Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1996, Page 6
HÖFUÐBORG Azteca, Teotihuacan, áður en Spánverjar eyddu henni. Hæst gnæfir Musterið mikla, en fjallahringurinn er GOÐSÖGNJN um Quetza sá sami og sést frá Mexíkóborg. F reskur Diegos Rivera Freska - dregið af fresco- er sú tækni nefnd þegar málað er í blautt kalk sem dregið er á vegg eins og múrhúðun. Þessi tækni hefur þann kost að ekki er hætta á að málningin fiagni af eða springi og liturinn heldur sér vel þótt aldir líði, nema hvað myndirnar kunna að dökkna af sóti frá reykelsi og kertum. Freskan var algeng í kirkjulist fyrri alda og þær freskur sem frægastar hafa orðið eru þær sem Michelangelo málaði á loft Sinxtinsku kapellunnar í páfagarði. Óhætt er að segja að þær freskur sem næsthæst gnæfa uppá frægðarhiminninn, eru þær sem mexíkönsku myndlistarmenn- irnir Orozco og Rivera máluðu innan á veggi gamalla halla á fyrriparti aldarinnar. Orozco var kröftugur expressjónisti en lykilverk hans er í höll í borginni Guadalajara og sjá það mun færri en fresku Diegos Rivera í Þjóðarhöllinni í Mexíkóborg. Þegar leiðsögu- menn fara með ferðamenn um miðhluta þessarar stærstu borgar heimsins, þá eru freskur Diegos Rivera það sem ævinlega er sýnt. Þær eru stolt þjóðarinnar; fjalia i einskonar myndasöguformi um rætur nú- tíma Mexíkana meðal fornra indíánaþjóða í landinu; þjóða sem skildu eftir sig fágæta listmuni og ýmislegt sem er hluti af mexík- anski menningu nútímans. En freskur Diegos Rivera - og raunar má segja nákvæmlega það sama um freskur Orozcos - fjalia ekki bara um menningu forfeðranna, heldur einnig um undirokun og blóðugar byltingar eftir að landið komst undir Spánarkóng - og einnig eftir að það átti að heita sjálfstætt. í þessum myndum sjáum við þræla lamda áfram við byggingar og akuryrkju. Hvíti maðurinn er kominn til skjalanna - í þessu tilfelli Spánverjar - og þeir beita miskunnarlaust svipunni. Við sjáum menn brennimerkta og spænska rannsóknarréttinn að störfum; prelátar kirkjunnar með topphatta eins og ku klux klan í Bandaríkjunum á þessari öld. Diego Rivera túlkar á sinn hátt þann bræðslupott þjóða, áhrifa og yfirráða, sem að endingu hafa myndað og mótað Mexíkó nútímans. Barnaskapur málarans birtist hinsvegar í því að hann sér fyrir sér framtíð í anda Marx með endalausum verksmiðjum sem spúa út úr sér svörtum reyk á svipaðan hátt og menn þekkja af myndum frá Sovét- ríkjunum og Rússlandi nútímans. Hópur íslenzkra fjölmiðlamanna átti þess kost á fyrra ári að virða fyrir sér þessi gersemi Mexíkana í Þjóðarhöllinni við aðalt- orgið, Zokalo í Mexíkóborg, og síðar fengum við að sjá efnislejga skyldar myndir Orozcos í Guadalajara. Eg minnist þess að einum úr hópnum var á orði: „Afskaplega finnst manni að íslenzk myndlist samtímans hafi lítið fram að færa og lítið að segja, þegar búið er að skoða þetta.“ Þetta er að nokkru leyti hárrétt athugað. Ég segi að nokkru leyti vegna þess að myndlist á ekki að vera eitthvað eitt. Hún á ekki að vera bara natúralísk eftiröpun, ekki heldur módernísk formgrilla, hug- myndafræðileg pæling eða frásagnarlegs eðlis eins og í freskum Diegos Rivera. í myndlistarflórunni þarf þetta allt að blómstra. Meinið er bara að fyrir of sterk áhrif þröngsýnna fræðinga í hinum vest- ræna heimi og einnig hér á ísiandi, hefur frásagnarleg myndlist í anda Orozcos og Diegos Rivera verið litin hornauga, ef ekki fordæmd. íslenzkir myndlistarmenn hafa sjaldan fengið tækifæri til að mála sögulegar mynd- ir; þjóðfundarmálverk Gunnlaugs Blöndals í Alþingishúsinu og mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur af Agli Skallagrímssyni í Landsbankanum eru undantekningar. Risa- stórar freskur eða öðruvísi málverk um stór- viðburði Islandssögunnar hafa ekki staðið íslenzkum myndlistarmönnum til boða og ekki getum við líkt og Mexíkanar sýnt út- lendum gestum nein gersemi í þá veru. Ef einhver íar að slíku myndefni á sýningu, þá er óðar potað í hann - ekki sízt í mynd- listargagnrýni - og myndin er stimpluð „frá- sagnarleg" eða „bókmenntaleg" með greini- legri lítilsvirðingu og engu máli skiptir hvort myndin er vel eða illa máluð. Því miður búum við enn við afgamla og úrelta greiningu módernismans á því hvað séu verðug myndefni. Allt skal beygt undir járnhæl tízkunnar og litlir kallar hjá lítilli þjóð ættu ekki að reyna neitt sem ekki þykir fínt í útlöndum, Mexíkanar voru ekk- ert að spá í myndlistartízkuna frá París þegar stjórnvöld fólu þeim Orozco og Rivera risavaxin verkefni í frásagnariegri mynd- list. Myndir þeirra eru módernískar í þá veru, að þar er ákveðin stílfærsla og lista- mennirnir eru í raun og veru að mála sviðs- setningar. Þeir setja ftjálslega á svið at- burði og þekktar persónur. Sem heild er þetta fantasía, eða að minnsta kosti alveg óraunsæar uppstillingar. En það gerir fre- skurnar aðeins betri sem myndlistarverk og MENNING Zapoteca. í fresku Rivera sést að þessi indí- ánaþjóð hefur bæði lifað af veiðum og handverki. í leir- keragerð og annarskonar leirlist náðu Zapotecar langt og málmbræðslu kunnu þeir einnig. INDIÁNAÞJOÐIN j yrkju og vefnað. Dú litum sem því tókst t CORTES erkominn tilsögunnar. Spænski„conquistadorinn", neðst fyrir miðju, er í evrópskum 16. aldar klæðum, en með furðu nútímalegan hatt. Konan hans, sem raunar var indíáni, stendur þétt að baki honum. Þrælar eru lamd- ir áfram á ökrum og til vinstri standa prelátar kirkjunnar að blóðugum grimmd- arvcrkum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.