Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Qupperneq 1
O R G U N L A Ð S Stofnuö 1925 16. tbl. 27. april 1996 — 71. árg. ISLENDIN GAR í LÚXEMBORG ÞORSTEINN Elton Jónsson hefur nú lagt flugstjóragallann á hilluna, en inni á Cockpit Inn í Lúxemborg, þar sem heil stofa er veggfóðruð með myndum af honum, grípur hann að gamni sínu í gamalt flugvélarstýri. Með 36 þúsund flugtíma að baki Þorsteinn Jónsson er án efa þekktastur meðal íslendinga af öllum löndum okkar, sem búið hafa í Lúxemborg á umliðnum áratugum. Sú frægð byggist m.a. á því að Þorsteinn komst í brezka flug- herinn í síðari heimsstyijöld, líklega vegna þess að hann átti enska móður. Faðir hans var Snæbjörn G. Jónsson, bóksali og við hann var kennd Bókabúð Snæbjarnar í Hafn- arstræti. í stríðinu var Þorsteinn orrustuflug- maður og enginn annar íslendingur á þann feril að baki. Frá því og öðru sem gerðist á löngum flugmannsferli hefur Þorsteinn sagt í skemmtilegri og prýðilega vel skrifaðri sjálf- sævisögu sinni, sem út hefur komið í tveimur bindum. Rúmlega tveimur áratugum síðar varð frammistaða Þorsteins aftur fréttaefni, þegar hann var flugstjóri með hjálpargögn til Biafra. Frásögnin af því í bók Þorsteins er fróðleg og spennandi; einnig af fjölmörgu öðru úr farþegafluginu sem hófst 1947, ári eftir að Þorsteinn brottskráðist úr brezka flughernum. Hann segir eftirminnilega frá heimili Ólafs Thors þar sem hann var tengda- sonur, en einnig frá hinu ljúfa flugmanns- lífi, sem leiddi til skilnaðar við Margréti Thors. Þau áttu þá orðið fjögur börn: Ingi- björgu, Önnu Florence, Margréti Þorbjörgu og Olaf. Áður hafði Þorsteinn átt enska konu og eignast með henni soninn Andrew Elton, en sambúð þeirra endaði með skilnaði. Á Grænlandi var hann um tíma og í fyrsta hópnum sem sendur var utan til þjálfunar í tilefni kaupa Flugfélags íslands á fyrstu þotunni 1967. Þar varð kyndug uppákoma, sem ekki var Þorsteini að kenna, en leiddi til brottvikningar hans og uppúr því komst Þorteinn í Afríkuflug hjá hollenzku flugfélagi og síðan í það margfræga Biafraflug, - það urðu 413 ferðir. Síðasta brottför þaðan varð glæfraleg; kúlnahríðin skall á vélinni Texti og myndir: GÍSLI SIGURÐSSON og svo mjóu munaði að kúla nam brott part af handfanginu þegar Þorsteinn lagði hend- ina á bensíngjöfina. Við tóku Lúxemborgarárin hjá Cargolux, þar sem Þorsteinn var fyrstur manna ráðinn flugstjóri. Það var 1970. Með stofnun Cargol- ux losuðu Loftleiðir sig við skrúfuþoturnar, „Monsana" sem svo voru nefndir, enda þotu- öld hafin. Einar Ólafsson, sem stjórnaði hafði Biafrafluginu síðast varð þá fyrsti forstjóri Cargolux fyrir hönd Loftleiða, en með Þor- steini komu nokkrir íslenzkir flugmenn, sem verið höfðu með honum í Biafrafluginu. Þorsteinn hætti 65 ára gamall, eftir 47 ár í fluginu og 36 þúsund flugtíma. Þá var hann búinn að vera á undanþágu og átti að fá framlengingu áfram, en flugmannafélagið stöðvaði það. „Þeim tókst það sem flugher Görings tókst aldrei; nefnilega að skjóta mig niður“, segir í Þorsteinn í gamni. Skömmu eftir skilnaðinn við Margréti, kvæntist Þor- steinn þriðju konu sinni, Katrínu Þórðardótt- ur, sem nú er látin. Þau eignuðust einn son, Björn Davíð. „Við Katrín áttum stórkostleg ár í Lúx- emborg og brottvikningin frá Flugfélagi ís- lands reyndist verða mesta gæfuspor", segir Þorsteinn. Þau leigðu sér alltaf hús í Lúxem- borg, en Þorsteinn á íbúð í Reykjavík og hefur verið þar mun meira síðan hann hætti að fljúga. Hann á bát og hefur gert sér til skemmtunar að stunda sjó og kveðst jafnvel hafa enn meiri ánægju af því en að fljúga. Það er minna við að vera í Lúxemborg, annað en golfíð sem hann stundar af kappi þótt hann sé varla búinn að ná sér eftir upp- skurð. Það er eftirtektarvert þegar komið er með Þorsteini í klúbbhúsið á Grand Ducal, hvað hann er vinsæll. Þar gengur hann und- ir nafniu Tony - því þeir geta ekki sagt Þor- steinn. Stundum situr hann í „hjá strákunum" austur til Singapore eða Taiwan og bregður sér í golf þar, eða á Hvaleyrina ef hann er heima og er manna harðastur að fara í hvern- ig veðri sem er. Helzt segist hann sakna þess að koma á fjarlæga og skemmtilega staði - og svo félagsskaparins. Hann kveðst ekki beint sakna flugsins, en hafa þó gaman af að taka í flugvélarstýri þegar tækifæri gefst. „Það er skemmtilegra að fljúga litlum flug- vélum; það er flug“, segir hann. Þegar Þor- steinn lítur um öxl, þá fínnst honum að inn- anlandsflugið í gamla daga hafí verið ævintýri. Reyndar millilandaflugið líka. „En sjarminn var tekinn af þessu með öllum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.