Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 6
ARTHUS-BERTRAND gerir sig kláran i slaginn en eins og glöggt má sjá á forsíðumynd Lesbókarinnar eru afturdyr þyrlunnar fjarlægðar og Ijósmyndarinn hangir f gættinni fyrir tilstilli sérstaks öryggisbúnaðar. Honum til aðstoðar á myndinni eru Jón K. Björns- son þyrluflugmaður og Óttar Sigurðsson leiðsögumaður. í VÖGGU VERALDAR Jöróin úr lofti kaHastverkefni sem franski Ijósmyndar- inn Yann Arthus-Bertrand hefur tekist á hendur og gengur út á aó varpa Ijósi á ástand jaróar þegar ný öld er í sjónmáli. ORRl PALL ORMARSSON ræddi vió þennan ævintýramann þegar hann var staddur hér á landi í lióinni viku og komst meóal annars aó því aó hann lítur á sig sem vitni — ekki listamann. Morgunblaðió/Golli „ÍSLAND er feikilega svipmikið og fallegt land og mér finnst eins og ég sé staddur í vöggu veraldar," segir Arthus-Bertrand, sem hér hringsólar í þyrlu yfir Þingvöllum. MÓÐUR jörð eru marg- víslegar hættur bún- ar. Mengun, meðal annars frá iðnaði og samgöngutækjum, er sívaxandi vandamál og ört gengur á gróð- urlendi vegna at- hafna mannsins. Umhverfísspjöll eru víða unnin og hefur því jafnvel verið haldið fram að voðin sé vís verði ekki gripið í taumana. Umhverfis- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Ríó fyrir tveim- ur árum er til vitnis um að jarðarbúar séu að vakna til vitundar um vandann — en betur má ef duga skal. Einn þeirra sem látið hafa sig málið varða er franski ljósmyndarinn Yann Arthus-Bertrand sem hrundið hefur af stokkunum verkefninu Jörðin úr lofti í samvinnu við Menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og ljós- myndafyrirtækið Fujifilm. Markmiðið er að vekja athygli jarðarbúa á ástandi heimkynna þeirra þegar ný öld nálgast óðfluga. MiðiIIinn er loftmyndir og hefur Arthus-Bertrand komið víða við — nú síðast á íslandi. „Ég lít ekki á mig sem listamann, heldur vitni sem birtir almenningi staðreyndir," segir þessi glaðbeitti ævintýramaður sem þykir einn fremsti Ijósmyndari sinnar kynslóðar. „Vinnu- brögð mín eru hlutlæg og í Jörðinni úr lofti felst engin gagnrýni. Hugmyndin er einfaldlega sú að draga upp raunsæja mynd af ástandi jarðarinnar okkar í dag.“ Yann Arthus-Bertrand er fimmtugur að aldri. Ferill hans sem ljósmyndara hófst fyrir tveimur áratugum þegar hann dvaldist á náttúruvemd- arsvæðunum í Kenýa, meðal annars við rann- sóknir á hegðun ljóna. í kjölfarið sendi hann frá sér sína fyrstu Ijósmyndabók, Ljón. Þar með var akurinn plægður og Arthus-Bertrand hefur starfað sem ljósmyndari síðan. Sérsvið hans hafa verið náttúra, íþróttir og ævintýri. Ef lirsóttur Ijósmyndari Á undanfomum níu árum hefur Arthus- Bertrand sérhæft sig í æ ríkari mæli í ljós- myndatöku úr lofti og árið 1991 setti hann á laggimar umboðsfyrirtækið Altitude. Hann er í hópi eftirsóttustu ljósmyndara heims og með- al aðila sem hann hefur starfað fyrir má nefna Life, National Geographic, Elle, Paris-Match, Oggi, Figaro Magazine og Stem. Arthus-Bertrand hefur komið víða við og meðal annars sent frá sér hátt á fjórða tug bóka. Hann segir að ljósmyndarinn sé í sífellu að leita að nýjum áskorunum og þegar hann komi að ákveðnum punkti á ferlinum fari hann að finna fyrir löngun til að gera eitthvað heild- rænt — stórfenglegt. Við slíkar kringumstæður kviknaði hugmynd- in að Jörðinni úr lofti. „Ég gerði mér strax grein fyrir því að þetta verkefni yrði afar stórt í sniðum og ekki fyrir einstakling að hrinda í framkvæmd. Ég leitaði því á náðir UNESCO en það er einungis á færi alþjóðlegra samtaka, með mikinn mannafla og háleit markmið á sviði fræðslu og menntunar, að fjármagna verkefni af þessari stærðargráðu. Þar var mér afar vel tekið og upp frá því fór boltinn að rúlla,“ segir Arthus-Bartrand. Hann lét reyndar ekki þar við sitja heldur kynnti hugmyndina jafnframt fyrir ljósmynda- fyrirtækinu Fujifilm. Hlaut hún þar góðan hljómgrunn og greiða þessir aðilar í sameiningu götu hans. „í huga okkar hjá Fujifilm er Jörðin úr lofti einkar áhugavert verkefni," segir Bret- inn Peter Samwell, einn af höfuðpaurum Fuji- film í Evrópu, sem var með í för til íslands. „Okkur býðst oft að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum en látum sjaldan slag standa. En þegar Yann viðraði sína hugmynd við okkur fyrir tveimur árum sáum við strax að hún féll nákvæmlega að hugmyndum okkar um um- hverfísvemd. Sakir þess vorum við tilbúnir að veita honum brautargengi og fylgjumst spennt- ir með framvindu mála.“ Indverjar erf ióir Arthus-Bertrand hefur lagt 25 lönd að baki frá því hann fór fyrst í Ioftið árið 1995 og hefur í hyggju að fljúga yfir öll lönd sem sýna verkefn- inu áhuga. Landsvæði eru valin með það fyrir augum að þau dragi upp raunsæja mynd af umhverfinu. Æskilegt er að þau taki til sem flestra náttúrulegra og mannlegra fyrirbæra, þannig að þau endurspegli hina lífrænu breidd jarðar, auk hugsanlegrar víxlverkunar manns og náttúru. Suma staðina — og jafnvel heilu löndin — hefur Arthus-Bertrand verið fyrstur til að mynda úr Iofti, nefnir hann í því samhengi Sádí-Arabíu. En þótt flest ríki hafí verið boðin og búin til að liðsinna honum hefur hugmyndin ekki alls staðar fallið í frjóa jörð, má þar nefna Kína og Indland. En til þessa hafa stjórnvöld þar um slóðir skellt skollaeyrum við beiðni ljós- myndarans. „Á þessu stigi málsins bind ég vonir við að Kínverjar eigi eftir að skipta um skoðun enda er ég kominn með góð sambönd þar. Indverjar eiga hins vegar eftir að reynast mér erfiður ljár í þúfu.“ En á ljósmyndarinn sér eitthvert uppáhalds- land? „Nei, ekki beinlínis. Landið sem ég er að mynda hverju sinni er alltaf í mestu uppáhaldi og um þessar mundir er það ísland. Óll lönd hafa sín sérkenni — ljót lönd eru ekki til, svo mikið hef ég lært.“ Arthus-Bertrand ber íslandi vel söguna og segir að landslagið hér um slóðir hafi komið sér í opna skjöldu — það sé með því stórbrotnara sem hann hafi augum litið. „ísland er feikilega svipmikið og fallegt land og mér finnst eins og ég sé staddur í vöggu veraldar. Ég er því stað- ráðinn í að snúa fljótt aftur, helst um það leyti sem fyrstu snjóar falla í haust. Þá hefði ég ekkert á móti því að fylgjast með réttum úr lofti.“ Ljósmyndarinn segir veðrið jafnframt hafa komið sér á óvart. „Þegar ljóst var að ég myndi fara til íslands dæsti ég, þar sem ég hélt að ég yrði að bíða dögum saman eftir sólarglætu, en eðli málsins samkvæmt þarf ég á mikilli birtu að halda við vinnu mína, en mér til mikill- ar undrunar hefur vart dregið fyrir sólu meðan á dvöl minni hefur staðið. Síðan hef ég veitt því athygli að íslenskt kvenfólk er afskaplega fallegt, þótt ég sé vita- skuld orðinn alltof gamall til að spá í það! Francoise hefur á hinn bóginn orðið fyrir von- brigðum með karlpeninginn," segir Ijósmynd- arinn og á þar við aðstoðarmann sinn sem bað- ar út öllum öngum í mótmælaskyni. „Ég mynd- aði mér þá skoðun áður en ég hitti ykkur,“ fullyrðir hún og beinir orðum sínum til blaða- manns og Ijósmyndara Morgunblaðsins. Una þeir sáttir við þá skýringu. KókogCNN Umboðsaðilar Fujifilm hafa jafnan verið Arthus-Bertrand innan handar á ferðum hans um heiminn en ljósmyndarinn leggur áherslu á að skilvirk aðstoð geti skipt sköpum fyrir sig. í því samhengi segir hann starfsmenn Ljósmyndavara, sem er umboðsaðili Fujifilm á Islandi, hafa staðið fyllilega undir væntingum. Þar á bæ hafi menn verið boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Sagt hefur verið að heimurinn fari sífellt minnkandi á tækniöld og undir það tekur Art- hus-Bertrand í ljósi reynslu sinnar af ferðalög- um tengdum Jörðinni úr lofti. „Ég var nýverið á Amazon-svæðinu og þótt það sé í órafjar- lægð frá Íslandi hef ég á báðum stöðum rekist á menn við sömu iðju, að sötra kók og horfa á CNN.“ Fyrirhugað er að tökum ljúki árið 2000, þó svo Peter Samwell útiloki ekki að verkefnið geti teygt anga sína inn á næstu öld. Á þess- ari stundu er óljóst með hvaða hætti Jörðin úr lofti verður kynnt en líkur eru á að gefin verði út flokkur listrænna bóka sem jafnframt munu hafa fræðslugildi. Mun þeim vera ætlað að sýna þróun jarðar í hlutlægu Ijósi. Jafn- framt er stefnt að því að efna til sýningar á markverðustu myndunum í helstu borgum heims áður en árið 2000 gengur í garð. Þá verður viðamiklum gagnabanka komið upp, sem leikir og lærðir, þeirra á meðal vísinda- menn á vegum UNESCO, geta stuðst við á komandi áratugum. Jörðin úr lofti hefur farið vel af stað en ljóst má vera að Arthus-Bertrand á engu að síður ærið starf fyrir höndum. „Ég er afar stoltur af þessu verkefni sem er hugsanlega verkefni lífs míns. Ég vil því kosta kapps um að ná eins góðum árangri og unnt er og þess vegna mun ég gefa mér góðan tíma til að leysa það af hendi. Hafi maðurinn einhvem tíma verið í aðstöðu til að breyta heiminum er það nú, á tækniöld — og ég er fullviss um að verkefni á borð við Jörðina úr lofti getur átt eftir að hafa verulegt gildi í framtíðinni." 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.