Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 16
FLYTJENDUR messu Jónasar Tómassonar með höfundi og stjórnanda. ¦ Morgunblaðró/Þorkell TIBI LAUS RANN YFIRSKJÁINN -— g_ IÐ NYJA verk Jónasar ¦ er messa, sem ber heitið : ' I „Tibi laus", og mun Jón- ¦¦¦¦¦¦I as hefja dagskrána á j'": > forspjalli um hana. [! Messan er samin fyrir i I Bachsveitina í Skálholti, ' en fyrir fáeinum árum hlýddi Jónas á tónlistarflutning hennar. Hann segist hafa heillast mjög af henni og langað til að semja fyrir hana. „Eftir tón- leikana sat ég á spjalli við Kristján Val Ingólfsson rektor Skálholtsskóla, á skrif- stofu hans og þá leið yfir tölvuskjáinn hjá honum textinn: „Tibi laus salus sit Christe" o.s.frv. Út frá þessu spunnust umræður og ekki leið á löngu uns til varð hugmynd að messu, sem hlaut nafnið „Tibi laus"," segir Jónas. Messa Jónasar er í hinum fimm grunn- þáttum; Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei samkvæmt hefðinni, en jafn- framt bætir hann við eigin þáttum, sem eru Spiritus domini, Confírma Hoc Deus og Tibi laus. Jónas átti verk á Skálholtshátíð sumrin 1980 og 1981 og sagði að Helga Ingólfs- dóttir hefði talið tímabært að hann semdi verk á nýjan leik. Þá voru enn nokkur ár í stofnun Bachsveitarinnar með sín sérsmíð- uðu barokkhljóðfæri, en Jónas segist ekki hafa sett sig í neinar sérstakar stellingar þess meðvitaður að messan myndi fljúga af fornaldarstrengjum. „Það er kannski öðruvísi blær á messunni vegna barokk- hljóðfæranna en nóturnar eru eftir sem áður þær sömu og ef skrifað væri fyrir nútímahljóðfæri," segir Jónas. „Slcipti mér sem minnsl af." Æfingunni er áfram haldið. Bachsveitin kemur sér fyrir og söngvararnir fimm, sem nefna sig Voces Thules, stilla sér upp. „Við byrjum á hljómsveitinni," segir Gunnsteinn Ólafsson stjórnandi. „Credo, annar taktur." Þetta er fyrsta heildarrennslið á Credo með hljómsveit og kór. Flatur tónn barokkhljóð- færanna ómar í látleysi sínu um salinn. Jónas fylgist með útí sal. „Hér heyrist skyld- leikinn við gregoríska sönginn," útskýrir hann við upphaf Credo. Hann segist ekki skipta sér af flutningnum, enda ekki ástæða til. „Hljóðfæraleikararnir eru svo miklir fagmenn að athugasemda er ekki þörf," segir hann. Credo líður út í ómstríðum hljómum og Jónas er spurður út í þá. „Óm- strítt og ómþýtt skiptast á til að valda spennu og víða leysi ég ómstríða hljóma Nýtt íslenskt tónverk fyrir sópran, fimm karlaraddir og hljómsveit eftir Jónas Tómasson veróur frumflutt á Sumartónleikum Skálholtskirkju í dag. Flytjendur, höfundur og stjórngndi hafg búió í Skálholti undanfarng viku vió æfingar, ásamt erlendum gestum sem munu flytjg tónlist um helging. ÖRLYGUR SIGURJÓNSSON fylgdist meó æfingu í vikunni og spjaHaói vió Jónas tónskáld._____ VOCES Thules er skipuö fimm karlaröddum sem syngja messu Jónasar. Vel tempraða hljómboróið EINN erlendu gestanna í Skálholti um helg- ina er bandaríski semballeikarinn William Heiles. Mun hann leika Das Wohltemperierte Klavier eftir Bach. Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er flutt í heild sinni á íslandi, en hlutar úr verkinu hafa tíðum verið á efnis- skrám píanó- og semballeikara á tónleikum hérlendis. Verkið samanstendur af 24 prelúdíum ogjafnmörgum fúgum. „Ég ákvað að læra allt verkið vegna þess að ég hefði ekki öðlast sama skilning á þvi að öðrun i kosti," segir Heiles. „Einstakar prelúdíur og fúgur finnst mér komast betur tíl skila ef þær eru skoðaðar sem hluti af heild. Það sem mér finnst sérstætt við verkið er að Bach nálgast formið á alla hugsanlega vegu. Að hann skuli skrifa í öllinn tóntegund- um er táknrænt fyrir það hvað meðferð hans er endanleg," heldur Heiles áfram. „ Verkið hafði einnig mikið gildi fyrir nem- endur Bachs, sem voru að nema tónsmíðar." Heiles segir að ein og ein prelúdia komi betur út á píanói, en að hans mati hentar semballinn best ef litið er á verkið í heild. Heiles lék allt verkið í heild sinni fyrst fyrir tveimur árum, þá eftir minni eins og hann mun einnig gera nú. Hann hefur van- ist því að leika eftir minni og segir að lík- lega myndi honum frekar fipast ef hann tæki allt í einu upp á því að leika af blaði. „TIBi laus salus et Christe rann yfir tölvuskjáinn hjá Kristjáni Val og til varð hugmynd að messu." Jónas Tómasson tónskáld í æfingahléi. upp í ómþýðum," segir hann. „Ég held að tónskáld setji nú æ færri ómstríða hljóma í verk sín nú um stundir en í býrjun aldar- innar. Þá reyndu menn að hneyksla og hömpuðu ómstríðum hljómum vegna þeirra sjálfra." DAGSKRA HELGARINNAR DAGSKRÁIN í Skálholti um helgina verð-- ur lengri en nokkurn tíma fyrr, enda verða allir dagarnir þrír notaðir til tónleikahalds. • Dagskráin byrjar í dag, laugardag, kl. 14 með forspjalli Jónasar Tómassonar um messu sína og kl. 15 verður hún frum- flutt. Kl. 17 í dag leikur svo Heiles fyrri hluta Das Wohltemperierte Klavier og seinni hlutann kl. 21 í kvöld. • Á morgun verður messa Jónasar end- urflutt kl. 15 og kl. 17 verður messa með norrænum kirkjuverkum Ieiknum á harð- angursfiðlu. Kl. 21 annað kvöld leikur Alf Tveit tónverk frá Þelamörk á harðang- ursfiðlu og kl. 22 syngur Voces Thules náttsöng úr Þorlákstíðum. • Á mánudaginn leikur svo Alf Tveit nýja dagskrá tónverka fyrir harðangurs- fíðlu eftir landskunna harðangursfiðlu- meistara í Noregi. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.