Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1996, Qupperneq 9
ORDAGAR á því herrans ári 963 í dalverpinu sem í dag deilir höfuðstað Stórhertogadæmis- ins Lúxemborg í tvo hluta. Klaki er úr.jörðu; trén bruma. Gróa laukar, gala gaukar. Apríl- sól á heiðum himni. Andblær þrunginn höfug- Stiklað á stóru um sögu stórhertogadæmisins Lúxemborgar frá því fyrir árið 1000 og til vorra daga og til viðbótar almennar upplýsingar um land ogþjóð. Eftir JÓHANNES HELGA um skógarilmi og svartþrastasöngur í lofti. Húsaraðir beggja vegna árinnar í dalbotnin- um, og eftirvæntingarfull mannmergð á stjákli á Rómveijagötu. Miklum umsvifum er lokið í vertshúsinu við brúna. Áma af besta Móselvíni komin á stokka innandyra, veisluföng og bikarar til reiðu, valdar gengilbeinur í skipulegri röð og vertinn fyrir húsdyrum í viðhafnarklæð- um og á gljáskóm með sylgju og búinn að standa þarna drykklanga stund og skimar ákaft til beggja átta. Og hana nú! Vertinn rekur í fagnaðaróp. Hófadynur. Hillir undir fríða fylking. I fararbroddi höfðingjanna frá Mersch og Fels ríður hávelborinn Sigfrid greifi skartbúinn á ljónfjörugum fola úr Ardenna- fjöllum. Að baki snúðugt riddaralið undir merkjum og vorsól á brynjum. Og í sömu mund úr gagnstæðri átt birtist kuflklæddur á þýðum skeiðhesti háæruverðugur Wiker ábóti, Drottins smurði til Maximinerklaust- urs í Trier. Og i för með honum príor og klausturþjónn. Vertinn fruktar. Örtröð á hlaði. Hnegg; hófaspark. Ardennafolinn slær hátt nösum hvæstum, enda búinn silfurstungnu beisli og gullrekn- um hnakki, en vilji manns og hests er einn og íjörgammurinn hlýðir og leggur stinna lend sína að titrandi lend friðleikshryssu ábótans, þannig að háæruverðugur og há- velborinn geti smellt friðarkossi hvor á ann- ars kinn. Þegar ábótar ríða gleðjast himnarnir! hrópar Herra Sigfrid gáskafullur og deplar augum til sólar. Þegar Sigfrid greifi ríður kætast gestgjaf- ar! svarar ábóti snjallt að bragði og nikkar til verts á gljáskóm. Herrarnir hlæja, stökkva af baki, og lifn- ar yfir almúga. Hann veit sem er að þegar hið veraldlega og geistlega vald kaupslaga falla molar af borðum til smælingjanna. SVERÐIÐ OG TUNGAN Eikarborðin í vertshúsinu eru brátt þéttset- JÓHANN blindi í stórorrustunni við Crécy 1346. JÓHANNES Helgi. in og eðalvínið úr gróðursælum ásum Mósel- ár niðar sem lækur. Greifinn, herra Sigfrid, rís á fætur og mælist svo; Herra ábóti, ég öfunda yður. A tveggja tíma ferð hingað frá Mersch reið ég Bikurum er klingt og Móselvínið freyðir. Og enn er skálað og stórstreymt úr ámu gestgjafans uns blásið er í lúður til brottfarar. Jódynur. Orð Eru Til Alls Fyrst Sigfrid greifi og Wiker ábóti ríða. Að baki þeim príor, klausturþjónn og riddarar undir merkjum og reiðgötur hlymja. Allan daginn ríða þeir, frá austri til vesturs og úr suðri til norðurs og ákvarða lengd og breidd Kast- alaborgarinnar fyrirhuguðu, Sigfridsburg, og kveðjast ekki fyrr en undir kvöld. Handsöl og ástúðlegir kossar og ekki að efa að engi- ar hafi þá sungið þeim sætt við eyru. En menn ganga fyrir ætternisstapa og handsöl og orð, þótt með heilindum séu, falla í gleyms- kunnar dá nema fest séu á skrá. Og það var gert rækilega á dragfínni latínu í Maximin- erklaustri í Trier á Pálmasunnudag 963: „In nomine unigeniti Filii Dei. Notum sit omni- bus þopulis in Christum credentibus tam pres- entibus quam venturis, clericis atque laicis, quod Sigefridus comes de nobili genere natus castellum quod dicitur Lucilinburhuc.. o.s.frv. og útleggst efnislega, með lítilsháttar viðauka: 1 nafni eingetins sonar Guðs er öll- um kristnum mönnum, bornum og óbornum, um grösugar engjar og um brumandi skóga og öll falla þessi lönd undir Maximinerklaust- ur: Steinsel, Weimerskirch og einnig þessi fagri dalur. Yfir þessu getið þér einhverntíma orðið landstjóri og verndari, Sigfrid greifi, svarar ábóti léttur á brún. Já, herra ábóti. Ég vil vernda yður, klaust- ur yðar og þetta land. En ég þarfnast einnig hjálpar yðar og stuðnings. Ríkið er á tíma- mótum og skipan mála þarf að komast í fastari skorður. Hjá okkur í vestri eru viðsjár og ískyggilegar blikur á lofti. Ég sé í anda uppvekjast nýjan drottnara og komu nýrrar þjóðar, sem er ung og sterk og skirrist einsk- is. Við þörfnumst víggirtra svæða með sterk- um múrum og traustum mönnum sem sam- eina krafta sína gegn lævísi og illvirkjum sem á okkur heija.1 Nýlega var ég hjá Otto keis- ara2 og bróður hans, Herra Bruno, erkibis- kupi í Köln. Höfðu þeir þungar áhyggjur af viðgangi ríkisins. Ef hin stóru og ríku kiaust- ur leggjast ekki á eitt með ríkinu, þá sundr- ast ríkið. Tvínónum ekki, herra ábóti. Felið mér umráð yfir Lucilinburhuc5 og Felsen. Tvær góðar jarðeignir skulu falla í yðar hlut. En virki mun ég byggja á klettaborginni hér, stórt og sterkt, klaustri, landi og lýð til góðs. Sigfrid greifí sest og er andþungt, enda að hætti síns tíma því vanari að sannfæra menn með sverði en tungunni. Viðstaddir bíða málþola svars Maximinerá- bóta. Og þá stendur upp Herra ábótinn og mælir svo: Herra greifi. Heill ríkisins er einnig okkar heill. Lucilinburhuc tilheyrir yður frá og með deginum í dag. Virki skuluð þér reisa og grundvalla það á ást þjóðar yðar og megi það verða við lýði um aldir alda. Það gefi Guð að þér reynist landinu góður leiðtogi, verndari réttar, faðir ekkna og munaðarleys- ingja og skjöldur kirkjunnar. Abóti og greifi fallast bróðurlega í faðma. Príor og klausturþjónn eru sprottnir á fætur ásamt riddurunum sem láta hringla í vopnum og kórinn hrópar svo drynur í veggj- um og allur lýður utan dyra tekur undir: Vivat! Vivat! Vivat! GEGNUM höfuðborgina gengur djúpt gil og niðri í því er ævagamalt hverfi. Lúxemborg í aldanna rás LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. APRÍL 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.