Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 12
Arkitektúr - umhverfi HOFSTAÐASKÓLI, aðkoma og hringtorg við austurhlið skólahússins. Ljósmyndimar tók greinarhöf. FALLEGA unnin steinbunga á hringtorginu við skólann. Hún er brúnleit og það er helzta frávikið frá grátónaskalanum sem annarsstaðar ríkir. Hofstaðaskóli í Garðabæ Arkitektar: Baldur Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson GANGUR í Hofstaðaskóla. SÍÐASTLIÐIÐ haust var tekin í notkun ný bygging Hof- staðaskóla í Garðabæ, en skólinn hafði áður verið til húsa í safnaðarheimili kirkj- unnar. Hér hafði verið vel að verki staðið og húsið full- klárað á tveimur árum. Enda þótt ég sé sjálfur garðbæingur, hafði þessi fram- kvæmd farið framhjá mér og þegar til þess kom að líta á húsið og taka myndirnar, vissi ég ekki enn hvar skólann var að finna. Ástæðan er ugglaust sú, að byggingin er niðri í lægðinni sem verður norðan við meginbyggðina í Garðabæ, innan í skeif- unni sem Bæjarbrautin myndar. Þarna hef- ur farið fram umhverfísmótun; grasi gróin brekka með steinþrepum mynduð þar sem fyrir var marflöt mýri. Þessi skjólbrekka er út af fyrir sig góð umhverfismótun og verður hljóðmön fyrir hávaða frá Bæjar- brautinnj, En jafnframt felur hún skólahús- ið að mestu leyti. Það sést ekki svo heitið geti fyrr en komið er að því. Með þessu móti er skólanum skapað kyrrlátt eigið umhverfi sem hefur ugglaust sína kosti. Og vel er séð fyrir öryggi barn- anna á leið til skólans og frá honum. Þessi „felustaður“ ef svo mætti kallarhann, hefur þó þann ókost, að byggingin getur ekki með neinu móti sett svip á bæinn. Það sem fyrst vekur athygli þegar komið er að skólanum, er sveigð þaklínan, sem látin er mynda óreglulegan boga. Þessi þaksvipur fer einkar vel og mildar heildar- formið. Bogaformið er raunar endurtekið í útvegg sem snýr mót véstri, svo og í hring- torgi sem verður þegar komið er inná skóla- lóðina. Allt rímari það prýðilega saman og þarna verður athyglisvert formrænt spil milli hvassra forma og mjúkra. Hin formræna umhverfismótun er unnin af fínni tilfinningu. En sama verður ekki sagt um þá hlið sem snýr að litanotkun. Ljóst er að við megum ekki eingöngxi hugsa í grátónum og afskrifa liti hér á landi, þar sem himinn og jörð eru æði grá lengst af ársins. Víða í útlöndum þarf augljóslega minna uppúr þessu að leggja; þar er ef til vill byggt úr gulleitum eða rauðleitum múr- steini, byggingarnar eru miklu meira en hér umvafðar gróðri, grasið grænt árið um kring og himinninn oftar blár. Þegar komið er að Hofstaðaskóla blasir ennþá einu sinni við það gráa og gráhvíta umhverfi sem íslenzkir arkitektar eru alltof oft fastir í. Höfundar Hofstaðaskóla eru þó ekki verri en ýmsir aðrir kollegar þeirra. Hugleiðing um liti á byggingum og umhverfi í tilefni af nýjum Hofstaðaskóla í Garðabæ Byggingamefndir og önnur bæjaryfirvöld ættu vitaskuld að geta tekið í taumana, eða að minnsta kosti sett fram óskir í þá veru, að hin litræna hlið málsins sé ekki van- rækt. Ekki ætti þetta sízt að vera haft ríku- lega í huga þegar byggður er vinnu- og dvalarstaður fyrir blessuð bömin. Allt er þetta umhverfi skaplegra nú með- an grasið er grænt. En á það verður kom- inn fölvi haustsins þegar skólastarfið hefst. Og eftir að veturinn hefur tekið völdin, verður óþarflega dauflegt umhverfi þarna, þótt húsið sé vel teiknað.. Fallega unna steinlagningu ber fyrir augu þegar komið er inná skólalóðina. Eðli- lega er hún grá; tveir grátónar meira að segja og fer vel. Inni í hringtorgi sem þar verður, er dökkgrátt malbik og prýðilega unnin, steinlögð bunga. Vegna þess að sá steinn er brúnleitur, en ekki grár, tekst þó aðeins að lyfta listaskalanum. Á móti mal- bikinu og steinlagningunum hefði þurft að vinna með hlýlegri liti í sjálfri skólabygging- unni, bæði að utan og innan. En svo er ekki: Á leiksvæði barnanna er grátt malbik og upp af honum rís nálega gluggalaus, grámálaður útveggur. Grámálaður er vegg- urinn þar sem börnin geta geymt hjólin sín og út úr gaflinum þar sem komið er að skólanum skagar grár veggur. Ég tel víst að börn mundu kjósa sér líf- legra umhverfi ef þau fengju einhveiju um það að ráða. Myndlist barna er oft stórfeng- leg. Hefði ekki verið skárri lausn að gefa þeim kost á að skreyta einhverja af þessum gráu veggjum. Ekki endilega á varanlegan hátt, heldur kannski með því móti að nýir árgangar máluðu nýjar myndir. í öðru lagi: Var ekki hægt að klæða þessa fráhrindandi veggi með einhveiju líflegu efni, eða þá það sem hefði verið einfaldast: Að mála þá með einhveijum aðlaðandi og fallegum litum? Það er bót í máli að úr þessum augljósa vankanti á Hofstaðaskóla, og raunar fjöl- mörgum öðrum byggingum, er hægt að bæta. En hversvegna í ósköpunum endur- tekur þessi saga sig svo oft? Hvað er að í listrænni menntun arkitekta? Spyr sá sem ekki veit, en þegar næsta gráhýsi á að rísa, verða byggingarnefndir og önnur þau yfir- völd sem leggja blessun sína yfir teikningar og tillögur að halda vöku sinni og biðja um eitthvað sem gleður augað. Eitthvað sem myndar uppörvandi umhverfi. Fúslega skal viðurkennt að formið skiptir mestu máli í byggingarlist en formið eitt nægir ekki til þess að skapa aðlaðandi og listrænt um- hverfi. Og það er ekki sama hvort verið er að hanna og byggja sjúkrahús og stjórnsýsl- umiðstöð, eða barnaskóla. Að lokum þetta: Hofstaðaskóli er prýðilega vel teiknað hús og gerir góðan bæ betri. Ég er aðeins að gagnrýna mikilsvert atriði í endanlegum frágangi, sem því miður skortir á að sé í lagi; ekki aðeins hér held- ur afar víða. Gísli Sigurðsson. ER ÞETTA nægilega uppörvandi umhverfi fyrir börn? Þrjár myndir af skólalóðinni. Efst: Standur fyrir reiðhjól. f miðju: Rólur og leiktæki eru það eina hér sem ekki er grátt. Neðst: Malbikað leiksvæði - en er nauðsynlegt að hafa þennan stóra og gluggalitla útvegg gráan líka?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.