Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 4
að hinn ósigrandi rússneski stangastökkvari, Sergej Bubka, ætti að taka pokann sinn, enda vantar hann mikið uppá 12 álnir. í næstu málsgrein er höfundurinn kominn austur á Markarfljótsaura og vindurinn „písk- ar“ grýtt landslagið. Umhverfið er ógestrisið („nármast ugestvanligt"), segir hann. Það sést þó að hann hefur unnið heimavinnuna sina og litið í Njálu; hann segir sænskum lesendum undan og ofan af nokkrum helztu persónum sögunnar. Svo kemur að þessu ótrúlega íþróttaafreki. Skarphéðinn tefst við að binda skóþveng sinn, en vinnur þá töf upp með því að stökkva á fljúgandi ferð milli skara og þar klýfur hann Þráin í herðar nið- ur með öxinni Rimmugýgi. Með öxinni? En hvernig mundaði hann þá stöngina þegar hann stökk? Hér gerir Svíinn „alla tiders" uppgötvun. Skarphéðinn gat ekki hafa stokkið á stöng og samtímis tví- hent öxina. Og nú sannar Svínn mál sitt með því að vitna í orðasennu Skarphéðins við Þorkel hák á Alþingi, þegar hann sagði: „Þessa öxi hafða ek í hendi, þá er ek hljóp tólf álna yfir Markarfljót og vá ek Þráin Sig- fússon, ok stóðu þeir átta fyrir og fengu ekki fang á mér.“ Þarna fer ekkert milli mála; Svíinn er búinn að sanna með ótrúlegri skarpskyggni að þetta var langstökk en ekki stangarstökk. I framhaldi af því hugleiðir hann að lang- stökk uppá 7,08 metra sé nú bara talsvert. Það er svona viðlíka og vel liðtækir langstökkvarar ná - nema hvað þeir þurfa ekki að stökkva með Rimmugýgi í höndun- um. Reyndar finnur Lundquist ráð til að stytta stökk Skarphéðins; nefnilega það að fyrrum hafi íslenzk alin ekki verið nema rúm- ir 48 sm og stökkið þá ekki nema 5,70m. Næst þurftu Svíarnir að finna staðinn þar sem Skarphéðinn vann þetta makalausa af- rek. Um leiðsögumann þeirra, ef einhver hefur verið, er ekki vitað. En myndin af staðn- um birtist í Dagens Nyheter ásamt með teikn- ingu Hasse Erikson af Skarphéðni þar sem hann lætur öxina fljúga í höfuð Þráni. En eitthvað kemur þessi staður undarlega fyrir augu, ekki sízt þegar textinn með, henni er lesinn: „Markarfljót í dag. Hestarnir hafa hægt um sig og bíta fyrir neðan Hliðarenda. Leysingarvatnið úr Mýrdals- jökli rennur niður í óshólma Markar- fljóts. Var það yfir þessa kvísl sem Skarp- héðinn stökk svo sem frægt er orðið, áður en hann drap Þráin með öxi sinni, Rimmu- I fyrsta lagi sjá flestir sem eitthvað hafa lit- ast um austur þ_ar, að þetta er ekki neðan við Hlíðarenda. í öðru lagi á þessi lækjar- sitra lítið skylt við Markarfljót. Yfir hann mundi hver sæmilega frískur smali stökkva og það „afrek“ yrði naumast skráð á bækur. Svium til upplýsingar má nefna, að þeir Skarphéðinn og Gunnar á Hlíðarenda hefðu sennilega stokkið jafnfætis afturábak yfir þessa sprænu og það í öllum herklæðum. Það þykir afleitt að fara í kaupstað og finna ekki búðina. Svíarnir hafa komið til íslands, farið austur í Rangárþing, en ekki fundið Markarfljót. Þegar þeir tóku myndina þá arna, voru þeir komnir langt inn fyrir Hlíðarenda, að Eyvindarmúla sem blasir við á myndinni. Og það er bæjarlækurinn við Eyvindarmúla sem þarna gegnir mikilúðlegu hlutverki Markarfljóts. MEÐ GREININNI í Dagens Nyheter um Skarphéðin - hina „drepandi íþróttastjörnu11 birtist vatnslitamynd eftir Hasse Erikson, sem sýnir Skarphéðin kljúfa Þráin í herðar niður eftir stökkið. SVÍAR RANNSAKA • • STOKK SKARPHEÐINS DAGENS Nyheter er gamalt og virt dagblað í Svíþjóð, málgagn fijálslyndra. Það hefur að hætti vandaðra blaða fjallað að staðaldri um menningarmál, þar á meðal söguleg efni. Fyrir um tveimur árum birtist í blaðinu myndskreyttur greinaflokkur um vík- ingaleika. Höfundur að nafni Bertil Wahlqu- ist hafði þá gefið út bók um leika víkinganna og víkinga sem íþróttamenn. Af því tilefni hafði blaðið sent ljósmyndara á nokkra staði sem getið er um í bókinni og Anders Lunqu- ist heitir sá sem greinina skrifar. Fyrirsögnin er: SKARPHEÐINN - DREPANDI ÍÞRÓTTASTJARNA. Ugglaust er það ekki út í loftið að frækn- ir vígamenn eins og Gunnar á Hlíðarenda og Skarphéðinn hafi verið drepandi íþrótta- stjörnur. En Dagens Nyheter fer hinsvegar út af sporinu, síðan á hliðina og loks alveg Fyrst gengur Dagens Nyheter út frá því aó Skarp- héóinn hafi stokkió á stöng yfir Markarfljót en uppgötvar síóan aó þetta hljóti frekar aó hafa verió langstökk — ekki yfir Markarfljót, heldur bæjar- lækinn vió Eyvindarmúla. GÍSLI SIGURÐSSON hefur gluggaó í þessi merku Njálufræói Dagens Nyheter. á hvolf, þegar blaðið fjallar um frægt stökk Skarphéðins millum höfuðísa á Markarfljóti og víg Þráins Sigfússonar. í fyrsta lagi var ekki verið að efna til leika þegar fundum þeirra Skarphéðins og Þráins bar saman á Markarfljóti. Það voru einfaldlega vígaferli. En látum það vera. Heimild greinarhöfundar- ins ætti svo sem að vera treystandi: Nordisk Kultur, bindi 24, 1933. Þaðan hefur greinar- höfundurinn eftirfarandi fróðleik: „Jafnvel stangarstökk átti sér stað. Það er sagt í Njáls sögu um Skarphéðin, að hann stökk tólf álnir“. Vopnaður þessari vitneskju fer höfundur- inn á flug í upphafi greinarinnar og reiknar út að 12 álnir svari til 7,08 metra. Otrúlegur árangur í stangarstökki, segir hann og þótti engum mikið. Síðan er upphrópun um það, 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.