Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Blaðsíða 6
!
ANNA SVANHILDUR
BJÖRNSDÓTTIR
Leiftur
Hratt flýgur
hugur
leitar Ijóss
í grænum augum.
Leiftur
og allt virðist
mögulegt,
fallegt
eins og forðum
þegar ekkert var orðið
og fangið fullt
af frelsi.
Leiftur Ijóss
hvert mun þig bera.
Mögulegt.
Fallegt.
Kveðja
Borgarrósin fallin
falin jörðu
iðagrænni.
Sólin skein á bílalestina
er liðaðist
upp brekkuna
og blómin
drupu höfði
í vegarkantinum.
í suðri
Ilmurinn
líkt og fortíðin vitji mín
í landi óraunveruleikans
og ilmurinn ber mig áfram
í kyrrð sakleysis
og fjötra.
Eg kveð alla siði
og ánetjast öllu nýju
þar sem rósailmur
fyllir gangstéttirnar
og allt breytist
á einni örskotsstundu
í blómstrandi fíkjutré
sem barnið bragðar á
í undrun sinni
þekkir aftur horfmn heim
og saknar.
Höfundurinn er skáld í Reykjavík og hefur
gefið út fjórar Ijóðabeekur, en sú fimmta
er væntanleg í maí.
JÓHANN GUÐNI
REYNISSON
Orðsins
eggá
sverði
Engum ætlað skyldi,
af orðstírs fári blæða,
lygn og lágvær flæða
uns Ijósta orðin. Mildi?
Sönnust sagna fylgdi
sárust hverjum ræða
andar illir græða
af árans beisku hildi.
Orðsins egg á sverði,
eilíf stunga; opið sár,
sálarundin aldrei grær.
Munaðslaug er merði,
metingur og kjaftur grár,
sjálfum sér er enginn nær.
ína Björk
Þú ert blik af bijósti móður.
Þú ert brot af nýrri vídd.
Þú ert lífsins þráður ijóður.
Þú ert allri gæfu prýdd.
Þú ert dropi af dásemd vífs.
Þú ert dögg að morgni lífs.
Höfundur er kennari á Laugum í Reykjadal.
Ljósm.:Myndadeild Þjóðminjasafns íslands/ívar. ^ Ljósm.:Myndadeild Þjóðminjasafns íslands/ívar.
MARÍUMYND frá Vatnsfirði - eitt af listaverkum séra MARÍUMYND sú frá Vatnsfirði sem nefnd hefur verið
Hjalta, nú varðveitt í Þjóðminjasafninu. Maria rustica og eignuð séra Hjalta. En er hann höfund-
ur hennar?
Tvær myndir
Hjalta í Vatnsfirði
„Þetta er íslenska sveitakonan uppmál-
uð...“ segir hann; enda hefur hann gefið
þeirri myndinni nafnið Maria rustica is-
Íandica og lýst henni mjög hnyttilega frá
því sjónarmiði. Hin myndin, sem kölluð
hefur verið María önnur, er nokkuð veðr-
uð, því hún var höfð utan dyra á kirkju-
gafli árum saman á öldinni sem leið.
Samkvæmt biskupsvísitasíu árið 1700
er þá í Vatnsfjarðarkirkju mynd af Maríu
með barnið, gerð af síra Hjaíta Þorsteins-
syni. Talið er, að það hafi verið Maria
rustica. Hún er stærri og þykir tilkomu-
meiri, og svo virðist sem henni hafi verið
meiri sómi sýndur. Hin myndin kemur
ekki til sögunnar í vísitasíu fyrr en 1790.
Áður hafði aldrei verið getið um nema
eina Maríu-mynd í Vatnsfjarðarkirkju. Lík-
legast er talið, að síra Hjalti hafi gert
báðar myndimar. Þykir sú tilgáta við það
styðjast, hve líkar þær eru að nokkru leyti.
En þó að sumt sé býsna líkt með mynd-
um þessum, þurfa þær varla af þeim sök-
um að teljast verk sama manns. Það þarf
naumast að benda til annars en að önnur
þeirra sé gerð með nokkurt hop af hinni,
jafnvel frekar ólíklegt að sami maður hafi
leitazt við að gera tvö Maríu-líkneski sem
líkust í hinum auðveldari atriðum. Og þrátt
fyrir þá líkingu getur það varla dulizt, að
egar gengið er um Þjóðminjasafn íslands, vekja
þar athygli meðal annars Maríu-myndir tvær,
skornar í tré, þangað komnar úr Vatnsfjarðar-
kirkju við Djúp. Báðar eru þær kenndar við
Hjalta Þorsteinsson, sem þar var prestur 1692-
Erfitt er að ímynda sér,
að snillingur sá, sem leyst
gat með prýði svo
vandasama þraut sem
predikunarstólinn hafi
gert Maríu rusticu. Til
þess er sú mynd of
fmmstæð að allri sköpun.
Öðru máli gegnir um
Maríu aöra, hún er
sannkallað listaverk.
Eftir HELGA
HÁLFDANARSON
1742; en hann var, sem kunnugt er, manna
skurðhagastur hérlendis á sinni tíð. Meðal
annarra verka síra Hjalta er varðveittur í
Þjóðminjasafni prédikunarstóllinn mæti,
einn bezti kjörgripur þeirrar tegundar í
eigu vorri.
Um Maríu-myndir þessar fjallaði Krist-
ján Eldjárn afbragðsvel í ritgerð um lista-
verk Hjalta Þorsteinssonar og birti í Árs-
riti Sögufélags ísfirðinga 1978. Til þeirrar
ritgerðar er hér einkum sótt og vísað.
Greinilegt er, að önnur hvor þessara
mynda er gerð með hliðsjón af hinni; en
álitamál má telja, hvor þeirra sé fyrirmynd
og hvor síðar gerð. Báðar eru af guðsmóð-
ur með barnið Jesúm á hægri handlegg,
og á myndunum báðum heldur sveinninn
á jarðarhnettinum í hægri hendi. Það eru
þó einkum aukaatriði sem taka af skarið
um skyldleik myndanna, helzt í klæðnaði,
svo_ sem fellingar á kyrtlum og skikkjum.
Á það bendir dr. Kristján, að á annarri
myndinni er „íslenskur svipur" á Maríu.
i
6