Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1996, Blaðsíða 8
Stokkhólmur veróur menningarborg Evrópu 1998 og Svíar vonast til aó fó Olympíuleikana 2004.1 tilefni bessa ó heldur betur aó taka til ó hlaóinu. A döfinni er aó þétta mióborging og byggja þar stóra hluta aó nýju en þar aó auki veglegt nútímalista- safn sem ó aó vera ein gf skrautfjöórum borgarinnar. EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Að áliti sumra þeirra sem gerst þekkja til evrópskra borga, getur Stokkhólm- ur talizt í flokki þeirra fimm borga sem menn vilja telja hinar fegurstu í álfunni. Þær sem auk Stokkhólms eru gjarnan nefndar í þessum gæðaflokki eru París, Barcelona, Prag og Budapest. Allt er það að sjálfsögðu smekksatriði. Fyrir Stokkhólm er sjálft borgarstæðið þungt á metunum; eyjar og sund eru hrífandi umhverfi, en jafn- framt afar dýrt borgarstæði. Glæsibygging- ar frá fyrri öldum einkenna allar þessar borgir og þar er Stokkhólmur ekki undan skilinn. Talað er um stórveldistíma Svía á 17. öld þó ekki yrðu þeir stórveldi á heims- vísu. Frá þessum tíma, en einnig frá 19. öld- inni og frá fyrriparti þessarar aldar eru ýmsar þær stórbyggingar í Stokkhólmi sem sæma höfuðborg. Þar ber ráðhús borgarinn- ar hæst eins og vera ber, stórfenglegt hús með klassísku yfirbragði og þó ekki byggt fyrr en á þessari öld. Hér munar mest um það sem alveg vantar á ráðhúsið í Reykjavík; nefnilega turninn. í allri uppbyggingu hafa borgarfeður í Stokkhólmi far- ið eftir hinni hefðbundnu evr- ópsku formúlu: Opinberar lyk- ilbyggingar standa einar sér, en þar fyrir utan er borgin byggð þétt. Það sem útúr stendur fyrir utan Ráðhúsið er að sjálfsögðu Konungshöllin, byggð í ít- ölskum endurreisnarstíl, Þinghúsið, Þjóð- minjasafnið, Óperan, Katrínarkirkjan og ýmsar aðrar minna kunnar byggingar, þar á meðal íþrótta- og sýningarhúsið Globen. Stokkhólmur er borg samkvæmt þeirri skilgreiningu, að götuhliðarnar eigi að vera samfelldar; húsin alveg sambyggð og 6-8 hæðir. Sé farið að byggja einstök hús á lóð- um með sundum á milli, séu menn ekki leng- ur að byggja borg. Það séu bæir eða út- hverfi, segja vísir menn um þessi fræði. Eftir þeirri skilgreiningu örlar varla nokk- ursstaðar fyrir því að Reykjavík sé byggð eins og borg. Ekki frekar en Þórshöfn í Færeyjum eða Þórshöfn á Langanesi. Stokkhólmur er raunar meira en borg; hún er stórborg, því þar búa um milljón manns. Þegar menn meta hana og vega, er Kaupmannahöfn gjarnan tekin til sam- anburðar, önnur milljónaborg. Um 1960 var tvímælalaust meiri glæsibragur á Kaup- mannahöfn. Hann hefur látið mikið á sjá, en Stokkhólmur hefur sótt í sig veðrið. I miðhluta Stokkhólms, við Hötorgið, á Serg- elstorgi, Sveavegi og Drottningargötu er iðandi og margbreytilegt stórborgarlíf. Og nú skal enn taka til hendinni. Nú stendur mikiö til Þessar hugleiðingar hafa orðið til eftir að setin var ráðstefnan Nordisk Byggdag síðla ágústmánaðar í Stokkhólmi. Þessi ráðstefna felst eiginlega í því að hóa saman á þriggja ára fresti Norðurlandamönnum sem tengjast byggingum. Það geta verið arkitektar, skipulagsstjórar, byggingameistarar eða menn úr stjórnkerfinu. Nokkrum sinnum hefur Norræni byggingadagurinn frarið fram á íslandi og nú stendur til að næst verði komið saman hér sumarið 1999. Þor- valdur S. Þorvaldsson, skipulagsstjóri Reykjavíkur mun hafa veg og vanda af þeim undirbúningi, en það gætu hæglega orðið 1000 manns, sem leggðu leið sína til íslands af þessu tilefni. Það voru um 700 manns sem mættu í Stokkhólmi og hlíddu á fyrirlestra og sáu margt af því sem nú er á döfinni hjá Svíum. Það stendur mikið til og Svíar sem frægir eru fyrir sín “problem", sýndu að þeir hugsa þó nokkra leiki fram í tímann. Kannski er það dæmigert fyrir breyttan hugsunarhátt, að ráðstefnan fór fram undir yfirskriftinni “Marknadsplads Stockholm" - Markaðstorg- ið Stokkhólmur. Áætlanir Svía eru stórar í sniðum. í fyrsta lagi þarf að byggja og bæta vegna þess að Stokkhólmur verður menningarborg Evrópu 1998. í annan stað hefur Stokkhólmur ásamt 11 öðrum borgum sótt um Olympíu- leikana árið 2004. Það kostar nýjan leik- vang, Olympíuþorp og fjölda annarra bygg- inga. Svo sannfærðir virðast Svíar vera um að þeir fái hnossið, að nú þeg- ar hefur farið fram samkeppni um Olympíuleikvanginn, sem á þá að rísa á hæsta höfðanum í eyjaklasanum næst miðborg- inni. Stórtækasta framtíðarmús- íkin verður Hammarby Sjö- stad. Það verður Olympíustað- urinn, en hvort sem Svíar krækja í Olympíuleika fyrr eða síðar, á að rísa þar vistvænt bæjarhverfí, sem verður alveg í sérflokki hvað varðar orkunýtingu, frárennsli og ann- að slíkt. Þetta verður 15 þúsund manna hverfí sem Svíar staðhæfa að verði eins vist- vænt og framast má verða. Það er ljóst að þegar endanleg ákvörðun verður tekin um stað fyrir Olympíuleika í byijun næsta árs, verða ekki nema liðlega 6 ár til stefnu. Þá er orðið of seint að hefja skipulagningu. Þessvegna ætla Svíar að standa klárir að þessu ef þeir hreppa hnossið. Hugmyndin um Olympíuleikvanginn sem varð fyrir val- inu er bæði frumleg og falleg og ekki hefur það þótt verra að á bak við hana standa tveir sænskir arkitektar, Svante Berg og Gert Wingárdh. Ein af stórstjörnunum úr heimi alþjóðlegs arkitektúrs, Spánveijinn Calatrava, fékk önnur verðlaun. Nýtt nútimalistasafn Höfuðborgir verða að eiga sínar skrautfjaðr- ir og flestar reyna það. Perlan og Ráðhúsið eru þesskonar skrautfjaðrir hér og yfirleitt eru ráðhús í þessu hlutverki. Þannig er það til dæmis bæði í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi. Byggingar yfir listir, óperuhús, leikhús og listasöfn, eru annað sem menn- ingarlega sinnaðar höfuðborgir gera vel við. ' Það er vel þekkt staðreynd að Moderna Museet - Nútímalistasafnið - í Stokkhólmi, sem stofnsett var 1958, er afar gott safn. Það hefur verið til húsa í gamalli byggingu á Skepsholmen. Nú er safnið annarstaðar til bráðabirgða og þessa dagana var m.a. til sýnis það sem safnið á eftir Norðurlanda- málara frá árunum 1910-1930; þar á meðal var málverk af íslenzkum torfbæ eftir Gunn- laug Blöndal og virtust sýningargestir hug- fangnir af henni. BÖRN síns tíma: Skrifstofublokkir við Sveavagen frá um 1960 áttu að gera Stokkhólm stór- borgarlega, en þóttu síðar svo Ijótar að rætt var um að rífa þær. Þær eiga nú að standa. LIFANDI miðborg: Á Hötorginu eru ýmist ávaxta- eða flóamarkaðir. í baksýn er Filmstden Sergel, kvikmyndamiðstöð sem dregur að 4000 manns á dag. OLYMPÍULEIKVANGUR fyrir Ol.árið 2004. Þessi tillaga sænskra arkitekta varð ofaná í sam- keppni, en ekki hefur verið ákveðið hvaða borg fær Olympíuleikana þetta ár. NÝJA Nútímalistasafnið sem Spánverjinn Rafael Moneo hefur teiknað, er í byggingu á Skepr BYGGT OG BREY 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.