Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Síða 3
LESBÖK ® [5] E [5] [SHE1EE0®® Elliilt!] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavílc. Æf Islendingar í Lúxemborg er að stórum hluta efni þessa blaðs. í Lúxemborg búa nú um 100 íslenzkar fjölskyld- ur og þar er ein stærsta íslendinganýlenda utan landsteinanna. Til þess að kynnast lífi, störfum og viðfangsefnum landanna í Lúxemborg, hefur blaðamaður Lesbókar dvalið þar í nokkra daga og ekki sízt hitt að máli þá sem hafa haslað sér völl í einhverskonar viðskiptum, sem oftast eru þá tengd íslenzkum samböndum. Lúxemborg í aldanna rás, er heiti á grein um sögu Lúxem- borgar, sem Jóhannes Helgi rithöfundur hefur tekið saman. Þar er stiklað á stóru, frá því fyr- ir árið 1000 og til nútímans, en vegna legu sinnar hefur Lúxemborg orðið að láta ýmislegt, og ekki allt fagurt, yfir sig ganga. Nú er þetta dvergríki hinsvegar komið á græna grein og nýtur þess að vera í námunda við ríka nágranna. SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ Fjallið fagra Hér er yndi á háu fjalli að horfa um unn og jarðar mó og lepja í vinda léttu falli loftið þunna úr veðra sjó. Vinda andi í vöggum sefur, vogar þegja og hlýða á. Haf um landið hendur vefur hvítt og spegilslétt að sjá. Straumar bindast brjóstum landa, - beggja hlýna vingan má. Eyjar synda, sofa, standa silfurdýnum Ránar á. Ekki úr sporum blómstur bærast, - brjóst þeim gefa foldin kann. Vindar þora ei hót að hrærast, því heilög sefur náttúran. Fossar skauta fjalla stöllum, flytja í boga vötnin þunn. Lækir tauta í lágum föllum og læðast voga fram í munn. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Gulli settar hálfar hlíðar hlæja móti sólar brá. Undir klettum skuggar skríða, skrímslisfótum varla á. Voga að standa hrikar háir, hræðast kunna fyrir því þá Ijómandi sólin sjái, svala unn nær líður í. Að því gaman er að hyggja, undir stórum hæðum þá skugga hamir hræddir liggja og hökta Ijórum löppum á. En nær sólin sezt í æginn, sem þeim banna hrokann réð, einráð fólin fljúga á daginn og flæma hann í sjóinn með. Sól og dagur sjónum hverfa sjávar þannig niður í hyl. Nótt vill haga himins erfa. Hér er annað sjónarspil. Sigurður Breiðfjörð, 1798-1846, var frá Rifgirðingum við Breiðafjörð. Hann var helzta og bezta rímnaskáld Islendinga á 19. öld og naut mikillar alþýðuhylli, en fékk óvægna gagnrýni frá Jónasi Hallgrímssyni. Sigurður var beikir að iðn; hann vann um tíma á Grænlandi, en bjó í Ólafsvík og síðast í Reykjavík i sárri fátækt, þjakaður af alkóhólisma. 10O íslenzkar fjölskyldur í Lúxemborg Yorið kom í Lúxemborg eins og hendi væri veifað þennan dag, síðla marzmánaðar. Rabbskrif- arinn var kominn utan þeirra erinda að hitta' að máli ein- hvetja þeirra fjölmörgu landa okkar sem þar búa. Þeir önduðu léttar þennan dag; sögðu eins og menn á hörðu vori hér heima, að það væri langþráð að fá dálitla hlýju eftir annan eins vetur. Elztu menn mundu ekki annað eins. Vikum saman hafði verið frost; brunagaddur á nóttinni og hvað eftir annað snjóaði með tilheyrandi öngþveiti í umferð- inni. En vorið var ekki komið. Eftir tæpa viku kólnaði aftur; fuglakliðurinn í tijánum hljóðnaði og lengi vel mátti sjá hærri hitatöl- ur _á íslandskortinu. ísland og Lúxemborg eiga það sameigin- legt að vera dvergríki í samfélagi Evrópu- þjóða; ísland þó nærri 40 sinnum stærra að flatarmáli. Það dugar samt ekki til yfirburða í mannfjölda, þar eiga Lúxemborgarar um 130 þúsund manns umfram okkur og þar að auki fjölda sem einungis starfar í land- inu. í báðum þessum löndum voru bænda- þjóðfélög frá fornu fari; Bæði búa þau við velmegun og stöðugleika og bæði eiga mikla fátækt að baki. Á síðustu öld flutti þriðjung- ur Lúxemborgsku þjóðarinnar til Ameríku sökum fátæktar heima fyrir. Lúxemborgarar eru þó í flokki hinna efnuðustu þjóða núna og hagtölur herma að þeir séu hreinlega fremstir meðal jafningja; nýlega komnir framúr Svisslendingum. Það er eiginlega óskiljanlegt að Stórher- togadæmið Lúxemborg skyldi fá að viðgang- ast til langframa á landsvæði þar sem reip- tog um hvern skika átti sér stað milli stríð- andi nágranna. Það hefur haft bæði kosti og galla að búa á þessum stað. Núna eru kostirnir að koma í ljós; Lúxemborg er í vaxandi mæli að verða miðpunktur í næsta nágrenni við valdamiðstöðina í Brussel og nýjar og glæsilegar hallir Evrópusambands- ins þenja sig yfir óhemju flæmi þar sem áður akrar huldu völl. Þeirri innrás fylgir að fjöldi sérfræðinga býr tímabundið i land- inu, en borgar þar skatta og skyldur og ekki þarf annað en að virða fyrir sér bílakost- inn á götunum til að sjá að tölur um velmeg- un eru ekki út í bláinn. Þar vekur kannski mesta athygli, hversu ákaflega Lúxemborg- arar telja sig þurfa á jeppum að halda; sér- staklega ijallsterkum lúxusjeppum. I annan stað vekur athygli að gríðarleg bankaferlíki hafa á skömmum tima sprottið upp eins og sóleyjar í varpa. Hátt í 190 bankar munu nú vera í landinu og Lúxem- borgarar eru í mjög vaxndi mæli að verða gæzlumenn fjár, sem misjafnlega vel þolir dagsljósið. Vegna þess að nú er fjármagns- skattur í deiglunni hér er kannski ekki úr vegi að geta þess, að talið er að Jjármagn sem svarar 70 milljörðum dollara (4690 milljörðum íslenzkra króna) hafi flutzt frá Þýzkalandi til bankanna í Lúxemborg til þess að losna undan fjármagnstekjuskatti. Lúxemborgarar nýta sér ríka og volduga nágranna á fleiri sviðum. Til dæmis selja þeir ódýrasta eldsneyti í allri Evrópu og hafa orðið að byggja urmul bensínstöðva rétt innan við landamærin til þess að hafa undan að afgreiða. Um leið og menn koma frá nágrannabyggðum Þýzkalands til þess að fylla á tankinn, kaupa þeir mun ódýrari matvæli og áfengi og frá Belgíu eru gerðar út sérstakar rútuferðir fyrir þessi innkaup í Lúxemborg. Þessi sömu landamæri, allsstaðar nálæg, hafa líka haft sína ókosti. Hæfileikaríkt fólk hefur séð hag sínum betur borgið handan þeirra og það hefur gegnum tíðina verið gegndarlaus atgervisflótti þangað sem gras- ið var talið grænna. Það er trúiega þess- vegna sem fullyrt er, að listræn afrek séu ekki það sem hæst ber í menningu Lúxara (eins og Islendingar í iandinu nefna þá). Samt er að sjálfsögðu til lúxemborgsk menn- ing, það er hafið yfir vafa. En listir eru ekki burðarsúlur undir henni. Það vekur nokkra undrun í þessu efnaða landi að þár er enginn háskóli. Það þykir víst ekki knýj- andi nauðsyn þar sem háskólar eru í næsta nágrenni og metnaður í þessa veru virðist ekki vera fyrir hendi. Við höldum fast í tungu feðranna; teljum að grundvöllur íslenzkrar menningar sé móðurmálið og þau afrek sem skáld að fornu og nýju hafa unnið með íslenzkuna að vopni. Að tala íslenzku fínnst okkur að sé kjarni þess að vera íslendingur. Lúxemborgar eru hinsvegar fjöltyngd þjóð. Allir tala frönsku og þýzku og fjöldi manns talar þar að auki ensku. Móðurmál Lúxara er þó ekkert af þessum málum, heldur Lúxemborgíska. Hún hefur framundir þetta fremur verið skil- greind sem mállíska, enda ekkert ritmál til þangað til nú á allra síðustu árum að reynt hefur verið eitthvað til að forma það og festa í sessi. Varla er þess von að bókmenntir séu til á máli sem innfæddir vita varla hvernig á að skrifa, enda eru þær ekki til. Eina ljóð- skáldið sem náði eitthvað að skapa sér nafn fyrr á öldinni, orti á þýzku. Ekki er mér kunnugt um að til séu nafntogaðir listamenn af lúxemborgskum uppruna; þeir hafa þá ekki haldið því á lofti. I höfuðstaðnum starfar góð sinfóníuhijóm- sveit og þar er ágætt leikhús, en ekkert leik- félag nema Leikfélagið Spuni, sem íslending- ar standa að. Leikhúsið í Lúxemborg byggir á því að fá gestaleiki frá Frakklandi eða Þýzkalandi. Blöðin þaðan eiga líka markað- inn í Lúxemborg. Ekkert dagblað er gefíð út á lúxemborgísku og franska er það mál sem gildir í stjórnkerfínu. í samtölum við íslendingana kom fram, að fæstir þeirra hafa lagt sig eftir því að læra Lúxemborg- ísku, en það hefur komið af sjálfu sér að börnin þeirra tala hana jafn eðlilega og ís- lenzku og þar fyrir utan læra þau að tala reiprennandi frönsku og þýzku. Hjá flugfé- laginu Cargolux þar sem fjöldi Islendinga starfar, er enska samskiptamálið og það hefur orðið til þess að landarnir hafa ekki beinlínis verið tilneyddir að læra önnur tungumál. Um 100 íslenzkar fjölskyldur búa nú í Lúxemborg. Það eru liðlega 400 manns og íslendinganýlendan þar hefur aldrei verið stærri. Margir eru búnir að vera þar síðan Cargolux-ævintýrið byrjaði uppúr 1970 og sumir hafa gerzt þarlendir ríkisborgarar. En öllum er mér vitanlega sameiginlegt að vera fyrst og fremst gegnheilir íslendingar með mikinn þjóðlegan metnað. Sérstaða þessarar nýlendu felst líka í því, að flestir eru á einhvern hátt tengdir fluginu og hafa þessvegna aðstöðu til þess að komast heim til ísiands tvisvar eða þrisvar á ári. Þetta fólk talar íslenzku á sínum heimilum og hefur komið á íslenzkukennslu fyrir börn og unglinga með styrk frá menntamálaráðu- neytinu. Auk þess hafa framtíðar tengsl við Island og íslenzkuna verið tryggð með því að unglingarnir hafa verið í menntaskólum eða öðrum skólum á Islandi. Fjöldi íslendinga hefur haft þau einu kynni af Lúxemborg að hafa komið á Findel-flug- völl. Flugstöðin þar er til fyrirmyndar; ger- samlega án tildurs, en eins heimilisleg og orðið getur og þar er einskonar fastur punkt- ur og samkomustaður landanna í Lúx- emborg. Þangað koma þeir til þess að kaupa Moggann og sjá hveijir eru að koma og fara. Loftleiðir hófu flug þangað 22. mai 1955, en nokkru áður hafði þáverandi flugmála- stjóri, Agnar Kofoed-Hansen fengið auga- stað á hinum lítt notaða Findel-flugvelli. Sagt er að Agnar hafí hitt lúxemborgskan starfsbróður sinn í Finnlandi; þeir farið sam- an í gufubað og þangað megi rekja upphaf málsins. GÍSLl SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. APRÍL 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.