Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1995, Blaðsíða 8
A Sankti Kildu Ekki er víst að nafnið St. Kilda hljómi kunnug- lega í eyrum íslendinga. Sumir tengja það þó sjálfsagt skáldinu Karli Einarssyni Dunganon sem útnefndi sjálfan sig hertoga af St. Kildu laust fyrir miðbik aldarinnar. Aður en lengra LAGT AF stað í fuglatekju íbjarg. Sigmennirnir voru berfættir en þannignáðu þeir betra gripi með fótunum. í lok þriðja áratugarins var eyjarskeggjum orðið ljóst að þeir væru ekki lengur færir um að sjá sjálfum sér farborða á viðunandi hátt og sendu þá bænarskjal til stjórnvalda þar sem þeir fóru fram á að verða fluttir á brott. Eftir ODDGEIR EYSTEINSSON er haldið er raunar sjálfsagt að láta þess getið að St. Kilda er eyja um 70 km í há- vestur frá Suðureyjum og um 175 km frá Skotlandsströndum. Hún lagðist í eyði á fyrri hluta þessarar aldar og þá hefur Dung- anon e.t.v. séð sér leik á borði að sæma sig nafnbótinni þar eð enginn gerði lengur til- kall til „hertogadæmisins". En saga byggð- ar á St. Kildu er um margt merkileg og á ýmislegt sameiginlegt með íslandi, annað en Karl Dunganon og það að vera eyja úti í miðju Atlantshafí. St. Kilda og nærliggjandi smáeyjar til- heyra Suðureyjum þótt þær séu nokkuð langt í vestur þar frá. Heitið er oftast notað um stærstu eyjuna í þeim eyjaklasa sem hún tilheyrir þótt það vísi stundum einnig til eyjaklasans sjálfs. Hann samanstendur af sjö eyjum, auk fjölda skeija. Stærsta eyjan, sem kölluð var Hirta á gelísku máli innfæddra, er um 10 km2, litlu minni að flatarmáli en íslensku eyjamar Heimaey og Hrísey. Hún var jafnframt sú eina sem var í byggð árið um kring. Eyjan er víðast grasi gróin og hömrum girt á flestar hliðar og þar er að fínna einhver hæstu standberg í Evrópu, um 420 m þar sem hæst er, eða litlu lægri en Látrabjarg. Eigi að síður er nokkurt undirlendi á eynni. Tvö dalverpi em þar og í öðru þeirra er þorpsstæðið þar sem útveggir yfírgefínna húsa standa enn. Þama er skjólsælasti staður eyjarinnar og stendur hann við lítinn vog nokkm ofan við flæðar- málið, í skjóli fyrir öllum vindáttum nema af suðaustri. Þar er og eina skipalægið við eyna og lágu skip þar gjarnan í vari eftir að siglingar hófust. Aðrar eyjar, grasi grón- ar, em Boreray (Borgarey), Soay (Sauðey) og Dún en þijár hinar gróðursnauðu heita Stac an Leac, Stac an Armin og Stac Leven- ish. St. Kilda er sannarlega ekki í alfaraleið nú fremur en fyrr á tímum og ekki em áætlunarferðir þangað. Þeir sem vilja fara þangað þurfa nokkuð fyrir því að hafa. Sækja þarf um leyfí til náttúruverndarráðs Skotlands sem skipuleggur ferðir þangað og þeir sem hafa yfir eigin farkosti að ráða geta farið til eyjarinnar að fengnu leyfí ráðsins. Algengast er að farið sé með skútu frá Suðureyjum og tekur siglingin um 12 klukkustundir í sæmilegu veðri. Greinarhöf- undur átti þess kost að taka land á St. Kildu í júlí sumarið 1994 og skyggnast um á þessum afskekkta bólstað. Saga Ekki vita menn glöggt hversu langt aftur saga byggðar á St. Kildu nær, til þess eru fornleifarannsóknir þar of skammt á veg komnar, og ritheimildir frá fyrri tímum eru strjálar. Þó er talið víst að byggð hafi stað- ið þar í meira en árþúsund og að lifnaðar- hættir eyjarskeggja hafí haldist lítið breytt- ir í gegnum aldirnar. Aðstæður íbúanna mótuðu hina fábreyttu lífshætti sem héldust svo lengi en einkum var það tvennt sem mótáði líf eyjafólks; annars vegar gnægð fugls sem var helsta lífsbjörgin og hins vegar einangrunin. Sjór er tíðast úfínn við St. Kildu og voru siglingar þangað því fátíð- ar fyrr á öldum, veðráttan ótrygg og far- kostir ófullkomnir. íbúafjöldi er yfirleitt tal- inn hafa verið í kringum 100 manns á eynni og hafa farið upp í um 200 þegar best lét. Þegar síðustu ábúendur yfírgáfu eyna árið 1930 voru þeir aðeins 37 talsins og hafði þá fækkað um nær helming á næstliðnum tíu árum. Fyrsta ritaða heimild þar sem getið er um St. Kildu svo kunnugt sé er íslensk bisk- upasaga, Guðmundar saga Arasonar, sem sat Hólastól árin 1203—1237. í sögu Guð- mundar biskups segir að hann hafí ásamt 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.