Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 5
Gamalt vin á nýjum belgjwm SAGAN af Rauðhettu er saga allra tíma um börn sem villast af veginum, glepjast f skógi freistinganna og lenda í úlfsgini. grimmilegu refsingu, ekki „mamma“ - og fyr- ir vikið þarf barnið ekki að þjást af samvisku- biti vegna þess að „mömmu“ hafi verið gert neitt. Vonda nornin er bara farin úr sögunni, og hún fékk það sem hún átti skilið. Einfaldleiki og andstæóur Þjóðsögur og ævintýri eru úrvinnsla dag- drauma og ómeðvitaðra óska. Þær skapa barn- inu aðstæður sem það myndi aldrei upplifa annars. í þjóðsögunni er allt einfalt: stórt eða lítið, gott eða illt, fallegt eða ljótt. Og þennan einfaldleika getur barnið auðveldlega fært yfir á sitt eigið hugarflug og sínar aðstæður. Ólíkt mörgum nútímasögum er hið illa all- staðar nálægt í ævintýrinu líkt og í lífinu sjálf- ur, ekki síst í lífi nútímabarns þar sem margt er að varast; bíla, gryfjur, sundlaugar við sum- arbústaði, vondir kallar sem bjóða sælgæti, svo fátt eitt sé nefnt. Hætturnar eru oft heillandi. Spúandi elddreki eða undurfögur drottning, sem er flagð undir fögru skinni, kennir barn- inu það að freistingar og myrkraverk hafa margvíslega ásýnd. Við höfum líka dyggðir í þjóðsögum þar sem hið góða á sér skýrar og sterkar myndir í persónum og athöfnum þeirra, og myndirnar eru einfaldar í þeim tilgangi að auðvelda úr- lausn mála. Barnið þarf á þessum einfaldleika að halda - það er ekki fyrr en seinna sem það þarfnast flóknari úrlausnarefna. Því einfaldari og sterkari sem persónur og fyrirbæri eru, því auðveldara fyrir barnið að gera upp hug sinn og taka afstöðu. Þannig samsamar barnið sig góðu söguhetjunni, ekki bara vegna þess að hún er góð, heldur ekki síður vegna þess að það upplifir sig í hennar sporum. Og sé það niðurstaða sögunnar að persónan sé góð, þá er barnið líka gott þegar sögunni lýkur. íslenskar þjóósögur íslenskar þjóðsögur eru ekkert frábrugðnar munnmælum annarra þjóða að þessu leyti. Þær hafa allar boðskap að bera sínum áheyrendum. Það á ekki síst við um vættasögurnar ís- lensku, einkum álfasögurnar sem margar hvetjar taka á daglegu lífi alþýðufólks og þeim hversdagssorgum sem lífið bar í skauti sér hér fyrr á tímum. Allar gefa þessar sögur hagnýt ráð við ýmsu því sem að höndum ber. Sú ráð- gjöf felur í sér boð um æðruleysi, ráðsnilld, heiðarleika, hjálpsemi og ekki síst virðingu fyrir landsins gæðum. Sögur af álagablettum sem ekki má nýta, vara við ofnýtingu iandsins og innræta fólki að lifa í sátt við náttúruna. Slíkur boðskapur á erindi við bæði unga og aldna, en einkum þó þá sem eiga að erfa land- ið og viðhalda menningu þjóðarinnar og lífs- gildum. Margar ísienskar þjóðsögur eru þó sérstaklega ætlaðar ungum áheyrendum. Sög- ur af umskiptingum sem beija þurfti til óbóta, eða Grýlu sem tók og sauð óþekka krakka, hafa vakið skelfíngu með börnum og haldið þeim „á mottunni“, þótt eftirköstin kunni að hafa komið fram í martröðum og myrkfælni. Geta má nærri að sá beygur sem lúrir að baki mörgum islenskum þjóðsögum eigi rót sína að rekja til óblíðra náttúruafla, myrkurs og hrikalegs landslags. Ekki hefur alltaf verið fýsilegt að leggja fótgangandi á fjallið í dimm- viðrum íslenskrar veðráttu fyrr á öldum - og vissulega hafa þessar sögur hindrað ungmenni ÞYRNIRÓS. Mynd úr Grimms ævintýrum sem Vasa útgáfan gaf út. Þyrnirós er í tölu frægustu og dáðustu ævintýra Grimmsbræðra. girni. Næst hófsemisboðinu ómar ákall mis- kunnsama Samveijans um að synja ekki þurf- andi. Sá sem skorast undan sliku ákalli er ógæfumaður. Sömuleiðis sá sem víkur sér und- an því að axla ábyrgð gjörða sinna: honum verður erfiður dauðinn, eins og segir í kvæðinu. Þannig miðla islenskar þjóðsögur siðferði og gildismati þjóðarinnar á hveijum tima. Það er góður arfur sem fólginn er í því gildismati - og hollt veganesti óhörðnuðum börnum og ungmennum. Núlimaþjóðsögur Nú spyija sjálfsagt ýmsir hvort þjóðsögur og ævintýri hafi nokkuð fram að færa varð- andi sérstakar aðstæður í lifi okkar nútíma- fólks, enda til orðin löngu fyrir okkar daga. Flestir sáiskýrendur myndu svara þessu hik- laust játandi og benda á að hin hefðbundna þjóðsaga fjallar ekki einungis um sammannleg vandamál heldur býður hún árangursríkari lausnir á erfiðum aðstæðum en nokkur önnur skáldskapartegund sem börnum stendur til boða. En það er fleira þjóðsögut' en sögur um kónga, drottningar, álfa, drauga og forynjur. Þjóðsögur eru enn að verða til í þéttbýlissamfé- lögum Vesturlanda. Það eru svokallaðar nú- tímaþjóðsögur eða þéttbýlissagnir (Urban leg- ends) sem höfða til stálpaðra barna, unglinga og fullorðins fólks. Nútímaþjóðsögur segja frá fjöldamorðingj- um og geðsjúklingum. Þær geta verið pínlegar gamansögur af fólki við ýmsar aðstæður. Margir kannast við söguna af karlinum sem hneig niður við afgreiðslukassann í Hagkaup- I stað hestvagnsins hefur nútímaþjóðsaga bíl, í stað tröllsins kemur flöldamorðingi, geim- vera eða geðsjúklingur, í stað álfsins sem hvísl- ar í eyra söguhetjunnar heyrist aðvörun í út- varpi: „Vegfarendur á þjóðvegi 59 takið eftir, geðsjúklingur hefur sloppið út úr ríkisfangels- inu og er á ferli við þjóðveg 59.“ Síminn er nærtækasti galdragripur nútímaþjóðsögunnar og eina björgunarleið óttasleginnar barnfóstru með morðingja í húsinu hjá sér. Elskendur í bíl á afviknum stað eru kjörin fórnalömb á meðan þau eru sambandslaus við samfélagið, myrkrið umhverfis þau er kynjaþoka í anda ævintýrisins. En beygurinn er sá sami og í ævintýrinu um Rauðhettu eða þjóðsögunni um unglinginn á heiðinni. Það er óttinn um afdrif óharðnaðra barna og ungmenna þegar samfé- lagið sér ekki til þeirra. Sigmund Freud lagði áherslu á það að mað- urinn gæti aðeins gefið lífi sínu tilgang og merkingu með því að takast á við yfirþyrm- andi vandamál af hugrekki. Góðar og fallegar barnasögur bjóða ekki upp á slíka viðureign, hvorki dauða né þjáningu, takmarkanir tilver- unnar né ódauðleikaþrána og eilíft líf. Það gera hinsvegar þjóðsögur og ævintýri á öllum tímum. Hvort sem þær gerast í ótilgreindu umhverfi „fyrir austan mána og sunnan sól“; uppi í íslenskri heiði í þoku og hríðarveðri; eða á dimmum vegaslóða vestur í Bandaríkjunum. Allar hafa þær boðskap að bera og iærdóm að lifa eftir. Höfundur er þjóðfræðingur. - Bettelheim, Bruno 1991: The Uses of Enchant- ment. The Meaning and Importance of Fairy Tales. I3.pr.) England. Penguin Books. - Brunvand, Jan Harold 1981: The Vonishing Hitchiker. American Urban Legends and Their Meaning. New York.London. W.W. Norton & Company. - Klintberg, Bengt av 1987: Svenska folksögn- er. (2.pr) Bretland. Cox & Wyman. - Klintberg, Bengt av 1993: Rattan i pizzan. Sviþióó. Norstedts Forlog AB. - Ólína Þorvarðardóttir 1995: Álfar og tröll. Reykjavík. Bóko og blaóaútgófan. Bœkur sem kenna tómagœsku, fyrirgefningu og átakalaust líf hafa ekkert aódráttarafl fyrir höm, segirþj'zki hamasálfrœóingurinn Buno Bettel- heim. Oöru máligegnir hinsvegar um þjóösögur og cevintjri. Þau fcera haminu ógnina, háskann oghamingjuna í lífinu. í að leggja í ótímabæra könnunarleiðangra ij'arri alfaraleiðum, og forðað mörgu barninu frá því að príla í klettunum. Vaknandi kyn- hvöt fær líka sinn skerf í íslenskum þjóðsög- um. Ungar stúlkur sem sitja einar yfir ánum í selinu verða þar oft á vegi ljúflinga úr álfheim- um - og þá er eins gott að láta ekki fallast í freistni, því það hefur aldrei gott í för með sér. í slíkum sögum skynjum við ótta foreldra við það sem gerst getur ef gjafvaxta dætur komast í kynni við ókunnuga pilta sem láta sig hverfa að loknu heitu ástarævintýri. Ungl- ingspiltar, einir á ferð geta líka lent í höndum vergjarnra tröllkvenna, sem seiða þá til sín og trylla. í öllum þessum sögum er raunsæislegur tónn sem varar við afleiðingum vanhugsaðra ástarævintýra. Hver saga, hver sagnaflokkur hefur sínar eigin aðferðir við það að koma skilaboðum sín- um áleiðis. Með ótta, ofbeldi, hvatatilhöfðun eða harmrænni tilfinningasemi. Allt ber það að sama brunni. Mönnum hefnist fyrir öfund og græðgi, hvort sem hófleysið kemur fram í ofnýtingu lands, fégræðgi eða annarri eigin- um. í ljós kom að hann hafði ætlað að hnupla frosnum kjúklingi sem hann faldi undir hattin- um, en þoldi ekki kuldann við höfuðið og missti meðvitund. Margir trúa þessari sögu, en hið rétta er að þetta er sagnaminni sem gengið hefur í allri Evrópu og Bandaríkjunum í tæpa tvo áratugi. Til eru einnig íjölmargar sagnir af skelfilegum framleiðslumistökum (mannsf- ingurinn í pylsunni) og óútskýranlegum uppá- komum daglegs lífs (hvolpurinn sem frúin í Garðabæ ætlaði að ylja í örbylgjuofninum). Flestar bera þær vott um ótta nútímamannsins við ört vaxandi tækni og firringu nútímalífs. Líf nútímamannsins er nefnilega fullt af kynjum og vá, ekkert síður en á dögum for- feðra okkar og formæðra. Og ef við skoðum þessar svokölluðu nútímaþjóðsögur með sömu gleraugum og við skoðum hefðbundnar þjóð- sögur, sjáum við fljótt að þær takast á við samskonar vanda og gömlu sögurnar, en vand- inn hefur verið færður í nútímabúning. Þess- vegna hafa þær yfir sér raunveruleikablæ og oftast er þeim trúað. Þær birtast jafnvel í tíma- ritum og blöðum, hafðar eftir ónafngreindum heimildum. Dæmi um slíka sögu er sagan af þjóðvega- morðingjanum sem situr fyrir ungu pari þar sem það leggur bílnum_ á afviknum vegaslóða eftir að skyggja tekur. í bandaríkjunum ganga fjölmargar slíkar sögur í ýmsum gerðum. Þeir sem hafa séð myndina Dauðamaður nálgast, geta vel skilið hversvegna sögur af því tagi verða til. Annað þekkt nútímaminni er morð- inginn á loftinu og barnfóstran einsömul í ókunnugu húsi. Fjölmargar kvikmyndir hafa verið gerðar um þetta sagnaminni sem lýsir vel ótta ungra stúlkna við að vera einar í ókunnugu húsi í hverfi sem þær tilheyra ekki, í samfélagi þar sem fólk þekkist ekki og ótt- ast ókunnuga. Nútímaþjóðsögur segja okkur þessvegna heilmargj; um menningu þess sam- félag sem sögurnar gerast í. I Bandaríkjunum er bíllinn nánast annað heimili nútímamannsins - og unglingar eiga þar athvarf. Eftir að skyggja tekur er ekki ráðlegt að yfirgefa þetta athvarf á afviknum stöðum, eins og læra má af sögunni um þjóðvegamorðingjann. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.