Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Síða 4
FÉLAGARNIR í Arctic Express, Eyjólfur Jóhannsson til vinstri, og Páll Axelsson. Að neðan: Ferskur fisskur og reyktur ásamt tilbúnum fiskréttum í fiskbúðinni Poissonnerie Arctic. í Arctic Express snýst lífíð um físk Suðurnesjamenn og fleiri sem tengjast veiðum og fiskvinnslu, þekkja Pál Axelson, sem búið hefur í Keflavík og rekið þar útgerð og fiskverkun um árabil. Fyrir sex árum steig Páll það stóra skref að flytja búferlum til Lúxemborgar og þar setti hann á laggirnar fyrirtæki, sem heitir Arctic Express. Og vegna þess að Páll veit hvar hann syngur þegar fiskur er annarsvegar, hélt hann sig við efnið og starfsemi fyrirtækis- ins snýst um físk. Það eru hvorki ytri né innri flottheit sem einkenna þessa starfsemi. Ég hitti og ræddi við Pál í kompu þar sem þeir félagar drekka kaffið, en þar var notalegt að koma og Páll skemmtilegur viðræðu eins og löngum áður. Gegnum glugga gátum við séð inn í vinns- lusalinn, þar sem menn voru að spúla gólf og stafia fiskkörum. Páll og kona hans, Dagný Hermannsdóttir, höfðu komið auga á möguleikana í Lúxem- borg þegar þau voru þar á ferðalagi og ákváðu þá að flytja. Það var árið 1990 og fyrirtæk- inu var valinn staður í þorpinu Sandweiler. Síðan hefur Eyjólfur Jóhannsson frá Keflavík gengið til liðs við Pál, gerst meðeigandi og vinnur í fyrirtækinu. Vandamálið er fremur það að ekki sé hægt að fá nógan fisk, en að erfitt sé að selja hann. Raunar verður að bjarga málunum með því að kaupa fisk frá Grænhöfðaeyjum, Noregi og Belgíu. En fyrst og fremst selja þeir Páll og Eyjólfur íslenzkan fisk af Suðumesjum og Flugleiðir flytja hann til Lúxemborgar. Það er ekkert smáræðis magn; 100 - 600 tonn á ári. Hjá Arctic Express er fiskinum umpakkað, hann ísaður og síðan ekið til kaupenda í Lúx- emborg, Þýzkalandi, Belgíu, Hollandi ogjafn- vel er ekið allar götur til Spánar. í þessum flutningum er einn kælibíll í eigu Arctic Ex- press, en að öðru leyti eru bílar teknir á leigu eins og með þarf. Bílstjórarnir eru íslenzkir. Páll sagði að persónuleg sambönd væru mikils ráðandi þegar fískur er seldur. „Það dugar ekki bara að senda fax,“ sagði hann. „Maður heimsækir sína kaupendur og þetta verður dálítið eins og snjóbolti sem hleður utan á sig. Vandamálið er bara að fá fisk“. Starfsmannafjölda er haldið í lágmarki; þeir Páll og Eyjólfur ganga sjálfir í öll störf og þeir sömu sem vinna í fiskinum verða líka að geta brugðið sér í flutningana. „Hér verða allir að geta allt“, sagði Páll. Jafnframt á Páll aðild að fiskbúðinni Pois- sonnerie Arctic, sem stofnuð var 1991 og er nú til húsa miðsvæðis í Sandweiler. Það er raunar annað fyrirtæki, Atlandic Union, sem telst fyrir búðinni og þar er Páll í félagi með fyrrverandi samstarfsfólki frá Suður-Afríku. Það er sannarlega ómaksins virði að líta á úrvalið í Poissonnérie Arctic; þar er mikil fjöl- breytni, bæði í fiskitegundum og tilbúnum fiskréttum. Fyrir íslendingana í Lúxemborg hefur þessi innrás Páls Axelssonar verið mjög kærkomin. ÍSLENDIN GAR í LÚXEMBORG Studio - hús með skrautlega fortíð egar ekið er af flugvellinum inn í bæinn liggur leiðin framhjá söku steinhúsi, sem heitir Studio og ber fljótt á litið ekki með sér hverskonar starf- semi fer þar fram. Þegar betur er að gáð kemur í ljós, að þar hafa þrjár íslenzkar konur, búsettar í Lúxemborg, heldur betur tekið til hendinni. Þær heita Drífa Sigur- bjamardóttir, Ingunn Þorvaldsdóttir og Þórhildur Hinriksdóttir. Húsið hafa þær gert upp að innanverðu, svo þar eru nú 13 misstórar íbúðir sem leigðar eru út í lengri eða skemmri tíma. Verðið fyrir vik- una er frá 17.600 krónum og það er eink- um fólk sem dvelur tímabundið í landinu og vinnur hjá bönkunum, sem tekur íbúð- imar á leigu. Með þessum rekstri skapa þær stöllur sér atvinnu; þær gera það sem gera þarf, þvo og þrífa, og vinna við það fyrripart dagsins. Þórhildur-er búin að búa í Lúxemborg síðan 1971, gift Þórði Siguijónssyni flug- stjóra hjá Cargolux og fyrstu árin var hún flugfreyja hjá félaginu. Þau byggðu yfir sig hús eftir þrjú ár í landinu og eiga fjög- ur börn. Siguijón, elzti sonur þeirra, var í Verzlunarskólanum í Reykjavík, en vinn- ur nú hjá Cargolux. Dóttirin Ólöf Dís er skíðakennari í Austurríki, en tvö þau yngstu eru í skóla og búa heima. Þau tala góða íslenzku og eru miklir Islendingar í sér, segir móðir þeirra. Hún kveðst fara 3-5 sinnum ár ári heim til íslands; til Lúxemborg um og uppúr 1970. Hún er gift Kristjáni Richter, flugstjóra hjá Car- golux; hann var einn þeirra sem byijaði með Þorsteini Jónssyni í Lúxemborg eftir að Biafrafluginu lauk. Þau Ingunn og Kristján eru bæði úr Reykjavík og voru nýlega byijuð að búa þegar þau fluttu utan. Þau eiga þijár dætur: Ragnhildur Guðrún er leiðsögumaður á íslandi á sumr- in, en leggur stund á ensku og frönsku í Frakklandi á vetram. Elísabet Lind er flug- freyja hjá Luxair, og varð stúdent frá Hamrahlíðarskólanum á síðustu jólum. Sú yngsta, íris, er í foreldrahúsum og stundar skólanám. Þessar bráðhressu kjarnorkukonur hitti ég í mótttöku gistihússins, sem heitir af einhveijum ástæðum Studio. Og þetta er frægt hús í Lúxemborg; fortíð þess skraut- leg. Þar hafði áður verið Reno-bar, sem hafði fengið á sig vafasamt orð. Venjuleg- ar konur voru ekki vel séðir gestir þar, en rauð ljós í gluggum gáfu til kynna þar væra konur sem seldu blíðu sína ef eftir því var leitað, og jafnvel eiturlyfjasala. Svo fór að lokum að lögreglan lokaði staðnum. Vegna þessa gekk þeim stöllum illa að fá bankafyrirgreiðslu vegna kaupa á hús- inu; bankamenn höfðu einfaldlega ekki trú á að neinskonar heiðarleg starfsemi gæti orðið þar. Það stóð líka í Lúxurum að skilja, að konurnar ætluðu að eiga húsið, en ekki mennimir þeirra. En þegar samn- / GESTAMÓTTÖKUNNI á Studio. Frá vinstri: Ingunn Þorvaldsdóttir, Drífa Sigurbjarnardóttir, og Þórhildur Hinriksdóttir. dæmis kveðst hún mæta í öll helztu af- mæli í fjölskyldunni. Drífa Sigurbjamardóttir er úr Njarðvík- unum og kom fyrst út til Lúxemborgar 1966, en eftir nokkurra ára búskap í Suð- ur-Afríku, hefur hún búið í Lúxemborg að staðaldri síðan 1977. Þau hjón, Drífa og Þórður Sæmundsson, sem nú rekur fyrirtækið ABC, vora meðal íslenzku fram- byggjanna á staðnum og byggðu sér hús á gamlan íslenzkan máta, segir Drífa. Þau eiga þijú uppkomin böm; Guðlaug Dís dóttir þeirra er sálfræðingur í Lúxemborg og þriggja bama móðir. Þarnæst er Krist- ín sem er blaðaútgefandi í Suður-Afríku og yngstur er Sæmundur sem vinnur hjá Atlanta-flugfélaginu. Bömin era öll menntaskólagengin á íslandi og barna- bömin tala öll íslenzku. „Við höldum miklu sambandi við okkar fólk heima“, segir Drífa. Nú orðið taka þau bílinn með til íslands á sumrin og dvelja þar í 4-6 vikur. Ingunn Þorvaldsdóttir tilheyrir þeim kjama „landnámsmanna" sem byijuðu í STUDIO - húsið sem íslenzku kon- urnar breyttu í gistihús. ingar tókust um síðir, beið mikil vinna við umfangsmiklar breytingar innanhúss og til þeirra verka voru fengnir íslenzkir iðnaðarmenn. Krítarkorta- símar um alla Evrópu egar komið er inn úr dyrunum hjá fyrirtækinu Newday International Trading, blasa við allskonar fjar- skiptatól af allra nýjustu gerð, enda er fjar- skiptabúnaður það sem fyrirtækið höndlar með. Framkvæmdastjóri og eigandi er ung- ur maður, Ómar Birkisson. Ómar var ekki viðlátinn, en hinsvegar hitti voru þar tveir ungir Islendingar sem eru starfsmenn fyrir- tækisins. Annar þeirra, Jóhannes Kolbeins- son, er rekstrarfræðingur og skólaður bæði í Bifröst og Kaliforníu, en lauk námi sínu í Þýzkalandi og Englandi. Starfsmenn hjá Newday International Trading eru fjórir. Starfrækt er verkstæði JÓHANNES Kolbeinsson, nær á myndinni, og annar starfsmaður fyr- irtækisins, Ragnar Þór Ragnarsson. fyrir fjarskiptabúnað, en krítarkortasímar eru annars það sem megináherzlan er lögð á og markaðssvæðið er öll Evrópa. Tölvu- búnaður í fyrirtækinu hringir á nóttinni í krítarkortasímana og safnar saman gögn- um um hringingar og notkun. Þessar upp- lýsingar eru síðan sendar til krítarkortafyr- irtækjanna. Fyrirtæki Ómars er smám sam- an að fara einvörðungu út í þessi viðskipti. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.