Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 11
báðum þjóðþingunum og verður ekki aftur snúið. Fáir taka hér alvarlega yfirlýsingar um skemmdarverk. Þó hefur sænska leyni- þjónustan nokkurn viðbúnað vegna málsins. Uppbygging og mannvirkjagerö Brúin mun leysa af hólmi bílaferjur og nokkuð stopular flugbátasamgöngur milli landanna. Allmikil umferðarmannvirki eru fyrirhuguð til að tengja hana við umferðar- kerfi landanna tveggja, og einnig er reiknað með mikilli uppbyggingu íbúðar- og atvinnu- svæða í nágrenni hennar. Danir hafa þegar hafið byggingu hrað- brautar og nýs járnbrautarspors, sem tengja munu brúna við Kastrup, Kaupmannahöfn, Stórabeltisbrúna og Þýskalandsferjurnar yfir Fehmarn beltið frá Lálandi. Komið hef- ur til tals að byggja neðansjávargöng undir Fehmarn beltið, og mundu þau ásamt Eyrar- sundsbrúnni stytta ferðatímann milli Mál- meyjar og Hamborgar um u.þ.b. 3 klst. Þá hafa Danir ráðist í skipulag nýs at- vinnusvæðís eftir endilöngu Amager, sem þeir nefna Örestaden, og er það talið munu rúma um 60 þúsund atvinnutækifæri. Mjög verður vandað til svæðisins, og var efnt til umfangsmikillar hugmyndasamkeppni um útlit þess. Járnbrautarstöð er fyrlrhuguð á svæðinu, og einnig munu sporvagnar tengja það við miðborgina. Svíþjóðarmegin er fyrirhuguð mikil upp- bygging, og hef ég undanfarin ár unnið við atvinnuþróun og skipulagningu svæða og umferðarmannvirkja. Fyrirhuguð er um 20 km löng hraðbraut kringum Málmey, sem tengja mun brúna við hraðbrautakerfi Sví- þjóðar. Samkvæmt upphaflegu samkomu- lagi Svía og Dana átti að tengja járnbraut- ina við eldra spor gegnum Málmey, en skipu- lagsyfirvöld borgarinnar eru því mótfallin, þar sem allþétt íbúðarhverfi eru þar í kring. I staðinn leggjum við til að neðanjarðarspor verði byggt undir borgina. Með því yrði sneitt hjá truflunum, og mundi járnbrautin tengjast miðborginni mun betur og stuðla að betri uppbyggingu borgarinnar. Hefur hugmyndin fengið víðtækan stuðning, en kostnaðurinn er talinn nema um 40 milljörð- um íslenskra króna og íjármögnunin er enn óleyst. Einnig reiknum við með mikilli uppbygg- SKURÐMYND gegn um fyrirhugaða neðanjarðarjárnbrautarstöð f miðborg Málmeyjar. Lá við að þeir sprengdu með því borgara- lega ríkisstjórn Carls Bildt á sínum tíma. Að lokum má svo nefna að málið hefur þótt góður fjölmiðlamatur, og hafa fregnir af andstöðunni oft verið blásnar meira upp en efni stóðu til. Hefur mér t.d. skilist að íslendingar heyri enn að framtíð brúarinnar sé óviss, og að fyrirhuguð séu skemmdar- verk á henni þegar bygging hefst. Þetta er þó að miklu leyti úr lausu lofti gripið. Bygg- ing brúarinnar er hafin, enda samþykkt í ingu atvinnusvæða og íbúðarsvæða auk nýs háskólasvæðis í tengslum við járnbrautina til Kaupmannahafnar. Höfum við reynt að vanda sem best til skipulagsins, einkum til að laða að fólk og fyrirtæki. Svæðið kringum brúna verður það fyrsta sem menn mæta, þegar þeir koma til Svíþjóðar, og vel skal til þess vandað, því lengi man fyrstu kynni. Höfundur er arkitekt og skipulagsfræðingur og starfar í Svíþjóð. ANDINAVIU Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson FRÁ tónleikum Eddie Palmieris í Konsistoriegaarden í gamla Kaupmannahafnar- háskólanum. BORGIKBEREKKI FLEIRI TONLEIKA Djgsshátíóin í Kaupmannahöfn er ein hin stærsta _____í heiminum. GUÐJON GUÐMUNDSSON_______ ræddi vió Svend Simmelkjær, einn aóalskipu- leggjanda hátíóarinnar LOKIÐ er einni stærstu djasshátíð í Evrópu á þessu ári, Kaup- mannahafnarhátíð- inni, þar sem hátt í fimm hundruð tón- leikar voru haldnir á tiu dögum. Svend Simmelkjær upplýsingafulltrúi Copenhagen Jazz Festival segir að hún geti ekki vaxið meira, borgin beri ekki fleiri tónleika. En Kaupmannahafnarborg er heldur ekki á hveiju ári menn- ingarborg Evrópu. „Af um fimm hundruð tón- leikum bókum við aðeins 50-60 tónleika. Aðrir tónleikar eru bókaðir af veitingastöðum vítt og breitt um borgina. Vertarnir finna sjálfir þá tónlistarmenn sem þeir vilja bjóða gestum sínum að hlýða á og ganga frá öllum samningum við þá. Okkar meginverkefni er að samræma alla tónleikana og gefa út prógramm þar sem þeirra er getið,“ segir Simmelkjær. Djassborgin Kaupmannahöfn státaði á sjöunda og átt- unda áratugnum af mörgum heimsfrægum, bandarískum djasstónlistarmönnum sem þar tóku upp búsetu. Nægir þar að nefna Dext- er Gordon, Ben Webster, Oscar Pettiford, Stan Getz, Duke Jordan og Kenny Drew. Simmelkjær segir að þessir menn hafi haft mikil áhrif á danska djasstónlistarmenn sem enn megi greina í dag. „Þekktasti djassleik- ari Danmerkur, Niels Henning Orsted Ped- ersen, lék með Oscar Peterson þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall. Kaupmanna- höfn er því enn í huga margra djassborg,“ segir Simmelkjær. Hann dregur þó enga dul á það að nútíma- djass hefur ekki breiða skírskotun i Dan- mörku frekar en annars staðar. Hins vegar sé víða á veitingastöðum leikinn dixieland djass og gestirnir njóti hans með dansi. „Meðan á hátíðinni stendur er þó annað upp á teningnum og líkt og djassáhuginn smiti út frá sér eins og þú sérð ef þú ferð niður að Nýhöfn,“ sagði Simmelkjær. Tuborg styrkir Stærstu tónleikar hátíðarinnar voru á veg- um Copenhagen Jazz Festival, allir í Circus byggingunni skammt frá aðaljárnbrautar- stöðinni. Þar léku Svend Asmussen, Niels Henning örsted Pedersen, Jan Garbarek, Horace Silver og Wayne Shorter ásamt hljómsveitum sínum. Einnig skipulagði hátíð- in stærstu tónleikana í görðum Kaupmanna- hafnar og sérstakan barnadjass sem var í Kongens Have þijá daga hátíð- arinnar. Simmelkjær segir að ekki sé stofnað til hátiðarinnar í gróðaskyni. „Það er gott inál ef við töpum ekki peningum á þessu. Við njót- um fjárhagslegs stuðnings frá Tuborg verksmiðjunum, sem er stærsti stuðningsaðili hátíðar- innar, Wonderful Copenhagen, ferðaþjónustusamtökin hér í Kaupmannahöfn og Kaup- mannahafnarborg eru einnig stórir stuðningsaðilar. Innkom- an er einnig háð aðgöngumiða- sölu, sölu á minjagripum og veitingum,“ segir Simmelkjær. Dönskum tónlistarmönnum sem fram koma á hátíðinni eru greidd laun samkvæmt samning- um samtaka danskra tónlistar- manna. Alls komu fram á hátíðinni 630 tón- listarmenn, þar af 70 erlendir tónlistarmenn. „Regla okkar er sú að sækjast aðeins eft- ir framlagi erlendra tónlistarmanna ef raun- in er sú að Danir standi þeim ekki jafnfæt- is. Til þess að gefa þér hugmynd um hvað ég á við þá myndum við ekki bjóða á hátíð- ina svo við tökum sem dæmi spænskum te- nórsaxófónleikara nema hann hafi eitthvað sérstakt fram að færa umfram t.d. dönsku tenórsaxófónleikarana Jesper Thilo eða Bent Jædig,“ segir Simmelkjær. Hann segir ekki miklum vandkvæðum bundið að ná samningum við jafn eftirsótta listamenn eins og Wayne Shorter eða Horace Silver ef skipulagningin er rétt og gengið er í málin með góðum fyrirvara og nægt fé sé til þess að greiða þeim. Listamennirnir dvelj- ist yfirleitt stuttan tíma í Kaupmannahöfn enda bókaðir á tónleika um alla Evrópu. ' Opin hátíó „Stærstu nöfnin bókum við strax í janúar og danska tónlistarmenn síðar,“ segir Sim- melkjær. Hann segir að djasshátíðin í Kaup- mannahöfn sé nokkuð sér á báti hvað varð- ar allt fyrirkomulag. Samskipti hátíðarhald- ara og borgaryfirvalda stefni að því að hafa hátíðina opna fyrir sem flesta. Hægt sé að tylla sér niður á torgum og görðum borgar- innar, veitingastöðum og tónleikahöllum og hlusta á djasstónlist. Það þurfi ekki að fara inn á afmarkað svæði þar sem krafist er aðgangseyris, eins og víða tíðkist á evrópsk- um djasshátíðum, eins og t.d. í Montreaux í Sviss eða Haag i Hollandi. Mun fleiri tón- leikar eru einnig á Kaupmannahafnarhátíð- inni sem stendur í tíu daga. Hátíðin í Haag stendur aðeins yfir í þijá daga. Hins vegar eru fleiri stórstjörnur á hinum hátíðunum," segir Simmelkjær. SVEND Simmelkjær aðalskipuleggjandi djasshátíðarinnar f Kaupmannahöfn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3.ÁGÚST1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.