Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Blaðsíða 3
N SjL m m s m ss b b s m m m u s Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Forsíðan Innreið Krists í Jerúsalem. Rússneskur íkon frá listasafninu í Arkangelsk; einn þeirra sem voru á íkonasýningunni í Listasafni íslands nú í vetur. Ég get ekki staðið einn Samtal Guðna Einarssonar blaðamanns við Jón- as Gíslason vigslubiskup. Hjalti prestur í Vatnsfirði varð fyrstur Islendinga til að læra málaralist. Eftir hann liggja þekkt- ar mannamyndir, svo og predikuanrstóll og ein eða tvær Maríumyndir. Um þessar tvær myndir skrifar Helgi Hálfdanarson. Svipmyndir frá harðindaárum. Gísli Sigurðsson skrifar um eitt og annað úr bók Franks Ponzi um íslandsmyndir tveggja skozkra ferðalanga frá níunda áratugi síðustu aldar. STEFÁN FRÁ HVÍTADAL Úr „Heilagri kirkju" Faðir vor á himnahæðum, helgist þitt nafn í aldasafni. Vandað skal mál, og utan enda ungum rómi dýrð þér hljóma. ¦Lát oss syndabölið hætast, blessa þú oss með sonarins krossi. Veittu döprum dag í háttinn, Drottinn minn, af líknsemd þinni. Himnadrottinn, heyr mig auman, hrelldum manni að tungu felldu glæður elds, og lyfti ljóði Ijómi þinna ríku dóma. Veit mér styrk til stærri verka, streymi það fram, er andann dreymir. Leið þú mig í dýrð við dauða, Drottinn minn, í ljóssins inni. Þungur er missir messusöngva, meira er þó að sjá og heyra lýðinn slæptan ákaft æða, auð sinn lofa þöndum hvofti. Þustill för í þagnargisting, þrotíaust hark til endimarka. Allt er hrun og voðavelta, vígahlakk í feigum rakka. Drottinn, Drottinn, Drottinn, Drottinn, Drottinn, Drottinn, Drottinn, Drottinn, lægðu duftsins þótta, plægðu akur sprottinn, fægðu oss döggum ótta, nægðu oss eftir þvottinn, frægðu oss dýrum mætti, vægðu oss, þótt vér spottum, bægðu djöfulhætti, mægðu ossþínum vottum. Dæmir síðar Drottinn himna dægurlýð, er skörðin ríður. Sálir vestur gengnar gista gljúfur dökk og næturrökkur. Sendu, Drottinn, æðri anda ungri tíð í villu þungri, fornan ljóma, háan himin, Hóladýrð og Skálholtssólir. Kær mér lýsa kertaljósin. Kristi brunnu ÖII mín fyrstu. Lofa eg æðst í lífi þjóða Ijósahjálm og messusálma. Lýtur þéssu í Iausnarvissu lund mín fjálg til hinztu stundar. Angrist sál, er sól á vöngum, sigurljómi vígðra dóma. - Stefán frá Hvítadal, 1887-1933, fæddist á Hólmavík en kenndi sig löngum við Hvítadal í Dala- sýslu. Hann varð fyrstur til að boða þáttaskil í íslenzkri Ijóðlist við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar og áhrif hans voru ekki sízt frá Noregi, þar sem hann dvaldist um tíma. Heim kominn gerðist hann einyrkja bóndi vestur í Dölum. Einnig snerist hann þá til kaþólskrar trúar og eftir það urðu trúarleg viðfangsefni í Ijóðlist honum kær. B B Gömul minning kemur fram í hugann, þegar ég sest við skrifborðið. Ömmubróðir minn, sem ég hitti svo til daglega á bernsku- og ungl- ingsárum mínum, sagði mér ósjaldan frá föður sínum, sem var bóndi í Aðaldal í Þingeyjar- sýslu. Hann lét málefni sveitarfélagsins mjög til sín taka, sat lengi í hreppsnefnd og þótti jafnan ráðhollur og rökvís. Þegar hann var boðaður til funda, bjó hann sig undir rökræður meðan hann sinnti bús- störfum. Mátti þá heyra orðræður í fjósi, en þegar að var gáð var gamli maðurinn þar einn fyrir. Gekk hann fram og aftur um tröðina og rökræddi ákaft við sjálfan sig. Þannig velti hann málefnum af ýmsu tagi fyrir sér og færði fram rök með eða á móti. Gat hann þá jafnvel komist í nokk- urn ham, ef um einhver hitamál var að ræða. Og ósjaldan bar það við, er upp á baðstofupallinn kom, að einræðum hans var ekki lokið. Mælti hann þá stundum upp úr eins manns hljóði orð og setning- ar, en þá var sjaldan svo mikið samhengi í máli hans, að ráðið yrði af því, um hvað hann var að hugsa. Og frændi minn gat þess þá, að umhugsunarefnið hefði getað verið um margt, því margir kunnugir hefðu leitað til hans með vandamál af ýmsu tagi. Á fundum reyndist gamli maðurinn oftast hæglátur og íhugull á hverju sem gekk, og brást þannig við, Starf hugans að ráð eða rök skorti seint, svo margur vandi varð auðleystur. Oft kemur þessi lýsing frá lokum nítj- ándu aldar upp í hugann á tímum, þegar áhersla er lögð á snögg viðbrögð og oftar en ekki vinnst vart tími til að hugleiða margþætt ágreiningsmál eða leita lausna í kyrrð og næði af umhyggju fyrir hverjum manni eða heiminum öllum. Samfélag okk- ar er þó í meiri þörf fyrir það, en nokkru sinni fyrr. Á alþjóðavettvangi er vald manna yfir eyðingarmætti geigvænlegt og er nú svo komið, að þau tækniöfl geta hæglega komist í hendur fámennra og óþreyjufullra hryðjuverkahópa, sem engir treysta. Eflaust þykir ýmsum of langt seilst eftir dæmum, en við vitum þó full- vel, að margt er komið inn á pallinn okk- ar, sem við hugðum óralangt undan fyrir nokkrum árum. í samfélagi okkar hér við nyrsta haf falla ósjaldan vanhugsuð orð á flausturs- tímum og spilla vináttu og friði. Þess er vert að minnast og hugleiða. nær páskum, í þeirri viku, sem af kristnum mönnum er kennd við kyrrð. Kyrravika á að vera kristnum mönnum til alvarlegrar íhugunar og undirbúnings því að taka með einlægu hugarfari við því skæra ljósi eilífs lífs. Við íslendingar eigum þar glögga vegsögn til lífsins eilífu brunna í einhverri mestu gersemi bókmennta okk- ar, í Passíusálmum séra Hallgríms Péturs- sonar. Þar er leiðin mörkuð skýr og glögg. Því krefst þessi tími einlægni í trú og tján- ingu, sem mótaðar eru af rósemi hugans. Við þurfum því að njóta næðis til að hugsa, að búa huganum jafnvægi. Hann krefst þjálfunar með líkum hætti og minnst var í upphafi þessa máls í lýsingu af háttum gamals manns. „Hugurínn er knúinn áfram í óendan- legrí viðleitni til að festa sig við veruleik- ann og trúin og tjáningin eru höfuðfarveg- ir þessarar viðleitni." Þannig kemst dr. Páll Skúlason að orði í ritgerð, sem hann nefnir Hugleiðingar við Oskju. Og hann heldur áfram: „En í raun er þessi viðleitni borin von, nema okkur takist að halda huganum sjálfum á lofti, svo að hann geti sífellt farið um veruleikann og fundist hann ná utan um hann allan, haldið honum saman, varðveitt tilfinninguna fyrir heim- inum sem einni órofa heild, sem þó er sí- fellt að taka á sig nýjar myndir. Starf hugans, það að hugsa, er samkvæmt þessu að bera umhyggju fyrír heiminum sem hlutlægri, sjálfstæðrí heild, náttúrulegri veröld." Vakandi hugur hvers manns, sem fylg- ir Kristi á píslargöngu hans, nemur rödd Guðs, sem boðar þann vilja, að hver þraut, margvísleg mistök og jafnvel hrapalleg afneitun vegna fljótfærni eða veiklyndis eiga ekki að fæla okkur og hrekja til uppgjafar og övæntingar. Því er okkur gefin hugsunin, að hún sé hvorki vanrækt eða heft, heldur svari kalli um þjálfun og takist þá á við innri og ytri vanda í kyrrð og næði og veki frjóar innri rökræður hugans. Þannig markar hún heilbrigða og virka afstöðu til andlegra og verald- legra framfara og eindreginnar kærleiks- þjónustu við alla þá, sem skortir þrek og eru hjálpar þurfi. Nauðsyn ber til, að kirkja Krists á íslandi leggi áherslu á það, að vinna gegn hverskonar andlegum og veraldlegum ofstopa og yfirgangi í samfélagi sínu, en leggi alúð við mótun hugarþels, sem vekur hlýjar og einlægar tilfinningar til alls,' sem lífsanda dregur, til sköpunar Guðs, til heimsins alls. Ef hugsunín er vakandi og viljinn heill getur ekkert byrgt okkur sýn til allra átta, þar sem verkefni bíða starfsfúsra handa pg einbeittra, velviljaðra manna, kvenna og karla. Með bæn um blíða páskatíð og blessun yfir alla menn. BOLLI GÚSTAVSSON á Hólum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.