Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Page 2
Mikið fjör hjá íslendingafélaginu KÓR íslendingafélagsins á æfingu. Stjórnandinn, Ferenc Utassy, er lengst til vinstri. Ljósm.-.Iris Þorkelsdóttir. HERMANN Bragi Reynisson, flugmaður og formaður íslendingafélagsins í Lúxemborg. Hermann Bragi Reynisson hefur nokk- ur jám í eldinum. Hann er flug- stjóri hja Cargolux, formaður Is- lendingafélagsins í Lúxemborg og í þriðja lagi reka hann og kona hans, Matthildur Kristjánsdóttir, fyrirtækið Atlandic Trad- ing. Þau eru með hluta starfseminnar á íslandi: kaupa þaðan dún og seldu 5% af þeim dún sem út var fluttur í fyrra. Þau flytja út sjávarafurðir, rækju, humar og síld til sölu í Evrópu. Þau segja eins og fleiri, að erfiðara sé að afla vörunnar á íslandi en að selja hana. Hermann Bragi er Keflvíkingur, fæddur þar 1965 og fór ungur í flugið, enda var faðir hans, Reynir Eiríksson flugstjóri og mikið talað um flug á æskuheimilinu. At- vinnuflugmannspróf tók Hermann Bragi 19 ára, en stúdent varð hann frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og segir þýzkunámið þar hafa orðið góður grunnur. í tvö sumur kenndi hann flug og dálítinn millikafla áttu þau hjón í Danmörku áður en haldið var til Lúxemborgar þar seni hann hefur flogið fyrir Cargolux síðan 1991. Þau Hermann Bragi og Matthildur leigja sér hús í þorpi úti í sveit og fyrsta barnið er á leiðinni. Atlandic Trading eiga þau hjón ásamt tveimur öðrum. Það er hinsvegar móðir Hermanns, Kristin Ólöf Hermannsdóttir meinatæknir, sem annast innkaupin á ís- landi ásamt með systur Hermanns Braga, en salan ytra hvílir á Hermanni Braga og Matthildi, svo og einum verktaka. „Við byijum smátt og skoðum vandlega hveija vörutegund fyrir sig“, segir Hermann Bragi. Allir vita hvað gjalddagi er, en í þessari starfsemi fann ég upp nýyrði, sem ekki er síður mikilvægt: Gjaldagi. Kannski ætti að skrifa gjald-agi til frekari áherzlu." Og það þarf vitaskuld ekki að spyija ungan flugmann um ánægjuna af því að fljúga. Seiseijú, mikil ósköp; H'ermanni Braga finnst gaman að fljúga, hann veit fátt skemmtilegra. En honum fellur líka vel að vera á sjó og var bæði á dagróðrabát frá Keflavík og togara sem fór í hálfsmánað- ar túra. „Það er svona svipað og hjá okkur hjá Cargolux", segir hann; „við fáum stund- um 13 daga túra, sem er langur tími, en hann líður samt merkilega hratt. Hermann Bragi hefur verið formaður ís- lendingafélagsins í Lúxemborg síðastliðin þijú ár. Hann telur að um 450 íslendingar búi nú í Lúxemborg og hafi aldrei verið fleiri. Félagið var stofnað 1972 og hefur margvís- legan tilgang. Það sinnir hagsmunamálum, gefur upplýsingar einu sirini í mánuði í fréttabréfi á íslenzku til félagsmanna. Um það sér stjórn félagsins, en mest mæðir á ritaranum, írisi Þorkelsdóttur. Sjálfstæð eining innan félagsins er Leikklúbburinn Spuni, þar sem Sigrún Pétursdóttir er nú formaður. Spuni hefur starfað síð- an 1975 og flytur _m.a. árlega revýur á þorrablóti Íslendingafé- lagsins. Síðan 1983 hefur Spuni verið í Bandalagi íslenzkra leikfé- laga og nokkrum sinnum fengið leikstjóra frá íslandi til að stýra sýningum. „Við stöndum fyrir samkomu- haldi; höldum þorrablót á Þorr- annum og fáum þá bæði matinn svo og hljómsveit frá íslandi,“ segir Hermann Bragi. Og enn- fremur: „Þjóðhátíðin 17. júní er haldin hátíðleg með útiskemmtun, síðast á_ túni sem við fengum lán- að hjá íslandsvini og hestamanni hér í Lúxemborg. Þá eru fluttar inn SS-pylsur og pylsubrauðið verður líka að vera frá íslandi, því bakarar hér kunna ekki að baka það eina rétta íslenzka pylsu- brauð." Gjarnan fara íslendingar út og borða saman 1. des. og félagsvist er spiluð einu sinni í mánuði. Bowling-lið félagsins er reiðubúið til keppni og svo er búið að stofna fjölmennan blandaðan kór. Stjórn- andinn, Ferenc Utassy frá Ung- veijalandi, býr í Trier,_ en hann var búinn að starfa á íslandi við kórstjórn og talar alveg íslenzku. „Þessi maður var eins og himna- sending", segir Hermann Bragi, „því áhug- inn er svo mikill að 27 manns komu á stofn- fundinn. Ferenc sér um lagavalið og það verða íslenzk lög. Nú er stefnt að konsert 17. júní og söngferðalagi til Þýzkalands. íslenzk guðsþjónusta er haldin árlega í Ensku kapellunni í Lúxemborg. Þá kemur Jón A Baldvinsson sendiráðsprestur í Lond- on og messar og hefur heilan kór með sér. I honum eru íslendingar; margir þeirra í söngnámi í London. íslendingafélagið stendur fýrir íslenzku- kénnslu sem Menntamálaráðuneytið á ís- landi styrkir með því að greiða laun kenn- ara. Og góðs nýtur félagið hjá Námsgagna- stofnun. Kennslan fer fram í þremur aldurs- hópum; það eru tveir flokkar fyrir börn og einn fyrir unglinga, en grunnskólinn í Lúx- emborg leggur til húsnæði. Það erú ágæt- lega hæfar, íslenzkar konur, búsettar í Lúx- emborg, sem hafa tekið kennsluna að sér. Jóhannes og Ingibjörg eiga heimili í þrem- ur löndum HJÓNIN Jóhannes Einarsson og Ingibjörg Ólafsdóttirí stof- unni heima hjá sér í Schressig. þessum sjálfvirka búnaði, sem þó fylgir mik- ið öryggi." En hvað er þá skemmtilegast við flugið? „Jú, mér fannst mest spennandi að fljúga í misjöfnum veðrum; _þá eru bæði flug- tak og iending spennandi. I vondum veðrum er sjálfvirknin látin ráða núna, því hún er færari og öruggari, en áður þurftu flugmenn bara að leysa þetta með eigin hugsun og reynslu. Ég spurði orrustuflugmanninn þeirrar frá- leitu spurningar, hvort hann hefði oft orðið hræddur undir stýri á flugvél. Hann svaraði því játandi; „Það hefur oft komið fyrir að ég yrði hræddur á flugi. Ef maður hætti að hræðast, þá væri eitthvað að manni. Annars var sagt í gamla daga, að flug væri 90% leiðindi og 10% panik. I stríðinu var maður. alltaf drulluhræddur, en sjálfstraustið fór vaxandi og mér hefur aldrei fundizt að ég gæti ekki leyst vandann." En hvernig er það, dreymir gamlan flug- mann oft að hann sé á lofti? Ojú, Þorsteinn kvað svo vera; það kæmi einstöku sinnum fyrir að hann dreymdi slíkt, en það væru mjög skrýtnir draumar. Hann væri þá t.d. að fljúa milli húsa og yrði að hafa flugvélina uppá rönd. „Það er yfirleitt alltaf einhver della á ferðinni þegar mig dreymir að ég sé að fljúga", sagði þessi frægasti flugkappi okkar, sem alltaf er með gamanyrðin á vör- unum og er hvers manns hugljúfi. ÞORSTEINN í flugstjóragallanum á forsíðu sjálfsævisögu sinnar. Jóhannes Einarsson og Ingibjörgu Ól- afsdóttur konu hans hitti ég á heimili þeirra í Schressig, húsaþyrpingu í fallegum hvammi, austanvert við borgina. Það er eiginlega hvorki bær né sveit, en einmitt þannig er byggðin víða í Lúxem- borg. Jóhannes er vel þekktur á íslandi vegna þess að hann var í stjórn og fram- kvæmdaráði Cargolux frá stofnun fyrir- tækisins 1970 og varaformaður stjórnar félagsins til 1978, að hann var ráðinn framkvæmdastjóri. Hans tími var útrunn- inn þar, en í stað þess að setjast í helgan stein réðist hann sem framkvæmdastjóri til Atlas Air Cargo, sem er bandarískt flutninga-flugfélag sem þá var nýlega stofnað. Þetta eru vöruflutningar um víða veröld og Jóhannes bendir á yfirlit þar sem kemur fram mjög mikil aukning í loftflutn- ingum á hveiju ári. Atlas flýgur eingöngu fyrir önnur flugfélög; fær þá greidda leigu fyrir flugvélina, áhöfn, viðhald og trygg- ingar. „Við fljúgum fyrir flugfélög eins og KLM, Svissair, SAS og Lufthansa, en mest þó fyrir China Airlines á Taiwan. Félagið á 12 flugvélar, allt Boeing 747 og 18 verða þær orðnar fyrir lok ársins. Stærstan hlut í félaginu, eða 70% á pakist- anskur Bandaríkjamaður." Aðalstöðvar Atlas flugfélagsins eru í Golden, nærri Denver í Colorado, en þang- að þarf Jóhannes að fara nokkrum sinnum á ári, en miðstöð flugrekstrarins er á Kennedyflugvelli í New York. Reksturinn hefur gengið mjög vel. Hlutabréfin stóðu fyrst í 16 á almennum markaði; komust upp í 42, en standa nú í 32. En hvers- vegna er framkvæmdastjórinn í Lúxem- borg? Jóhannes bendir á að með nútíma fjar- skiptum sé nokkuð sama hvar búið sé, svo framarlega sem maður hefur síma, tölvu og faxtæki. Þótt Jóhannes búi í Lúxem- borg er hann skrifaður í Mónacó, þar sem þau hjón eiga annað hús og það þriðja eiga þau í Fossvoginum í Reykjavík. Það er enn til að auka annríkið hjá Jþ- hannesi, að hann er forseti í ISTAT, al- þjóðasamtökum þeirra sem leigja, kaupa og selja flugvélar. Þessi samtök halda ráð- stefnur og hafa móttökur á stærstu flug- sýningunum, nú síðast í Singapore. Það er eins og við er að búast, að hjá Jóhann- esi fylgja þessu mikil ferðalög; á síðasta ári næstum 400 flugtímar. Ingibjörg Ólafsdóttir, kona Jóhannesar, er fædd á Borðeyri við Hrútafjörð, en ólst upp á Þingeyri. Eftir menntaskólanám í Reykjavík var hún áfram syðra og fylgdi Jóhannesi utan til Bandaríkjanna á síðasta námsári hans við Institut of Technplogy, beint á móti Manhattan í New York. Elzti sonur þeirra, Einar, fór síðan á sama skóla, en vinnur nú hjá Hewlett Packard á ís- landi. Yngri sonurinn, Ingi, býr í næstu götu við foreldra sína; starfar í verkfræði- deild Cargolux, kvæntur franskri konu og hefur orðið lúxemborgskur meistari í golfi. Eldri dóttirin, Elínborg, fráskilin með tvö börn, er doktor í lífefnafræði og vinnur við rannsóknir hjá lyfjafyrirtæki í Vínar- borg, en yngri dóttirin, Stella, býr í Lúxem- borg, gift grískum manni. Barnabörnin eru fimm og eitt barnabarnabarn. Eftir að börnin flugu úr hreiðrinu hafa þau hjón stundað golfið af kappi, nema lítið í vetur vegna þess að frost var vikum saman í Lúxemborg og stundum snjór. Undanfarin ár hefur Jóhannes verið í liði Lúxara í Evrópukeppnum senjóra í golfi. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.