Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 10
Leiklistarlífið hér einkennist öðru fremur af fjöl- breytni. Almennur áhugi er mikill og aðsókn stöóug og góð og fæóir af sér mikió og margvíslegt fram- boð, segir SOFFÍA AUÐUR BIRGISDQTTIR sem fjallar hér um leiklist nýlióins leikárs. NÚ ÞEGAR leiklistarlífið á íslandi er svo að segja á milli vita, síðasta leikári stóru leikhús- anna lokið og nýtt óhafið, er við hæfi að líta aðeins um öxl og reyna að meta hvaða heildaráhrif sitja eftir í huga áhorfandans. Hér er ekki ætlunin að dæma einstök verk eða gera upp á milli leikrita, leikhópa eða -húsa, öllu fremur er tilgangurinn að íhuga efni og innihald þeirrar leiklistar sem leik- húsgestum var boðið upp á síðastliðið leikár. Fjölbreytni . . . Leiklistarlífið hér einkennist öðru fremur af fjölbreytni. Almennur áhugi er mikill og aðsókn stöðug og góð og fæðir af sér mikið og margvíslegt framboð. Síðastliðið leikár bauð upp á djarfar uppfærslur á klassískum meistaraverkum, gríska harm- og ærsla- leiki, ný íslensk samtímaverk sem og þýdd nútímaverk, stærri og minni söngleiki, höf- undasmiðju og einleiki ungra leikara - svo nokkuð sé nefnt. Upp spruttu ný leikhús og leikfélög svo sem Hafnarfjarðarleikhúsið spurningin: „Hver er ég?“ sem áleitin var á fyrri hluta aldarinnar, vikið fyrir spurning- unni: „Hvers kyns er ég?“ (í allri þeirri margræðu merkingu sem hún býr yfir) á seinni hluta aldarinnar. Þetta sjáum við endurspeglast á fjölum íslenskra leikhúsa síðastliðið leikár og kæmi ekki á óvart ef framhald yrði á því næstu árin. Aó vera karl ... Karlmennskan var í brennidepli í fjölda leikverka á leikárinu. Ber þar fyrst að nefna bráðskemmtilega uppfærslu Þjóðleikhússins á klassísku verki Moliéres Don Juan. Hefð- bundin túlkun á þessari frægu persónu heimsbókmenntanna er að sýna hann sem uppreisnarmann og hinn eilífa elskhuga sem engin kona fær staðist. Leikstjórinn lithá- enski, Rimas Tuminas, valdi aðra leið í túlk- un og sýndi okkur hinn eilífa flagara sem þreyttan og þunglyndan mann, sem var að því kominn að bugast yfir hinni eilífu endur- tekningu athafna sinna; endurtekningu sem leiðir til merkingarleysu. Einn áhorfandi, Egill Guðmundsson, lýsti í grein í Mbl. þess- um Don Juan á þá leið að hann minnti „helst á gamalt blint innilokað ljón sem leitar á Morgunblaóið/Kristinn „LEIKSTJÓRINN litháenski, Rimas Tuminas, valdi aðra leið í túlkun og sýndi okkur hinn eilífa flagara sem þreyttan og þunglyndan mann, sem var að því kominn að bugast." AÐ VERA KARL, EÐA KONA Hermóður og Háðvör, Leikfélagið Loftur í Loftkastalanum og Lundúnaleikhópurinn. Stóru leikhúsin tvö í Reykjavík voru bæði með öfluga starfsemi sem og Leikfélag Akureyrar og hið skemmtilega reykvíska Kaffileikhús jók starfsemi sína með góðum árangri. Islenska óperan og Islenski dans- flokkurinn létu ekki sitt eftir liggja og frum- sýndu glæsileg ný íslensk verk. Af þessu má sjá að síst ríkir lognmolla yfir leiklistinni í landinu og gildir það bæði um listrænt starf sem og um stjómun ein- stakra stofnanna og verka, og síðast en ekki síst um skoðanaskipti einstaklinga um leiklistina. En hér er ekki til umræðu skort- ur á logni eða einstaka stormar í vatnsglös- um; vonum bara að slík veðrabrigði haldi áfram leiklistinni til framdráttar og almenn- ingi til skemmtunar. . . . en þó rauóur þráóur En þrátt fyrir að leiklistin hér heima ein- kennist öðru fremur af fjölbreytni má þó hvað varðar efni og innihald greina rauðan þráð í uppsetningum síðasta árs. Stærstur hluti verkanna fjallaði á einn eða annan hátt um kyn eða kynferði: Um það hvað -það þýðir fyrir einstaklinginn að vera karl eða kona, hvaða takmarkanir kynið setur okkur eða hvaða forréttindi það veitir okkur - allt eftir því sem við á. Það er óhætt að fullyrða að í bókmenntun- um (hér heima sem erlendis) hafi tilvistar- rimlana fremur af gömlum vana en vænta nokkurs fyrir utan“. Óvenjuleg túlkun Rim- asar hittir vel í mark á tíma þegar táldrag- elsi er ekki lengur list og karlmaðurinn í nokkurri kreppu í samskiptum sínum við nútímakonur. Annað verk sem frumsýnt var á stóra sviði Þjóðleikhússins var Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sig- urðardóttur. Þar er sögð harmsaga íslenskr- ar fjölskyldu um miðbik aldarinnar. Fjöl- skyldufaðirinn er stórhuga og atorkusamur, eins og orð fer af íslenskum karlmönnum, en sést ekki fyrir í athöfnum sínum. Leik- gerðin beinir sjónum að sálarkreppu hins sjálfhverfa miðaldra karlmanns og sýnir hvernig harmleikur fjölskyldunnar á rót að rekja til skapgerðarbrests hans. Tröllakirkja er áleitin krufning á íslenskri fjölskyldugerð og stöðu einstaklinga innan fjölskyldunnar. Höfundur sýnir fram á hvernig heill og hamingja margra einstaklinga getur staðið og fallið með kostum og kenjum þeirra sem teljast höfuð fjölskyldunnar. Karlmaðurinn í þessu verki er maður stórra drauma og dirfsku, hann vill öðlast virðingu umhverfis- ins, e.t.v. sem uppbót fyrir minnimáttar- kennd sem hann þjáðist af í æsku, en Iætur sig minna skipta tilfinningalega líðan sinna nánustu - í því er fall hans falið. Annað íslenskt verk leikársins fjallar um efni skylt þessu, en þó með allt öðrum for- merkjum. Þar á ég við leikrit Einars Kára- sonar og Kjartans Ragnarssonar sem unnið er upp úr skáldsögum þess fyrrnefnda: Is- lensku mafíuna sem LR setti upp á stóra sviði Borgarleikhússins. Hérna er einnig ís- lensk fjölskylda í brennidepli, þrír ættliðir Killian-fjölskyldunnar koma við sögu. Ætt- faðirinn, Sigfús Killian, var gullgrafari og mikill draumóramaður og hafa þau persónu- einkenni gengið í arf til sona hans Bárðar og Vilhjálms sem báða dreymir um að kom- ast í góð efni með sem minnstri fyrirhöfn á sem skemmstum tíma; i því felst þeirra karlmennska, sú sama og verður þeim að falli, hvorum á sinn hátt. íslenska mafían er leikrit sem snýst um karla og þeirra margvíslega brambolt. Þó væri rangt að ætla höfundum þess það markmið að kryfja karlmennskuna að eitthveiju marki. Mark- mið þeirra virtist fremur vera að segja reyf- arakennda fjölskyldusögu úr íslenskum sam- tíma - í léttum dúr. En á bak við grínið liggja þó hinar íslensku karlímyndir ljósar - og það sama má segja um annað verk þeirra félaga Einars og Kjartans: Nanna systir sem frumsýnt var á Akureyri. Nanna systir er vel heppnaður gamanleikur sem að mörgu leyti er stúdía í karlímyndum. í verkinu birtast fulltrúar mismunandi karl- gerða (og kvengerða) og gengur húmor leiksins mikið út á leik með þær klisjur sem loða við slíkar týpur. En kannski var karlmennskuímyndin krufin helst til mergjar í verkum eins og Sannur karlmaður eftir Þjóðveijann Tankred Dorst, sem sýnt var á Litla sviði Þjóðleik- hússins, og í hinu sígilda verki Tennessee Williams, Sporvagninn Girnd, sem Leikfélag Akureyrar sýndi. Fyrrnefnda verkið sýnir karlmanninn sem n.k. erkitýpu. Fernandö Krapp reynir að vera karlmennskan holdi klædd. Hann sýnir einarðan vilja (biður aldr- ei) og beitir honum eftir eigin höfði og spá- ir lítt í afleiðingarnar. Tilfinningasemi er eitur í hans beinum og til að skerpa enn betur á þeim þáttum sem hann telur til marks um karlmennsku sína er stillt upp sem andstæðu hans öðrum karlmanni, veik- lunduðum, ljóðelskum og ástleitnum, sem í samanburði við Krapp verður heldur veimil- títulegur. Karlmennska Krapps er heldur kreppt og leiðir ógæfu yfir hann og eigin- konu hans. Hún fer yfir mörkin og þjónar engum þegar öllu er á botninn hvolft. Karl- mennska Stanleys í Sporvagninn Girnd, aft- ur á móti, er heilbrigðari þótt hún sé ýkt. Hún miðar þó að verndun fjölskyldunnar gagnstætt því sem gerist í Sönnum karl- manni. Fleiri sýningar mætti telja til þar sem þetta efni var krufið. Hvunndagsleikhúsið sýndi Trójudætur Evrípídesar þar sem flest hlutverk eru kvenhlutverk en engu að síður eru það verk karlmanna sem eru þar í brennidepli, verkið gerist eftir lok Tróju- stríðsins og lýsir harmi hinna herteknu kvenna Tijóu sem misst hafa eiginmenn, 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.