Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 2
SKÁLDKONAN í SVEPPAMÓNUM í fyrradag var tilkynnt aó pólska skáldkonan Wieslawa Szymborska hefði hlotið bókmenntaverð- laun Nóbels. Hún er vinsæl í heimalandinu og æ meira heyrist af henni erlendis, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. WISLAWA Szymborska er vinsælt skáld í heimalandi sínu Póllandi, þar sem fréttunum um að bókmenntaverðlaun Nóbels hefðu hafnað hjá henni var tekið með mikilli gleði. Meira að segja fjármálaráðherrann flýtti sér að lýsa því yfir að verðlaunin, 1,1 milljón bandaríkjadala eða um 70 milljónir íslenskra króna yrðu auðvit- að skattftjáls. Blaðamenn streymdu til smábæj- arins Zakopane, þangað sem Szymborska hafði skroppið í nokkurra daga til að tína sveppi. Þó verðlaunin væru tilkynnt klukkan 13 í fyrra- dag, náði Sture Allén ritari sænsku akadem- íunnar ekki í hana fyrr en að hún kom úr svepp- atínslunni seinni hluta dagsins. Að hans sögn töluðu þau þýsku og hún endurtók hvað eftir annað „Danke, Danke", takk takk. Tilkynning- arinnar er alltaf beðið með eftirvæntingu og er útvarpað beint í Svíþjóð, þar sem bókaversl- anir hafa útvarpið á og bókaunnendur bíða í hrönnum til að heyra hvað bók þeir eigi nú að kaupa. Szymborska er 73 ára, býr ein í lítilli íbúð í Krakov og hefur gefíð út átta ljóðakver síðan fyrsta bókin kom út 1952. Hún hefur orð á sér fyrir að vera hlédræg og feimin, kemur helst ekki fram opinberlega, en þeir sem þekkja hana segja að í hópi vina sé hún spilandi kát og glöð. Þessi lágvaxna, granna og glaðleita kona, sem reykir sígarettur og drekkur svart kaffi hefur orð á sér fyrir að vera einstaklega heillandi og hugsandi kona. Þegar tilkynningin barst ætlaði hún í fyrstu að halda sig frá blaða- mönnum, en sá svo að sér og hefur hitt blaða- menn, geislandi af gleði og ánægju yfir viður- kenningunni. Verðlaunaféð hyggst hún gefa til Wieslawa Szymborska góðgerðarstofnana. Og ef einhver vill vita hveij- ar voru röksemdir akademíunnar, þá segir í yfirlýsingu hennar að Szymborsku séu veitt verðlaun fyrir kvæði, „sem með írónískri ná- kvæmni dragi fram sögulegt og líffræðilegt sam- hengi í brotum af mannlegum raunveruleika." Ekki-skóidiö Ljóðum hennar er lýst á marga vísu. Sænskur þýðandi hennar segir hana vera skáld, sem vill að lesendur skilji ljóðin. Um ljóð hennar hefur verið sagt að hún skrifi um hið vonlausa á þann hátt að það blási von í bijóst. Ljóð hennar eru yfirleitt stutt, ekki löng frásagnarljóð á amríska vísu í stíl Derek Walcotts, sem hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir nokkrum árum. Hún hefur verið kölluð ekki- skáldið, bæði af því hún notar svo oft orðið ekki, en líka af því það er svo margt, sem hún er ekki: ekki rómantísk, ekki framúr- stefnuleg, ekki pólitísk. Þó Szymborska skrifi ekki frásagnarljóð segist hún skrifa ljóð í stað skáldsagnanna, sem hún vildi gjarnan skrifa, en kom sér ekki að. „Það eina sem ég reyni að ná er að láta lesandanum ekki leiðast, heldur þvert á móti að uppörva hann til að hugsa með mér“, sagði hún í viðtali við Svenska Dag- bladet fyrir nokkrum árum. Þar sagðist hún ' líka hafa slæmt minni, hún minnist brota og búta af aðstæðum og fóiki. Hún hefur aðeins gefið út um 200 kvæði á ferli sínum, því hún er mjög sjálfsgagnrýnin. Hún skellti því upp úr er blaðamaðurinn spurði hana hvernig hún hvíldist og sagði að í spurningu hans fælist að hún þreytti sig kannski ekki á skriftunum og hvíldarstundir ætti hún því ekki skilið. „En mér finnst gaman að um- gangast skemmtilegt fólk, tína sveppi og safna dóti.“ Hún ferðast lítið, en þó er búist við að hún leggi leið sína til Stokkhólms í desember til að taka á móti verðlaununum. Í fyrra var hún gerð að heiðursdoktor í Póllandi og eftir miklar vangaveltur ákvað hún að taka á móti heiðrinum og hélt stutta ræðu. í lokin sagði hún að kannski byggist einhver við að hún myndi tala um ljóð sín eða lesa eitthvert þeirra upp. Það ætlaði hún ekki að gera, heldur talaði hún um ljóðalesendur, sem hún vissi þó ekki hve margir væru, enda byggð- ist gildi bókmennta ekki á hversu margir læsu þær. Vísast verður ræða hennar í Stokk- hólmi í svipuðum anda: hún á varla eftir að standa og tala um sjálfa sig hún Wieslawa Szymborska, en hún gerir það gjaman með lesendum sínum í einrúmi. BJARNI Thor Kristinsson BJARNITHOR GERIR SAMNING VIÐ ÓPERUNA í BONN BJARNI THOR Kristinsson, bassasöngv- ari, hefur gert samning til tveggja ára við óperuhúsið í Bonn og tekur hann gildi haustið 1997. Bjami söng fyrir forráða- menn óperunnar vegna hlutverks í einu verki fyrir hálfum mánuði en í framhaldj af því var honum boðin fastráðning. I samtali við Morgunblaðið sagði Bjarni að samningurinn hefði mikla þýðingu fyrir sig. „Þetta er gott hús, svokallað A-hús og vel staðsett. Það er líka ágætt að samningurinn tekur ekki gildi fyrr en eftir eitt ár því það er einmitt tíminn sem ég á eftir í námi mínu hér úti í Vín.“ Bjarni sagði að það væri ekki svo mik- ið framboð af bössum, að minnsta kosti ekki jafnmikið og til dæmis af sóprönum. „Það er held ég samt ekki hægt að segja að það sé auðvelt að komast á samning; þetta er kannski einna helst spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Ekki er búið að ganga frá leikskrá leikársins 1997-1998 í húsinu, að sögn Bjarna. „Ég veit þó að ég mun byija á að syngja í Brúðkaupi Fígarós eftir Moz- art og síðan verða sennilega verk eftir Verdi og Wagner á boðstólunum." WIESLAWA SZYMBORSKA UTOPIA Geirlaugur Magnússon þýddi Eyjan þar sem allt verður þér ljóst Hér stendurðu á traustum grunni staðreyndanna Eina leiðin er leiðin færa Runnamir svigna undan þroskuðum svörum Nærri tré Réttmætrar ályktunar með margkvísluðum greinum Og þráðbeint Skilningstréð gnæfir yfir lindinni Já þannig er það Framundan opnast æ meir Augljósidalur Sé nokkur efí berst hann burtu með vindum Bergmálið leysir fúslega úr hverri þraut í hellinum til hægri hvílist skynsemin sjálf Til vinstri Sannfæringarvatn sannleikurinn flýtur upp og gárar yfírborðið Yfír dalnum gnæfír Bjargföst vissa á hæsta tindi vakir ögurstund En mannauð þessi unaðsey sporin i sandinum stefna öll til sjávar líkt og allir forði sér héðan hendi sér hiklaust í djúpið djúp þess lífs sem enginn fær skilið MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Sýn. á málverkum og skúlptúrum eftir súr- realistann Matta frá Chile. Sýn. á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarval í austursal til 22. desember. Sýn. á nýjum verkum eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur til 19. októ- ber. Við Hamarinn Sigríður Ólafsdóttir sýnir til 13. október. Gerðuberg Sjónþing Brynhildar Þorgeirsdóttur til 6. október. Sjónarhóil Sýn. á verkum Brynhildar Þorgeirsdóttir til 6. október. Ingólfsstræti 8 Hulda Hákon sýnir til sun. 6. okt. Mokka Svanur Kristbergsson sýnir til 11. okt. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til 13. okt. Norræna húsið Finnska listakonan Barbro Gardberg sýnir bandvefnað til 27. okt. í anddyrinu. Snegla Gluggasýn. á verkum Jónu Sigríðar Jóns- dóttur til 8. október. Gallerí Fold Tryggvi Ólafsson sýnir tii 6. október. Gallerí Greip Karl Jóhann Jónsson sýnir til 6. október. Galleri Hornið Ólöf Oddgeirsdóttir sýnir til 9. október. Nýlistasafnið Ólöf Nordal og Gunnar Karlsson sýna til 6. október. Hafnarborg 26 félagsmenn sýna undir yfirskrftinni „Leir í lok aldar" til 15. október. Gallerí Sævars Karls Hólmfríður Sigvaldadóttir sýnir. Sólon íslandus Guðjón Bjarnason sýnir til 7. október. Listhús 39 Yngvi Guðmundsson sýnir til 14. október. Listakot Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir til 10. okt. Gallerí Stöðlakot Þórunn Guðmundsdóttir sýnir. Gerðarsafn Sigurður Þórólfsson sýnir silfurmuni, Ragn- heiður Jónsdóttir kolateikningar og Þor- björg Höskuldsdóttir sýnir olíumálverk til 20. okt. Önnur hæð Japanski jistamaðurinn On Kawara sýnir. Gallerí Úmbra Sýning á flókateppum; Ingunn Lára Brynj- ólfsdóttir, Sandra Laxdal og Björg Péturs- dóttir sýna. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Yfirlitssýning á völdum verkum Siguijóns. Undir Pari Sigurbjörn Ingvarsson sýnir. Galleríkeðjan - Sýniiými Sýnendur í október: I sýniboxi: Ragna Hermannsdóttir. í barmi: Karl Jóhann Jóns- son. Berandi er: Frímann Andrésson. I Hlust: Hijómsveit Kristjáns Hreinssonar. Ljósmyndastöðin Myndás Bjöm Valdimarsson sýnir til 18. október. Listasetrið Kirkjuhvoli - Akranesi Ljósmyndasýning Péturs Péturssonar til 6. október. Laugardagur 5. okt. Fyrstu tónleikar Hljómsveitar Tónlistar- skólans í Reykjavfk á þessu skólaári verða í Háteigskirkju í dag og hefjast þeir kl. 18. Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju kl. 12; Björn Steinar Sólbergsson organisti. Sunnudagur 6. október Tríó Romance heldur tónleika f samkomu- sal íþróttahúss Bessastaðahrepps kl. 20.30. Miðvikudagur 9. október Tónleikar f Gerðarsafni kl. 20.30; Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir og Peter Máté. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Nanna systir lau. 5. okt., fim. I hvítu myrkri lau. 5. okt., sun., fös., lau. Kardimommubærinn sun. 6. okt., sun. Hamingjuránið sun. 6. okt., lau. Þrek og tár fös. 11. okt. Borgarleikhúsið Ef ég væri gullfiskur lau. 5. okt., fim., lau. Largo desolato lau. 5. okt., fim. BarPar á Leynibarnum lau. 5. okt., fim., fös., lau. Stone Free fös., lau. 5. okt., fös., lau. Lcikfélag Akureyrar Sigrún Ástrós lau. 5. okt., fös., lau. Loftkastalinn Á sama tíma að ári lau. 12. okt. Sirkus Skara Skrípó lau. 5. okt. Sumar á Sýrlandi fim. 10. okt. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 6. okt., mið. íslenska Óperan Master Class sun. 6. okt., mið. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.