Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1996, Blaðsíða 8
FERÐAMANNAPÁLMINN Ravenala madagascariensis
er raunverulega ekki pálmi, en skyldur bananaplönt-
unni. Hann er sérstæður fyrir Madagaskar.
FERÐAÞJÓNUSTA á Madagaskar er nokkuð sérstæð.
Almenningsvagnar eru ekki af hefðbundinni gerð, en þar
flytja svonefndir taxi-brousse fólk og farangur milli staða.
Og þar er stundum þröngt á þingi.
Wk
MADAGASKAR, sem er fjórða
stærsta eyja veraldar, liggur 400
km fyrir austan Suður-Afríku.
Eyjan er nálægt því að vera sex
sinnum stærri en Island.
Leiðangur til
Madagaskar
flugvellinum í Antananarívo, sem er höfuðborg
Madagaskar, var tíu manna hópur á vegum
Alþjóða náttúruverndarsjóðsins WWF að búa
sig undir skoðunarferð um þetta einstæða
land, eitt fátækasta land veraldar af venjuleg-
Madagaskar, fjórða
stærsta eyja jarðar, var
öll vaxin skógi þegar
menn settust þar að. Nú
eru aðeins 15% efir og
rányrkjan er óskapleg.
Landsmenn stunda
sviðningsræktun og
brenna skóginn
miskunnarlaust. Víða má
sjá gapandi rof og rauður
sandsteinninn skolast út
í árnar og litar þær
rauðar. Það er eins og
landinu sé að blæða út.
Eftir STURLU
FRIÐRIKSSON
um heimsins gæðum, en eitt hið ríkasta af
auði sérstæðra lífvera, sem hvergi finnast
annars staðar á jörð. Komið var fram undir
hádegi á sunnudeginum 29. október 1995,
er þeir, sem þarna starfa á vegum sjóðsins,
buðu aðkomumönnum málsverð. Á borðum
var þjóðarframleiðsla, zebú-uxasteik og
hrísgrjón. Þessum matartegundum átti ég
og Sigrún Laxdal kona mín eftir að kynn-
ast betur þær þrjár vikur, sem fyrirhugað
var að dveljast í Madagaskar, þar sem zebú-
nautgripir eru aðalbúpeningur landsmanna
og hrísgrjón helsta ræktunarafurðin. Ekki
var lengi til setunnar boðið við matborðið,
því Twin Otter vélar biðu þess að flytja
okkur áfram norður eftir eynni og síðan
fram og til baka um allt landið. Þetta virt-
ist góð ferðaráðstöfun, þar sem vegakerfi
landsins er víða í mjög illu ástandi og sam-
göngur á landi með eindæmum erfiðar.
Madagaskar hefur heldur ekki getað státað
af því að vera aðlaðandi ferðamannaland.
Aðbúnaður á gististöðum er þar fremur
frumstæður og ferðaþjónusta víða bágborin.
Til dæmis er talið að strætisvagnar og rútu-
bílar haldi engri áætlun. Þannig almennings-
vagnar eru nefndir taxi-brousse og eru af
ýmsum gerðum. Er ferðast milli bæja eftir
duttlungum ekilsins, og er ekki haldið af
stað fyrr en bíllinn er pakkfullur, en þá er
hann einnig venjulega ofhlaðinn fólki og
allskonar farangri. Okkur var því fremur
ætluð loftleiðin.
Þegar við hóí'um flugferðina grúfði mikið
mistur yfir hásléttunni og var flogið um
loftin í rauðbrúnni moldarmóðu. Madagask-
ar hefur stundum verið nefnd Rauða eyjan,
vegna þess, að mikið er þar um rauðleitan
jarðveg og fornan sandstein, sem nú er
sorfinn af vindi og vatni. Landsmönnum
hefur tekist að eyða mestum hluta skóglend-
is eyjarinnar með búsetu sinni. Regntími
er að sumri til, frá því í desember fram í
marsmánuð, og þá leika fellibyljir opinn
svörðinn oft svo illa, að mikil svöðusár
myndast í gljupan jarðveginn. Má því víða
sjá djúp jarðföll (lavaka) eða gapandi rof
og geilar í jörð, sem er orðin einskis nýt til
ræktunar. Rauður sandsteinninn skolast út
í árnar, og er líkast því sem landinu sé að
blæða til stórskaða, þegar eldrautt árvatnið
streymir út til hafs. Landsmenn stunda
sviðningsræktun, þannig að skógur er
brenndur og kjarrið sviðið, til þess að auka
fijósemi jarðvegs til beitar og kornræktar.
Þegar flogið er yfir hálendið, má hvarvetna
sjá elda brenna á ökrum og í skógaijöðrum,
en reykjarmökkinn leggja yfir landið og
blandast jarðvegsmistrinu. Okkur var einnig
sagt, að óaldarseggir kveiktu jafnvel stund-
um í skógarsvæðum, til þess að sýna andúð
á stjórnarfari landsins. Sagt er að árlega
brenni allt að því fjórðungur landsins.
Talið er að Madagaskar hafi að mestu
verið skógi vaxin fyrir 2.000 árum, þegar
fyrstu menn fundu eyna, en síðan hefur
smám saman gengið á þann gróður. Og nú
er svo komið að aðeins 15 hundraðshlutar
lands eru vaxnir skógi. Þar sem skóginum
hefur verið eytt, gjörbreytist umhverfið, og
lífríkið verður einhæft, en þarna í skógunum
bjuggu einmitt einstæðar tegundir dýra og
plantna, sem hvergi voru til annars staðar
á jörðu. Af 480 ættum blómplantna í heimin-
um er talið, að helmingur séu til í Madagask-
ar og átta ættir þeirra finnist aðeins þar.
Þar munu vaxa um 10.000 tegundir plantna
og talið er að 80% þeirra vaxi hvergi ann-
ars staðar í heiminum. Dýrin þar á eynni
eru einnig mörg sérstæð, og eru lemúrap-
arnir sennilega þekktasta dæmið um teg-
undir, sem aðeins finnast á Madagaskar.
Við flugum í þessari litlu vél frá höfuðborg-
inni norður yfir landið og lentum loks, eftir
nær þriggja tíma flug, úti á eynni Nosy Be,
sem liggur við norðvesturströnd Madagask-
ar. Ungar stúlkur heilsuðu okkur ferðafélög-
um, þessum vazahas, sem allir útlendingar
eru kallaðir, og lögðu þær sveiga úr ilmandi
jasmínblómum (Frangipani) um háls okkar
að sið pólýnesa. Er auðséð af útliti og siðum
landsmanna, að þeir rekja að nokkru ættir
sínar til eyjanna í austri.
Landslag Og Yeðurfar
Madagaskar er fjórða stærsta eyja jarðar.
Stærri eru Grænland, Nýja-Guinea og Borneó.
Landið er aflangt og liggur samsíða Suður-Afr-
íku austanverðri. Aðskilur Mosambik-sundið,
sem er 400 km breitt á milli eyjar og megin-
lands. Madagaskar er 1.580 km að lengd og
um 570 km þar sem hún er breiðust. Að flatar-
máli er landið 592.000 km2 og því nær sex
sinnum víðlendara en ísland. Hvarfbaugur
steingeitarinnar liggur um landið sunnanvert,
og er það þannig að mestum hluta í hitabeltinu.
Oft er Madagaskar skipt í þijú svæði eftir
veðurfari og landslagi. Eftir endilangri eynni
austanverðri liggur um 1.500 m hár fjalls-
hryggur, sem rís hæst með Tsaratanana,
2.876 m háu eldijalli. Eru austurhlíðar fjall-
garðsins brattar og snarhallar þeim niður að
Indlandshafi. Þarna er úrkoma mikil og víða
regnskógar. Suðlægir staðvindar blása röku
lofti úr Indlandshafi að austurströndinni. Er
sagt, að þar sé sums staðar aðeins um tvo
árstíma að ræða. Annar er regntíminn og
hinn er tímínn, þegar rignir. Miðsvæði eyjar-
innar er hásléttan, þar sem höfuðborgin
stendur. Er það land, sem liggur á milli 750
m og 1.350 m hæðar yfir sjó. Þar er veður-
far nokkuð milt, með 25°C meðalhita að
sumri. Og á miðjum vetri, sem er í júní, get-
ur næturhitinn fallið niður undir frostmark.
Á hálendi þessu voru áður þéttir skógar, en
þeim hefur að miklu leyti verið eytt, þar sem
bændur hafa brennt landið til akuryrkju.
Rækta þeir þar mest hrísgijón, en einnig
grænmeti og ýmsar kryddjurtir. Vestan við
hálendið er aflíðandi halli að ströndinni með
víðáttumiklu flatlendi, sem bændur nota til
beitar búpeningi. Þar er úrkoma lítil, og sums
staðar er þar jafnvel heitt eyðimerkurloftslag.
Eru þar víða aðeins þurrar gresjur og þyrni-
kjarr, en við ströndina eru einnig fenjaskógar.
Jarðsaga
Lífheimurinn á Madagaskar er um margt
mjög sérstæður, og er þar urmull tegunda
plantna og dýra, sem hvergi er annars staðar
8