundabyggðir eru einnig miklar á St. Kildu
og nálægum eyjum og auk þessara algengu
sjófuglategunda verpa þar ýmsar mávateg-
undir sem og fágætari tegundir sjófugla,
til dæmis skrofa, sæsvala og stormsvala sem
eru fýlungaættar og verpa aðeins á fáeinum
stöðum við strendur Bretlandseyja en einnig
í Ystakletti og Elliðaey í Vestmannaeyjum.
Þá er þess að geta að sumar dýrategundir
á St. Kildu hafa lagað sig sérstaklega að
staðháttum þar. Músarrindillinn á eynni er
þannig varla neinn rindill, því hann er um
helmingi stærri en frændur lians annars
staðar. Ýmis landdýr þróuðust þar einnig í
sjálfstæðar deilitegundir, svo sem húsamús
og hagamús, en báðar tegundirnar urðu um
helmingi stærri en gerist annars staðar.
Hagamúsin lifir enn góðu lífi á eynni, en
húsamúsin hvarf skömmu eftir að byggðin
lagðist í eyði.
Lífsafkoma eyjaskeggja byggðist alltaf á
fugla- og eggjatekju. Þar eru súla, lundi
og fýll í ótölulegum mæli og þessar fuglateg-
undir voru helsta lífsviðurværið. Hér á St.
Kilda nokkuð sameiginlegt með íslandi því
í sumum byggðarlögum hér voru þessar
fuglategundir einmitt mikið búsílag. Og eins
og Vestmannaeyingar og Hornstrendingar
voru St. Kildungar miklir fjallamenn og
SAUÐFÉ á St. Kildu er æði keimlíkt geitfénaði. Nú gengur þessi sérkennilegi sauðfjárstofn alvilltur á eyjunni, en
áður höfðu eyjarskeggjar nytjar af sauðfénu. í baksýn er grjótbirgi sem notað var sem forðabúr.
STAC ANLEAC, eða Grástakkur, stórdrangur
sem hýsir einhverja stærstu súlnabyggð í heim-
inum. Þangað sóttu Kildungar ærna björgí bú,
en með mikilli fyrirhöfn ogáhættu.
hamrakettir. Hver ein-
asti karlamaður á
eynni var orðinn full-
gildur sigmaður um 16
ára aldur og loft-
hræðsla var þar óþekkt
fyrirbæri. Umhverfi og
aðstæður mótuðu íbú-
ana svo að fætur þeirra
voru þannig vaxnir að
lengra bil var á milli
tánna á þeim en hjá
öðrum mönnum. Þeir
voru jafnan berfættir
þegar þeir klifu í björg
og með þessari ráðstöf-
un náttúrunnar náðu
þeir betra gripi en ella.
Fýllinn var í mestum
metum hjá St. Kild-
ungum. Hann var gjör-
nýttur, því auk þess að
vera meginfæðan var
feitin af fuglinum nýtt
sem ljósmeti og lækn-
ingalyf og fiðrið var
notað i sængurföt. Af-
urðir fýlsins voru einn-
ig útflutningsvara og
aðdrættir á fýl voru
hentugir því hann
verpir á Hirtu. Eyja-
menn átu helst ung-
fuglinn og sigu því
jafnan í björg síðsum-
ars, áður en unginn
varð fleygur.
Súlan verpir aðeins
í „úteyjunum“ og því
kostuðu veiðar á henni
meiri fyrirhöfn og
áhættu. Veðurskilyrði þurftu að vera með
besta móti svo sjór væri sléttur og bátar
eyjamanna gætu lagt að og björgin þar sem
súlan heldur sig eru illkleif. Eyjamenn fóru
þó í súlnabyggðir bæði að vori og hausti.
Farið var í eggjatöku í maí og svo var far-
ið aftur í september þegar ungarnir voru
orðnir stálpaðir og mátulegir til átu.
Lundinn var allmikið veiddur þótt hann
þætti sístur til matar þessara þriggja teg-
unda. Þijár aðferðir tíðkuðust við veiði hans.
Ein var sú að nota hunda sem voru látnir
fæla lunda úr holum sínum með gelti og
fyrirgangi og þegar fuglinn réðst til atlögu
við hinn óboðna gest var hann drepinn.
Önnur veiðiaðferð fólst í notkun háfs, þó
ekki væri um að ræða samskonar verkfæri
og færeyska háfinn sem Islendingar þekkja.
Þessi var þó svipaður. Lykkja úr hrosshári
var fest við allanga stöng í stað nets. Veiði-
maðurinn læddist síðan að sitjandi fuglum
og snaraði þá. Þriðja aðferðin sem jafnframt
var sú árangursríkasta en ómannúðlegust
fólst í því að festa gildru á bergstalla eða
syllur þar sem fuglinn hélt sig. Gildran var
þannig útbúin að ótal lykkjur voru festar á
langan kaðal eða Iínu sem fest var niður.
Eins og á háfnum voru lykkjurnar úr hross-
hári og vöktu þær athygli lundans sem fór
að kroppa í lykkjuna og festi sig á endan-
um. Fleiri fuglar gengu svo í gildruna smám
saman og þegar hennar var vitjað að ein-
hveijum tíma liðnum höfðu jafnvel tugir
fugla fest sig. Þessi veiðiaðferð var lögð
af um síðir á St. Kildu. Auk lundans veiddu
St. Kildungar annan svartfugl í einhveijum
mæli, þar á meðal geirfuglinn meðan hann
var og hét en honum var endanlega útrýmt
þarna árið 1829.
Landbúnaður á St. Kildu var heldur ein-
hæfur enda landkostir ekki hentugir á eynni.
Skepnuhald var þó alltaf eitthvert. Kúabú-
skapur var lítillega stundaður og hross voru
á eynni frameftir öldum. Sauðfjárrækt var
hins vegar nokkuð umfangsmikil og sjá má
leifar af sauðfjárstofni eyjarinnar enn í dag
þar sem hann gengur sjálfala á Hirtu. Þetta
sauðfjárkyn er reyndar nokkuð sérstætt.
Það hefur alltaf verið hálfvillt og líkist nokk-
uð fjallageitum í hegðun og útliti. Féð er
háfætt og dökkmórautt á feldinn og óvenju
frátt á fæti. Þá eru þessar skepnur fimar
til klifurs, ekki síður en mannfólkið sem
byggði eyna og fetar sig óhikað eftir mjóum
syllum yfir þverhnipisbjargi ef sést i grósku-
legar grastorfur. Féð á St. Kildu rakst ekki
í hjörðum og þjálfaðir smalahundar komu
þar ekki að gagni. Því var það svo að þeg-
ar til rúnings kom í júní upphófst kapphlaup
um alla eyju. Handsama þurfti hveija kind
um sig og varð því að kalla til alla vinnu-
færa menn á eynni til þess arna. Þetta var
eyjamönnum ekki svo leitt og þegar tímar
liðu varð eltingaleikurinn við sauðféð ein
uppáhaldsíþrótt þeirra og skemmtun enda
reyndi á úthald og fimi að koma höndum
yfir þessi styggu húsdýr.
íbúum St. Kildu voru allmiklar skorður
settar með jarðrækt þar eð undirlendi er
lítið og uppskera gat hæglega skemmst ef
gerði mikil veður og jarðvegurinn varð
gegnsósa af sjávarseltu eins og einatt gerð-
ist ef svo bar undir. Þó ræktuðu þeir bygg,
korn og hafra. Þeim var líka komið í kynni
við kartöflurækt en þeim féll ekki sú nýjung.
Þá voru fiskveiðar atvinnugrein sem náði
lítilli fótfestu á St. Kildu, sem kann að þykja
undarlegt um eyju. Það skýrist þó e.t.v. af
því að bátaviður var ekki tiltækur á eynni,
utan lítilsháttar rekaviður, svo bátar voru
fáir og aðfengnir þeir sem voru. Einnig
voru siglingar hreinlega hættulegar í svo
óstöðugu veðurlagi sem þarna er, ekki síst
fyrr á timum þegar bátasmíði var frum-
stæð. Eitthvað veiddu eyjamenn þó af fiski,
einkum fram af klettum og fiskigengd er
rapnar allnokkur við St. Kildu. Því er svo
við að' bæta að eyjabúum þótti fiskur ekki
spennandi matur og alls ekki nógu staðgóð-
ur og voru sýnu hrifnari af fuglakjötinu.
Kindakjötið var einnig haft til matar en var
einkum haft til hátíðabrigða.
Eyjamenn þurftu að safna forða til vetrar-
ins þar sem allt bjargræði var bundið við
sumartímann. Matarforða geymdu þeir í
gijóthlöðnum byrgjum sem enn sjást uppi-
standandi víða á eynni. Þau eru þannig hlað-
in að veggir eru alsettir glufum svo vindur
leiki í gegn, en með tyrfðu þaki til að veija
fæðuna regni. Þarna var geymdur fugl sem
saltaður var í stórum stíl til vetrarins auk
annars matar og þarna var mór, hitagjafi
eyjaskeggja, einnig geymdur.
Það þarf ekki að undra að samfélagsskip-
an á St. Kildu var óvenjuleg á ýmsan hátt.
Raunar má segja að samfélag eyjarinnar
hafi verið riki í ríkinu enda stóð það utan
við hið opinbera kerfi Stóra-Bretlands. íbú-
arnir greiddu aldrei beinan skatt til ríkisins
og St. Kildungar voru aldrei kvaddir til
herþjónustu eins og aðrir þegnar landsins.
Eiginleg stjórnsýsla og stjórnskipulag var í
höndum íbúanna sjálfra þar éð eigandinn á
Skye og „faktor“ hans höfðu sáralítil af-
skipti af daglegu lífi. Eyjaskeggjar höfðu
ekki neitt eitt æðsta yfirvald þótt umboðs-
maður „faktors" á eynni kæmist e.t.v. næst
því en eyjamenn útnefndu hann sjálfir úr
sínum hópi. Umboðsmaðurinn gekk erinda
íbúanna gagnvart „faktor" og miðlaði mál-
um ef svo bar undir. Hann fékk einhveijar
sporslur fyrir starfa sinn en á móti kom að
hann lenti oft í erfiðri aðstöðu gagnvart
sveitungum sínum.
Helsta stjórnarstofnunin var eins konar
„þing“ sem fór þannig fram að allir full-
orðnir karlmenn þorpsins komu saman að
morgni hvers virks dags og ræddu hvað
gera skyldi þann daginn. Ekki var konum
leyfð hlutdeild í þessari samkomu. „Þing-
hald“ var jafnan stutt yfir hábjargræðis-
timann en þegar lítið lá við gat það dregist
á langinn og stundum fór allur dagurinn
í kjaftagang.
Skipting á ræktunarlandi og fuglsfangi
var samkomulagsatriði milli íbúanna. Ekki
var um hnífjafna skiptingu gæðanna að
ræða heldur réðst fyrirkomulagið af erfðum
og venslum og ýmsum öðrum félagslegum
þáttum. Um þetta var samið eftir hendinni
og í mestu friðsemd að því er best verður
séð enda voru engin skráð lög til sem sögðu
fyrir um verðmætaskiptingu. Eftir því sem
heimildir herma voru glæpir, smáir sem stór-
ir, óþekktir á St. Kildu og árekstrar milli
íbúanna sárasjaldgæfír, hvort sem það var
að þakka góðu „kerfi“ íbúanna eða aðstæð-
um, nema hvorttveggja sé. Víst er að marg-
ir gestanna af meginlandi Bretlands sáu í
St. Kildu hið fullkomna þjóðskipulag þar
sem allir lifðu í sátt og samlyndi, höfðu nóg
að bíta og brenna og undu glaðir við sitt.
Það er þó hætt við að þessir gestir hafi
séð hlutina í heldur rómantísku ljósi. Lífs-
baráttan gat líka verið hörð á St. Kildu.
Þótt loftslag sé milt þar og hiti jafn yfír
allt árið, getur veðráttan verið erfið. Þarna
eru hvassviðri algeng og á veturna geisa
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26.ÁGÚST1995 9