Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1996, Blaðsíða 2
Sumarkvöld
við orgelið
EITT frægasta orgelverk sögunnar, Tokkata
og fúga í d-moll eftir Bach, verður á efnis-
skrá Ragnars Björnssonar á 5. tónleikum í
röðinni Sumarkvöld við orgelið í Hallgríms-
kirkju annaðkvöld, sunnudágskvöld, kl.20.30.
Margir halda því fram að
Tokkata og fúga í d-moll sé
í raun ekki tokkata, senni-
lega ekki upphaflega í d-
moll eftir Bach, heldur um-
skrifun á verki fyrir fiðlu
og ganga sumir jafnvel svo
langt að telja umskrifunina
ekki eftir Bach. Eftir stend-
ur sem áður að nálega hvert
mannsbarn kannast við
tignarlegt upphafsstef verksins, sem hefur
orðið seinni tíma tónlistarmönnum efniviður
í djass og popp.
Ragnar mun að auki flytja tvö önnur
þekkt og áheyrileg orgelverk. Annað er
Gotnesk svíta eftir Léon Boelimann, sem
taiinn var mikill orgelsnillingur. Hann afka-
staði miklu á stuttri ævi en ekkert verka
hans hefur náð viðlíka vinsældum eins og
Gotneska svítan. Hitt verkið er eftir Jehan
Alain og nefnist Litanies. Alain var án efa
efnilegasta tónskáld Frakka á fyrri hluta
20. aldar, en hann féll í síðari heimsstyrjöld-
inni aðeins 29 ára gamall. Eftir hann liggur
samt fjöldi verka, en um Litanies skrifaði
höfundurinn m.a.: Þegar kristinn maður
finnur ekki lengur ný orð í neyð sinni um
miskunn Guðs, endurtekur hann stöðugt
sömu orðin í ofsalegri trú.“
Önnur verk á efnisskránni eru Fantasia
trionfale eftir Knut Nystedt, Réve Angelique
eftir Artur Rubinstein, Sálmaforleikur eftir
Þorkel Sigurbjörnsson yfir Lofið Guð eftir
Pétur Guðjónsen og Fantasía funebre eftir
Ragnar Björnsson sjálfan. Ragnar samdi
verkið í minningu Jóhannesar Kjarvals árið
1972 og var það frumflutt við útför hans.
Ragnar Björnsson er skólastjóri Nýja tón-
listarskólans og hefur komið fram á tónleik-
um víða um heim, bæði í Evrópu, Ameríku
og Asíu.
Morgunblaðið/Halldór
AÐSTANDENDUR uppfærslunnar á Birtingi eftir Voltaire.
Birtingur í Hafnarfirði
FYRSTA sýning Hafnarfjarðarleikhússins
Hermóðs og Háðvarar á komandi leikári _
verður leikgerð á Birtingi eftir Voltaire. í
kynningu segir: „Birting þekkja margir og
hafa eflaust skemmt sér vel yfir ævintýrun-
um sem hann lendir í á ferð sinni um heim-
inn. Hann hrekst heimsálfanna á milli með
góðmennskuna eina að vopni í þeirri von
að hitta æskuástina sina, Kúnígúnd hina
fögru, á ný.“
Leikgerðina vinna Erling Jóhannesson
og Hilmar Jónsson leikstjóri ásamt leik-
hópnum. Leikmynd gerir Finnur Arnar
Arnarson, búningar eru eftir Þórunni Jóns-
dóttir, brúðugerð er í höndum Kristínar
Þorvaldsdóttur, tónlist semur Hákon Leifs-
son, ljósahönnuður er Björn Bergsteinn
Guðmundsson og förðunarmeistari er Sig-
ríður Rósa Bjarnadóttir. Leikendur eru
Björk Jakobsdóttir, Haila Margrét Jóhann-
esdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Erling
Jóhannesson, Gunnar Helgason, Jón Stefán
Krisljánsson og Sigurþór Albert Heimisson.
Frumsýning verður 13. september.
LEIKIÐ TUNGUM TVEIM
LEIKLIST
Skcmmtihúsið
ORMSTUNGA
Ormstunga. Ástarsaga byggð á Gunnlaugs
sögu Ormstungu. Leikendun Benedikt Erlings-
son og Halldóra Geirharðsdóttir. Leikstjóri:
Peter Engkvist. Aðstoðarleikstjóri: Bára L.
Magnúsdóttir. Ljósahönnun: Þórður Orri Pét-
ursson. Miðvikudagur 1. ágúst.
SKEMMTIHÚS þeirra Brynju Benedikts-
dóttur og Erlings Gíslasonar var vígt á mið-
vikudagskvöldið með tveggja manna spuna-
verki unnu upp úr Gunnlaugs sögu Orms-
tungu og flutt af þeim Benedikt Erlingssyni
og Halldóru Geirharðsdóttur. Hið nýja hús
stóð sannarlega undir nafni þetta kvöld, sýn-
ingin var bráðskemmtileg og frumleg og af
leikurunum geislaði leik- og hugmyndagleði.
Framan á leikskrá er mynd af Benedikt
Erlingssyni með tvíklofna tungu að hætti
snáka, en myndin getur allt eins vísað til
þess klofnings tungunnar í fomt og nýtt sem
leikararnir beita stöðugt í leik sínum með
góðum árangri. Atburðarás leiksins fylgir
söguþræði Gunnlaugs sögu Ormstungu nokk-
um veginn en síðan spinna leikararnir við
eftir því sem hugmyndaflugið blæs þeim í
bijóst. Stöðugt er blandað saman beinum
tilvitnunum úr fomsögunni og nútímamáli
með vísunum til samtímans svo úr verður
afar sérkennileg og bráðfyndin blanda. Vera
kann að einhveijir kunni ekki að meta slíka
„meðferð" á fornsögunum en flestir með ein-
hvern vott af kímnigáfu ættu þó að geta
skemmt sér prýðilega yfír þeirri „karnival-
ísku“ afkrýningu á menningararfínum sem
hérna er á ferðinni.
Eins og áður er sagt em leikendur aðeins
tveir og bregða þeir sér í öll þau hlutverk
sem nauðsyn krefur. Þannig þurfti Benedikt
stundum að leika tvær til þijár persónur „í
einu“, þ.e. í einni og sömu senunni leikur
hann tvo eða þijá aðila sem talast við - eða
Morgunblaðið/Ásdís
„BENEDIKT [Erlingsson] og Halldóra
[Geirharðsdóttir] eru bæði leikarar
sem búa yfir miklum „sjarma“ sem
naut sín til fullnustu í þessari sýn-
ingu,“ segir meðal annars í dómnum.
jafnvel beijast. Þetta gerði Benedikt frábær-
lega vel og með miklum húmor. Af sama
öryggi lét Halldóra sig ekki muna um leika
á tvær flautur í einu - jafnvel raddað.
Benedikt og Halldóra eru bæði leikarar
sem búa yfír miklum „sjarma" sem naut sín
til fullnustu í þessari sýningú. Sérstaklega
mikið mæddi á Benedikt sem hafði stærstan
hluta textans á sinni könnu og er „á fullu“
allan tímann sem leikritinu vindur fram og
tekur það tæpa tvo tíma í flutningi. Hann
sneri sig laglega út úr örfáum textamissögn-
um sem honum urðu á og fataðist aldrei flug-
ið í spunanum. Reyndar má vel kalla frammi-
stöðu Benedikts afrek nokkuð; hann missti
aldrei dampinn, lék af krafti sýninguna út í
gegn og tókst frábærlega upp í persónusköp-
un þeirra mismunandi persóna sem hann lék.
Halldóra fór ekki síður með sín hlutverk,
eins og hún hefur áður sýnt er hún gaman-
leikkona af guðsnáð og naut sá hæfileiki
hennar sín vel í þessari sýningu. Samleikur
Halldóru og Benedikts var og með miklum
ágætum og fær leikstjóri það lof sem honum
ber. Sýnilegt er að honum hefur tekist vel
að virkja leikarana til að virkja hæfileika
sína eins og kostur er. Peter Engkvist hefur
áður leikstýrt hér á landi Lofthrædda ernin-
um Örvari sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu
í fyrra, og einnig leikstýrði hann Hamlet -
en stand up sem sýnt var hér á Listahátíð
1992.
Lýsingu annaðist Þórður Orri Pétursson,
en ekki mæddi mikið á honum þar sem spuna-
verk sem þetta gerir í sjálfu sér litlar kröfur
til ytri umferðar eins og sviðsmyndar og lýs-
ingar. Leikaramir, textinn og látbragðið er
það sem sýningin byggist á. Þannig er þetta
verk tilvalið til flutnings svo að segja hvar
sem er og líklega er það tilgangur Ormst-
ungu-hópsins að sýna verkið sem víðast. Það
væri þá í samræmi við yfirlýstan tilgang
Skemmtihússins sem fyrst og fremst er hugs-
að sem smiðja fyrir leikarana. í leikskrá seg-
ir: „I smiðju þessari fer fram sköpun nýrra
og nýstárlegra verka. Héðan halda verkin til
frekari kynningar út á landsbyggðina eða í
stærri sali innanbæjar.“ Þessi sýning er sem
sérsniðin fyrir framhaldsskólana. Hérna er
orðfæri og látæði sem ætti að höfða til ungs
•fólks og kitla hláturtaugar þess. Vert er að
benda íslenskukennurum á þennan kost í
vetur: Lesa með nemendum sínum Gunnlaugs
sögu Ormstungu, fá sýninguna sem hluta
námsefnis - og síðan mætti lesa tiltölulega
nýlega skáldsögu eftir Guðmund Andra
Thorsson, íslenska drauminn, sem hefur
sömu grunnfléttu og Gunnlaugs saga og á
marga snertifleti með fornsögunni. Þarna
væri komið aldeilis skemmtilegt námskeið í
íslenskum bókmenntum!
Umfram allt frábær kvöldstund í Skemmti-
húsinu sem ég hvet flesta til að fá að njóta.
Soffía Auður Birgisdóttir
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn
Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar.
Kjarvalsstaðir
Náttúrusýn í íslenskri myndlist til 31. ágúst.
Þjóðminjasafnið
Sýning_ á silfri til septemberloka.
Safn Ásgríms Jónssonar
Sýning á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst.
Gallerí Sævars Karls
Iris Elfa Friðriksdóttir er með sýningu.
Gallerí Stöðlakot
Kristin Guðjónsdóttir sýnir til 18. ágúst.
Listhús 39
Aðalsteinn Stefánsson, Hjörtur Hjartarson og
Þóroddur Bjamason sýna til 18. ágúst.
Nýlistasafnið
Katrín Sigurðardóttir, Lind Völundardóttir og
Pietertje van Splunter sýna í aðalsölum. I setu-
stofunni stendur Nýlistasafnið fyrir kynningu
á verkum kúbönsku myndlistakonunnunar Ana
Mendieta (f. 1948 d. 1985).
Sólon íslandus
Ráðhildur Ingadóttir sýnir frá 1.-24. ágúst.
Mokka
Gunilla Möller sýnir til 10. ágúst.
Listasafn Sigurjón Ólafssonar
Höggmyndasýningin Vættatal með verkum
eftir Siguijón Ólafsson og Pál Guðmundsson
frá Húsafelli.
Gallerí Laugavegur 20b
Björn Birnir sýnir fram eftir sumri.
Nemenda gallerí Búnaðarbankans
v/Hlemm.
Eirún Sigurðardóttir sýnir til 20. ágúst.
Við Hamarinn
Ásdís Pétursdóttir og Ingibjörg María Þor-
valdsdóttir sýna frá 10.-25. ágúst.
Á næstu grösum
Halldóra Emilsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir
sýna ljósmyndir í matstofunni.
Norræna húsið. Edda Jónsdóttir og Kolbrún
Björgúlfsdóttir sýna til 11. ágúst. I anddyri
íslensk náttúra, bækur Guðmundar P. Ólafs-
sonar o.fl. til 14. ágúst.
Listasafnið á Akureyri
Karola Schlegelmijch sýnir.
Gallerí AllraHanda, Ákureyri.
Guðný G.H. Marinósdóttir sýnir veflist í
Listagillinu á Akureyri til 16. ágúst. Laufey
Pálsdóttir sýnir málverk í kaffihúsinu á Hótel
Hjalteyri.
Á Seyði - Seyðisfirði
Samsýning til 25. ágúst.
Galleríkeðjan - Sýnirými
Sýnendur i ágúst: I sýniboxi: Áslaug Thorlac-
ius. í barmi: Alda Sigurðardóttir. Berandi er:
Einar Garibaldi Eiríksson. í hlust: Finnur Arn-
ar Arnarson.
Laugardagur 3. ágúst
Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Kl. 14 flytur
Jónas Tómasson forspjall um messu sína. Kl.
15 frumflutningur messu eftir JónasTómasson
fyrir sópran, fimm karlaraddir og barokkhljóð-
færi. Kl. 17. Das Wohltemperierte Klavier eft-
ir Bach, fyrri hluti. William Heiles, semball.
Kl. 21. Das Wohltemperierte Klavier eftir
Bach, seinni hluti. Sumartónleikar á Norður-
landi: Fiðluleikarinn Elisabeth Zeuthen
Schneider leikur tónleika í Reykjahlíðarkirkju
v/Mývatn kl. 21. Hallgrímskirkja: Rganar
Björnsson, orgelleikari, leikur í hálftíma kl.
12.03. Hádegistónleikar verða í Hallgríms-
kirkju í júlí og ágúst kl. 12-12.30.
Sunnudagur 4. ágúst
Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Kl. 15 endur-
tekin messa Jónasar Tómassonar, sem frum-
flutt var á laugardegi. kl. 17 messa með nor-
rænum kirkjuverkum leiknum á harðangursf-
iðlu. Stólvers eftir Ólaf Jónsson frá Söndum.
Kl. 21 Tónverk frá Telemark. Alf Tveit, harð-
angursfiðla. Kl. 22 Voces Thules flytja nátt-
söng úr Þorlákstíðum. Sumartónleikar á Norð-
urlandi: Eisabeth Zeuthen Schneider leikur
tónleika í Akureyrarkirkju kl. 17. Hallgríms-
kirkja: Ragnar Björnsson, orgelleikari leikur
verk eftir Boellmann, Þorkel Sigurbjörnsson,
Bach, Ragnar Björnsson, Alain, Rubinstein og
Nystedt kl. 20.30.
Mánudagur 5. ágúst
Sumartónleikar í Skálholtskirkju: Kl. 15 Tón-
verk frá Telemark. Alf Tveit leikur verk fyrir
harðangursfiðlu.
Þriðjudagur 6. ágúst
Listasafn Siguijóns Ólafssonar, kl. 20.30.
Ásdís Amardóttir, selló og Jón Sigurðsson,
píanó. Sónötur eftir J.S. Bach og Beethoven,
tslensk þjóðlög eftir Hafliða Hallgrímsson og
verk eftir Ravel og Piazzolla.
Elísabet Zeuthen Schneider, fiðla og Sólveig
Anna Jónsdóttir, píanó. Verk eftir Mozart,
Webem og Brahms.
Fimmtudagur 8. ágúst
NN leikur i hálftíma.
LEIKLIST
Loftkastalinn - Á sama tíma að ári laug.
10. ágúst. Skari skrípó fimmtudag 8. ágúst.
Borgarleikhúsið - Stone Free fimmtudag
8. ágúst. Föstud. 9. ágúst, laugard. 10. ágúst.
Light Nights - Tjarnarbíó - Öll kvöld nema
sunnudagskvöld kl. 21; Leikþættir úr íslend-
ingasögum og þjóðsögum. Flutt á ensku.
Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 - Ormstunga,
ástarsaga. 3. sýn. fimmtudagur 8. ágúst.
4 sýn. föstudaginn 9. ágúst.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. ÁGÚST 1996