Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Síða 5
verslunarstjóri, en auk hans voru fjórir aðrir Geirungar í félaginu. í reglum félagsins sagði svo um tilgang þess: „Það er tilgangur félags- ins að efla þekkingu, menntun og framför hinnar íslensku þjóðar í öllum greinum." Og í framhaldi af því: „Til þess að fá þessum tilgangi framgengt ásetur félagið sér að koma upp vönduðu þjóðblaði, er nefnist ísafold og verði fyrst um sinn útbýtt í alla hreppa lands- ins, 10-20 expl. í hvern.“ í riti sínu um Geir- unga telur Lúðvík Kristjánsson einnig líklegt að Pétur Eggerz hafi farið þess á leit við Björn Jónsson, áður en liann fluttist heim til íslands sumarið 1874, að hann tæki að sér ritstjórn hins nýja blaðs. Þegar Björn settist að í Reykjavík gerðist hann ritari Lárusar Sveinbjörnssonar bæjar- fógeta og sumarið leið við þjóðhátíðarhald án þess að hið nýja blað liti dagsins ljós. Ýmsir urðu þó þetta sumar til að hvetja og styrkja hinn unga mann. A hátíðinni á Þingvöllum hitti hann Jón Sigurðsson á Gautlöndum sem hvatti hann til útgáfunnar. Fjárhagslega naut hann einhverra samskota frá Þjóðblaðsfélag- inu, 150 ríkisdala skyndilán fékk hann hjá Tryggva Gunnarssyni, en mestu varðaði þó að Jón landritari lagði Víkverja niður og ánafn- aði hinu nýja blaði áskrifendur hans. V ísafold kom fyrst fyrir augu lesenda sinna 19. sept. 1874 og á forsíðu var ávarp ritstjór- ans. Hann vék fyrst að þeim fögnuði sem þjóðhátíðin og atburðir sumarsins hefðu vak- ið í hug landsmanna. Sagði síðan: En jafnframt gleðinni hefur í bjósti hvers góðs íslendings hreyft sér harmur út af óhamingju og eymdarhag ættjarðar hans, og margur góður drengur hefur eflaust strengt þess heit að verja öllum mætti sín- um til þess að vinna að viðreisn hennar úr ánauð örbirgðar og óstjórnar. [- - -] Bestu menn landsins og máttarstólpar þjóðarinnar eiga að láta hana heyra rödd sína, hvetja lýðinn og örva til atorku og manndáðar, og leggja á ráðin til þess að framkvæmdirnar beri sem besta ávexti. Og þeir, sem á þessari þjóðhátíð hafa svar- ist í anda í fóstbræðralag til þess að veija kröftum sínum fóstuijörð vorri til viðreisn- ar og framfara, þurfa að geta talast við pg borið saman ráð sín. [-----] ísafold á að verða þjóðblað í þeim skiln- ingi, er nú bentum vér á, ekki einungis blað fyrir þjóðina, heldur og frá þjóðinni, orðsending frá þeim mönnum meðal henn- ar, sem best eru færir um og finna hjá sér hvöt til að leggja löndum sínum holl ráð og fræða þá um það, sem þeim er þarflegt að vita, einkum í þeim efnum, er lúta að verklegum framförum þjóðarinnar, eða þá að skemmta mönnum á fallegan hátt. í þessum orðum felst sú þríþætta stefnu- skrá ritstjórans sem átti eftir að gera blað hans að því stórveldi í íslenskum stjórnmálum og menningarlífi er það varð. 1) Blaðið skyldi vera tæki í baráttu fyrir hugsjón, þeirri að vinna að viðreisn íslenskrar þjóðar úr ánauð örbirgðar og óstjórnar, mál- gagn þeirra sem veija vilja kröftum sínum fóstuijörðinni til viðreisnar og framfara. 2) Blaðið skyldi fræða um það sem þarf- legt er að vita. 3) Blaðið skyldi skemmta á fallegan hátt. Eins og fram hefur komið var ísafold í raun stofnuð sem stjórnarandstöðublað og því hlutverki gegndi hún löngum allan rit- stjóraferil Björns Jónssonar og aldrei hvassar en síðasta áratug hans á ritstjórastóli eftir að unnt var að tala um raunverulega flokka- skiptingu í íslenskum stjórnmálum. Stjórnar- andstaða Björns var þó engan veginn einhlít og mætti e.t.v. skilgreina á þann veg að hún snerist meir um stefnumál en einstakar stjórnvaldsaðgerðir því að hvað eftir annað kom það fyrir að hann studdi mjög umdeildar embættisgjörðir æðstu valdhafa. Aður en vik- ið verður að ritstjórnarstefnu og deiluaðferð- um Björns skal þó gera stutta grein fyrir veraldlegum viðgangi blaðsins. Svo ótrúlega sem það kann að hljóma nú 120 árum síðar á dögum margþættrar útgáfu prentmáls auk starfsemi ljósvakamiðla var aðeins ein prentsmiðja í Reykjavík fyrstu útgáfuár ísafoldar og þessi prentsmiðja var undir stjórn ríkisvaldsins, Landsprentsmiðjan. Gátu yfrivöld sýnt útgefendum mismikið umburðarlyndi við greiðslu prentunarkostn- aðar og fyrir kom að beinlínis var beitt rit- skoðun og banni. Árið 1875 samþykkti Al- þingi að selja þessa prentsmiðju yfirprentar- anum Einari Þórðarsyni og fékk hann afsal fyrir henni í desember 1876. Svo ótryggt sem Birni þótti að sæta kjörum Landsprentsmiðj- unnar mun honum hafa þótt þyngra horfa að vera undir Einar Þórðarson seldur og tók þegar í ársbyijun 1875 að hugleiða útvegun eigin prentsmiðju. Leyfi yfirvalda til rekstrar hennar fékk hann í júlí 1876. Við kaup á Geirungar. Sitjandi f.v.: Skafti Jósefsson, Sigurður Jónsson, Pétur Eggerz. Standandi f.v.: Jón Jónsson frá Meium (síðar á Stafafelli), Steingrímur Thorsteinsson, Snorri Páls- son, Sigurður Jónsson frá Gautlöndum, Kristján Jónsson og Björn Jónsson. t, i l^uiK«nlRR 10. «r|ilfmbfr - AOtk* *** ♦* »•*- : ,«« »* *>»* «•<*» I •*»<* : UfU 'f* !>*♦♦» !♦* *' h*< '*«•» •*»*». H»I í ««ii. i<«a *«il ( nAi-l ♦>«»»»«• V»»». *r ' ifrf «>« ftol:.** vU»*. ** *«Ail »•«*, •*»»< »«<* » !>»«♦ »IU> •<«<«. k-r. t:A> »»•«<» »'| r>< »■»«* »’* »*•*» »* *«"»♦ >"«►»<* ••<«'"»' : tnrftlrt »►•'' >< »:»•>* V«L fliltrl «* M «*»• U Jy.» »4 *.» »•* •tnlifMv* -i b«»» l'«« .<* |>mJ< ftflt ». J*k. •« . M*k» Utt hvlvnft »i'« 1'<'k5>*»» !.<**» ««. V»ii »j«f tvKf.x*. */ fc/fcr •* *>*»•> »:«M*)v»«tl »»' * K.it«I **« i »V.*l*/!«S<*»»» •*<* »jO** *•( .. •>.*«» ,»*Kt'*M i <*«*:»:« t «t» « (••;■»»U •>»«** flvi* l»Ui>4. j Itfl *.»«>ft >•'* (>*»•«« ».t »1 ««)«•' ; »t !>»«.». m *•*<»■*! /<í«* J(i«x»* *"*«> »!t«K«i *••»«/' Þ'* ; I»,l. xí •»»<• *«t«fa IMIII > tv» t l'p»»* »* »•*•<>» «4 »«♦»*)** : *<(•<>» trf tol»> í»6'ttl» •« *«';•">.*». )>, |4«l *»a>M* *»<*, «» *«:»». )•>»'<••» : >«*»!» t M /«•♦<» r<! «m»»»>V» nUiifii'.w. »4 «,t«r»*l*r i r.f »■»«»«<>ft. «^.r.ft"w. *»kJk»1j«4;« •» > v:5 »!>t«» «.«:<i inliii »> Vr<M »<«•»• v* j >? «Jt dxSM'i H««*k »♦«« twU.:»* o* trtiu*M4(f»* H**- «<m«*r *ifá *i t»i» t.»»« Vr*»» *M4 «<•», t.**V* »>**« H íf.i «1 |I«U »7 Kt*k*«ii>»». tfl Utfi* i i*Wn W f**« tt i «.»»a.K>»dK«U» k*r« »«•« t*i«« i*M««. <»| |t« •«■ i f»»>' : »n Ut« »i»U\ t lotU I IrtUoirtWy M )>«*«»» ; .,< » krOjioK. *.»♦>» W>*40««i •»»»( W .liXMfcíí m•><«♦», : jtwJ* >4 ji<i t.U»l «>> H U<>4 >»M» tiA «». « ><»>4 »l»j*Ö«#r*« H l«ut»r» U»!i t»o lr;*f**l«j>ti li • U;:» *<ct «*K» >4 >*•• »» #*t* U*»«« *•». >4 «n» lUM*, • II* «•« K«firf. «.i*t»»'f*í H ir)«tl»ti|«J. ; r«o i»it«M> «t«ft !.♦)•(. «VU t>» ttmxtMmt, trtíxr trt >jó*- ‘ ií«l «* •*» fj*íuri««»r, •(<» ui *»»**. .iUffflJi' i >1 ««*• H»4><«*« i H«« itteW«k «» oft )«r«oki «j»rt. «lti«ÍKMt#)*VU» Ijttr M*m». fc»fcW» «t iri • H*.1«mí, r«t M«itl lntv, •«• ktrt { r«e U«0 v« tf ItU tjt >jrt fc»U U fc» WnH Umimm • »>ti K*ÍI riJ o» U«»» fí *»«(»> .«• " NrO*|t »9 *ftt. ; »«tM> f h»m> it«M, «« U<» »1 «Mtl«#«m« MVftM. <»4 h» *> >l»M;t| >M„« » l»i: *«< H «»VI iÍ tí ««»» ■m. »1 )4»í<» )»«1 W«««i4»M •(»»■ »«• • ««t*Ko> lr«>Irit»r (J» t>CB »f* «t*«*«.lM »r •»>«K »U« rrtl «4 Vj*ít.*l^*iV»fK )«:'.*, < Al|)iii”isli(isnii>i::in>iir i limisl. ( i*>m««<iiH i.i Ud** i/rí>t>rt«iUftVjii»M l-«t»» ••> »il» ■*» <*»>*:'■ *•-'« »Vft»-«l«*t: »•' pitfrUto fi lW«a> t|»fuW. >1 *tpf>*i *»«> «lt> >k>m >íl- f>(|>M<; M *«*i f»s«4» |«>« «fcí:it8 »><«■«( (tU-n. >( ■MKi (•>< .1 >1:4» t uoi. I.V.II t’*« *»r* 41» «,'» v'i, vxalff «»• (t«t«t«7. Cn p«M) t«»í« «« U»> >:t «í *Uit. *«m )..*»j- um mni »r M»*«ti, p<-n »»ti (írfK, »•»» »1 iu.it )«». *nU ,*,Ur fcrtnl •« «tt) t»»-í *►» k!«í»* «!. i'. J>; « J:«*i t* tvH* *J 11 K#fit<««»tU. Þ K “" ** ♦«'■*«!( *» (•*» *) btlttt 1« »| >jt autU rt 1 tjUtoxOvra Idkijtftr*. Uttatia J**»* f*rt:» *J tft» »*«r U •»»» »I»Mí* l:S |«»* »5 iUkll M »»»H Jft JjMfltfMiUi. »tjW* »*». »» ■««» «•«• wn lt-MH«i(«j«M Um, ri* Jmr MU I rtrnt H *•»»> «ft •<»>* w»«4 a (tM Mtor U4 *:» l*** M/.t, t) •tfct W*> «' tfJW1 »)• »«*•* * »tj*>*«7»tiie:<« *)}*, *;« *»» fcraUXft bo» «< rjn, <• MJrtWft < (tujMMurttUfc <t*f|j»f- toft UkMtii Ufi Uh i&«i ** itfU* »»40 *u> ii»t. K« J4M J*tU •!• fclMJ* tr(l —»>«», *••» «<«* fc*«» »*t»' »,*>. «*M tot »<MrM7»v>tM «lM 11)*••, J4 >«*Mf H «<r *•<«* i **M J«, »* ii)|>ÍMM tr ttitmm wHta.l»,i>rt<W»<. tm >4 » rUtí^ tiMfuB it*j*UH> K*< J>Uit *ij»rw* «ttl Jvrtt •» Un tjM ft«»tf «• Wm) («:: r« m Jrt* a t«j«U 1 fc»t »#<•» *U;» UfcJtfarJto#* Jtrt MttU fjMfctft. Uu tjrir HJtraifc* <* t<*> fc» V«km trm >■•■ tf}» ■*» t*(« irtU »1 »tí M t4» *>« *■ Wfc *M, i> W»|«w H*|0*« «tK t»>U «rf»4 rtf tifi tn»i Ut'. I 9*1 fcfttmi rr fc*< **«»«»* *W átVUr fc!9«B«U UOfcfc «**» lMOKfctjfcdbt, f jOfcfrtMi tjffci fcfft » M ») 1-J t>r*fl*« Jj«4L)fir*fcjn, Jvi ♦*» rtjftli »«*»« »» »«!♦«• Urtfc. f tfcfcrt n Jrtto *U| »* Ur» ti< H»* •*♦»»>•* <•'* >*<»>) *ttl rt«>*rt t *» »»M ntturitfc ttwtomO I )u«>u Q«« ItUmlii tMlfcinl. C;)* tniOf »r» W >t» »li ( *fcr»ci*M*M, Nr t fcfcíK IprtM .*j*, k*:« *»»«)> (»>m Ut»t 4ivUi»« VU« IhM ( it*s«M Viftirt tj ( fc*Ui»|»; Vto»m*r «| J»*W fafctfc tyéUmtj » <;*»««< U4 « »i«m. f-*4 < »n*t, Jrt tr *(4m «!•*, ♦<»« fcMrtl Jfcrt *» fc)«4»; ÞW nUm ltt4fc* Mrrtfc t«»»« tifiT 4 hnktt Ito »*írtt«i h ■»>> fcfui fcttar. - X $«««■ fc*»*M frrtri* a>fc .' H <HM >U) rtfclW. XUfcfc fc)J4U *» ttlM 4 IrttrjfcM Vd. )*4 fc«fa»Ur >4 «J*f ttofcfcrt. ««• Otll H *U«r (toxrtl • <•*» fnbúrtfck t t>•*«•*. Úfc* fcitfc |>| «» lj*« »<•» t h«<». «t H*r tUi aá< «UI Mftt •f itU faffm *«U Kthí nfHwHk, <to« W •*« fc**|M, I »<»"*■ fc*rt*4 *r «t Jvm» fcfcWfcr MtofcM *U‘. *m f*t 4r«VU U*fc»; UU»>< •*«> tjt *fc «»■’ t*Mft« fc*ft«ft7 fcHM*. Itofc »«« Uit »4* «w rt«fl rfctðUfMWrt ♦‘“•ai: «r*4»i4 H*t trt. »<5*U«« »<«80, Utt,tt4rf\ ft*to»Ml« K U. FORSÍÐA1. tölublaðs ísafoldar 19. sept. 1874. prentsmiðjunni naut hann fulltingis gamals félaga úr Atgeirnum, Sigurðar L. Jónssonar, en fé til þeirra lögðu fram menn fjarri þeim félagsskap: Árni Thorsteinsson landfógeti, Jón Jónsson ritari landshöfðingja og Jón Þor- kelsson rektor Lærða skólans. Sýnir það í senn að þessir embættismenn voru engan veginn þrælbundnir við jötu veitingarvaldsins og að Björn Jónssön tók að leita eftir styrk upp i efri lög samfélagsins, lagði hann og á það áherslu við Sigurð að ekki vitnaðist hveij- ir væru íjárhagslegir bakhjarlar fyrirtækis- ins. Fyrsta tölublað Isafoldar, sem prentað var í hinni nýju prentsmiðju, kom út 16. júní Í877. Árið eftir, þegar ísafold hafði komið út í nærri íjögur ár, venti hinn ungi ritstjóri sínu kvæði í kross og hvarf aftur að laganámi í Kaupmannahöfn. Mun þessum mikla náms- garpi hafa sviðið prófleysi sitt. Þetta var þó meira en lítið fyrirtæki. Björn var orðinn fjöl- skyldumaður, hafði í desember 1874 gengið að eiga Elísabetu Sveinsdóttur Nielssonar prests á Staðastað og áttu þau eina dóttur, Guðrúnu. Stóð heimili þeirra í Kaupmanna- höfn næstu fimm ár og þar fæddust tvö næstu börn þeirra, Sigríður og Sveinn, síðar fyrsti forseti íslands, en yngsta barnið, Ólaf- ur, síðar ritstjóri ísafoldar, fæddist eftir heim- komuna. Einar Hjörleifsson Kvaran sem síðar varð einhver nánasti vinur og samverkamað- ur Björns segir svo um hann á þessu skeiði ævinnar: Á þessum árum kynntist ég B.J. ekkert, sá hann aðeins við og við hér í Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Mér virtist hann varfær og dulur, fálátur og þurr í við- móti. Mér fannst í meira lagi óárennilegt að komast í náin kynni við hann. Það er athyglisvert að þegar Björn hvarf frá ísafold í júlí 1878 fól hann ritstjórnina ekki neinum róttækum Geirunga heldur sjálf- um Grími Thomsen skáldi á Bessastöðum en hann þótti í meira lagi dansklundaður í póli- tískri afstöðu. Grímur hafði svo ritstjórn blaðsins á hendi til ársloka 1881 að undan- skildum tveimur mánuðum sumarið 1879. Þegar Grímur lét af ritstjórn tók við henni Eiríkur Briem prestaskóla- kennari og hafði hana á hendi þangað til Bjöm tók aftur við blaðinu 30. júní 1883. Meðan Björn sat í Kaupmannahöfn þessu sinni skrifaði hann jafn- an töluvert í blaðið, fréttabréf og annað. M.a. skrifaði hann greinar um veitingu landlækn- isembættisins og studdi þá ráðstöfun stjórnvalda að veita það dönskum manni, Hans Schierbeck. Átti hann um þá afstöðu samleið með Velvak- anda og bræðrum hans í and- stöðu við flokkinn kringum Verðandi undir forystu Hann- esar Hafsteins. Björn var kjör- inn á þing fyrir Strandasýslu og sat á Alþingi 1879, en féll svo kosningarnar árið eftir. Hann hélt áfram á þessum árum að efla fyrirtæki sitt ísa- foldarprentsmiðju og fékk til hennar nýja hraðpressu sum- arið 1879. Þó að hún væri handknúin voru afköst hennar fimmföld á við fyrri vél. Öll þessi athafnasemi hlýtur að hafa komið niður á námi hans og enn fór svo að hann hvarf próflaus heim 1883 eftir fimm ára dvöl í Kaupmannahöfn. Sumir, sem um Björn hafa skrifað, telja að hann hafi ver- ið haldinn óviðráðanlegum prófskrekk. Hér kynni þó einnig að hafa komið til metnaður hins gamla skóladúx sem ekki sætti sig við minna en hæstu einkunnir. VI Eftir þetta átti Björn heima í Reykjavík sem ritstjóri, útgefandi, prentsmiðjustjóri og stjórnmálamaður. Ekki voru þó störf hans í upphafi ábatavænlegri en svo að hann gegndi skrifarastörfum hjá Bergi Thorberg lands- höfðingja sér til tekjuauka. Gefur auga leið að slíkt var naumast til þess fallið að hvessa penna blaðamanns sem vildi gagnrýna stjórn landsins og æðstu yfirvöld. Þessu hlutskipti máttu þó einnig sæta aðrir ritstjórar svo ólik- ir Birni sem Jón Ólafsson og Gestur Pálsson. Einar Hjörleifsson Kvaran nefnir dæmi um þessar aðstæður Björns er hann gagnrýndi harðlega að einum auðugasta manni lands- ins, Pétri biskupi Péturssyni, var veittur styrkur af því fé, sem ætlað var til vísinda- legra og verklegra fyrirtækja, til að gefa úr hugvekjur. Landshöfðingi var tengdasonur biskups og sendi nú skrifara sínum áminning- arbréf. Björn svaraði um hæl og óskaði eftir að verða leystur frá skrifstofustörfunum, ef þau ættu að vera eitthvert haft á blaðinu. Níundi áratugurinn .var tímabil mikilla harðinda á íslandi. Var víða þröngt í búi af þeim sökum og fátækt almenn. Neyddist Björn til að minnka blað sitt 0g eru árgang- arnir 1884-88 minni en tíu þeir fyrstu, en frá og með ársbyrjun 1889 stækkaði blaðið aftur í sama brot og fyrr. Hann hélt þó áfram að efla prentsmiðju sína og keypti prent- smiðju Einars Þórðarsonar 1886. Þar með var Isafoldarprentsmiðja í reynd orðin arftaki hins gamla Hólaprents. Þetta sama ár fékk prentsmiðjan fast aðsetur, en hún hafði verið á nokkruni hrakhólum með húsnæði fram til þessa. Björn keypti Austurstræti 8, reif þá húseign niður og reisti nýjá byggingu yfir starfsemi sína, prentverk og útgáfu. Þegar Gestur Pálsson hætti við Suðra í árslok 1886 keypti Björn útgáfuréttinn af honum og fylgdu þar með hinar opinberu auglýsingar er var dijúg tekjulind hverju blaði sem hafði réttinn til birtingar þeirra. Auglýsingaréttin- um fylgdi þó sá stimpill að það blað, sem þær birti, væri handbendi landshöfðingja og skorti ekki á að ísafold erfði hann með. „Odd- borgarablaðið víkverska" kallaði Skúli Thor- oddsen ísafold. Og sveitapilturinn úr Djúpa- dal, er foreldralaus hafði forðum setið í Lærða skólanum og síðar fótað sig sem próflaus menntamaður við blaðamennsku og skrif- stofustörf, var þessi árin óðum að feta upp samfélagsstigann þar sem þorp hálfdanskra kaupmanna og embættismanna var að breyt- ast í höfuðstað um leið og íslensk borgara- stétt var að myndast. Árið 1884 var Björn kjörinn forseti Reykja- víkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegndi því starfí næstu tvo áratugi. Sama ár stofnaði hann með Jóni Ólafssyni, Stein- grími Thorsteinssyni og Kristjáni Ó. Þor- grímssyni tímaritið Iðunni, mánaðarrit til skemmtunar og fróðleiks. í hana þýddi hann ýmsar smásögur og frásagnir. í bæjarstjórn Reykjavíkur var hann kjörinn 1885 og sat þar eitt kjörtímabil. Sveinn Björnsson forseti hefur í Endur- minningum sínum gefið ákaflega trúverðuga mynd af heimili foreldra sinna sem má virðst nokkuð dæmigerð fyrir þá kynslóð í Reykja- vík sem bræddi lífshætti gamla bændasamfé- lagsins saman við alþjóðlega borgarmenningu og skóp þar með þá reykvísku bæjarmenn- ingu sem er arfur okkar. Hann skilgreinir stéttarlega stöðu föður síns og fjölskyldu svo: Dönskuskotna yfirstéttin leit frekar niður á aðra, þótt misjafnt væri um marga ein- staklinga. Foreldrar mínir voru ekki í hópi þessarar yfirstéttar. Faðir minn var ekki embættismaður, þótt skólagenginn væri. Eg hefi þá tilfinningu, að hann hafí verið skoðaður af embættis- og kaupmannastétt- inni nokkurskonar utanveltubesefi; hefði að réttu lagi átt að vera „einn af oss“, en haft þá vankanta, að margir álitu hann ekki eiga heima inni í kórnum. Hann var ekki alltaf hlífinn við yfirstéttina í blaði sínu, umgekkst fólk af öllum stéttum, var góð-templari, sem ekki þótti fínt félag hjá yfirstéttinni, gaf sér litlar stundir til þess að rækja samkvæmislíf, var illa við dönsku áhrifin. Björn var alla ævi mikill vinnuhestur og stakur reglumaður. Hann gekk í góðtempl- araregluna 1885 og beitti sér ávallt síðan einarðlega fyrir málefnum bindindismanna, gaf út blöð þeim til styrktar, íslenskan Good- Templar 1891-93 og Heimilisblaðið 1894-95. Um þennan þátt í störfum hans segir Einar Hjörleifsson Kvaran: „Ekkert mál var betur samfellt lundarfari hans, þeirri miklu siðferði- legu alvöru, sem þar átti heima. Hún var einn aðalþátturinn í eðlisfari hans. Léttúðin var honum andstyggð." Björn átti góðan hlut að því að Einar fluttist heim frá Winnipeg í Kanada 1895 er hann gerði skáldið að meðrit- stjóra sínum við ísafold. Varð Einar einn nánasti samverkamaður og vinur Björns og munu þeir haft umtalsverð áhrif hvor á ann- ars skoðanir. Var Einar meðritstjóri ísafoldar frá 8. júní 1895 til 28. sept. 1901 er hann gerðist ritstjóri Norðuiiands á Akureyri. Hann var þó frá blaðinu um nærri átta mán- aða skeið 1896-97 er hann dvaldist sér til heilsubótar suður á Þýskalandi og Korsíku. Enn efldi Björn prentsmiðju sina 1897 er hann keypti til hennar vélknúna hraðpressu, sem gekk fyrir „nokkurs konar gufuafli í stað handafls". Þótti hún mikið tækniundur í fábreyttu lífi höfuðstaðarins. Þá stækkaði brot ísafoldar 1898 og blaðið tók að koma oftar út. Aftur stækkaði blaðið 1908 og hélt því broti til loka ritstjórnartíðar Björns. Hann keypti tímaritið Sunnanfara 1899 og hélt honum úti 1900-03. Vegna veikinda var Björn frá ritstjórn ísa- foldar 8. ágúst 1903 til 9. mars 1904 og stýrði þá Ólafur Rósenkranz blaðinu. Þegar Björn varð ráðherra vorið 1909 tók Ólafur aftur við ritstjórninni, þá Einar Hjörleifsson Kvaran um þriggja mánaða skeið sumarið 1909, en 4. sept. 1909 tók Ólafur Björnsson við stjórn blaðsins og gegndi henni síðan. Samt var Björn aftur skráður ábyrgðarmaður um mánaðarskeið vorið 1911. Þó að hann væri ekki lengur skráður ritstjóri hélt hann áfram að skrifa við og við í sitt gamla blað. Ekki gat heldur þessi gamla blaðakempa lengi unað því að stýra ekki blaði. Haustið 1912 gaf hann um hríð út lítið blað sem nefndist Magni. Það voru síðustu ritstjórnarstörf fyrsta stói’veldisskapara íslenskrar blaða- mennsku. Hann lést 24. nóv. 1912. Niðurlag í næstu Lesbók. Sjá einnig heimilda- lista þar. Höfundur er prófessor við Hóskóla íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.