Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 3
HANNES HAFSTEIN
MMMW
® @11E @ 0® E) E 0 [1115 [E 0 E1
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Hannes
Þorsteinsson var þingmaður Árnesinga, ritstjóri
Þjóðólfs og þjóðskjalavörður. Hann hafði búið sig
undir að taka við kennslustarfi í heimspekideild
hins nýstofnaða Háskóla íslands 1911, en keppi-
nautur hans, Jón J. Aðils, varð hlutskarpari. Um
stofnun Háskólans ogþessi átök skrifar Jón Ólaf-
ur ísberg.
er eyja um 70 km vestur af Suðureyjum við Skot-
land. Þar var samfélag fiskimanna þar til seint á
þriðja áratugnum, að þeir og fjölskyldur þeirra
voru flutt á brott eftir að hafa sent stjórnvöldum
í Bretlandi bænarskjal þar um. Oddgeir Eysteins-
son hefur verið á ferðinni á Sankti Kildu og segir
frá því.
Sigling
á víkingaskipum yfir hafið frá Noregi til íslands
virðist hafa verið glæfralegt ferðalag, en Páll Berg-
þórson, fyrrv. veðurstofustjóri, telur í grein um
þetta efni að víkingaskipin hafi verið hraðskreið-
ari og sjóhæfari en menn hafi viljað trúa og að
rangar hugmyndir hafi verið alls ráðandi í sagn-
fræðiritun um þessi skip.
St.Kilda
Ljósir lokkar
Aldrei sá ég ljósa lokka
leika sér svo frjálst um enni,
aldrei slíkan yndisþokka
yfir neinni mey sem henni.
Þetta fann ég allt í einu,
er mér sýndust liljur kinna
bliki farfast fagurhreinu
fyrir spurning augna minna.
Hún leit undan, og sem tíðum
árdagsblærinn lífgar voga,
bijóst í öldum þandist þýðum -
það var sál í hverjum boga.
Hvar sem töfruð augun eygðu,
allt til smárra fóta bríkar,
munaðsálfar bjartir beygðu
bogalínur yndisríkar.
Höfuð mitt ég hneigði í mundu.
hafði ei stjórn á augum mínum;
munarhlýja hvíld þau fundu,
hvíld í þessum mjúku línum.
Hannes Hafstein, 1861-1922, var einn af aldamótaskáldunum og
þjóðskáldunum svonefndu. Hann var stjórnmálamaður, alþingismaður
Isfirðinga og síðar landskjörinn, foringi Heimastjórnarflokksins og fyrsti
ráðherra íslands frá 1904-1909.
Um heilbrigða
skynsemi
EKKI er það fátítt að við
heyrum skírskotað til
„heilbrigðrar skynsemi“,
svo sem: Þetta stríðir á
móti heilbrigðri skynsemi
eða Heilbrigð skynsemi
segir okkur . .. og í fram-
haldi af því hyllumst við
til að halda að þessi heilbrigða skynsemi sé
einhver föst viðmiðun sem allir geti fallist á
að ætti að ráða. En er það rétt? Er einhver
slík viðmiðun til? Ég held ekki. Menn geta
að vísu orðið sammála um að það samrýmist
ekki heilbrigðri skynsemi að éta eitur, en
hvað segir reynslan okkur? Hvað sem það
er tuggið oft í afkomendur okkar að eitur-
neysla sé hættuleg og stofni lífi þeirra í
hættu, verða alltaf of margir til að skella
skollaeyrunum við því. Jafnvel fullorðnir
menn, jafnvel menntaðir fullorðnir menn
gefa skít í alla heilbrigða skynsemi og „gera
það sem þeim sýnist". Sennilega mundu þeir
þó ekki fara eftir ráðum þess sem segði þeim
að það væri sérstök upplifun að draga um
barkann á sér, en afleiðingin er engu að síð-
ur sú sama: ótímabær dauði í flestum tilvik-
um.
Ég held við verðum að slá því föstu að
það sé engin almenn heilbrigð skynsemi til,
það séu oftast duttlungar manna og tilfinn-
ingar sem ráða ferðinni, stundum uppreisnar-
hugur, stundum löngunin til að vera eins og
„hinir", stundum andlegur eða líkamlegur
sljóleiki.
Mér hefur orðið nokkuð tíðhugsað um
þessa „heilbrigðu skynsemi“ að undanförnu,
þegar verkföll hafa gengið yfir með allri sinni
sóun á fjármunum, þegar menn hafa staðið
hver frammi fyrir öðrum, jafnvel viku eftir
viku og séð verðmætin glatast svo þjóðfélag-
ið verður með hveijum deginum sem líður
verr fært um að veita þær kjarabætur sem
beðið er um. Menn reyna bara að þreyta
andstæðinginn, eins og í laxveiðinni eða glí-
munni. Allir vita að einhverntíma verður sam-
ið, en hvers vegna er ekki hægt að semja
með einhveijum öðrum hætti? Stundum dett-
ur mér í hug, þegar svona þóf stendur yfir,
fyllirafturinn sem svaf fram á borðið í kránni,
vaknaði annað veifið og sagði: „Ekki dugir
þessi fjandi!" og sofnaði svo aftur.
Ég ætla ekki að nefna nein sérstök verk-
föll þótt af nógu sé að taka en þó er mér
einna minnisstæðast verkfall sem leiddi það
af sér að loðnan synti í prósessíu fram hjá
landinu og barg þar með lífinu meðan menn
voru önnum kafnir að þreyta andstæðinginn
og hreyfðu hvorki hönd né fót til að draga
á land auðæfin sem hefðu getað staðið und-
ir kjarabótum. Ef þetta samrýmist heil-
brigðri skynsemi hlýt ég að vera vangefinn.
Ég get ekki kallað þetta annað en þverúð
og heimsku.
Stundum hefur það hvarflað að mér hvort
ekki sé hægt að hefja viðræður alllöngu áður
en samningar renna út og síðan fái menn
tvo til þijá daga til að komast að niðurstöðu.
Ef þeir geti það ekki sé einfaldlega úrskurð-
að í málinu af eins óvilhöllum gerðardómi
og hægt sé að setja saman. Ég held að flest-
ir yrðu því fegnir að þurfa ekki að standa í
þráteflinu en fá svipuð málalok og þau sem
sennilega hefðu náðst eftir hið venjubundna
þras.
Ég hef að undanförnu verið að þýða bók
um kaþólsku kirkjuna og sögu hennar og ég
get ekki stillt mig um að taka hér upp ör-
stutta frásögn af þætti í síðara kirkjuþinginu
í Lyon árið 1274. Áður hafði páfastóllinn
staðið auður í þijú ár því að kardínálarnir
gátu ekki komið sér saman um neinn í emb-
ættið. En að þessum þrem árum liðnum var
almenningur orðinn svo langþreyttur á þras-
inu og slóðaskapnum í kardínálanum að hann
svipti þakinu af húsinu sem þeir höfðust við
í svo þeir þorðu ekki annað en fara að gera
eitthvað. Og svo segir í bókinni: „Hinsvegar
var því ekki breytt sem samþykkt hafði ver-
ið varðandi páfakjör, til þess að koma í veg
fyrir að páfastóllinn stæði auður langtímum
saman í framtíðinni. Það var að tíu dögum
eftir lát páfa skyldu kardínálarnir vera læst-
ir inni og ekki fá að hafa neitt samband við
umheiminn ... Eftir þijá daga skyldi minnka
við þá matarskammtinn og eftir fimm daga
til viðbótar skyldu þeir ekki fá annað en
vatn og brauð. Engin laun skyldi greiða þeim
meðan á innilokuninni stæði.“
Væri nú ekki reynandi fyrir okkur... Ég
þori ekki að halda áfram með bollaleggingar
um þetta mál því nú eru sumir líklega farnir
að gnísta tönnum. En okkur ætti ekki að
blandast hugur um að stundum er ráðlegast
að taka fram fyrir hendurnar á þverhausum
sem standa í vegi fyrir að skynsamleg mála-
lok náist á eðlilegum tíma.
Lýðræðið er vafalaust betra stjórnarform
en einræði sem alltaf virðist fara út í öfgar
því að menn eru einfaldlega ekki nógu vel
gerðir til að hafa svo mikil völd á hendi, en
lýðræði má þó ekki þýða að þeir sem eiga
að stjórna láti hvað eina viðgangast. Fólkið
kýs sína fulltrúa til að fara með stjórn lands-
ins en þeir verða að hafa hugrekki til að
stjórna, jafnvel þótt beita þurfi hörku í sum-
um tilvikum. Og séu lögin of væg til þess
að hægt sé að koma dómi yfir glæpamenn,
verður að þyngja þau. Það stríðir áreiðanlega
gegn „heilbrigðri skynsemi" eða öllu heldur
réttlætiskennd fólksins að láta glæpalýð kom-
ast upp með hvaða verknað sem er. í mörg-
um tilvikum stendur fólk uppi ráðalaust
gagnvart brotalýð sem ætti ekki að hafa
meiri réttindi en bakteríur. Eiturlyfjasmygl-
arar og barnaglæpamenn eiga að teljast til
þeirra en ekki njóta meiri verndar en fórn-
arlömb þeirra, ekki að geta reiknað með
þeirri vatnsgrautarmiskunnsemi sem þeir
virðast oftast nær geta reitt sig á.
Þótt þessi svonefnda „heilbrigða skyn-
semi“ sé kannske ekki til, hafa flestir menn
einhveija siðræna viðmiðun. Allir vita að það
er rangt að misþyrma barni sem ekkert hef-
ur til saka unnið og að það er rangt að leiða
óharðnaðan ungling út í ógæfu, en af hveiju
látum við það samt viðgangast? Auðvitað
hryggir það foreldra og ættingja glæpa-
manns ef hann er látinn gjalda verka sinna,
en það er hans mál. Það er hann sem leiðir
óhamingjuna yfir sína nánustu og það er i
þágu þeirra að komið sé í veg fyrir að hann
vinni fleiri óhappaverk.
Ef við lítum út fyrir landsteinana, virðast
menn þar ekki hafa meira dálæti á „heil-
brigðri skynsemi" en við, svo lítið sé sagt.
Eftir síðari heimsstyijöldina sögðu menn
gjarnan: Ef við hefðum skorist í leikinn áður
en óveðrið skall á, hefðum við getað komið í
veg fyrir líflát tugmilljóna manna, en við gát-
um það ekki. Við urðum að gæta hlutleysis.
En er alltaf rétt að virða hlutleysið, hvern-
ig sem á því stendur? Eigum við að vera
hlutlaus gagnvart krabbameini og berklum?
Er rétt að gæta hlutleysis gagnvart þeim
yfirgangsseggjum og morðvörgum sem nú
fara sínu fram víða um heim? Væri ekki
skynsamlegra að stöðva þá með þungu höggi
áður en þeir gera meiri bölvun af sér? Það
stoðar lítið að sitja aðgerðarlaus og segja:
„Skelfingar ósköp eru að heyra þetta og sjá.
Það verður að segja þessum mönnum að
hætta þessu.“ Ég veit að það mundi kosta
blóð og tár að stöðva illvirkjana, en það kost-
ar líka blóð og endalausar þjáningar að lofa
þeim að halda áfram að myrða, nauðga og
brenna.
Nú kynnu kannske sumir að telja þessi
orð bera vitni um grimmúðlegan hugsana-
gang, en ég held ég eigi hann ekki til. Hins-
vegar held ég að ekki verði hjá því komist
að kremja hið illa. Heimurinn er ekki mis-
kunnsamur og síður en svo réttlátur. En það
leysir okkur ekki undan þeirri skyldu að lið-
sinna réttlætinu og láta hið illa súpa seyðið
af gerðum sínum. Jafnvel þótt „heilbrigð
skynsemi" sé ekki til, höfum við innra með
okkur rödd sem segir okkur hvað sé rangt
og hvað rétt, í stórum dráttum að minnsta
kosti. Þá rödd köllum við samvisku og ef við
högum gerðum okkar eftir því sem hún seg-
ir okkur, verður ekki meira heimtað af okkur.
TORFIÓLAFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26.ÁGÚST 1995 3