Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 7
BAYREUTH er friðsæll 70.000 manna bær í norðurhluta Bæjaralands. Það virðist í fyrstu mótsögn að þar skuli oft og tíðum mega sjá krúnurakaðar bullur fara um í hópum. Ástæðan er hins vegar einföld. Maðurinn sem kom Bayreuth á kortið, Richard Wagn- er, var hafinn á stall af nasistum. Hann hefur enn aðdráttarafl fyrir þýska þjóðernis- sinna og hægri öfgamenn og þeir koma til Bayreuth til að vera viðstaddir hina árlegu Wagner-hátíð og skoða borgina, sem Wagn- er bjó í síðustu 11 ár ævi sinnar. Andúó vinstrimanna Þessi dýrkun þjóðernissinna hefur haft í för með sér að menn á hinum helmingi hins pólitíska litrófs, vinstri vængnum, hafa strengt þess heit að stíga aldrei fæti í Bay- reuth eða hús Wagners, Wahnfried, sem nú hefur verið breytt í safn. Á safninu hangir táknræn mynd. Þar sést Walter Scheel, fyrrverandi forseti Þýskalands, við opnun safnsins árið 1976 og á honum sést glöggt að honum býður við því að þurfa að vera viðstaddur við þetta tækifæri. Wagner-aðdáendur hafa reynt að vísa því á bug að Wagner hafí kynt undir hugmynd- um nasista með því að tónskáldið hafi ekki getað að því gert að Adolf Hitler skyldi nokkr- um áratugum eftir dauða hans ganga um Vínarborg og sviðsetja drauma sína um völd við óperur hans. Eða að veiklundaður sonur Wagners, Siegfried, og hin breska tengda- dóttir hans, Winifred, skyldu leyfa nasistum að leggja undir sig Bayreuth-hátíðina á þriðja og fjórða áratugnum til að hlaða undir kenn- ingu sína um yfirburði aríska kynstofnsins. Þýskir sagnfræðingar hafa hins vegar á undanförnum árum tekist á við spurninguna um það hvort Wagner hafi veitt þýskum þjóðemissinnum og nasistum andlegan inn- blástur. Horft fram hjá pólitiskri þýóingu Joachim Fest, höfundur umfangsmikillar ævisögu Hitlers, kvartaði undan því í ræðu í Bayreuth sumarið 1994 að í rannsóknum á Wagner væri allt of oft horft fram hjá þýðingu tónskáldsins fyrir sögu Þýskalands og pólitík. „Það er mikil gjá á milli matsins á verkum Wagners og pólitískri þýðingu þeirra,“ sagði Fest. Eftir að þessi orð voru mælt skrifaði stjórnmálafræðingurinn Udo Bermbach rit- gerð þar sem hann rýndi í stjórnmálaskoðan- ir Wagners og þýðingu þeirra fyrir samtíð hans og list. Einnig hafa verið lögð fram gögn um að sú fyrirlitning sem Wagner lét opinberlega í ljós á sameiningu Þýskalands undir for- ystu Prússlands hafi verið stórlega ýkt Samstarf vió Bismarck Bak við tjöldin hafi Wagner átt samstarf við Otto von Bismark á árunum kringum stríð Prússa við Austurríki árið 1866, sem greiddi götu sameiningarinnar árið 1870. Afskipti Wagners af stjómmálum eru vel þekkt. Hann neyddist til að flýja frá Sax- landi árið 1849 og átti þá dauðadóm yfir höfði sér fýrir þátttöku í misheppnaðri bylt- ingu. Hann hélt áfram að vera í þungamiðju stjómmálanna, sem kann að virðast undar- legt undir lok tuttugustu aldarinnar þegar listum hefur verið skipað á afmarkaðan bás, fjairi stjómmálum og efnahagsmálum. Á tímum Wagners voru listamenn til dæmis meðal þeirra fáu, sem gátu ferðast um alla Evrópu og höfðu oft beinan aðgang að þeim sem tóku pólitískar ákvarðanir og þessi forréttindi gátu þeir nýtt sér til að hafa pólitísk áhrif. Byltingarhugmyndir Wagners snerast hins vegar ekki um borgaralega byltingu og að koma á þingræði og frelsi, eða bylt- ingu reista á stéttarbaráttu eins og landi hans Karl Marx var farinn að boða. Bermbach bendir í ritgerð sinni á að í byltingu Wagners væri markmiðið að koll- steypa samfélaginu. Gagnrýni á aðalinn, trú og kirkju, eignar- hugtakið og stofnanir þjóðfélagsins kemur fram þegar í fyrstu verkum Wagners. Síðar varð gagnrýnin að hatri á lýðræðisríkjunum sem til urðu í Evrópu á síðari hluta nítjándu aldar. „öll mín pólitik er hatur ó allri okkar siómenningu" „Öll mín pólitík er ekki annað en blóðugt hatur á alla okkar siðmenningu. Aðeins sú ANDLE<3UR VEGVISIR NASISTA Þýskir sagnfræóingar hgfg dregió fram í dagsljósió vís- bendingar um aó tónskóldió Richard Wggner hafi gegnt stærra hlutverki sem „andlegur vegvísir“ nasismg í Þýskalandi, en hingaó til hefur verió talió. Richard Wagner. ADOLF Hitler var fagnað innilega þegar hann sótti Wagner-hátíðina í Bayreuth árið 1939. bylting, sem er hryllilegust og veldur mestri eyðileggingu, getur skapað manneskjur á ný úr okkur, þessum siðmenntuðu dýrum,“ skrifaði Wagner árið 1851. Síðar fór hatrið að beinast í ákveðinn farveg: gegn alþjóðlegu peningavaldi gyð- inga. „Ég trúi ekki á neina byltingu, nema þá, sem hefst á því að París verði brennd til grunna,“ skrifaði hann. Wagner var í nöp við París vegna þess að honum þótti óperan þar undirseld skrumi, vegna dýrkunar hins borgaralega og ekki síst vegna kapítalista úr röðum gyðinga, nánar tiltekið Rothschild- fjölskyldunnar. Trú Wagners á hið mikla bál, sem allt yrði að bráð, braust fram í Niflungahringn- um þar sem hið bölvaða gull, þ.e. auðmagn gyðinga, verður að engu í ragnarökum ásamt gamla heiminum. Freisting nasista að taka að láni frá upp- gjöri Wagners við hina fyrirlitnu vestrænu menningu, sem auðmagn gyðinga stjórnaði, var mikil, skrifar Udo Bermbach. Hitler kallaði Wagner „mesta, andlega spámann“ þýsku þjóðarinnar og Bayreuth staðinn þar sem „hið andlega sverð, sem við munum nú berjast með, var smíðað“. Þegar Julius Streicher, einn forkólfa nasista, fyrirskipaði að eldur yrði lagður að bænahúsi gyðinga í Núrnberg notaði hann erindi úr einni af óperam Wagners. Á vegum Prússa Færri þekkja til þess að Wagner kynti undir þýskri þjóðemishyggju, sem eftir sam- einingu Þýskalands varð ógnvaldur Evrópu, með öðrum hætti. Sagnfræðingar hafa nú komist að því að þótt Wagner hafi treyst því fram til 1866 að Lúðvík II. konungur af Bæjaralandi yrði sinn velunnari og frumkvöðull að því að hús yrði reist til að leika tónlist sína, veitti hann Prússum stuðning eftir að þeir sigruðu Austurríkismenn sama ár. Þegar um sumar- ið 1866 hafði Wagner kúvent og byijað að leggja hugmynd Ottos von Bismarcks um þýskt þjóðríki lið þótt enn hefði ekki verið útkljáð hvorir væru voldugri í hinum þýsku- mæíandi heimi, Austurríkismenn eða Prúss- ar. í bréfi til Bæjarakonungs hvetur Wagn- er hann til að skipa stjómmálamenn, sem hliðhollir séu Prússum, í stjórn sína. Hið séða tónskáld hafði áttað sig á því hvernig landið lá og eftir að Prússar höfðu borið sigurorð af Frakklandi 1870 gekk Wagner heilshugar í lið með Bismarck og Hohenzollern-ættinni. Til marks um það er hinn svokallaði „Keisaramars" sem Wagner samdi og var leikinn þegar konungur Prúss- lands var gerður þýskur keisari í speglasaln- um í Versölum. „Wagner er orðinn ný-þýskur prússneskur ríkistónlistarmaður," skrifaði Karl Marx í háði. Eftir andlát Wagners árið 1883 urðu hátíðarhöldin í Bayreuth að meginstoð þýsk- rar þjóðernishyggju. Komið var í veg fyrir að erlendir söngvarar syngju í Bayreuth. Þeir gátu ekki túlkað hinar „frumþýsku“ tilfinningar í verkum Wagners, sögðu þýsk dagblöð á sínum tíma. Grunnurinn að því að nasistar eignuðu sér hátíðina í Bayreuth og arf Wagners hafði verið lagður og árið 1924 lét sonur Wagners, Siegfried, draga ríkisfánann að húni í Bayreuth í stað hins hataða fána Weimar-lýðveldisins. Heimild: Berlingske Tidende Djrkun þjódemissinna hefur haft í fór meó sér aö menn á hinum helmingi hins pólitíska litrófs, vinstri vcengn- um, hafa strengt þess heit aö stíga aldrei fceti í Bayreuth eöa hús Wagners, Wahn- fried\ sem nú hefur veriö hreytt í safn LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3, ÁGÚST 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.